10.5.2021 | 15:51
Baráttan um Musterishæðina.
Saga hæðarinnar er löng og teygir sig líklega allt til daga Abrahams eða til 2000 f.kr. 4000 ár er langur tími og merkilegt að við eigum sögu þessa staðar í lifandi frásögn og boðskap Biblíunnar. Musterishæðin er líklega staðurinn þar sem Abraham ætlaði að fórna Ísak syni sínum. Hann var stöðvaður við verkið og var bent á hrút sem var álengdar og sá fór á fórnaraltarið en Ísak fékk að lifa langa ævi. Frá þeim tíma er talað um Guðs Abrahams, Ísaks og Jakobs.
Svo líða þúsund ár, til daga Davíðs konungs að hann kaupir Þreskivöll Ornans Jebúsíta. Drepsótt geisaði í landinu og Davíð stöðvaði sóttina með því að kaupa land Ornans bónda, þreskisleðann og nautin sem drógu hann. Nautunum var fórnað, sleðinn brenndur á fórnaraltarinu, drepsóttin stöðvaðist og Davíð orðinn eigandi landsspildunnar, Musterishæðarinnar.
Svo tók Salómon við konungsdæminu og byggði Musterið, eitt hið glæsilegasta hús fornaldar.Það var vígt 480 árum eftir burtför Ísraelsmanna úr Egyptalandi. Vitað er að tilhöggið grjót úr grjótnámu í norðurhluta Jerúsalem borgar var notað í Musterið en þær uppgötvuðust um 1830 og teljast hinn helgasti staður Frímúrara. Biblían greinir einnig frá því að gull magnið sem búið var að draga að til Musterisins voru 3000 talentur (180 tonn )!
Musterin urðu 3 kölluð Musteri Salómons, sem Babyloníumenn brenndu, Musteri Serúbabels það sem reist var eftir að gyðingar komu heim úr herleiðingunni og svo síðasta Musterið kallað Musteri Heródesar sem var í smíðum einmitt á dögum Jesú Krist. Árið sem það musteri var fullbúið, 70 e.kr.var það svo rifið til grunna. Eftir það hafa menn aðeins haft aðgang að hæðinni.
Þegar Múslimar taka Jerúsalem virðast þeir hafa frá upphafi takmarkað aðgang annarra að hæðinni. Enn í dag er það birtingarmyndin í fréttinni að gyðingar og kristnir mega ekki koma uppá hæðina nema með ströngum skilyrðum. Ekki má lesa í Biblíunni eða fara með bænir. Múslimir ráða og ætla að ráða.
Vegna afstöðu Múslima til þessa málaflokks má setja deiluna í þennan búning. Fyrst stóð deilan um yfirráðin á landinu. Tyrkir höfðu haft yfirráðin frá 1517 og byggðu múrana í kringum gömlu Jerúsalem í upphafi sinnar ráðstjórnar. Þeir fóru að selja gyðingum lönd og staði uppúr 1870 þangað til þeir missa landið þega Allenby hersöfðingi Breta tók það í fyrri heimstyrjöldinni. 1917 gefa Bretar gyðingum landið með Balfour yfirlýsingunni og kalla landið Trans-Jórdaníu. Ekki reyndist sambýlið auðvelt við Araba og Bedúína svo þegar gyðingar stofna ríkið sitt 1948 ráðast Arabar með miklu offorsi á hið nýstofnaða ríki og ætla að útrýma gyðingum í því stríði. Eins og flestir vita þá tóku Arabar lönd frá gyðingum í stríðinu 1948. Gyðingar unnu aftur löndin í 6 daga stríðinu og síðan hafa menn kallað þessa skika ,,herteknu svæðin"! Þessi svæði voru hertekin fyrir 1948 af Jórdönum og þar áður af Tyrkjum 1517. Svo ekkert er nýtt undir sólinni.
Barátta milli þessara hópa hefur því færst nær Musterishæðinni og stendur nánast eingöngu um þann blett í dag. Svo mikill hiti er í málinu að ferðafrelsi Araba var afnumið til Musterishæðarinnar því hvaðanæfa úr Ísrael vildu ungmennin halda í ólætin uppá Musterishæðina, hlaðin bensínsprengjum og grjóti.
En er það virkilega svona mikill glæpur í augum Múslima að gyðingar og kristnir fari uppá Musterishæðina til að biðja?
Ég held að í dag megi það vera öllum augljóst að krafan er sú að gyðingar fái yfirráðin samþykkt og viðurkenndur verði byggingarréttur á nýju Musteri. Það er ,,bleiki fíllinn" að Musterið verði byggt. Ég læt fylgja mynd af peningum sem gyðingar hafa gefið út til að fjármagna Musterisbygginguna. Á peningnum er áskorun til Trumps að hann gangi inní smurningu Kyrusar Persakonungs. Hann gaf út byggingarleyfi til að reisa Musteri Serúbabels. Þessi kafli að endurreisa Musteri hefur ekki verið gerlegur í sögu gyðinga, fyrr en nú. Frá 70 e.kr til dagsins í dag hefur þetta ekki verið möguleiki.
Út úr þessum átökum verður aðeins ein útkoma. Arabarnir verða að sætta sig við að Musteri gyðinga verður að fá að rísa. Sagan heldur áfram.
Framtíðarsýn Biblíunnar er nefnilega sú að í Musterið muni setjast sá sem kallaður er Anti-Kristur og ætlar að gera sjálfan sig að Guði. Páll postuli greinir frá þessari sviðsmynd í 2.Þessalónikubréfi og kafla 2. Það er að koma að þessu atriði Biblíunnar og spádómar hennar hafa allir ræst framundir þetta. Örfáir eru eftir sem tengjast komu Andikrists, hörmungartíð hans og stjórn, með Harmagedon og svo endurkomu Jesú, þegar hann kemur á skýjum himins og reisir upp frá dauðum þúsundir látinna kristinna einstaklinga. Þetta er allt í ljósi sögunnar og spádómanna.
Það sem blasir við augum okkar er staðfesting á orðum Biblíunnar.
Snorri í Betel
![]() |
Mörg hundruð særðust í Jerúsalem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. maí 2021
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar