20.8.2010 | 21:11
Dæmið ekki ....?
Karl biskup hljóp í skjól þessara orða í kvöld. Hann hefur vissulega ríkar ástæður til þess. Kirkjan er dregin til ábyrgðar um framferði Ólafs biskups og meðhöndlun hennar á hans máli. Málið varpar miklum skugga á fjölskyldu Ólafs. Þessi fjölskylda á skilið samúð, virðingu og fyrirbænir. Ég vil líka þakka Guðrúnu að hafa opnað á þetta mál þó ekkert verði lagað af því liðna. En við getum lært.
Það fyrsta sem dregur úr getu okkar til að læra er einmitt tilvísunin: "Dæmið ekki!" Er þá kristilegt að vera dómgreindarlaus? Er það vilji Guðs að hafa enga afstöðu, engan skilning eða aðgreiningu?Bara til að minna okkur á í hvaða samhengi Jesús sagði þessi orð þá er frásagan svona: "Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi sem þér dæmið munuð þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mælið mun yður mælt verða." (Matt. 7:1 - 2). Orðið að dæma er "krimete" sem má einnig þýða sem greina, meta, samþykkja. En kjarninn er einmitt fólginn í því að álit okkar til mála eða persóna nær einnig til okkar. Það sem "honum" er bannað eða er til bölvunar er einnig mér bannað eða til bölvunar. Guð fer nefnilega ekki í manngreinarálit um það hver okkar gerir. Hann dæmir eftir verkum okkar. Þetta veit ég og þetta átt þú líka að vita!
Á hinum mikla dómsdegi þegar allir menn verða dæmdir við hásæti Guðs þá verða menn dæmdir eftir verkum þeirra, eftir því sem stendur í bókunum (biblíos).
Öllum mönnum er hollt til þess að vita að í kristinni trú er við okkur sagt : "Metið rétt hvað Drottni þóknast". (Efes. 5:10) Eigið engan hlut í verkum myrkursins sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. (v.11)
Af þessu má sjá hvernig postulinn og biskupinn Páll tekur á málum trúaðra hann hvetur ekki til þagnarbindindis. Hjörðin þarf að vita hvað er "all ilt manni" eins og Egill Skallagrímsson sagði!
Við erum með tugi manna sem þurfa að sæta dómi dómstóla og afplánun fyrir sömu verk og Guðrún lýsir að konurnar og hún hafi þurft að þola. Af hverju er það yfirmanni kirkjunnar ómögulegt að skera úr málum frammi fyrir alþjóð? Eru dómstólarnir rangir, eða er kristilegt að leggja þá niður?
Ég tel að ef þessi trúarstofnun forðast að bera Íslendingum rétt og satt Guðs orð þá sé hlutverki hennar lokið í samfélagi okkar á Íslandi. Best er þá að loka og rita prestum uppsagnarbréf. Þá þarf ekki að skera niður um 9% heldur 100%.
Menn mega vita það að Jesús Kristur var ómyrkur í máli sínu til trúaðra manna sem ekki voru sannir í tilbeiðslu sinni við Guð. Gyðingar, farísear og saddúkear fengu það óþvegið hjá meistaranum sem sagði "dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir". Hann sýndi hvernig á að dæma í málum.
Þessi meistari talaði einnig við kristna söfnuðinn í Laódíkeu og greindi honum frá því að:" af því að hann er horki heitur né kaldur heldur hálfvolgur" verði honum skyrpt út úr munni Jesú. Það er grafalvarleg staða enda brýndi Jesú söfnuðinn til að ljúka upp fyrir honum og hleypa honum inn, þá verði launin að sitja með Jesú í hásæti hans.
Er ekki nóg komið af afstöðuleysi í íslensku samfélagi? Auðvitað heitir það í dag "umburðarlyndi". Án undangenginnar iðrunar tekurkirkjan opnum örmum fólki með lífsmáta sem Jesús segir að muni ekki erfa Guðs ríkið. Kirkjan lætur ekki Biblíuna leiða sig í hjónabandsmálum og biðst afsökunar á Biblíuboðskapnum um það mál. Þannig er hún komin út úr hlutverki sínu að halda að þjóðinni Biblíunni og orðum spámannanna, postulanna með Jesú sem hyrningarstein. Ef afstöðuleysið (umburðarlyndið) hjá faríseum var Jesú Kristi andstyggilegt, hvað er það þá í augum Guðs í dag?
Þetta tækifæri sem kirkjan hefur fengið til að setja klárar línur gegn misnotkun presta á börnum, má hún alls ekki láta fram hjá sér fara. Vegna barnanna , aðstandenda og fyrir framtíðina á að segja: "Misnotkun á börnum er synd, nauðgun er synd, framhjáhald er synd, kynvilla er synd, lauslæti er synd og synd fæðir af sér dauða". Það sem er "dauðans alvara" verða menn að forðast.
Hin sanna kirkja boðar mönnum það að eina leiðin frá valdi þessarar syndar er að gjöra iðrun, snúa sér frá henni og biðja Jesú Krist um að leysa okkur undan syndinni. Hefja síðan annan lífsmáta þar sem gamlar syndir fá ekki stjórnunarmátt. Jesús fyrirgefur, endurreisir og varðveitir hvern þann sem leitar hans í einlægni.
Megi bæn Hallgríms Péturssonar hljóma meðal okkar:
Gefðu að móðurmálið mitt
minn Jesú þess ég beiði
Frá allri villu, klárt og kvitt,
krossins orð þitt út breiði....
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:34 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Dæmið ekki" sagði biskupinn svo "spekilega" í fréttunum í kvöld - ..........
En biskupi láðist að hugsa til þess og láta þess getið að hans umdæmi er meðal hinna lifandi en ekki meðal dauðra - ..............
En Snorri - Takk fyrir gagnlegan - lærdómsríkan og gefandi pistil - sem vonandi enginn missir af að lesa.
Benedikta E, 21.8.2010 kl. 00:21
AMEN!
Óskar Sigurðsson, 21.8.2010 kl. 11:09
Góður pistill...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 21:14
Góður pistill. Af öllu má læra. Þótt ég telji biskup ekki hafa haldið rétt á þessu máli er dómharkan í hans garð og kirkjunnar allrar komnar út í öfgar. Erum við þess umkomin að dæma hann sérstaklega í þessu gríðarlega erfiða máli Snorri?
Guðmundur St Ragnarsson, 23.8.2010 kl. 19:02
Umkomin til að dæma? Frá mínum sjónarhóli séð þá gengur 6.kafli 1.Korintubréfs útá þá köllun Guðs að hinir heilögu eiga að dæma heiminn, engla og tímanleg efni.
Karl er yfirmaður stofnunar og forseti Biblíufélagsins sem á að boða boðskap bókarinnar. Í þessu máli sem nú er efst á baugi verður kirkja og kristni að sýkna hinn saklausa og sakeflla hinn seka. Fyrr kemst engin ró yfir málavöxtu. Svo er það einnig sorglegt að fyrir örfáum mánuðum samþykkti þjóðkirkjan að blessa hóp manna og kvenna sem þessi 6. kafli 1.Korintubréfs segir að "muni ekki Guðs ríki erfa"! Kirkjan hefði betur staðið með Biblíunni. Sérðu útkomuna núna - nánast strax á eftir. Guð lætur ekki að sér hæða og sú kristni sem hafnar Jesú Kristi og orðum Postula hans verður út kastað, nema hún geri iðrun.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 24.8.2010 kl. 00:32
Þakka þér Snorri fyrir góðan pistil og tímabæran.
@Guðmundur: Dómurinn mun alltaf byrja á húsi Guðs og alltaf af mönnum Guðs. En bara ef við erum hrein sjáum við til að dæma. Af hverju sáu ekki kirkjunnar menn að þeir höfðu mann sem æðsta yfirmann sem átti við vandamál að stríða á þessu sviði?
„Og Hann mun sitja og bræða og hreinsa silfrið, og Hann mun hreinsa levítana og gjöra þá skíra sem gull og silfur, til þess að Drottinn hafi aftur þá menn er bera fram fórnir á þann hátt sem rétt er. (Mal 3)“
Ragnar Kristján Gestsson, 24.8.2010 kl. 06:57
Takk fyrir góða færslu.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:02
Sæll og blessaður
Takk fyrir pistillinn.
Guð lætur ekki að sér hæða - tek heilshugar undir það.
Loksins, loksins hafa kirkjuannarþjónar beðið fórnarlömb Séra Ólafs heitins fyrirgefningar. Þetta er aldeilis búið að taka mörg ár og konurnar búnar að líða og líða. Margir hafa haft viðurstyggileg orð um og við þessar konur. Það eitt lýsir þessum persónum sem hafa ráðist á konurnar. Megi Guð fyrirgefa þeim sem ofsóttu saklaus fórnarlömb.
Megi almáttugur Guð miskunna þessum konum. Samúð mín er líka hjá fjölskyldu Séra Ólafs heitins.
Guð veri með þér
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2010 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.