3.5.2010 | 17:04
Hjúskapurinn ríkisrekni!
Sannleikanum hallað!
Ragna Árnadóttir sagði í inngangsræðu sinni um nýja hjúskaparlöggjöf:
Virðulegi forseti. Hjúskapur er fyrst og fremst borgaraleg stofnun. Löggjöf um hjúskap skilgreinir þetta viðurkennda sambúðarform á hverjum tíma og markar hverjir megi ganga í hjúskap og hver hjónavígsluskilyrði skuli vera. Þá er það löggjafans að ákveða hvaða réttaráhrif fylgja stofnun hjúskapar. Löggjafinn hefur styrkt þetta sambúðarform umfram önnur með tilliti til þess að hjúskapurinn er ein af sterkustu grunnstoðum fjölskyldunnar í samfélaginu. Hjúskapurinn á sér djúpar rætur í löggjöf og menningu og segir í greinargerð að grunnstoðir hjónabandsins séu byggðar á hugmyndum um gagnkvæma ást, festu og varanleika." (úr kynningarræðu mannréttindamála-ráðherra, Rögnu Árnadóttur )
Hvað er borgaraleg stofnun? Barnaheimili, leikskóli, ráðuneyti og sjúkrahús? En er hjúskapurinn borgaralega stofnun? Hjú gátu verið vinnuafl sveitanna áður fyrr. Hjúskapur náði einnig yfir hjón sem alltaf í gegnum árþúsundin, hafa verið karl og kona. Orðið hjú er hvorukynsorð af því að það nær yfir bæði kyn eins og öllum má ljóst vera. Að setja fram löggjöf með nýrri merkingu þess orðs er auðvitað að breyta tungunni. Íslenskan hefur notið þeirrar sérstöðu okkar á meðal að við höfum frekar búið til nýyrði í stað þess að eyðileggja gömul og gegn orð.
Þegar dóms og mannréttindaráðherra fullyrðir að hjúskapur sé fyrst og fremst borgaraleg stofnun er hún þá að tala um vinnuhjú með starfssamning við vinnuveitendur? Eða er verið að umbylta hjónabandinu?
En svo kemur allt í einu orðið hjónavígsluskilyrði". Þá sjá menn að ráðherra snýr uppá íslenska tungu og birtist þá útúrsnúningur inn á hjónabandinu. Samkvæmt kristninni er hjónabandið ekki borgaraleg stofnun. Hjónabandið er frá Guði komið. Skipulagið frá himnum en framkvæmdin hjá mönnum. Hjónabandið er aðeins vígt og blessað samband milli karls og konu svo lengi sem þau bæði lifa.
Við erum með afar langa sögu mannkynsins þar sem hjónabandið er einmitt eitt fyrsta fyrirtækið sem stofnað er til milli manna. Eva var leidd til Adams. Þetta var fyrsti hjúskapurinn, fyrsta hjónabandið og það löngu áður en Alþingi var sett við Austurvöll.
Jesús Kristur greinir frá þessari stofnun sem guðlegri stofnun þegar hann segir: Hafið þið eigi lesið að skaparinn gerði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja." (Matt. 19: 4 - 6)
Í ljósi þessara orða er hið nýja frumvarp um nýja tegund hjúskapar því aðför að þessum kristna kenningararfi. Sérhver þingmaður sem greiðir þessu frumvarpi atkvæði sitt gerist þá sekur um tvennt. Að rjúfa það heit að Jesús Kristur sé leiðtogi lífsins og sá sem við fylgjum þegar kemur að öllum alvöruákvörðunum í skipulagi tilverunnar. Hitt er það að samþykkt þessara nýju laga er aðför að íslenskri tungu þar sem hjúskapur og hjónaband er látið ná yfir fólk af sama kyni sem heitir hvoru öðru ást og tryggð. Myndum við breyta merkingu t.d.á orðinu fóstbræðralag í ástarsamband tveggja karlmanna?
Og Biblían segir: Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð, því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma. Sýnið enga fégirni í hegðun yðar en látið yður nægja það sem þér hafið. Guð hefur sjálfur sagt: Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Hebr. 13: 4 og 5
Þessi vers sýna svo ekki verði um villst hversu nálæg þessi atriði eru, afstaðan til hjúskaparins og afstaðan til peninganna.
Af þessum ástæðum vil ég mótmæla harðlega þessu frumvarpi um breytta hjúskaparstöðu og skora á hvern þingmann að hafna frumvarpi Rögnu um nýjan skilning á borgaralegum stofnunum.
Í ljósi hins nýja frumvarps og áskorun helmings prestastefnu um að bíða, er vert að benda á að helmingur presta þeirrar stefnu treystir sér ekki til að styðja þetta frumvarp. Tel ég þann helming vonarsjóð fyrir Íslenska kristni. Hinir þurfa að fara í endurhæfingu ekkert síður en þingmenn sem glöptust af peningahyggju undanfarinna ára og þurfa að segja af sér. Sannarlega er þar um siðferðisbrest að ræða hjá prestum sem þingmönnum.
Ég vil einnig benda á að undanfari hins fjármálalega siðferðisbrests þjóðfélagsins var viðhorfsbreyting eða frekar höfnun á siðferðis-sjónarmiðum biblíunnar sem kristnin hefur haldið fram í þúsundir ára og þóttu góð gildi hér á þessu landi í þúsund ár.
Til að laga siðferði ð á Íslandi í dag hafa menn óskað eftir að hin gömlu gildi" verði tekin upp og kristnin fái að nýju frið til að móta komandi kynslóðir til kristilegs hugarfars.
Ég skora á þingmenn að ganga fram og endurnýja hin kristnu sjónarmið og gildi bæði í meðferð peninga, hjónabands, fjölskylduhátta og umburðarlyndis. Því hefur nefnilega verið svo komið að hin kristnu gildi hafa ekki notið umburðarlyndis um talsverðan tíma.
Akureyri 29. apríl 2010
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Friður sé með þér Snorri.
Ég veit að þú kannt Biblíuna nánast utanbóka, en ég er aðeins kunnugur henni á nokkrum stöðum.
Hvor okkar skyldi vera meira kristinn, þú ritningar- kunnáttumaðurinn eða ég sem reyni að fylgja boðskap Páls postula um kærleikan. Ekki get ég svarað því, en þú veist örugglega svarið.
Eitt veit ég þó,að kærleikurinn umlykur allt og umber allt. Ég veit líka að mennskir menn skrifuðu Biblíuna. Og að lokum veit ég það að túlkun hennar hefur breyst í tímannarás. Þar hafa komið að alls konar þýðendur og kenninganefndir svokallaða lærðra manna.
En Kirkjan er ekki samfélag lærðra manna, heldur samfélag fólks, mín og þín og margra annarra. Hef ég ekkert með það að hafa skoðun á því hvað sé kristin trú, eða er það bara lærðra að ákveða það. Kannski er hluti af nýjum tíma aukið lýðræði í kirkjunni.
Vertu svo sæll og blessaður.
Jón Tynes
Jón Arvid Tynes, 3.5.2010 kl. 17:41
Sæll Snorri.
Ég vil þakka þér þessa færslu og tek heilshugar undir þetta allt hjá þér.
Kær kveðja,
Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 3.5.2010 kl. 22:42
Sammála þér Snorri. Hjúskapur hlýtur að vera bundin við karl og konu.
Varðandi kærleikann, þá tel ég að það sé aldrei kærleikur að ljúga að fólki. Þegar kemur að þessu málefni, sem kallast samkynhneigð, þá er kristin skiningur mjög skýr og þar er það Pall postuli sem talar og segir: Þeir hafa skipt á sannleikanum og lyginni.
Kristinn Ásgrímsson, 3.5.2010 kl. 22:44
Hafðu heilar þakkir, Snorri, fyrir þessa grein þína.
Við látum ekki vélast af kenningarvindum tízkumanna.
Sendu mér línu – jvjensson@gmail.com – ég þarf að benda þér á eitt mikilvægt, utan við þessa grein, en þó tengt henni.
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 4.5.2010 kl. 05:00
Heill og sæll Snorri
Þakka þér fyrir góða og tímabæra grein, hér eru orð í tíma töluð.
Kærleiks kveðjur að sunnan.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2010 kl. 14:31
Þakka þér fyrir Snorri að þú þorir að segja þegar aðrir þegja, við þurfum á manni eins og þér að halda til þess að segja hluti sem virðist svo augljósir en sem svo margir þora varla að tjá sig um. Ég er alveg sammála þér, ég get ekki samþykkt ein hjúskaparlög fyrir alla, því að hjónaband getur ekki verið nema milli karls og konu alveg sama hversu mikin kærleika og umburðarlyndi við viljum sína samkynhneigðum.
Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:21
Sæll og blessaður.
Mikil vonbrigði hérna megin með dómsmálaráðherra. Ennþá er þjóðin að afkristnast en ég trúi að það eigi eftir að snúast við.
Megi almáttugur Guð miskunna okkur öllum.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2010 kl. 22:40
Sæll Snorri
Þó að ég sé ekki oft sammála þér Snorri, þá tek ég núna heilshugar undir þetta hjá þér og bendi á Júdasarbréfið 1:7- og í því sambandi "óleyfilegar lystisemdir" á Grísku væri það "sarkos heteras" eða á ensku "lust of men for other men.." þar sem slík skv. Júdasar bréfi leiðir til "..hegningu eilífs elds". Ekki þarf að benda þér Snorri á Róm 1.26-27 og 1. Tím 1.9-10.
KV
Þorsteinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.