5.11.2020 | 11:26
Fóstrið, klasi eða manneskja?
Við á Íslandi höfum haft aðgang að Biblíunni á okkar ,,Norrænu" frá 1584. Í þeirri merku bók er talað all nokkuð um okkur mennina og með hvaða augum Guð, skaparinn og ,,Faðir Vor" sér okkur.
Þar segir m.a:
Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þina, áður en nokkur þeirra var til orðinn. (Davíðssálmur 139:15 - 16)
Hvernig fara þessi orð í okkur? Hef ég rétt til að stöðva þann feril að dagarnir fái að koma yfir fóstrið sem Guð er þegar búinn að útvelja því?
Í þessum sálmi segir einnig:,,Ó að þú Guð vildir fella níðingana. Morðingjar! Víkið frá mér."
Hvaða morðingja er verið að ávarpa? Eru það þeir sem eyða mönnum eða mannslífum? Svona talar Guðs Orð kröftuglega til okkar. Meiðandi? Já, fyrir þá sem hafa gert Guði í móti skapi.
Í dag er enn verið að færa Ísland fjær Guði og vilja Guðs. Í dag er hin kalda vinstrihönd að leggja til aukið álag á sjúkrahús með fóstureyðingarmiðstöð fyrir öll lönd. Greinilega Guði á móti skapi. Hvernær ætlum við að læra að fóstrið er augnayndi Guðs?
Einhverju sinni voru menn að ræða Nazismann og morðölduna sem fylgdi honum með útrýmingarbúðum á hinum minnimáttar. Þá sagði Prófessor í guðfræði, Þórir Kr. Þórðarson: ,,Þegar Guð er ekki til þá er þetta hægt"!
Er Alþingi Guðlaus stofnun og þess vegna rýmkar það fyrir morðum á hinum ófæddu börnum?
Frá 1976 höfum við að meðaltali eytt 1000 börnum á ári og samanlagt um 45000 börnum sem áttu að verða þegnar okkar lands, samerfingjar að auðæfum landsins. Í dag er þessi tala fyllt með útlendingum. En þeir fylltu uppí rúm hinna horfnu. Ekki svo að skilja að útlendingarnir séu ekki velkomnir heldur hitt að það var óþarfi að eyða litla fólkinu okkar.
En þegar Guð er ekki lengur áhrifavaldur í löggjöfinni eða lífsmáta þjóðarinnar þá eru aðeins tveir möguleikar eftir. Sá fyrri er að við snúum okkur aftur til Guðs, biðjum fyrirgefningar og förum að hans ráðum. Hinn að við köllum yfir okkur hörmungar og fáum dóm Guðs yfir okkur. það verður okkur ekki að skapi.
Biblían segir: ,,Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti." (Jes. 26:9),,Sé hinum óguðlegu sýnd vægð, læra þeir eigi réttlæti. Þá fremja þeir órétt í því landi þar sem réttlæti skal ríkja og gefa ekki gætur að hátign Drottins."(Jes.26:10)
Guð! Verði þinn vilji.
Veljum lífið en ekki hönd dauðans, kvenréttindin!
Snorri í Betel
Bloggfærslur 5. nóvember 2020
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar