Amen- rétt niðurstaða!

Kirkja sem telur sig framlengda hönd Guðs eða "samstarsmann" Jesú Krists þarf að vita að :"Enginn kemur til Föðurins nema hann endurfæðist". Menn verða ekki kristnir nema samræmast Biblíunni. Hún segir okkur að Jesús hafi byrjað þjónustu sína með orðunum:"Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd." Að gjöra iðrun er auðvitað að snúa frá lífsmáta og hugsunarhætti sem er í andstöðu við Guðs skapara okkar. Hið góða fagra og fullkomna sem Guð hefur ætlað okkur að erfa, verður þá takmark og keppikefli.Það fyrsta sem Þjóðkirkjan þarf að leiðrétta er skírnarskilning þeirra. Skírnin ein frelsar engan né gerir nokkurn mann kristinn. Páll postuli hróaði sér af því að hafa ekki skírt fjölda lærisveina heldur flutt þeim Fagnaðarerindið. Það er nefnilega vegna skírnarskilnings kirkjunnar sem villan hefur ráðið ríkjum. Menn hafa því ekki þurft að endurfæðast eða gjöra iðrun, heldur  aðeins að "endurnýja skírnina" eða staðfesta. Það er gert í fermingunni.

Nú þarf að halda að mönnum Biblíunni og hennar sjónarmiðum því enginn endurfæðist nema fyrir trú, trú á frelsisverk Jesú Krists. Án trúar er ómögulegt að þóknast honum (Kristi).Kirkjan þarf að tala "Samkvæmt Guðs Orði, Biblíunni". Þess vegna segir Jesús: "Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð" og enginn kemur til föðurins nema fyrir hann. Guðfræðin þarf því að snúast um Jesú Krist, allt á tilveru sína í honum og  án hans fáum við alls ekkert gjört.

Neyð mannanna og ill meðferð kirkjunnar þjóna gagnvart konum (og börnum) á rætur sínar í því að þjónarnir "deyða ekki hið jarðneska í fari sínu, hórdóm, saurlifnað og vonda fýsn". En þessir þættir holdlegra lystisemda er verkefni sérhvers manns að hemja og deyða. Þessir þættir teljast til skurðgoðadýrkunar og birtast fyrst í sjálfselsku, eigingirni og tillitsleysi gagnvart náunganum. Því næst verða menn gripnir af klámi, frjálsum ástum og vita ekki hvar mörg siðferðisins eiga að liggja. Besta dæmið er samtíminn.

Kirkjan þarf því að leiða sálirnar réttan veg, að krossi Jesú, þar sem menn gera iðrun og taka við fyrirgefningu Guðs, fyrir trú. Því án trúar er ómögulegt að þóknast honum. Sá sem vill vera kristinn þarf að láta niðurdýfast vegna þess að það er Guðs tillaga, þess vegna notar Biblían orðið "epirotima" eða svar gagnvart þessari athöfn. Hin góða samviska svarar Guði skv. hans ósk. Í þeirri athöfn viðurkennir maðurinn mikilvægi dauða Jesú Krists og upprisu hans. Eins og kristur dó og reis á ný fáum við hlutdeild í dauða hans og upprisu fyrir trú og verk.  

Hinn kristni þarf að skírast (niðurdýfast) í heilögum anda og taka Biblíuna alvarlega enda er hún Bók-bókanna, Orð frá hinum lifanda Guði, reglur lífsins til blessunar hverjum þeim sem trúir.Jesús Kristur er Drottinn, þarf að vera kjarni lífsmáta hjá sérhverjum meðlimi kirkjunnar - án undantekningar!Amen - rétt niðurstaða verður landinu til blessunar og mönnunum til lífs.

kær kveðjaSnorri í Betel


mbl.is Kirkjan hressi upp á guðfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

flott grein

Ragnar Birkir Bjarkarson, 2.9.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband