27.5.2020 | 10:20
Ástin?
Í mínu ungdæmi gerðu Bítlarnir lagið ,,All you need ís love" heimsfrægt. Þeir breyttu viðhorfi til ástarinnar til meira frjálsræðis og ungafólkið fór að hegða sér eins og ástin væri án ábyrgðar. Auðvita hafði frelsið afleiðingar og ávöxt og mun meira varð um börn fædd utan hjónabandsins eða óskilgetin. En lagið var enn vinsælt og margt benti til þess að ,,All you need ís love" væri heimspeki sem gæti leyst öll heimsins vandamál.
Á íslensku höfum við allavega tvö orð um ástina þ.e. Kærleikur og ást. Svo tengjum við saman orð og getum fengið út föður-kærleika, móðurást, systkinakærleik og föðurlands ást.
Í grísku eru til 4 orð yfir það sem íslenskan hefur 2 og enskan 1! Breski rithöfundurinn C.S.Lewis benti á mjög merkilegt orðavalið í grískunni um hugtakið ást ,,love". Fyrst skal nefna ,,Agape" sem er ævinlega tengt við kærleika. Kristnin segir okkur að Guð sé kærleikur. Trúin tengir kærleikann við gefandi eða fórnandi kærleika. Gefa án þess að fá eitthvað í staðinn, frumkvæðið er viðhorf Guðs til þín og mín.
Annað orðið í grísku máli um ást er ,,storge"! Notað í tengslum við föðurást eða foreldraást gagnvart börnum og afkvæmum okkar. Sagt var um Jóhannes skírara að hlutverk hans væri að :,,snúa hjörtum feðra til barna" eða endurvekja ,,storge" föðurkærleikann í samfélagi gyðinga á fyrstu öldum okkar tímatals.
Þriðja orðið í grískunni er:,,filiae"! Gjarnan þýtt sem bróður kærleikur, eða vinátta milli félaga og vina. Þaðan er orðið ,,Fíladelfía" komið og bæði notað yfir borgir og söfnuði þar sem bræðra þelið átti að ríkja og menn yrðu vörn og skjól hver fyrir annan. Þessi vináttu hugsun er mjög mikilvæg fyrir náungann, félagana og víðar.
Fjórða orðið er ,,Eros" sem gjarnan er notað yfir kynferðislega ást eða aðdóun. Þetta orð er gjarnan tengt við Bítlalagið fræga. Þess vegna varð enska orðið ,,love" oftast tengt við ,,frjálsar ástir"! Við tökum orðin í notkun eftir hentugleika hverju sinni. Meinbugirnir koma í ljós þegar við heyrum fullorðna ,,njóta ásta" með börnum. Þá er ástin komin á skjön við skilning flestra á friðhelgi barnsins.
Ég ætla að enda þennan pistil á þessari tengingu að Guð sem er kærleikur (Agape,Storge,Filíae og Eros) hefur skapað tilveruna í þessum tilgangi að hún megi birta kærleika Guðs. Aðeins ein stofnun í okkar heimi, hjónabandið, speglar þessi 4 grísku orð. Þar er hin fórnandi ást(Agape) að finna, annars gengur hjónabandið ekki. Í hjónabandinu verða börnin til og þeim á að mæta föðurkærleikur og móðurást (storge). Gott hjónaband tengir hjón og afkomendur þeirra vina böndum (Filiae) og svo höfum við kynlífið, ljúft og skapandi (Eros) svo áframhald verði í sköpuninni. Svona hefur Guð útbúið tilveruna. Þess vegna á ástar söngur Bítlanna vel við ,,All you need ís love" ef þú tekur gríska merkingu (Agape, Storge, Filiae,Eros) inní textann.
Hjónabandið er því gjöf Guðs til okkar mannanna og það er besta ,,ástar samband" sem við getum speglað kærleika Guðs í okkar lífi.
Guð elskar þig (Agape) enda gaf hann Son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur eignist eilíft líf!
Snorri í Betel
Bloggfærslur 27. maí 2020
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar