Lífið er bara ungt!

Frétt þessa hirti ég frá Rúv og sá að "skóarmaðurinn" hafði verið uppi skömmu eftir Nóaflóð. Þá höfðu dýrin aðlagast vel manninum og orðin að "húsdýrum". Fram að því voru engin "húsdýr" aðeins  mannvön dýr. En allt hafði breyst eftir að dómur Guðs hafði fallið yfir jörðina.

Elsti skór í heimi 5500 ára gamall

Fornleifafræðingar hafa fundið elsta skó í heimi og er hann 5.500 ára gamall. Skórinn fannst í helli í Armeníu,(nálægt Anatólíu, eða Ararat, innskot mitt) undir þykku lagi af kindaskít - sem einangraði skóinn og gerði það að verkum að hann varðveittist einkar vel.

Skórinn var gerður úr einni heillri leðurpjöltu sem var reimuð saman yfir ristina, með leðurreimum. Inni í honum fannst gras sem hugsanlega var notað sem einangrun - til að skórinn yrði hlýrri.

Á nútímamælikvarða telst skórinn vera af stærð 38. En fyrir 5500 árum, þegar skórinn var búinn til, var lítið um þess háttar samræmda mælikvarða. Þá voru menn nýbyrjaðir að nota skrift og þúsund ár í að byrjað væri að reisa pýramídana í Egyptalandi

frettir@ruv.is

 

Þá er komið fram tré, á aldri 9000 ára, leifar af risakrókódíl, risaeðlubeinagrind og mannabeinum í sama jarðlagi. örkin hans Nóa á Ararat og nú skórinn í Armeníu á svipuðum aldri og Ötzi - ísmaðurinn í Austurríki (Ítalíu). Vert að skoða og skilja því lífið er ekki gamalt heldur ungt.

kær kveðja

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Lífið er ungt.

Athyglisverð frétt.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.6.2010 kl. 03:18

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

þú ert svo innilega á villigötum vinur. þó svo að þessi skór sé 5500 ára gamall þýðir það ekki að þetta sé fyrsti manngerði skórinn. Þú hoppar alltaf á þessa ályktun út frá engu nema óskhyggju að lífið sé ungt.

Styrmir Reynisson, 11.6.2010 kl. 13:29

3 Smámynd: Gervimaður Evrópa

Vísindamenn eru á einu máli um það að lífið er milljarða ára gamalt, sönnunargögnin um það eru yfirgnæfandi.

Að taka nokkur dæmi um mannleifar og draga þá ályktun að allt lífið sé nokkura þúsund ára gamalt er fáránlegt. Það eru til nútíma mannleifar sem eru 40-60 þúsund ára gamlar (t.d. við Mungo-vatn í Ástralíu), og enn eldri steingervingar en það.

Ef þú myndir skoða málið á hlutlausann hátt í stað þess að vinna þig út frá þinni trúarsannfærdngu kæmist þú að sömu niðurstöðu.

Gervimaður Evrópa, 11.6.2010 kl. 17:57

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Nei, vísindamenn eru ekki á einu máli, alls ekki. Vita menn að demantar (sem eru hreint kolefni)hafa verið aldursgreindir með C14 og taldir ekki eldri en 55000 ára. Þá er Colefnið ekki eldra og þá er lífið ekki eldra.

Líkamsleifar Tyrannosárus rex hafa fundist mjúkar og mögulega hægt að ná erfðaefnum úr leifunum og líkamsleifar haldast ekki mjúkar nema í  örfá-þúsund ár, alls ekki 65 milljón ár.

 "The most striking examples of biomaterials that defy old-earth thinking are ancient bones that even have blood vessels. Dinosaur soft tissues have been reported since 1987, but Mary Schweitzer found fresh T. rex femurs in 1991 and 2000, and a hadrosaur femur with blood cells in 2009. She told Science in 1993, "It was exactly like looking at a slice of modern bone. But, of course, I couldn't believe it. The bones, after all, are 65 million years old. How could blood cells survive that long?"7"

Fjöldi mannkyns bendir til að mannkynið hafi verið til um skamman tíma. Til eru ættartölur Íslendinga til ársins 20 e.kr og aðrar ættartölur frá sama tíma til upphafs mannkyns. Það bendir til skamms tíma.

Læt þetta duga núna en t.d. rannsóknir á segurmagni jarðarinnar benda til ungrar jarðar, alls ekki milljara ára gamallar plánetu.

Snorri Óskarsson, 14.6.2010 kl. 23:27

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Til eru ættartölur Íslendinga til ársins 20 e.kr
Heimild?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.6.2010 kl. 14:03

6 Smámynd: Dingli

Það er eitt í þessu hjá þér Snorri er fugl eins og ég sem efast um allt, gæti verið til í að halda sem opnum möguleika þvert ofaní það sem er almennt er viðurkennt sem hið eina rétta, og það er að aldursgreining forsögulegra dýra sé byggð á klikkaðri reikningsskekkju.

Alla tíð hafa þessar tölur, tugir eða hundruð ármilljónir, svolítið pirrað efasemdargen mín. Látum vera tugþúsundir ára, jafnvel hundruðþúsund, en líkams og beinaleifar hundrað milljón ára gamlar læða inn smá efa.

Velti þessu svolítið fyrir mér fyrir löngu, en það er erfitt fyrir "leikmann" að efast um þau vísindi sem aldursgreininginn er.

Dingli, 15.6.2010 kl. 14:08

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tinna

Heimild? Hafðu samband við ættfræðiþjónustu Odds. Hann klikkar ekki á þessu. Ég keypti mína af honum og hún er afar upplýsandi.

kær kveðja.

Snorri

Snorri Óskarsson, 15.6.2010 kl. 22:56

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Aldursgreining er ekki auðvelt mál og enganvegin án efasemda. Farðu bara inná háskólavefinn og lestu um aldursgreiningar þá sérðu að þær eru ekki einhlýtar.

Snorri Óskarsson, 15.6.2010 kl. 23:05

9 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Aldursgreiningar vísindamanna byggja ekki á því sem við köllum "Raunvísindi" heldur á því að menn gefa sér ákveðnar forsendur og reikna síðan út frá þeim.

Sagan einfaldlega kennir okkur að menn hafa oft gefið sér rangar forsendur, sem þýðir röng útkoma. Þegar ég hlusta á vísindamann, sem heldur á einhverju efni, beini eða steini og tjáir mér að þetta sé 50 milljón ára gamalt, þá kemur alltaf upp í minn huga, " Og hvernig veistu það" Geturðu sannað það ? Jú formúlan, byggð á getgáum segir svo.

Kristinn Ásgrímsson, 17.6.2010 kl. 20:49

10 Smámynd: Dingli

Kristinn, "formúlan" er ekki byggð á getgátum. Orðið, formúla, set ég innan gæsalappa þar sem ekki er hægt að sanna sumar "þekktu" stærðirnar stærðfræðilega. Er þó kominn út á hálan ís þar sem þekking mín á þessu er það takmörkuð að ég get ekki fjallað um málið af neinu viti.

Dingli, 18.6.2010 kl. 13:58

11 Smámynd: Hafþór Sig.

  Stærstur hluti vísindamanna, sérstaklega í líffræði og jarðfræði, er á miklum villigötum.  Menn eru alltaf að tala um að vísindin séu svo sterk vegna þess að þau eru alltaf að breytast, en man einhver eftir því að þróunartilgátan hafi breyst?  Nei auðvitað ekki.  Það er vegna þess að þróunartilgátan er ekki vísindatilgáta.

Hafþór Sig., 24.6.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242250

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband