Afturganga?

Sagt er að allar risaeðlur hafi dáið út fyrir 160milljón árum en þessi spor eru 90 milljón ára gömul. Þarna skakkar um 70 milljón ár, það er nokkuð langur tími!

Í grunnskólum landsins fengju börnin bágt fyrir svona útreikninga!

Menn eru kannski farnir að sjá að lífið hafi ekki haft jafn langan tíma og fyrr var talið, nema um afturgöngu sé að ræða?

spáið í það!

kær kveðja

Snorri


mbl.is Nýfundin risaeðlufótspor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Uhh... þær eru reyndar almennt taldar hafa orðið útdauðar fyrir um það bil 65 milljónum ára...

Þórir Hrafn Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það er alstaðar talað um að risaeðlurnar hafi dáið út fyrir  60 miljón árum.Kv úr Grafarholtinu

þorvaldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Uhmm... er ekki almennt gert ráð fyrir að 65 milljón ár séu síðan risaðeðlurnar dóu flestar út.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.5.2010 kl. 13:09

4 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Uss.. það er nú reyndar það að allar risaeðlur dóu út fyrir 65 milljónum ára ;)

Charles Geir Marinó Stout, 13.5.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Falleinkunn á vísindin. Skyldi það vera að sumir myndu hætta að trúa á vísindin sem hinn eina sannleik? Hún hefur verið býsna einmana þessi risaeðla, ráfandi ein um heiminn í leit að vini og allir "ættingjar" dánir fyrir 70 milljónum ára...

Guðmundur St Ragnarsson, 13.5.2010 kl. 13:48

6 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

Ófleygar risaeðlur dóu endanlega út fyrir um 65 milljónum ára.

http://en.wikipedia.org/wiki/Cretaceous%E2%80%93Tertiary_extinction_event

Björn Friðgeir Björnsson, 13.5.2010 kl. 14:02

7 Smámynd: Reynir Eyjólfsson

Hérna.. Risaeðlur dóu út fyrir 65 milljónum ára...

Flottur!

Reynir Eyjólfsson, 13.5.2010 kl. 15:28

8 identicon

90 milljón ár eru engu að síður 15000 sinnum lengri tími en þín 6000 ár.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 15:33

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er lífið gamalt, að þínu mati?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 15:41

10 Smámynd: Vendetta

Risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára (plús mínus 10 milljón) ekki 160 milljónum (hvar sástu það?), sem er mjög stuttur tími í lífssögu veraldar. Það kviknaði líf fyrir milljörðum ára á jörðinni, sem sjálf er ca. 4,5 milljarða ára gömul. 

Vendetta, 13.5.2010 kl. 15:58

11 identicon

Risaeðlur dóu út fyrir um 70 milljónum ára. Þar liggja KT-mörkin í jarðlögunum (Krítar-Tertíer mörkin).

Í grunnskóla fengju börnin bágt fyrir að fara svona rangt með jarðfræðilegar staðreyndir eins og þú gerir!!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 16:44

12 identicon

Ég held að það sem "sagt er" sé að risaeðlurnar hafi dáið út fyrir 60 milljón árum, ekki 160. Þess vegna þykir þetta svo merkilegur fundur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 18:21

13 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hver segir að risaeðlur hafi dáið út fyrir 160 milljónum ára?

Þær komu fram fyrir ca. 230 milljónum ára og dóu út fyrir ca. 65 milljónum ára. Þær 'ríktu' í u.þ.b. 160.000.000 ár - liggur misskilningurinn þar?

 Hvað heldurðu að börnin fengju fyrir svona vinnubrögð í grunnskólum landsins?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.5.2010 kl. 19:30

14 Smámynd: Jonni

Ég held þú ættir að endurskoða heimildir þínar Snorri.  Það er nokkuð ljóst og hefur verið um allnokkuð skeið að risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljón árum.  Kannski ættir þú að fara aftur í grunnskólann og læra bæði reikning og líffræði?

Jonni, 13.5.2010 kl. 20:59

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Snorri. Lestu þetta. Ertu ekki að misskilja eitthvað?

Risaeðlur (fræðiheiti: Dinosauria) voru hryggdýr sem drottnuðu yfir landrænu vistkerfi Jarðar í meira en 160 milljónir ára. Þær komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um 230 milljónum ára. Í lok Krítartímabilsins fyrir 65 milljónum ára varð hamfaraatburður sem að olli útdauða þeirra og þar með endalokum yfirráða þeirra á landi. Fuglar nútímans eru taldi vera beinir afkomendur risaeðlanna.

Með kollega kveðju.

Sigurður Rósant, 13.5.2010 kl. 21:41

16 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Snorri minn.

Risaeðlur munu hafa dáið út fyrir 65 milljónum ára síðan, ekki 160 milljónum ára.  Þetta vita flestir sem einhverja skólagöngu hafa.

Kristján Þorgeir Magnússon, 14.5.2010 kl. 00:09

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Augljóst að þú hefur aldrei lesið annað en Biblíuna þína.  Hvernig væri að athuga staðreyndirnar, áður en þú veður fram á ritvöllinn.  Riaeðlur dóu út fyrir 65 milljón árum, eftir að hafa verið við lýði á jörðinni í ein 165 milljón ár. Þessi spor urðu því til um 35 milljón árum fyrir endalok risaeðlanna. Ertu að ná þessu, eða er sjálfumgleðin og þóttinn í gerfiveröld trúarinnar að hamla því.

 Ég tek afrit af þessari færslu, því hún er svo ansan ansi talandi um fáfræði ykkar og hroka.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2010 kl. 01:14

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf ekki að taka því fram að hvert grunnskólabarn veit þetta, enda eru þeim kennd vísindi, sem byggja á rannsóknum og staðreyndum.

Býst við að þessi færsla hverfi í framhaldi af þessu.  Á ekki von á að þú birtir þessar athugasemdir heldur.   Ekki má nú falla blettur á "óskeikulleika" þinn. Það hafa þó nægilega margir lesið þessa færslu og fundið til með fáfræði þinni og sjálfumgleði, sem er svo sorglega misráðin.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2010 kl. 01:18

19 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Snorri.  Risaeðlur eða ekki, maðurinn er kominn af öpum, allar hans gjörðir benda til þess og líkast liggur leiðin aftur upp í trén áður en langt um líður.

Kveðja, LÁ

Lýður Árnason, 14.5.2010 kl. 05:28

20 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er rangt hjá þér snorri og fengir þú bágt fyrir í skóla fyrir þetta svar. Það er nefninlega sagt að risaeðlur hafi dáið út fyrir ~65 milljónum ára. Þarna skeikar hjá þér um ~100 milljón ár. Jarðsögutímabilin þrjú sem risaeðlurnar einkenndu eru Trías (fyrir ~245-200 milljón árum), Júra (fyrir ~200-145 milljónum ára) og Krít (fyrir ~145-65 milljónum ára). Í lok Krítartímabilsins fyrir ~65 milljón árum eru merki um hamfarir sem urðu valdar að útdauða risaeðla.

http://is.wikipedia.org/wiki/Risae%C3%B0lur

Páll Geir Bjarnason, 14.5.2010 kl. 09:20

21 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held þú sért að fara rangt með tímann, Snorri.  Loftsteinninn sem á að hafa grandað risaeðlunum féll á jörðina fyrir 65 milljónum ára eða um svipað leiti og Grænland og Noregur byrjuðu að skiljast að.

Marinó G. Njálsson, 14.5.2010 kl. 10:03

22 Smámynd: Sigurjón Örn Sigurjónsson

Það er reyndar ekki sagt að þær hafi dáið út fyrir 160 milljón árum. Þær eru sagðar hafa lifað á jörðinni Í um 160 milljón ár, en dáið út FYRIR um 65 milljón árum.

Sigurjón Örn Sigurjónsson, 14.5.2010 kl. 10:08

23 Smámynd: Arnar

Risaeðlur dóu út fyrir um það bil 65 miljón árum en þær (sem tegund) lifðu hinsvegar í um það bil 160 miljón ár.

Wiki: Dinosour

Spáðu í það!

Arnar, 14.5.2010 kl. 10:38

24 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Hver segir að risaeðlur hafi dáið út fyrir 160 milljónum árum síðan??? Það er vitað mál að þær dóu út fyrir 65 milljónum árum síðan. Menn greinir hins vegar nákvæmlega hvernig það gerðist. Það gerðist sennilega vegna þess að gríðarlega stór loftsteinn rakst á jörðina. Menn verða nú að hafa það sem sannara reynist. Eigum við kannski að halda því fram að jörðin sé yngri en 10.000 ára eins og sumir öfgatúarmenn halda fram. Þeir héldu því einu sinni fram að jörðin væri flöt en mönnum tókst einhvernveginn í ósköpunum að afsanna það.

Kveðja

Þorvaldur Víðir Þórsson, 14.5.2010 kl. 11:01

25 Smámynd: Ragnar Þórisson

Í grunnskólum landsins fengir þú að sama skapi bágt fyrir þessa fullyrðingu þína að risaeðlur hafi dáið út fyrir 160 milljón árum. Hið rétta er að þær dóu út fyrir 65 milljón árum.

Vonandi ertu ekki að breiða þessa rangfærslu út meðal grunnskólabarna.

Ragnar Þórisson, 14.5.2010 kl. 11:44

26 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Áðan setti ég mjög kurteisislega leiðréttingu(athugsemt) til þín. þar sem þú ert ekki ennþá búinn að birta hana þá tek ég því þannig að hún hafi ekki komist í gegnum ritskoðun þína. Segðu mér er sannleikurinn svona ótrúlega erfiður að það er ekki hægt að líta framan í hanan??

virðingarfyllst!!!!!

Þorvaldur Víðir Þórsson, 14.5.2010 kl. 13:54

27 Smámynd: Vendetta

Ætlarðu ekki að birta athugasemd mína?

Vendetta, 14.5.2010 kl. 14:09

28 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Risaeðlur eru almennt taldar hafa dáið út fyrir uþb 65 milljónum ára, sbr. íslenska Wikipedia. Ekki veit ég hvaðan þú færð töluna 160 milljón ára, þetta er algjör nýjung fyrir mér.

Þú hefðir nú ekki fengið hátt í náttúrufræði hjá mér, Snorri!

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.5.2010 kl. 09:28

29 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar voru þessi spor hvernig gátu þau varðveist svona lengi?

Sigurður Haraldsson, 16.5.2010 kl. 00:37

30 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ég þakka innilega þessar athugasemdir. Sérstaklega vil ég þakka hug ykkar til betrunar minnar og að ég skuli athuga staðreyndir málsins betur. Ekkert er okkur jafn nauðsynlegt og að hafa það sem sannara reynist og vera sannleikselskandi bloggarar. Þar af leiðir mun ég blogga um tíma og aldur jarðar og jarðlaga í næsta bloggi.

En af hverju ætli sporin hafi fundist í leirlagi? Tengjast leirlög ekki vatni, jafnvel flóði?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 17.5.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband