Að trúa eða hafna?

Viðbrögð okkar við þessari frétt verða annað hvort að við trúum eða höfnum.

Í því ljósi að Trump segir þetta munu margir andstæðingar hans hafna þessari vitneskju af því að hún kemur frá Trump. Hinir trúa þessari fullyrðingu þó að hún komi frá Trump. Hann hefur nefnilega aðgang að upplýsingum sem við höfum ekki. En ég minnist þess að hafa séð þetta í fjölmiðlum í upphafi faraldursins að efnavopnaverksmiðja Kínverja er einmitt í Wuhan og þeir hafi misst tökin á ,,afkvæminu".

En hverju ættum við að trúa? Segja Kínverjar frekar satt? Munum gamla kviðlinginn um Jón Hrak. Hann ,,hugði ei sannleik hóti betri sagðar af sér eða Sankti Pétri"!

Ég segi eins og Beda prestur sagði og Ari Fróði vísaði til að :,,hafa skal það sem sannara reynist"!

Leitum sannleikans

snorri í betel


mbl.is Segir hægt að sanna að veiran komi af rannsóknarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2020

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_6438
  • IMG_6438
  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband