Að lesa hið ósýnilega?

Alveg finnst mér frábært að fylgjast með jarðhræringum sem birtast á vef Veðrustofunnar. Þar er hvort tveggja hægt að sjá staðinn og dýpið á upptökum jarðhræringanna. Allir þessir kappar sem koma síðan fram og gefa okkur fyllri upplýsingar hafa rýnt í aðrar "rúnir" sem gefa upp þenslu, færslu á GPS-punktum og fleirru.Hvernig ætli staða landsmálanna væri ef menn hefðu tamið sér svipaða "lestrarkunnáttu" á fréttum og upplýsingum úr mannlífinu. T.d. að fjármálahrunið var sýnilegt kunnáttu mönnum mörgum mánuðum áður en almúginn varð þess vís. Getum við t.d. lesið út úr fjárlagafrumvarpinu að allur þessi niðurskurður á þjónustu við almenning þýði hrun byggðar eftir nokkra mánuði. Hvaða ungafólk á barneignaraldri ætli vilji setja sjálft sig í samskonar áhættu varðandi barneignir og voru hér á landi skömmu eftir stríð?

Ef ungafólkið fer á "sjúkrahússvæðin" meðan á barneignum stendur þá eldist ákveðinn hluti landsbyggðarinnar mjög hratt.Enn fremur má taka fram að allur þessi mikli fjöldi fóstureyðinga er ills viti. Hvers vegna hafa menn ekki lært á það að eyðing á mannlífi hefur aldrei bætt kjör eða aukið lífsgæði. Er samhengi milli mikillar neystu geðlyfja og lífsmátans sem kostar börnin lífið? Hvað lesa menn út úr þessum upplýsingum?Mér hefur svo oft fundist þögnin vera eina ráðið sem menn nota gagnvart þessum málaflokki og vilja ekki lesa út úr upplýsingunum. Þær eru nefnilega ógnvekjandi. Hægt er að sjá að samhengi er á milli fóstureyðinga og ófrjósemi. Stúlkan sem lét eyða "missti hæfileikann" að verða ófrísk - en þetta má víst ekki segja.Hvað lesa menn útúr því þegar skólum er lokað fyrir prestum og Nýja-testamentinu af því að bókin hefur svo "gildishlaðinn texta" , eins og einn Siðmenntamaður komst að orði? Hvaða skilaboð eru það frá skólans hálfu til prestssonar eða prestsdóttur sem sækir skólann þar sem pabbinn er óæskilegur gestur. Eða barnið sem á pabba í Gídeon. Hann er ekki velkominn af því að hann er í "lífsskoðunarfélagi". En svo kemur gestur frá Samtökum 78 og fær að kalla alla á sal? Skyldu börnin ekki geta lesið hvað telst æskileg og óæskileg lífsskoðun?Bara ef við værum læs á hegðun manna þá væri mun auðveldara að segja og sjá hvert við stefnum.

Fyrir örfáum árum reis upp hippamenningin sem reif niður kristnu siðferðismúnana og boðaði frjálsar ástir án ábyrgðar. Þessi menning fæddi af sér börn sem nú stíga fram og krefjast þess að kristin lífsskoðun verði gerð burtræk frá ungri æsku Íslands. Sú æska mun ekki kannast við ábyrgð sína gagnvart forfeðrum sínum seinna og krefjast þess, að þegar amma og afi, pabbi og mamma verða veik þá fái þau strax "líknandi meðferð." Þannig sparast t.d. mikill sjúkrahúskostnaður.Það þarf ekki margar kynslóðir til að siðferðishrunið verði öllum auglajóst.

Við höfum t.d. glöggar upplýsingar frá fornum sagnariturum sem greindu okkur frá hruni þjóðfélaga sem við þeim blasti u.þ.b. 200 f.kr. Biblían segir: "Ofbeldið rís upp sem vöndur á ranglætið". (Esek. 7:11)Ertu læs á umbrotin í samfélaginu líkt og jarðfræðingar á umbrotin undir jökli eða iðrum jarðar?Guð hjálpi oss og blessi Ísland!

k.k.Snorri í Betel


mbl.is Líkur á eldgosi í Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Snorri, kærar þakkir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.10.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já er ekki svo að blindur leiðir blindan, þess erum við vitni af dag hvern ...

G.Helga Ingadóttir, 31.10.2010 kl. 23:56

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, ég geri ráðfyrir að eins mikilvægt sé að geta lesið tungumál jarðskorpunnar og tungumál tímanna eins og t.d. tungumál skýjanna.  Kveðju norður

Ragnar Kristján Gestsson, 1.11.2010 kl. 07:59

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já guð hjálpi okkur.

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 09:56

5 Smámynd: Óli Jón

Þetta er ein fyndnasta, en um leið, sorglegasta fullyrðing í bloggfærslu sem ég hef séð lengi:

Fyrir örfáum árum reis upp hippamenningin sem reif niður kristnu siðferðismúnana og boðaði frjálsar ástir án ábyrgðar. Þessi menning fæddi af sér börn sem nú stíga fram og krefjast þess að kristin lífsskoðun verði gerð burtræk frá ungri æsku Íslands. Sú æska mun ekki kannast við ábyrgð sína gagnvart forfeðrum sínum seinna og krefjast þess, að þegar amma og afi, pabbi og mamma verða veik þá fái þau strax "líknandi meðferð." Þannig sparast t.d. mikill sjúkrahúskostnaður.Það þarf ekki margar kynslóðir til að siðferðishrunið verði öllum auglajóst.

Ekki aðeins er okkur vantrúuðum vantrúuðum að takast að útrýma kristni á Íslandi, enda stendur hún á svo veikum fótum að slíkt er mögulegt. Nei, við höfum líka leyst þann 'vanda' sem að okkur steðjar í líki hækkandi meðalaldurs. Komum gamlingjunum fyrir kattarnef og spörum okkur þann kostnað sem af þeim hlýst. Þessi umræða kom upp í Bandaríkjunum þegar Obama forseti kynnti nýjar tillögur sínar í heilbrigðismálum. Þar risu kristnir upp á afturloppurnar og vældu yfir nákvæmlega þessu sama atriði.

En er það ekki skrýtið að aðeins kristnir geta ímyndað sér þennan möguleika? Hvað er það við kristna sem gerir það að verkum að þetta sækir svo auðveldlega að þeim mörgum hverjum? Ég get algjörlega fullyrt að þessum möguleika hefur aldrei verið velt upp á öllum þeim vantrúarmessum sem ég hefi sótt! En kristnir virðast hafa þetta spil í bakhöndinni af einhverjum orsökum.

Halda þeir kannski að gamlingjar verði almennt jafn fornir og skipperinn Nói sem náði víst rúmlega 600 ára aldri (alveg satt!!! Tíu fingur upp til Guðs!)? Er það sá möguleiki sem skelfir þá jafn mikið og raun virðist bera vitni?

Vantrúaðir velta þessu ekki fyrir sér, enda vita þeir best að maður á að gera öðrum það sem maður vill að þeir geri manni sjálfum, en skv. þessu virðast margir kristnir ekki hafa tileinkað sér þann hugsunarhátt. Þannig myndu svo róttækar ráðstafanir í heilbrigðismálum hitta okkur vantrúaða sjálfa fyrir á endanum því við eldumst víst eins og annað fólk. Það þarf ekki annað en smá skammt af góðu siðferði og smá fyrirhyggju til að sjá þetta.

En það er líklega erfitt að hugsa þannig þegar maður er andsetinn af kristnum ranghugmyndum. Og allir að eldast í kringum mann og verða að sligandi byrðum!

Óli Jón, 1.11.2010 kl. 13:31

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli Jón

Þetta er t.d. reynsla síðustu aldar - þegar vangefnir og fatlaðir voru sendir á annað tilveru stig með útblæstri bifreiðarinnar sem þeir sátu í eða þegar þeim var varpað úr flugvél í Norðursjóinn. Þeir sem þetta gjörðu voru hámenntaðir þróunarsinnar en andkristnir í hugsun.

Þetta tekur þú undir með orðunum: " Komum gamlingjunum fyrir kattarnef og spörum okkur þann kostnað sem af þeim hlýst."

Þú ert enn með það í huga eftir góða kennslu að :"Allt það sem þú vilt að aðrir geri yður það skuluð þið og þeim gjöra". Enn er von!

Snorri Óskarsson, 1.11.2010 kl. 14:57

7 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Geturðu útskýrt hvers vegna þessar hugleiðingar koma bara frá nokkrum sannkristnum, sem í flestum tilfellum vilja svo eigna þær vantrúuðum? Hvað er það í innréttingum ykkar sem veldur því að ykkur verður títt hugsað til eldra fólks með þessum hætti?

Óli Jón, 1.11.2010 kl. 15:17

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir mjög góða hugleiðingu, Snorri. Já, þeir hafa verið hér margir og eru enn allt of margir sem "vilja ekki lesa út úr upplýsingunum" sem þó eru fáanlegar um ýmis uggvænleg mál, eins og þú rekur. Heitir það ekki einfaldlega að "stinga höfðinu í sandinn"? Eigum við nokkuð að ala á slíku strútseðli meðal ráðandi manna með því að kjósa þá sífellt aftur? Og er ekki t.d. kominn tími á kristinn flokk í landinu, flokk fólks sem sér glöggt mörg þessara áhyggjuefna og vill aðgerðir vegna þeirra, en ekki strútsháttinn? Eigum við nokkuð að "taka sjensinn" endalaust í þeirri von, að "þetta reddist"? Og eiga gömlu flokkarnir nokkurt bein í okkur, hvað þá hvert bein?!

Þetta er glæsilega sagt hjá þér, yfirlit í örstuttu máli um öfugþróunina sem fór í gang fyrir nokkrum áratugum:

"Fyrir örfáum árum reis upp hippamenningin sem reif niður kristnu siðferðismúrana og boðaði frjálsar ástir án ábyrgðar. Þessi menning fæddi af sér börn sem nú stíga fram og krefjast þess að kristin lífsskoðun verði gerð burtræk frá ungri æsku Íslands. Sú æska mun ekki kannast við ábyrgð sína gagnvart forfeðrum sínum seinna og [mun í staðinn] krefjast þess, að þegar amma og afi, pabbi og mamma verða veik þá fái þau strax "líknandi meðferð." Þannig sparast t.d. mikill sjúkrahúskostnaður. – Það þarf ekki margar kynslóðir til að siðferðishrunið verði öllum augljóst."

Svo bentirðu hér á yfirvofandi eða hótað bann gegn heimsóknum Gídeonfélaga í skóla, þeirra sem gera það í sjálfboðavinnu að gefa börnum Nýja testamentið, og í beinu framhaldi segirðu:

"En svo kemur gestur frá Samtökum 78 og fær að kalla alla á sal? Skyldu börnin ekki geta lesið hvað telst æskileg og óæskileg lífsskoðun? ..."

Þetta kallar á tvær athugasemdir, sem í raun styðja þinn málstað:

1) Gídeonfélagar eru ekki eins og útsendarar Samtakanna '78 og skyldra félaga, sem leggjast upp á ríki/borg og láta viðkomandi borga sér fyrir að heimsækja skólana og flytja þar m.a. áróður yfir börnum okkar gagnkynhneigðra, áróður sem að sumu leyti orkar tvímælis og að sumu leyti er beinlínis rangur og hugsanlega afvegaleiðandi, og við gagnkynhneigðir foreldrar (a.m.k. um 97,7% skattborgara), erum látnir borga!

2) Menn geta svo virt það fyrir sér í frétt hér á Mbl.is, hvort þeir sjái frægan, brezkan samkynhneigðan mann lýsa þar þess háttar hátterni við að afla sér kynlífsfélaga, sem æskilegt geti talizt, en þó vogar hann sér þar að setja samkynhneigða á háan stall yfir okkur hin: 'Konum býður við körlum'. Ummæli Frys eru merkilega afhjúpandi, en svo var fljótt komin öðruvísi frétt um málið, sem tíundaði ekki þessi ummæli Frys.

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 15:20

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Af því að við þekkjum söguna. Reglan er sú "að þegar enginn Guð er til, þá rís grimmdin upp, hamslaus." Það verður líkt því sem gerist hjá þeim sem telja sig hafa Guð í vasanum og allt sem þeir gera teljist Guðs vilji sbr. hryðjuverk samtímans. En Guð, skaparinn og Faðir, segir okkur að slíðra sverðin, fyrirgefa óvinum okkar og sýna hvoru öðru umhyggju og nærgætni - það kenndi Jesús.

Sorglegt þegar menn varpa honum á dyr og vilja ekkert með hann hafa.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 1.11.2010 kl. 15:43

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Snorri! Þakka þér fyrir góða og málefnalega grein. Þurfum fleiri trúaða (kristna), til að láta heyra frá sér...

Jón Valur! Þakka þér einnig fyrir vera "vakandi" trúaður bróðir.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 1.11.2010 kl. 18:09

11 identicon

Munurinn á Samtökum '78 og Trúarfélögum er að trúarfélögin koma í skóla til að reynaa að ná inn nýjum meðlimum.

Samtök '78 koma í skóla til að reyna að upplýsa krakka um að fordómarnir, sem eru að miklu leiti komnir frá Trúarfélögunum, eru ekki réttlætanlegir.

Að prestur komi í skólann og láti krakkana biðja til ímyndaðra vera, er ekki sambærilegt því að einhver komi til að benda krökkum á að samkynheygðir eru bara venjulegt fólk.

Nota bene, ég held að það segi mest um fólkið sjálft, þegar það segir "án Guðs eru allir vondir." Nei, kannski værir þú vond manneskja ef þú hefðir ekki Guð til að óttast, en þú getur ekkert sagt um okkur hin.

Jón Valur Jensson, breski, samkynhneygði, menntamaðurinn og grínistinn Stephen Fry lét þessi orð falla í kómískri grein, sem var grín. Greinin sjálf tók orð hans úr samhengi, og svo tóku aðrir fréttamiðlar orð hans, ennþá meira úr samhengi.

Eitt áhugavert samt, þú segir að hann hafi "vogað" sér að setja samkynhneygð á hærri stall en gagnkynhneygð. Af hverju er það eitthvað verra en að setja gagnkynhneygð á hærri stall en samkynhneygð?

www.sbs.is (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 20:00

12 Smámynd: Halldór Gauti Kárason

78 samtökin eru ekki að reyna fá alla til að vera samkynhneigða, þau snúast um að fræða fólk um hvað samkynheigð er til að reyna útrýma hatri og ofsóknum. Kirkjan aftur á móti er með trúboð. Þetta er tvennt ólíkt en kristið fólk virðist snúa útúr hlutunum svo þeir falli þeim í hag..

Halldór Gauti Kárason, 1.11.2010 kl. 20:27

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér sjálfum, Ólafur, og gott er að sjá þig hér á góðum slóðum.

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 22:36

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver er sms? Er einhver ástæða til að fela nafn sitt?

Hrokafullt eru þessi orð: "Að prestur komi í skólann og láti krakkana biðja til ímyndaðra vera ..." Fylgdi nokkur sönnun þess, að sá Guð, sem þjóðin hefur trúað á, sé "ímynduð vera"? NEI. – Svo er það heldur ekki rétt, að tilgangur prestanna að koma í skólana sé að láta krakka þar biðjast fyrir.

Halldór Gauti, að sjálfsögðu á kirkjan að vera með trúboð. Sagði ekki Jesús: "Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni Föður og Sonar og Heilags Anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður"? – En kirkjan ætlar sér samt ekki að vera með trúboð í skólum, ekki nema hugsanlega þeim sem hún kann að reka sjálf, s.s. prestaskólum.

Var einhver að tala um, að Samtökin 78 reyni að "fá alla til að vera samkynhneigða"? Aldrei hef ég heyrt það. Svona ummæli frá þér benda hins vegar til þess, að þú ætlir þér um of. Svo virðistu ekki frekar en "sms" átta þig til hlítar á því, hvað í gangi er í viðkomandi boðunarstarfi.

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 22:59

15 Smámynd: Snorri Óskarsson

Það eru mjög athyglisverðar athugasemdir frá SBS (sem þorir ekki að rita undir nafni) og Halldóri Gauta. Hvað vitia þeir um tilgang komu samtaka 78 í grunnskólana? Fara þeir sem fulltrúar þeirra í skólana? "Að upplýsa krakka um að fordómarnir sem eru að miklu leiti komnir frá trúfélögum eru ekki réttlætanlegir": Er það tilgangur Samtaka 78 í grunnskólunum?

Sjá menn ekki að þeim ber allavega saman. Þá er tilgangur Samtakanna 78 að fara um með hatursáróður gegn trúfélögum á Íslandi.

Ég veit að þau fá borgað fyrir komurnar í grunnskólana af bæjarfélögum. Og það til að efna til ófrægingar. Þessar athugasemdir SBS og Halldórs Gauta fela í sér óhróður á Samtökin 78. nú er ástæða að menn kanni málin.

Snorri Óskarsson, 1.11.2010 kl. 23:55

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mögnuð grein sem hefur heldur betur fengið athygli og nú blæs rösklega á Íslandi. Ég setti greinina þína á facebookvegginn minn og þar er búið að vera fjör í kvöld.

Ég skil ekki af hverju má ekki bera þetta tvennt saman. Ef þú hefðir komið með einhvern annan samaburð hefði þá blásið svona rösklega?

Það er verið að kenna jóga í leikskólum - ætli fólk haldi að jóga sé bara jóga eða að jóga er frá Austurlöndum og eru trúarbrögð sem eru andstæð kristinni trú?

Ef þú hefðir verið með samanburð um jólasöguna sbr. Biblíunni og söguna um Grýlu, Leppalúða og Jólasveinana? Það má ekki tala um Jesú Krist í skólum landsins en það má kenna þeim um Grýlu, Leppalúða og Jólasveinana. Börnin mega eyða tíma í að teikna þessar fígúrur. Litlu jólin snúast mest um þessar fígurur.  Foreldrar segja börnunum sínum að sagan um Grýlu, Leppalúða og Jólasveinana séu sannleikur en börnin komast fljótlega að því að mamma og pabbi voru að skrökva. Það hljóta að vera vonbrigði. 

Fólk er alveg með það á hreinu að börnin verði fyrir áhrifum þegar prestar eða Gídeonmenn heimsækja börnin í skólana en  vitum við  eitthvað hvort  óharðnaðir unglingar verða fyrir einhverjum áhrifum að hlusta t.d. á fulltrúa? Samtaka 78??? hvað þá ef Siðmennt kæmi í heimsókn. Gídeonmenn vinna sitt starf í sjálfboðavinnu og færða börnunum gjöf en Samtökin 78 fá peningalega aðstoð frá t.d. Reykjavíkurborg til að heimsækja skólana og einnig til að fara í gönguna niður Laugarveginn.

Það er verið að vinna  ljóst og leynt að trúbanni - ég votta börnum þessa lands samúð mína. Það er ekki bara eitt heldur allt sem dynur á þeim í þessu þjóðfélagi. Margir foreldrar hafa orðið fyrir tjóni vegna hrunsins - misst atvinnu og heimilið. Börnin líða og lásum við frétt um níu ára dreng sem var að gramsa í rusli til að leita af mat. Nú mega þau ekki einu sinni fræðast um kristna trú - hvað næst?

Þetta þjóðfélag er nú ekki barnvænt eftir afleiðingar á dýrkun á Mammon.

Tími til að snúa við blaðinu og kenna börnunum um Jesú Krist og kærleika hans.

Vona að kirkjur landsins rísi upp og efli barnastarf. Ekki getur Mannréttindaráð bannað það sem betur fer.

Ofbauð að lesa innlegg eftir Óla Jón - Koma gamlingjunum fyrir kattarnef. Þetta er í anda Hitlers - meira að segja fólk sem voru þýskir ríkisborgarar létu lífið í útrýmingarbúðum Nasistavegna fötlunar.  

Megi almáttugur Guð bjarga þessari þjóð.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.11.2010 kl. 00:10

17 identicon

Þori ekki að rita undir nafni? Ég heiti Stefán Birgir Stefánsson, kt, 0902852119, facebookið mitt er hér http://www.facebook.com/stefanbs.

Jón Valur - af hverju ætti ég að þurfa að sanna að Guð sé ímynduð vera, þegar ég hef enga sönnun séð um að hann sé það ekki?

Ég byggi það, að prestar komi til að láta börnin biðja, á reynslu minni og allra sem ég hef talað við þetta um. Presturinn lét alltaf krakkana biðja - sem er partur af trúboðinu.

BTW, flottur að þykjast vera lesa "sms" í stað "sbs". Setur þig á verulega háan pall.

Snorri, hvað vitum við um tilgang komu samtaka 78? Annan en viðurkenndan tilgang þeirra, sem allir vita af, um að reyna að berjast á móti fordómum?

Snorri, flottur að reyna að segja að við séum hommar. Ert ekkert smá klassa gaur með flottar hugmyndir um rökfræði.

Snorri, hvernig er það að reyna að berjast á móti fordómum, það að vera með hatursáróður gegn trúfélögum?

Útskýrið nú mál ykkar drengir.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 00:14

18 identicon

Bara svona til að hafa hlutina á hreinu Snorri, hver er þín skoðun á samkynhneygðum?

Bestu kveðjur,

Stefán Birgir Stefánsson, kt 0902852119.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 00:18

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég á afar bágt með að sjá að Samtökin '78 séu með einhvern hatursáróður til handa kristnum, samkynhneigðir eru alls ekki, altént ekki á forsendum samtakanna, að halda því fram að kristnir séu ekki "verðugir", sem kristnir aftur á móti, og ekki síst á forsendum samtaka, halda fram um samkynhneigða.

Barátta gegn fordómum er eitthvað sem allir ættu að geta komið sér saman um, sbr baráttu krists gegn fordómum, og því er sorglegt að sjá suma reyna að slá sjálfa sig til riddara á þeim forsendum.

Markmið Samtakanna '78 er að eyða fordómum, ekki kristnum...markmið háværra framámanna kristinna er að eyða samkynhneigð....með fordómum...þetta er eins ókristilegt og það gæti orðið. Það varð lýðum ljóst, strax í orðum krists, að ekki sé manna að dæma aðra menn, og að koma eigi fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram. 

Sannkristnir geta ef til vill botnað eftirfarandi setningar;

sá yðar sem syndlaus er...

hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra...

elska skaltu náunga þinn....

sá er heggur með sverði....

Haraldur Davíðsson, 2.11.2010 kl. 00:25

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eitt MIKILVÆGASTA hlutverk þjóna kirkjunnar er að vinna GEGN fordómum sem koma frá fólki eins og ykkur um samkynhneigð, Snorri, Jón Valur og Ólafur.

Skaðinn sem það veldur að halda þeirri hugmynd að ungu fólki að kynlíf fólks af sama kyni sé eitthvað syndsamlegra en fólks  af gagnstæðu kyni, er gígantískur - og getur leitt til mikils hugarvíls, niðurbrots og stundum sjálfsvíga. 

Ég tala ekki úr tómarúmi - enda starfaði ég í framhaldsskóla í 6 ár og sem betur fer leitaði eitthvað af þessu unga fólki til mín í örvinglan sinni og ég gat leiðrétt ranghugmyndirnar. 

Þið sem eruð að skammast yfir líknandi meðferð sjúks gamals fólks - lítið í eigin barm og íhugið hvað þið eruð að gera náunganum með að halda fast i eitthvað sem voru félagsfræðilegar hugmyndir til forna.   

Það veitir ekkert af að fá fólk úr Samtökum 78 til að berjast gegn fordómum, og þið eruð lifandi sönnun þess. 

Það er ein góð regla (ásamt mörgum) í Biblíunni sem hafa ber í huga - hvað þetta varðar og það er að elska náungann eins og sjálfan sig.  Þessi regla TROMPAR gjörsamlega það sem þið gætuð fundið í Biblíunni um bann við að karlmenn leggist sama í rúmið - á svipaðan hátt og karl og kona. 

Þið þurfið að heimfæra textann upp á daginn í dag - setja hann í samhengi við manninn í dag. Samkynhneigð er staðreynd - það er fullt af fólki sem lifir í hamingjusömum samböndum, og nú er hjónavígsla samkynhneigðra samþykkt af ríki og þjóðkirkju. 

Leggið hugmyndir ykkar á vogarskálar kærleikans og sjáið útkomuna. 

Kærleikurinn liggur EKKI í því að banna fólki að elska hvert annað - og þar er inklúsívt að elskast með líkamanum, á meðan þar fara tvær manneskjur sem eru í gagnkvæmu ástarsambandi og lúta lögum samfélagsins. 

Vinsamlega athugið þetta, því hér er um sálarheill náungans að ræða. Erfiðustu tilfellin eru ungir einstaklingar sem eru aldir upp í trúarkreddum um að samkynhneigð sé synd - þau lenda í eigin fordómum og líf þeirra verður helvíti. 

Hvað líknandi meðferð varðar, þá er það mun kærleiksríkari meðferð hvað manneskjuna varðar - en "meðferðin" sem þið beitið samkynhneigða og þá sem standa þeim nærri. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2010 kl. 11:13

21 Smámynd: Ace

Hæ Snorri, takk fyrir síðast.

Skulum brjóta niður þetta innlegg þitt til að komast að því hvar við erum ósammála.

Fyrsta málsgreinin er soldið spes. Ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara hérna...
Ertu að gefa í skyn að 'almúginn' hafi góða þekkingu á jarð- og veðurfræði? Ef svo er þá er ég hjartanlega ósammála. Má nú samt vera að fólk sé almennt betur upplýst um veðurfar en það er um stöðu fjármála.
Annars er þessi málsgrein ekkert mál, og er ég meira að segja með þér í hugsun að einhverju marki hér.

Það er hinsvegar hér í annarri málsgrein sem allt fer til fjandans, svo að segja.

Snorri:
" Hægt er að sjá að samhengi er á milli fóstureyðinga og ófrjósemi. Stúlkan sem lét eyða "missti hæfileikann" að verða ófrísk[sic] - en þetta má víst ekki segja."

Þetta má ekki segja, Snorri, því þetta er ósatt.
Þú ert mikið fyrir það að vitna í biblíuna. Hversvegna vitnar þú ekki í þær heimildir sem þú hefur fyrir því að fóstureyðingar séu tengdar ófrjósemi? Ég athugaði og fann engar slíkar heimildir, þvert á móti eru nútíma fóstureyðingar mjög hættulausar fyrir móður.
Til eru margvíslegar ástæður fyrir fóstureyðingu Snorri, ekki bara að "Þú nennir þessu ekki". Ýmsir kvillar geta komið fram sem geta verið stórhættulegir fóstri ásamt móður og þá er þörf á fóstureyðingu til að koma í veg fyrir skaða. Ertu einnig á móti þessu Snorri?
Fóstur er ekki einstaklingur. Fóstur er partur af líkama konunar sem það er í. Það er stór partur af réttindabaráttu kvenna að þær hafi rétt til að stjórna eigin líkama. Nema þú gangir sjálfur með fóstrið, Snorri, þá hefur þú ekkert um að segja hvað verður um það.

 ----

Ef við förum nú út í eitthvað allt annað...Trúboð Gídeon manna í skóla ásamt öðru sameiginlegu. Slíkt á ekki heima í skólum. Hvorki kristnir trúboðir, né Islamskir né trúboðar ásatrúar ættu að fá að koma í skóla í þeim tilgangi að boða trú sína. Einnig væri rangt, þó af öðrum ástæðum, að hleypa inn talsmönnum samtaka eins og Vantrúar og leyfa þeim að segja krökkunum að allt þetta trúar dót sé kjaftæði o.s.frv. Grunnskóli er ekki rétti staðurinn til að boða trú.

Það er alger strámanns rökvilla að reyna að blanda samkynhneigðum í þessa umræðu, þeir eru ekki sambærilegir við trúboð.

Snorri:
"Fyrir örfáum árum reis upp hippamenningin sem reif niður kristnu siðferðismúnana[sic] [...] að kristin lífsskoðun verði gerð burtræk frá ungri æsku Íslands. [...] þegar amma og afi, pabbi og mamma verða veik þá fái þau strax "líknandi meðferð." Þannig sparast t.d. mikill sjúkrahúskostnaður.Það þarf ekki margar kynslóðir til að siðferðishrunið verði öllum auglajóst[sic]."

Rökvilla á rökvillu ofan Snorri. Að gefa það í skyn að ef trúboð er bannað í skólum að þá verði veikburða fólk drepið, er vitsmunaglæpur. Það er ekkert samhengi þarna á milli.
Eini hópurinn sem ég veit um sem á kerfisbundin hátt myrti fólk sem var veikburða, fatlað eða of gamallt til að vinna var helkristin hópur þjóðernis sósíalista í Þýskalandi. Mér þykir greinilegt að það er ekki skortur á trú (religion) sem þarf til að fremja slíka glæpi, heldur þarf einmitt sterka trú (religion) og átrúnað (faith) til að slíkt geta farið fram. Það eru engin rök sem mæla með því að drepa fólk óheft vegna þess að það er veikburða, hvorki meðal náttúrulegra vísinda né meðal trúleysingja og skora ég á þig að finna slík rök innan þessara hópa. Það er hvorki tengt trúleysi né náttúrulegum vísindum að fólk vilji hafa stjórn yfir því hvort það deyr.

Slík umræða kemur aðallega upp þegar fólk er langveikt og sér fram á hægan og kvalafullan dauðdaga. Hægt er að ræða um hvort maður sé með eða á móti slíku, en hefur það ekkert að gera með samkynhneigða, trúboð í skólum né fóstureyðingar og er rangt að rugla þannig mál með slíku.

Þú heldur áfram og segir:

Snorri:
"glöggar upplýsingar frá fornum sagnariturum[sic]"

Biblían er hvorki glögg né áræðanlegt sagnarit. Í henni eru sögur af talandi snákum, töfrabrögðum, uppvakningum ásamt öðrum ómögulegum verkum. Ég gæti allt eins komið með yfirlýsingu á hvernig eldfjöll virka og vitnað í Hringadróttinssögu sem heimild

Aðeins í samhengi við raunverulegar sögulegar heimildir er hægt að draga sannleiksflísar úr biblíunni, jafnvel þá er það varla þess virði.
Mæli með að þú kynnir þér heimildargreiningu sögulega heimilda, slíkt hjálpar mjög þegar umræður snúast að fornum textum.

Ég gæti farið í meira í þessari færslu, ásamt svörum þínum og annarra Snorri...en skulum láta það bíða aðeins því svör þín og annarra við þessari færslu gætu varpað ljósi á ýmislegt

Ace, 2.11.2010 kl. 12:44

22 Smámynd: Mofi

Jóhanna, enn að leiðrétta Guð...  hvernig er að vera svona gáfuð að vita betur en guðinn sem þú segist tilbiðja?  Þér virðist ekki einu sinni detta það í hug að kannski veit Guð betur en þú og að þú ert í rauninni að gera öðrum einstaklingum skaða? Jafnvel óbætanlegan skaða...

Jóhanna
Það er ein góð regla (ásamt mörgum) í Biblíunni sem hafa ber í huga - hvað þetta varðar og það er að elska náungann eins og sjálfan sig.  Þessi regla TROMPAR gjörsamlega það sem þið gætuð fundið í Biblíunni um bann við að karlmenn leggist sama í rúmið - á svipaðan hátt og karl og kona. 

Af hverju ertu að vísa í Biblíuna sem þú hvort sem er hatast út í um leið og hún boðar eitthvað sem þú ert ósammála?  Þessi regla síðan trompar ekki vers sem segja að það er Guði ekki þóknanlegt að tveir karlmenn stundi endaþarmsmök heldur er hún í samræmi við þau.  

Jóhanna
Hvað líknandi meðferð varðar, þá er það mun kærleiksríkari meðferð hvað manneskjuna varðar - en "meðferðin" sem þið beitið samkynhneigða og þá sem standa þeim nærri. 

Þú ert ekki uppspretta kærleikans. Það sem þú ert hérna að boða er að þú ert kærleiksríkari en rithöfundar Biblíunnar og þar á meðal Kristur sjálfur. Veistu um einhverja opinberun frá einhverjum guði sem er þá betri Biblían?

Mofi, 2.11.2010 kl. 13:01

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásgeir, ég hef ekki tíma til að lesa allt innlegg þitt rétt í þessu – né önnur ný hér – en þú ert allt of viss með sjálfan þig, þegar þú fullyrðir að nútíma-fóstureyðingar séu "mjög hættulausar fyrir móður" (þær eru nefnilega hættulegar á margan hátt, með fleiri áhrifum en hér hafa verið nefnd) og þegar þú hafnar því, að samhengi sé á milli fósturdeyðinga og ófrjósemi.

"Stúlkan sem lét eyða "missti hæfileikann" að verða ófrísk" – þessi orð Snorra voru ekki alhæfing, en þetta kemur einmitt allt of oft fyrir hjá frumbyrjum sem fara í fósturdeyðingu. Samkvæmt matstölum Gunnlaugs heitins Snædal, yfirlæknis á fæðingardeild Landspítalans fyrir nokkrum áratugum, sem fram komu þá í dagblaðinu Vísi, má reikna út, að tilfelli um ófrjósemi móður, sem hlotizt hafi af fósturvígi (foeticide, eins og þetta hét í Heilbrigðisskýrslum hér til skamms tíma), séu nú orðin allt að 2.000 talsins frá 1975 til okkar dags. Sjá líka HÉR!

Jón Valur Jensson, 2.11.2010 kl. 13:37

24 Smámynd: Snorri Óskarsson

nokkur svör frá mér.

SBS - ég hef enga eina ákveðna afstöðu til samkynhneigðra. Afstaða mín til manna byggist á tvennu, kynnum mínum af þeim og hvað Biblían segir mér að gera. Afskipti mín af þessu málefni byggist þess vegna ekki á kynnum mínum af fólki heldur því sem Jesús greinir okkur frá um álit hans til siðferðilegra mála.

Ef hórdómur er synd og framhjáhald og þjófnaður þá hefur Biblían eina reglu og hún er sú að menn láti af slíku háttalagi. Megi gera kröfu til breytts lífernis varðandi þjófnað, hórdóm og framhjáhald þá má gera sömu kröfu til fólks í samkynhneigðum lífsmáta. Hann er líka flokkaður sem synd.

Þessi afstaða er enganveginn tengd fordómum heldur áliti Guðs á hátterninu.

k.k.

Snorri

Jóhanna

Þú veldur mér sárum vonbrigðum. Að hafa farið í Guðfræðideild og vita ekki skírari mörg hvað sé illt manni er þyngra en tárum taki.

Hinn forni texti Biblíunnar var ekki settur saman eftir "þjóðfélagsgerð" þess tíma sem hann var ritaður heldur eðli mannsins. Þú veist að Jesús sagði: "Því að frá hjartanu koma illar hugsanir manndráp, hórdómur, saurlifnaður (porneia) þjófnaður, ljúgvitni (eins og þú ert að gera), lastmælgi. Þetta er það sem saurgar manninn..." Jesús greindi málefnin ekki eftir þjóðfélagsgerð heldur eðli mannsins. Þess vegna er Biblían sígild og á alltaf við í öllum kringumstæðum enda "Nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks."

Þú geris sjálfa þig sem ljúgvott þegar þú setur málið þitt fram á þann hátt sem þú gerir. Guð hefur ekki hætt að kalla samkynhneigð synd og þeir réttlætast ekki með því að fara í skóla til að vinna gegn meintum fordómum kristinnar trúar. Enginn maður réttlætist öðruvísi en að ganga Jesú á hönd og afleggja synsamlegt líferni - við öll verðu og eigum að gjöra það sem fyrir okkur er lagt. Páll hrósaði Tímóteusi af því að hann "breytti eftir honum í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði, í ofsóknum og þjáningum.."

Þú sem lærð guðfræðingur ættir því að vera á sama máli og ég vegna Drottins og vegna Biblíunnar!

Ef framhjáhald má kallast synd eða fjölkvæni og frillulífi af hverju ætti þá samkynheigðin að vera flokkuð sem "kærleiksríkt ástarlíf"?

Ásgeir

Þessar athugasemdir þínar eru flestar byggðar á illvilja eða í besta falli á þekkingarleysi. En þetta vil ég benda þér á ef ske kynni að þú vildir læra.

Fornleifafræðin gæti ekki vitað hvað þeir væru að grafa upp í Mið-Austurlöndum ef þeir hefðu ekki Biblíuna. Hún varpar ljósi og samhengi á fornleifarnar af því að þeim ber saman. Allt fram á þennan dag eru menn að uppgötva nöfn, staðaheiti og greinileg ummerki fornra átaka sem geynst hafa í jörð öldum saman en líta dagsins ljós í okkar tíma til að við mættum vita að Biblían fer ekki með lygar.

Veistu að þú getur lesið heimildir sjónarvotta um Jesú Krist, Markús guðspjallamann, Pál postula, Pétur, Tómóteus og fleirri persónur Biblíunnar. Það getur þú ekki gert um Alexander mikla, Ágústus, Júlíus Cesars, Platón og fleirri fornfrægar sagnahetjur. En við efumst samt ekki um tilveru þeirra. Því miður þá mætir þú upplýsingum Biblíunnar með efasemdum og tortryggni.

Varðandi konur og afleiðingar fóstureyðinga þá hef ég þessa upplýsingar frá fyrstu hendi. Starfsfólk sá sömu konurnar koma fyrst í fóstureyðingu og svo fáum árum seinna í tæknifrjóvgun. Ég er ekki að segja að "allar" hafi lent í slíkum hörmungum en það var talsverður fjöldi. Nær fer ég ekki um heimildir enda tel ég víst að þú munir draga þetta í efa - allt sem ég segi eins og hitt sem ég hef sagt samanber heimasíðu þína.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.11.2010 kl. 17:38

25 Smámynd: Ace

@Jón Valur
Sú vissa sem ég hef er tilkomin af þekkingu og athugunum á þessu fyrirbrigði.
Það er einfalt mál að fletta upp í bókmenntum er snerta að fóstureyðingum og lesa um áhrif þeirra á framtíðarvonir un getnað.

Þeir sem eru á móti þeim vegna þess að þær geri þig ófrjóan hafa greinilega aldrei kynnt sér málið og tel ég að þeir hafi allt annað en hag móður fyrir brjósti með því að dreifa slíkum lygum.

@Snorri
Mér þykir svar þitt lélegt því þú svarar einmitt engu sem ég spurði þig, né verð þú stöðu þína vel. Hvað um 'Staðvillta frjóvgun' (Ectopic pregnancy). Ef fóstureyðing er ekki framkvæmd mun móðirinn deyja, og fóstrið svo sannarlega með henni. Til eru margskonar kvillar sem geta komið upp sem geta valdið hættu fyrir móður og þarfnast fóstureyðingar. Ertu einnig á móti þeim?

Biblían er ekki áræðanlegt heimildarrit. Það getur hver sem er sagt þér sem hefur haft nennu til að læra heimildargreiningu sagt þér. Þar sem þú virðist ekki hafa haft nennuna til, þá verður þú að treysta mér með þetta eða taka þig til og stökkva í Sagnfræði 101.
Einnig skil ég ekki afhverju það ætti að þurfa að vera áræðanlegt heimildarrit. Er ekki þörf á trú (faith) til að vera kristinn? Hversvegna getur hún ekki stangast algerlega á við raunveruleikann? Hún gerir það sannarlega í þessu tilfelli og myndi ég halda að þú værir kampakátur með það.

-------
Þú spyrð hvort ég hafi lesið um heimildir sjónarvotta. Já, það hef ég gert. Ég hef einnig lesið um að heil þjóð hafi vafrað um eyðimörk sem tekur nokkrar vikur að fara í gegnum á þeirra tíma í tugir ára sem og að þau hafi byggt pýramída sem heimildir frá þeim sem byggðu pýramídana styðja engan veginn (en það voru ekki gyðinga þrælar sem byggðu þá heldur verktakar, eins og gekk og gerðist á þeim tíma). Ég hef einnig lesið um fjórhöfða, sexvængjuð ljón sem kyrja við hásæti guðs dag og nótt.


Þetta er ekki áræðanleg söguleg heimild alveg eins og Hringadróttinssaga er ekki áræðanleg heimild um fyrri heimsstyrjöld (þó hægt sé að draga ýmsar lexíur um þann atburð frá þeirri sögu).

-------
Hvaðan þú hefur þínar heimildar skiptir máli. Og ef þú birtir þær ekki af ótta um að ég myndi skjóta þær hressilega niður, eins og ég hef gert áður, þá hefur þú nú þegar komið upp um þig Snorri.
Þú hefur engar heimildir fyrir þessu, þú getur ekki bent á neitt sem kemur máli þínu til varnar, þetta eru lygar og þú veist það vel sjálfur.

Með lygum þínum ertu ekki bara sjálfum þér til ósóma heldur brýtur þú beint á þeim boðorðum sem sett eru fram í Biblíunni, sem þú kveðst halda upp á. Ef þú þarft að ljúga til að koma trú þinni, guði eða skoðunum til varnar þá eru þær ekki þess verðugar til að verja.

Heimildir gegn því að fóstureyðingar valdi því að móðir verði ófrjó:

Handbók fyrir læknanema:
http://www.annals.org/content/140/8/620.full

Handbók kvennlækna:
http://books.google.is/books?id=OTqhX282J9IC&printsec=frontcover&dq=ISBN+9781605476667&source=bl&ots=sAP_4z9EHh&sig=ty2Reaimm1XSo7BGAK1iUKX4Udo&hl=en&ei=e1PQTIDxD8GB4AaWheHjBg&sa=X&oi=book_result&ct=result&resnum=1&ved=0CBMQ6AEwAA#v=onepage&q&f=false

(Sjá bls 255)


Skjal frá World Health Organization um fóstureyðingar:
http://whqlibdoc.who.int/trs/WHO_TRS_871.pdf

Algengar spurningar um fóstureyðingar svaraðar af World Health Organization:
http://whqlibdoc.who.int/trs/WHO_TRS_871.pdf

Að þú hafir heyrt eitthvað frá einhverjum sem veitt eitthvað er ekki nóg.
Þinn leikur Snorri...

Ace, 2.11.2010 kl. 18:52

26 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Þetta er t.d. reynsla síðustu aldar - þegar vangefnir og fatlaðir voru sendir á annað tilveru stig með útblæstri bifreiðarinnar sem þeir sátu í eða þegar þeim var varpað úr flugvél í Norðursjóinn. Þeir sem þetta gjörðu voru hámenntaðir þróunarsinnar en andkristnir í hugsun.

 Þeir voru þróunarsinnar, en þeir voru líka mannkynbótasinnar.Greinarmunurinn er mikill, Snorri. Þróunarkenningin felur ekki í sér einhvers konar hugmyndir um hvernig á að þróa mannkynið áfram, heldur eru það mannkynbótafræðin sem gera það.

 Mannkynbótafræðum er hafnað af nánast öllum líffræðingum í dag. Sem og félagsfræðingum, sálfræðingum - og svo frv.

Guðmundur D. Haraldsson, 2.11.2010 kl. 19:38

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

MOFI: "Af hverju ertu að vísa í Biblíuna sem þú hvort sem er hatast út í um leið og hún boðar eitthvað sem þú ert ósammála?  Þessi regla síðan trompar ekki vers sem segja að það er Guði ekki þóknanlegt að tveir karlmenn stundi endaþarmsmök heldur er hún í samræmi við þau."

Mofi - ég vísa oft í Biblíuna,  sem ég hatast ekki út í, það eru þín orð en ekki mín.  Það er margt gott í Biblíunni - sumt sem er tímalaust og algilt, en annað skrifað inn í samfélagsgerð síns tíma.  Það lærir maður í guðfræðideild, Snorri! (Hefur þú farið í guðfræði í HÍ ?) .. Ég er ósammála öllu því sem ekki innifelur kærleika - og ég tel að það sem menn hafa skrifað í Biblíuna um bann við mökum karlmanna feli ekki í sér kærleika. 

Hvað meinar þú með því Mofi að reglan um að elska náungann eins og sjálfan sig TROMPI ekki bann við mökum karlmanna? .. (veit ekki af hverju þú þarft að fara út i smáatriði) ..    Nú veit ég ekkert um þinn aldur eða kynlíf (enda kemur mér það ekki við) .. en þú ert samt tilbúinn að skipta þér af kynlífi annarra og neita þeim um að eiga kynlíf á sínum forsendum, en vilt væntanlega fá að stunda það sjálfur - ert að því eða munt í framtíðinni?  ..  ÉG má, en hinn ekki. Ég má af því ég er gagnkynhneigður?? .. Eða ertu samkynhneigður og neitar sjálfum þér um kynlíf?  .. hvað veit ég? 

Hvað skrifaði ég meira: 

"Kærleikurinn liggur EKKI í því að banna fólki að elska hvert annað - og þar er inklúsívt að elskast með líkamanum, á meðan þar fara tvær manneskjur sem eru í gagnkvæmu ástarsambandi og lúta lögum samfélagsins."

Snorri af hverju ferð þú að tala um framhjáhald í sambandi við umræðuna um samkynhneigð?? ..     Lýtur það lögum samfélagsins að stunda framhjáhald? Nei,   þar er brotið trúnaðartraust milli tveggja aðila. 

Eruð þið ekkert að hlusta á það sem ég var að segja við ykkur:  ÞIÐ ERUÐ AÐ STUÐLA AÐ VANLÍÐAN UNGRA SAMKYNHNEIGÐRA,  JAFNVEL EINHVERRA INNAN YKKAR TRÚFÉLAGA! .. 

Ég er það vel lesin og vel gefin að ég VEIT að GUÐ er ekki eitthvað fyrirbæri sem stuðlar að vanlíðan fólks.  Þið eruð að misskilja Guð.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2010 kl. 21:47

28 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ásgeir Hjaltalín

Hefur þú séð í handbók læknanema umfjöllun um afleiðingar samkynhneigðar?

Menn vita um ýmsar afleiðingar slæmrar hegðunar en halda samt áfram slæmri hegðun. Rík áhersla hefur verið lögð að ungu fólki að hefja ekki reykingar eða neyslu eiturlyfja. Samt fara menn út í þá sálma - en sumir sleppa við fylgikvilla og aðrir lifa mun lengur en þeir sem neyta hvorki áfengis né lyfja. Það að lifa lengi þýðir ekki að lyfjamisnotkun sé í lagi. Þessu líkt er áhrif fóstureyðinga á móðurlíf, sumar finna varla fyrir þessu en aðrar verða fyrir skemmdum. Þó svo að tækninni hafi fleygt fram þá eru líffærin viðkvæm.

Ég var á fyrirlestri hjá prófessor í lyfjafræði sem sagði frá niðurstöðum af læknaþingi sem hann sótti í Ameríku. Þar var fullyrt af sérfræðingum að maður og kona sem hefja kynlífssamband, eru hvor öðru trú, styrkja mótstöðukerfi hvors annars svo mikið að þau geta gefið hvoru öðru líffæri þó svo að þau séu ekki í sama vefjaflokki.

Þessi prófessor spurði af hverju þessar upplýsingar lægju ekki á lausu og þá var honum bent á þá staðreynd að það þjónaði ekki fræðunum að halda þessu fram.

Ég hef líka spurt mig hvers vegna liggja sumar upplýsingar orsök og afleiðing af hegðun manna liggja ekki á lausu? Vilja menn fela eitthvað?

Gummi

Sæll, víst veit ég vel að mannkynsbæturnar hafa komið illa út og þeim er hafnað í dag. En ekki gleyma því að þeim er hafnað af því að þær tókust illa, árangurinn varð hörmulegur. Engu að síður var þróunarfræðin helsta rksemdin fyrir mannkynsbótunum. Meira að segja þá sá ég nýlegt myndband með Dawkins þar sem hann fór hörðum orðum um gyðinga og samfélög þeirra vegna þess að þeir blönduðust svo illa samfélögum og yrðu þess vegna fyrir félagsslegri og líkamlegri hnignun.

Þessi fræði liggja mjög nálægt eðli okkar mannanna.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.11.2010 kl. 23:04

29 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jóhanna

Þetta segir þú satt:

"Það er margt gott í Biblíunni - sumt sem er tímalaust og algilt, en annað skrifað inn í samfélagsgerð síns tíma. Það lærir maður í guðfræðideild", og um þetta deilum við ekki en hvað telst algilt og tímalaust virðist vera talsverður skilningmunur á.

Þú segir:

"Snorri af hverju ferð þú að tala um framhjáhald í sambandi við umræðuna um samkynhneigð?? .. Lýtur það lögum samfélagsins að stunda framhjáhald? Nei, þar er brotið trúnaðartraust milli tveggja aðila."

Ég tel samfélagið eða tíðarandann ekki mælikvarða á hvað oss er leyft eða bannað- Guðs orð fær sýnt og sannað, hvað oss er leyft eða bannað, það skal þitt leiðarljós! Þess vegna tengi ég saman framhjáhald og kynhegðun vegna þess sem ég tel vera algilt og tímalaust frá 1.Kor.6:9. Það fær ekki að erfa Guðs ríkið!

En þar stendur:"Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa." Þessi upptalning er tímalaus og algild. Það er kærleiksverk að benda mönnum á það sem er andstyggð í augum Guðs ef ske kynni að Guð gæfi áheyrandanum náð og kraft til að snúa við frá villu og inní ljós náðarinnar - áreiðanlegt Guðs Orð! Það er mikilvægari þekking en guðfræðipróf úr HÍ.

Svo eitt varðandi "trúnaðartraust milli tveggja aðila". Veistu að Samtökin 78 eru samtök samkynhneigðra og tvíkynhneigðra? Hvaða tvíkynhneigðu aðilar mynda trúnaðartraust milli tveggja aðila? Jóhanna þú getur ekki bæði sleppt og haldið!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.11.2010 kl. 23:19

30 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Snorri segir:

Meira að segja þá sá ég nýlegt myndband með Dawkins þar sem hann fór hörðum orðum um gyðinga og samfélög þeirra vegna þess að þeir blönduðust svo illa samfélögum og yrðu þess vegna fyrir félagsslegri og líkamlegri hnignun.
Snorri, geturðu bent mér á þetta myndband?

Guðmundur D. Haraldsson, 3.11.2010 kl. 00:04

31 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Snorri segir:

Sæll, víst veit ég vel að mannkynsbæturnar hafa komið illa út og þeim er hafnað í dag. En ekki gleyma því að þeim er hafnað af því að þær tókust illa, árangurinn varð hörmulegur. Engu að síður var þróunarfræðin helsta rksemdin fyrir mannkynsbótunum.

Já, þeim var hafnað, af því að afleiðingarnar voru hörmulegar- en þeim var líka hafnað vegna þess að þær voru gervivísindi. Af því að þær voru vísindi í dulargerfi raunverulegra vísinda. Hvatinn að baki mannkynbótahugmyndum voru nefnilega oft stjórnmálaskoðanir þeirra sem að mannkynbótunum vildu standa (eða stóðu) - og voru "fræðin" sett í vísindabúning til að sannfæra fólk um ágæti hugmyndanna.

Þróunarfræðin voru þannig oft notuð til að styðja vafasamar hugmyndir. En það segir ekkert um hvort það sé vit í þróunarfræðum

Guðmundur D. Haraldsson, 3.11.2010 kl. 00:25

32 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra, gjörið þér og mér....

Hverjir eru þessir minnstu bræður? Er óhætt að líta svo á að það sé jafnvel falið í augum þess sem horfir? Að minnstu bræðurnir séu þá t.d þeir sem ekki falla, eða fella sig að lögmálinu?

Er hugsanlegt að það sé falið í þessari setningu trésmiðsins, að menn skyldu ekki vera með hleypidóma? Minnstu bræðurnir hljóta að vera þeir sem eru svörtu sauðirnir, skemmdu eplin...að mati hvers og eins, hverju sinni.

Svo ég lýsi yfir furðu minni á fordómum og dómhörku þeirra sem telja sig vera að boða kærleikann...það er eitt að geta vitnað í biblíuna, og annað að fara eftir boðskapnum, það er eitt að fella orðið að eigin geðþótta í þeim tilgangi að dæma meðbræður sína og systur, og annað að fagna boðskap kærleiks og umburðarlyndis.

Samkvæmt bókinni, var sonurinn gefinn dauðanum til að bjarga sálum syndaranna ekki satt? Til þess að bæta fyrir syndafallið? Erum við þess umkomin að taka fram fyrir hendurnar á Guði?

Jóhanna hefur, hér sem oft áður, lög að mæla. Dómharka og ósveigjanleiki í samskiptum við aðra menn, er ekki samkvæmt boðskap trésmiðsins frá Galileu.....þvert á móti.

Haraldur Davíðsson, 3.11.2010 kl. 00:34

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásgeir, ég hef ekki tíma til að svara þér nú, en hafna þínum vanhugsuðu villusjónarmiðum. Ljóst er á öllu, að þú ert ekki læknir og talar heldur ekki í þeirra nafni. Þú hefur ekkert áthorítet í því máli, sem yfirlæknirinn dr. Gunnlaugur Snædal tjáði sig um og fjölmargir aðrir hafa gert, ma. í vísindagreinum. Fósturvíg stuðla í vissum mæli (í litlum minnihluta tilvika, en þó nógu miklum til að það sé alvarleg áhætta) að fyrirburafæðingum, fósturlátum og ófrjósemi. Talaðu því varlega um "lygar" hér ... rétt eins og Jóhanna má tala varlegar um sína prívat-tilfinningaguðfræði vs. kenningu Biblíunnar.

Jón Valur Jensson, 3.11.2010 kl. 01:19

34 Smámynd: Ace

@Snorri
Best að byrja bara...þó hversu ótrúlega óviðeigandi þetta svar þitt er ætti að vera augljóst hverjum sem er.

Snorri:
"Hefur þú séð í handbók læknanema umfjöllun um afleiðingar samkynhneigðar?"

Nei, því það eru engar stórvægilegar líffræðilegar afleiðingar samkynhneigðar. Ég veit að þú ert ekki að tala um efnaskipti í heila né myndi ég telja að þú værir að tala um skaða á endaþarmi karlmanna, enda snýst samkynhneigð ekki um endaþarm og gæti slíkur skaði alveg komið fram hjá gagnkynhneigðum karlmanni.
Því er svar við spurningu þinni: Nei.
Hér hef ég sýnt þér meiri virðingu en þér hefur þóknast að sýna mér með því að svara þér Snorri. Greinilegt að kristni hefur ekkert með hegðun að gera þegar það kemur að samskiptum fólks.


Snorri:

"Menn vita um ýmsar afleiðingar slæmrar hegðunar en halda samt áfram slæmri hegðun. Rík áhersla hefur verið lögð að ungu fólki að hefja ekki reykingar eða neyslu eiturlyfja. Samt fara menn út í þá sálma"

Já Snorri. Það er alveg rétt. Fólk getur ánetjast hlutum bæði líkamlega og andlega og getur það valdið skaða.
Að bera saman nikótín fíkn og fóstureyðingar nær samt ekki nokkurri átt. Þú minnist á að sumir hljóti skaða af fóstureyðingum. Já, það er einnig alveg rétt. Getur þú nefnt eitthvað sem þú getur mögulega gert þar sem engin séns er á að hljóta skaða? Getur þú nefnt einhverja læknisfræðilega aðgerð þar sem ekki nokkur hlutur getur farið úrskeiðis?
Þú getur fengið alvarlega fylgikvilla með því að fara í ristilspeglun sem fer úrskeiðis, þú getur dáið úr því að fá þér hnetur...lífið er hættulegt.

En að dreifa þeirri LYGI að fóstureyðingar VALDI ófrjósemi er ekki á nokkurn hátt ásættanlegt. Ég gæti allt eins farið að dreifa því að hnetur drepi þig eða að ristilspeglun valdi ólæknanlegum skaða á innri líffærum.

Þú veist upp á þig sökina Snorri og getur þú ekki falið brot þitt á níunda boðorðinu með því að hunsa staðreyndir. Að bera ljúgvitni er synd.
-----
Snorri:
"Ég var á fyrirlestri hjá prófessor í lyfjafræði sem sagði frá niðurstöðum af læknaþingi sem hann sótti í Ameríku. Þar var fullyrt af sérfræðingum að maður og kona sem hefja kynlífssamband, eru hvor öðru trú, styrkja mótstöðukerfi hvors annars svo mikið að þau geta gefið hvoru öðru líffæri þó svo að þau séu ekki í sama vefjaflokki."

Þú varst s.s. í ónefndum fyrirlestri hjá ónefndum prófessor í lyfjafræði frá ónefndum háskóla sem sagði frá ónefndum niðurstöðum af ónefndu læknaþingi sem hann sótti á ónefndum stað í Ameríku (Kanada, Bandaríkin eða Suður Ameríku ríkin?...Ameríka er ekki lítill staður)?

Setningin er algerlega innihaldslaus Snorri...
Ég heyrði frá móðurbróður frænda míns sem fer í sömu sundlaug og vinur afafrænda þremennings góðvinar manns sem fór á fund með manni sem þekkir vel til þessa máls og hann sagði að hann hefði líka heyrt þetta en verið sagt að þetta væri rugl.

Ég er að læra vefjaverkfræði Snorri. Það sem þú ert að tala um er algert rugl og hefur ekkert með vefjaflokka þeirra að gera. Að þau séu par þýðir einfaldlega að ef að fæða þeirra og umhverfi er líklega hið sama sem getur hjálpað til.
Ef þú ert að tala um að líffærin séu EKKI Í SAMA VEFJAFLOKKI er að segja að ég geti gefið part af húðinni minni til að redda ónýtu nýra hjá þér.

Sama hversu náið kynlífssamband okkar væri Snorri, þá myndi það ekki virka.

Ég vill ólmur læra Snorri. Sýndu mér þær heimildir sem þú hefur fyrir þessum tröllasögum og þá gætir þú reddað annarri sál frá glötun. Jesú skipaði þér að gera það. Ætlar þú að hrökklast frá því verki með eintómum boðorðsbrotum og útúrsnúningum?

Ace, 3.11.2010 kl. 08:39

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Snorri: 

"Svo eitt varðandi "trúnaðartraust milli tveggja aðila". Veistu að Samtökin 78 eru samtök samkynhneigðra og tvíkynhneigðra? Hvaða tvíkynhneigðu aðilar mynda trúnaðartraust milli tveggja aðila? Jóhanna þú getur ekki bæði sleppt og haldið!"

Hvað meinarðu með þessu Snorri. Tvíkynhneigð þýðir bara að það skiptir ekki máli hvort að manneskjan verði hrifin af karli eða konu.   Ekki það að hún sé með báðum í einu.   Hélstu það?

Jón Valur:  "... rétt eins og Jóhanna má tala varlegar um sína prívat-tilfinningaguðfræði vs. kenningu Biblíunnar."

Það vill svo til að alþingi Íslendinga er búið að samþykkja "mína prívat-tilfinningaguðfræði"  og þjóðkirkjan í framhaldi af því búin að samþykkja vígslu samkynhneigðra til hjónabands í takt við þessa prívat-tilfinningaguðfræði" ..

Þeir sem eiga að fara varlega eru þeir sem eru að halda dauðum mannasetningum á lofti sem orði Guðs! 

Jesús er orð Guðs - Jesús í líki manns. Við eigum að bera þetta orð áfram - ekki félagsfræðilegar pælingar Páls Postula um kynmök náungans.  Það þjónar ekki manninum og það þjónar ekki Guði. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.11.2010 kl. 09:13

36 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ásgerir Hjaltalín

Þetta er t.d. rituð heimild.

"Til dæmis er ófrjósemi ein möguleg afleiðing sýkingar af völdum fóstureyðingar. Rannsóknaraðilar hafa sagt að 3 til 5 prósent af konum sem gengist hafa undir fóstureyðingu, hafa óviljandi verið gerðar ófrjóar sem afleiðing duldrar útbreiðslu áverka þessar aðgerðar.[33,23] Hættan á ófrjósemi er jafnvel meiri fyrir konur sem eru sýktar af kynsjúkdóm þegar fóstureyðing fer fram.[30]" (lífsvernd.com)

Reddast sálin þín?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.11.2010 kl. 09:45

37 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jóhanna

Traust trúnaðarsamband milli tveggja aðila er samkvæmt orðum Jesú: "Fyrir því skal maðuri yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður". Matt.19:5 - Þetta eru Orð Jesú. Dauð mannasetning eða Guðs Orð?

Það verður ekki bæði sleppt og haldið!

Snorri Óskarsson, 3.11.2010 kl. 09:49

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er eitthvað í þessum orðum,  Snorri, sem bannar það að maður yfirgefi föður og móður til að bindast öðrum manni og þeir verði einn maður?   Jesús sagði líka:  "Leyfið börnunum að koma til mín" .. var hann þá að banna fullorðnum að koma til sín?

Þú svaraðir ekki spurningunni minni tvíkynhneigðina. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.11.2010 kl. 10:50

39 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

Það er alger strámanns rökvilla að reyna að blanda samkynhneigðum í þessa umræðu, þeir eru ekki sambærilegir við trúboð.

ritar Ásgeir Helgi

Hver er munurinn? - þetta er líka boðun - mér finnst að ef að banna á Kristnum um boðun að þá ætti að banna samtökunum 78 boðun einnig  - þau gætu haft svona kynningarfundi fyrir utan skólatíma og sent boðskort og þá gætu foreldrar valið hvort þau vilji að börn sín fái þessa fræðslu eða ekki - af hverju ættu S´78 að vera ofar öðrum - talað er um fordóma í þeim pakka sem að fræða á börn frá fordómum  - ég á barn í skóla og í leikskóla og ég hef aldrei heyrt um að svertingjar hafi komið til þess að ræða um fordóma, múslima, búddista, ásatrúarfélaga, fatlaðra eða öðrum minnihlutahópa - mér finnst að svona fræðsla ætti að liggja í höndum foreldranna sem eiga börnin og sjá um uppeldið að taka ákvörðunina hvort þeim finnist það rétt eða rangt um að barnið eigi að sitja undir fræðslu af hvaða tagi sem er  -  það er alltaf hægt að nálgast fræðslu um öll málefni.

Þetta er ekki sagt með fordómum - þetta er sagt með hugsun föðurs

mér finnst líka sorglegt að þau fái borgað fyrir að koma með fræðslu um málefnin sín - það er jafn fáránlegt og að svört manneskja eða thai manneskja eða einhver sem fellur undir þann hóp að þurfa að standa fyrir sínu - því viðurkennum að það eru fordómar fyrir þessum hópum - ég á frændsystkini sem eru blönduð og þau hafa upplifað margt ljótt aðeins vegna þess að litur hörunds þeirra er ekki sami og allra hinna - myndum við borga hinum hópunum fyrir að koma í skólana okkar og segja hæ ég heiti Alan, ég er svartur og það er eðlilegt - berið virðingu fyrir lífi mínu sem Guð skapaði jafnt sem þínu.

Ragnar Birkir Bjarkarson, 3.11.2010 kl. 11:20

40 Smámynd: Ace

@Snorri

Frábært!
Nú erum við farnir að tala saman á einhverju haldbæru plani. Skulum rýna aðeins í þessar tölur sem og þessa heimild til að auðga skilning okkar á efninu.

Ég fann þessa grein hjá Lífsvernd undir slóðinni (http://lifsvernd.com/averkar.html). Þetta er þýðing á enskri grein og er upprunnanlegu greinina hægt að finna hér (http://www.pregnancyassistance.org.au/THE%20AFTER-AFFECTS%20OF%20ABORTION.pdf)

Það er mikilvægur munur á þýðingunni og upprunnanlega skjalinu. Skulum bera saman.

Þýðing (Þýðandi: Magnús Ingi Sigmundsson)
"
...Til dæmis er ófrjósemi ein möguleg afleiðing sýkingar af völdum fóstureyðingar. Rannsóknaraðilar hafa sagt að 3 til 5 prósent af konum sem gengist hafa undir fóstureyðingu, hafa óviljandi verið gerðar ófrjóar sem afleiðing duldrar útbreiðslu áverka þessar aðgerðar.[33,23]"

Upprunnanlegi textinn (Höfundur: David C. Reardon)
"For example, one posssible outcome of abortion-related infection is sterility. A large number of aborted women are left inadvertently sterile as a result of the operation's latent morbidity.[33,23]"

Sérðu muninn þarna Snorri? Höfundur greinarinnar talar ekkert um 3-5% af konum. Þetta er innsetning frá þýðanda. Þetta er ískyggilegt. Ef þýðandi greinar er að breyta innihaldi hennar þá vakna spurningar um alla greinina. Því er þessi þýðing á greininni algerlega ónothæf heimild vegna þess að það er ekki hægt að treysta því að höfundur hafi ekki nýtt sér sköpunargáfur sínar til að ljúga fyrir Jesú annarsstaðar (og hann hefur gert það, áhugasamir geta borið saman þessar greinar ítarlegar til að sjá það)

Er ófrjósemi fræðilega möguleg afleiðing fóstureyðingar? Já. Er dauði í bílslysi fræðilega möguleg afleiðing þess að ég fari út á bókasafn? Já.
En að segja að bókasafnsferðir valdi dauða í bílslysi er álíka heiðarlegt og að segja að fóstureyðingar valdi ófrjósemi.

Skal koma með svipað dæmi. Er möguleg afleiðing þess að spila fótbolta liðslit í hnjálið? Já...er möguleg afleiðing þess að lagfæra slíkt slit taugaskaði á læri sem getur valdið getuleysi? Já.
Veldur því fótbolti getuleysi?

Snúum okkur nú aðeins að greininni sjálfri og þeim heimildum sem hún getur. Vitnar er í tvær heimildir í þessari færslu og rýnum í þær aðeins betur.

Heimild 33:
Wynn and Wynn, "Some Consequences of Induced Abortion to Children Born Subsequently", British Medical Journal (March 3, 1973), and Foundation for Education and Research in Child Bearing (London, 1972).

Fyrir utan það að vera 38 ára gömul grein um áhrif fóstureyðinga, og hafa læknavísindum farið talsvert fram á þeim tíma, þá virðist þessi grein vera að vísa í mjög sérstök form af "induced abortion" eins og t.d. að henda sér niður stiga og drekka ýmis eitur sem drepa fóstrið og valda þannig fóstureyðingu. Hér er ekki verið að tala um nútíma fóstureyðingu, enda ómögulegt vegna aldur skjalsins.

Heimild 23:
Reardon, Aborted Women-Silent No More, (Chicago: Loyola University Press, 1987).

Kannastu við nafn höfundar þessarar bókar?
Já, mikið rétt. Höfundur "Aborted Women-Silent No More", David C. Reardon, er einnig höfundur þessarar greinar og er hann hér að vísa í sjálfan sig sem heimild fyrir það sem hann er að segja.
--------

 Hvers vegna að nota eina vanþýdda grein af síðu sem  er með yfirlýst markmið að vera á móti fóstureyðingum til að finna upplýsingar um málið?

Hvers vegna ekki að leita sannleikans Snorri? Hvers vegna fjötrar þú sjálfan þig í vanþekkingu og lygum þegar Jesú Kristur segir  í Jóhannesarguðspjalli 8:32 að "...sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa"?
Hví sleppir þú ekki takinu á óraunveruleikanum og hleypir raunveruleikanum að?

Hvað sagði Jesú okkur í Jóhannesarguðspjalli 12:24?

Að yfirgefa fyrirfram ákveðinn veruleika er eins og hveitikorn Snorri...og ber það af sér mikin ávöxt að leyfa því að deyja.

Ace, 3.11.2010 kl. 13:23

41 Smámynd: Ace

@Ragnar Birkir Bjarkarson
Ég kannast ekki við að hafa heyrt erindreka Samtakana "78 koma í skóla og reynt að fá börnin til að vera samkynhneigð. Ég hef aðeins heyrt um að þau tali um að samkynhneigð sé eðlilegt fyrirbrigði
Það er yfirlýst stefna Gídeon félagsins að stunda trúboð og yfirlýst aðferð til þess er að dreifa nýja testamentinu. Þar af leiðandi er starf Gídeon manna trúboð og starf Samtakanna "78 fræðsla. Mátt endilega koma mér í allan skilningin um hvernig fræðsla um samkynhneigð sé sambærileg trúboði. Ætti að vera áhugavert ^^

Það hefur verið og viðgangast enn talsverðir fordómar gagnvart líferni samkynhneigðra. Slíkt fer fram aðallega í heimahúsum. Ég sé ekkert að því að leiðrétta viðgangandi misskilning og fræða börn um hluti sem þau annars myndu ekki fá neinn skilning á. Einnig er það rangt hjá þér að fulltrúar fatlaðra komi ekki í skóla og ræði við börn. Það voru nokkrir fatlaðir einstaklingar í mínum grunnskóla og man ég vel þegar talað var við okkur um hvað það þýddi að vera fatlaður sem og hvernig þeir sem eru líkamlega fatlaðir séu ekki heimskir o.s.frv.

Ef það væri ríkjandi fordómar gagnvart fólk af öðrum húðlit, sem ég sé mjög mjög lítið af sem betur fer, þá væri ég einnig hlynntur því að fulltrúar samtaka sem ynnu að fræða fólk og veita því skilning á 'innflytjendum' kæmu í skóla. Slíka fræðslu hef ég ekki séð á skólastigi, en vissulega hef ég séð slíkt fara fram með einstökum bekkjum eða deildum sem mikið af innflytjendum koma í á skömmum tíma, sbr. þegar flóttamanna fjölskyldur setjast að o.s.frv.

Ragnar Birkir Bjarkarson
"...mér finnst að svona fræðsla ætti að liggja í höndum foreldranna sem eiga börnin og sjá um uppeldið að taka ákvörðunina hvort þeim finnist það rétt eða rangt um að barnið eigi að sitja undir fræðslu af hvaða tagi sem er "


Aha...þannig að ef ég vill ekki að barn mitt nemi landafræði. Á ég að geta látið hann sleppa við slíka fræðslu? Hvað um kristinfræði? Hvað ef ég vill ekki að barnið mitt læri það? Eða eðlisfræði? Hvað þá?
Ef þér er illa við einstaka þætti í námsskrá skóla barns þíns þá getur þú tekið það upp við viðeigandi yfirvöld, eða jafnvel tekið barn þitt úr ríkisreknum skóla og kennt því heima (sem ég held að sé enn leyfilegt).
Hvað heldur þú að muni gerast ef að barn þitt fær fræðslu um að fólk af öðrum litarhætti, kyni, trúarbrögðum eða kynhneigð sé ekki illt eða viðbjóður? Heldurðu að það komi heim kolsvart og samkynhneigt hafandi tekið upp heiðni á leiðinni heim úr skólanum?

Hvað er óvilji til að fá slíka þekkingu annað en fordómar? Hef verið í návígi við samkynhneigða Ragnar og get lofað þér því að þetta er ekki smitandi.
----

Hinsvegar.
Ef upp kæmist að þeir sem fræða börn um samkynhneigð séu að reyna "homma" börnin til þá myndi ég auðvitað ekki vilja fá slíkt fólk í grunnskólanna.
Held engin sé að tala um það samt.

Hvaðan þú hefur hinar tilvísanir þínar um boðskort og þóknun fyrir fræðslu veit ég ekki, komu allavega ekki frá mér hér.

Ace, 3.11.2010 kl. 13:43

42 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jóhanna

Ertu ekki að spauga þegar þú segir: "sem bannar það að maður yfirgefi föður og móður til að bindast öðrum manni og þeir verði einn maður?"

Skoðaðu textann og athugaðu hvort grískan leyfi þessa túlkun? Guð skapaði þau KARL OG KONU - ekki "Adam & stEve"

Hér má því ljóst vera hvert guðfræðin þín hefur leitt þig, burt frá Orði Guðs, frá Orðum Jesú (sem er Orðið) og út á víðáttur heimspekinnar þar sem hvergi sést til sólar og menn villast fram og til baka eins og kemur fram á Alþingi þegar þeir rædd þessi mál.

Allt bendir til þess í þinni guðfræði að humanisminn og mannréttindin séu mælikvarðarnir fyrir afstöðu þinni, en mundu líka að það eru mannréttindi að glatast og hafna Jesú Kristi. Þú hafnar honum ef þú hafnar Orðum hans. Jóh.12:48

Snorri Óskarsson, 3.11.2010 kl. 14:25

43 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ásgeir

Þú segir: "Nú erum við farnir að tala saman á einhverju haldbæru plani."

Ég hef verið á þessu plani og býð þig velkominn þangað. Ekkert í þessari grein hefur hrakið það sem ég hef sagt þó að þú sjáir önnur "fingraför" á þýðingu efnisins. Bæði greinin, efnið konurnar sem við mig hafa talað og þú segið það sama - hætta er á að skemmdi verði á móðurlífi og hæfileika konu til að verða ófrísk eftir fóstureyðingu! Fullyrðingin stenst.

Ég get ekki tekiið undir þína hrapalegu niðurstöð að ég fjötri mig í vanþekkingu og lygum þegar bæði þú og greinarnar staðfesta það sem ég hef sagt. Ásgeir mér sýnist þú aðeins koma hér sem þrætumaður og fullur rætinna efasemda. Sérðu ekki hvað hefur verið að vaxa hjá þér, ekki hveiti allavega!

Svo mátt þú auðvitað halda áfram að birta þínar greinar um mig á heimasíðu þinni en þannig ætla ég ekki að fara að.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.11.2010 kl. 14:32

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna, það ert þú sem heldur dauðum mannasetningum á lofti og hafnar orði Guðs í þessu máli. I. Mós. 19, III. Mós. 18.22, Róm. 1.26-27, I. Kor. 6.9-11, I. Tím. 1.9-10, II. Pét. 2.2, Júd. 7 -- en þér nægir þetta víst ekki, af því að þú ert svo háð tíðaranda viss hluta samfélagsins (alls ekki alls, t.d. ekki landbyggðarmanna almennt), sem hefur komizt inn í þitt tilfinngalega mótaða hugskot.

Alþingi Íslendinga á alls ekki að taka upp á arma sína neina tilfinningaguðfræði né yfirleitt neina villu, og stjórnendum Þjóðkirkjunnar hefði verið sæmst að hafna slíku og áttu vitaskuld að auðsýna tryggð við kristna kenningu sem kirkjur yfirgnæfandi meirihluta hinna trúuðu fylgja.

Þegar þú kallar skrif Páls postula "um kynmök náungans" "félagsfræðilegar pælingar ", þá sýnirðu þar vanþekkingu þína. Páll hugsar þar biblíufræðilega út frá orðfæri Septuagintu (gríska Gamla testamentisins) og er alfarið í hebreskri trúar- og siðferðishefð í þessum málum.

Hann hefði reyndar getað tekið undir margt hjá Platón í hans síðasta og þroskaðasta riti, Lögunum, og þú hefðir gott af að lesa það í stað þess að lokast inni í hjáfræðum.

Ragnar Birkir Bjarkarson, þakka þér flott innlegg hér kl. 11:20.

Jón Valur Jensson, 3.11.2010 kl. 18:52

45 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón Valur, Ragnar, Mofi, Rósa, Sigurður og Óli takk fyrir ykkar innlegg. Þið hin takk fyrir að líta við á heimasíðunni og umræðurnar. Við erum ekki sammála um allt en það er greinilegt að fóstureyðingar og samkynhneigð setja mikinn hita í málin. Mig undrar nokkuð að hinir þættirnir sem ég setti fram virðast ekki setja fólk af límingunum.

Nú er verið að blása til mótmælafundar í Reykjavík og menn telja það bera vott um vaxandi lýðræðis þel. Það gæti einnig verið vísbending um að :"Ofbeldið rís upp sem vöndur á ranglætið"!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.11.2010 kl. 22:57

46 Smámynd: Ugla Stefanía Jónsdóttir

Sæll Snorri,

Ugla heiti ég og er formaður Samtakanna 78 á Norðurlandi. Ég vildi benda þér á nokkrar staðreyndar villur sem þú ferð með og leiða þig á rétta braut. Tilgangur heimsókna samtakanna 78 eru eingöngu til fræðslu og til að koma í stað fyrir fordóma sem geta leitt til eineltis, ofbeldis eða fleiri hræðilegra og tilgangslausra hluta. Það er nauðsynlegt að allir geti fengið að lifa í friði með sitt persónulega líf, trú, kynhneigð eða eitthvað annað. Það er einfaldlega réttur hvers og eins einstaklings. 

Við fáum ekki borgað fyrir að koma í heimsókn frá einum né neinum. Samtökin hjá okkur hér fyrir norðan er eingöngu sjálfboðavinna og söfnuð við okkar peningi sjálf, hvort sem það er með nammisölu eða einhverskonar öðruvísi fjáröflun. Enda erum við samtök sem berjumst fyrir bættum mannréttindum fólks og viljum fræða fólk um hinsegin málefni, burtséð frá trú, uppruna, kyni eða einhverju öðru. Við erum ekki með neinskonar hatursáróður gagnvart kirkjunni, trú eða einhverju öðru félagi. Aldrei höfum við lagt upp úr slíkri fáfræði, enda er alls enginn ástæða til þess, eins og þú myndir vita ef þú virkilega hefðir fyrir því að kynna þér fræðsluna sem við höfum upp á að bjóða. Enda bjóðum við upp á fræðsluna og tölum við skólayfirvöld fyrst, við heimtum hana ekki og köllum bara á sal 1, 2 og 3.

Hvað sem gengur, finnst mér að þú ættir að fara rétt með staðreyndir ef þú ætlar að setja fram eitthvað á þann veg sem þú gerðir. Ég vildi einfaldlega benda þér á þessar staðreyndir, þar sem mér finnst mikilvægt að talað sé rétt um hluti sem snúa að mér, rétt eins og þér finnst með mál kirkjunnar, sem ég skil mætavel. Ég vona að ég hafi ekki móðgað þig á neinn hátt, enda var það enganveginn áætlun mín. Vonandi hefuru það sem best og láttu þér líða vel. Það er svo miklu betra þannig.

Kær kveðja,

Ugla Stefanía Jónsdóttir.

Ugla Stefanía Jónsdóttir, 4.11.2010 kl. 01:29

47 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ugla

Ég fékk upphringingu frá fyrrum meðlim mannréttindanefndar sem greindi mér frá því að frá nendinni (borgarsjóði) hafi borist fjármunir til Samtaka 78 gagngert til að standa undir heimsóknum í skóla. Ekki veit ég hvort þessir fjármunir fari út um landið eða séu eingöngu í Reykjavík en ég sé að þeir berast ekki til þín.

Takk fyrir þessar upplýsingar,

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.11.2010 kl. 14:03

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er ágætt að upplýst sé um málin, en ætli Ugla viti ekki af þessu sem á sér stað í Reykjavík, ég hafði a.m.k. heyrt af því líka eins og Snorri, og þetta var raunar á skipulögðu plani hjá fulltrúum þessara samtaka í opinberu nefndarstarfi.

Jón Valur Jensson, 4.11.2010 kl. 16:19

49 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Jón Valur

Fyrst við tveir höfum fengið pata af þessu má ætla að við séum einir þeir síðustu sem fáum að vita.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.11.2010 kl. 18:43

50 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

@ Ásgeir Helgi ritar

Aha...þannig að ef ég vill ekki að barn mitt nemi landafræði. Á ég að geta látið hann sleppa við slíka fræðslu? Hvað um kristinfræði? Hvað ef ég vill ekki að barnið mitt læri það? Eða eðlisfræði? Hvað þá?
Ef þér er illa við einstaka þætti í námsskrá skóla barns þíns þá getur þú tekið það upp við viðeigandi yfirvöld, eða jafnvel tekið barn þitt úr ríkisreknum skóla og kennt því heima (sem ég held að sé enn leyfilegt).
Hvað heldur þú að muni gerast ef að barn þitt fær fræðslu um að fólk af öðrum litarhætti, kyni, trúarbrögðum eða kynhneigð sé ekki illt eða viðbjóður? Heldurðu að það komi heim kolsvart og samkynhneigt hafandi tekið upp heiðni á leiðinni heim úr skólanum?

ég sagði aldrei að börnin kæmu heim svört og samkynhneigð af því einu að hlusta á fræðslu í skólanum - þú virðist ekki lesa orðin rétt -

ég var að benda á möguleikann hvernig hægt væri að hafa þetta - þá myndi kannski ekki koma upp svona rökræður - sem sé með boðsmiða dæmið - það væri bara hin fínasta hugmynd.

það er eitt að kenna landafræði og svo önnur hugsun að kenna um samkynhneigð - þú tekur dæmi um að þú þekkir samkynhneigða og telur að ég haldi að þeir séu smitandi - af og frá - ég þekki líka samkynhneigða, einn af mínum bestu vinum er hommi og upp til hópa þá er þetta fínasta fólk- alveg eins og allt annað fólk - þau eru bara fólk til að byrja með - hvað kemur það málinu við fræðsluna inn í skólana? við erum að tala um grunnskóla ekki framhaldsskóla og ég tel mig ekki vera fordómafullan er ég bendi á að fyrst að ekki megi tala um trúmál í skólum, fyrst það sé svona viðkvæmt mál - af hverju er samkyhneigð þá ekki viðkvæmt mál - ég sé bara ekki muninn. 

Gídeon félagið kemur og gefur krökkunum nýja testamentið  - ég fékk það gefins sem barn og heyrði engan áróður - þú að öllu leyti fékkst það líka gefins.   Ef það er áróður í kristnu landi að gefa nýja testamentið þá sé ég ekki að það sé ekki áróður að tala um samkynhneigð í skólum.  Samtökin 78 væntanlega gefa bæklinga frá sér á þessum fundum, þessir bæklingar liggja út um allt til að mynda apótekum og sjúkrahúsum og held líka bókasöfnum grunn og framhaldsskóla - myndi það ekki flokkast þá sem boðun??

þú ritar einnig:

Hinsvegar.
Ef upp kæmist að þeir sem fræða börn um samkynhneigð séu að reyna "homma" börnin til þá myndi ég auðvitað ekki vilja fá slíkt fólk í grunnskólanna.
Held engin sé að tala um það samt.

Hvaðan þú hefur hinar tilvísanir þínar um boðskort og þóknun fyrir fræðslu veit ég ekki, komu allavega ekki frá mér hér.

 

Það er enginn að segja að þú náir að homma einhver eins og þú orðaðir það svo vel - samkynhneigð liggur heldur ekki í drykkjarvatninu, held við séum öll frekar fróð um málefni á Íslandi enda eru réttindi samkynhneigðra á Íslandi frekar öflug - verið er meira að taka tillit til að leyfa börnum að vera börnum - ég veit reyndar ekki á hvaða aldri börnum er smalað inn á sal til að hlusta á fræðslu frá Samtökunum 78 - ég vona að það sé ekki með yngstu deildinni allavega - en það er mín skoðun - ég talaði um að mér fynndist að foreldrum ætti að vera gefið rýmið til að gefa börnum sínum fræðslu á því sem það teldi að vera rétt og rangt - ég á 7 ára strák - hann hefur alveg spurt út í homma og lesbíur og hann er ekki alinn upp í mannhatri - það er það sem mér finnst mikilvægast - við eigum að elska fólk til lífs - það er ekki mitt að dæma - en það er mitt sem föðurs að skoða allt sem er í gangi í skólum og leikskólum barna minna og hafa líka réttinn á að segja nei eða já við því sem mér finnst vera rétt eða rangt.  Það kallast að vera uppalandi barna og maður þarf að hugsa út í hin minnstu málefni, ef fólk tekur því sem skoti á sig þá biðst ég afsökunar á því þetta er ekki sagt með þeirri hugsun að vera meiðandi - mín hugsun er sú einfaldlega að ég elska börnin mín mest í þessum heimi og hvert fótspor tek ég með þeim og ég reyni að vanda mig eins vel og ég get

þú ritar einnig:

Ef það væri ríkjandi fordómar gagnvart fólk af öðrum húðlit, sem ég sé mjög mjög lítið af sem betur fer, þá væri ég einnig hlynntur því að fulltrúar samtaka sem ynnu að fræða fólk og veita því skilning á 'innflytjendum' kæmu í skóla. Slíka fræðslu hef ég ekki séð á skólastigi, en vissulega hef ég séð slíkt fara fram með einstökum bekkjum eða deildum sem mikið af innflytjendum koma í á skömmum tíma, sbr. þegar flóttamanna fjölskyldur setjast að o.s.frv.

ég spyr þig - í hvaða landi býrð þú? það eru vaxandi fordómar á þessu landi gagnvart fólki sem hefur ekki sama húðlit og við eða kemur frá til dæmis Póllandi, Asíu eða Afríku - í gegnum árin koma reglulega upp greinar í fjölmiðlum vegna mála innflytjenda og íslendinga - við erum því miður ekkert með rosalega fallega framkomu þar. Ég á frændsystkini sem eru blönduð  - þau eru bæði hvorug komin yfir 15 ára aldur og alla tíð verið kölluð ljótum nöfnum með reglulegu millibili, vinkona mín á blandaðan strák og hann hefur orðið fyrir aðkasti - meira segja í leikskóla var hann kallaður nöfnum - hvaðan kemur þetta? ef þú ætlar að benda á að þetta séu bara börn - þá svara ég beint á móti að börn læra það sem lagt er fyrir þau.  Foreldrar geta ekki slengt börnunum sínum á stofnanir og kennt þeim um - foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum, líka þegar þau haga sér illa - þar með tel ég líka einmitt vera stóran hornsteinn að foreldrar fái sitt að segja með hvað þau fræði börnin sín og hvernig

þú ritar:

Hvað er óvilji til að fá slíka þekkingu annað en fordómar? 

mér finnst þetta kjánalega ritað - þannig að ef fólk hefur ekki sömu skoðun og þú eða finnst að það eigi að rökræða hlutina að þá er það strax fordómar. 

Þú ættir kannski að lesa þér til um hvað fordómar eru í raun & veru. 

Ég ritaði einnig að það væri hægt að finna annan vettvang heldur en grunn & framhaldsskóla - senda boðskort og þá væri þetta val -  þar með er ég ekki að segja að engin fræðsla eigi rétt sér og ég talaði ekki illa um S'78 né sam eða tvíkynhneigða.  Það er hægt að vera öfgafullur á allavegu líka í því að æðibunugangast í því sem maður ætlar sér að fá fram sama hvað hver og einn hefur að segja.  Foreldrar ættu að stoppa og hugleiða hvað þeim persónulega finnist að börn sín eigi að fá fræðslu um en ekki bara samþykkja allt því að þá gætu þau verið stimpluð rasistar eða með hommafóbíu

með kærleikskveðju til þín & megi Guð blessa þig og líf þitt

kv,

Ragnar Birkir

Ragnar Birkir Bjarkarson, 6.11.2010 kl. 13:45

51 Smámynd: Magnús Jóhann Cornette

Alltaf jafn gaman að skoða bloggfærslur Snorra og viðbrögðin við þeim

Magnús Jóhann Cornette, 10.11.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband