Hverjir loka á Kristna?

Þessi aðferð hefur verið þekkt lengi að útiloka kristna frá tilbeiðslur- athöfnum. Stalín fór svona að, Vantrú hefur uppi þessar kröfur. Nazistar gerðu slíkt hið sama. Múslimar gera eins.
Svona er hægt að telja og benda á hverjir valda. En hvað veldur? Óttinn við að Guð, sem er öllum æðri, leysi fólk frá kúgun stjórnvalda og eyðileggi vantrúnna er helsta ástæða ofsókna. Kristnin bendir á að okkur er ekki allt leyfilegt. Menn mega ekki gera það sem þá lystir! Til er rétt og rangt, ást og hatur, réttlæti og synd.
Biblían segir:"Réttlætið hefur upp lýðinn en syndinn er þjóðanna skömm." Og menn byggja ekki upp réttlátt samfélag nema Guð sé inni í því.
Íslendingar þurfa að viðurkenna að Kína er ekki lýðræðisríki með opnum mannréttindum heldur risaveldi kúgunar og kommúnisma. Vita menn ekki að á síðustu öld þurftu 100.000.000 manns að verða drepin til að kommúnisminn kæmist á? Enn eru menn í valdastöðum hér á landi sem hafa aðhyllst þessa stefnu og eru "kínverskir" í hugsun!
Guðleysið er fjandsamlegt frelsi og mannréttindum. Guð er fjandsamlegur spillingu og synd.
Snorri í Betel
mbl.is Kristnir Kínverjar handteknir í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/04/25/saklausir_i_guantanamo_budunum/ Langar bara að benda tér á frétt að vinum þínum í vestri sem fremja flesta stíðsglæpi allra þjóða.

Þorvaldur Guðmundsson, 25.4.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Vantrú hefur uppi þessar kröfur
Hvernig er aftur 9. boðorðið?

Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 12:53

3 Smámynd: Óli minn

Eins og talað út úr mínum munni. Hafðu þökk fyrir það.

Óli minn, 25.4.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Vantrú hefur ekki uppi neinar kröfur um að banna kristnum að stunda sína trú. Þetta er lygi, Snorri, og þú veist það vel. Var ekki eitthvað minnst á lygar í Biblíunni?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.4.2011 kl. 13:26

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þessi aðferð hefur verið þekkt lengi að útiloka kristna frá tilbeiðslur- athöfnum. Stalín fór svona að, Vantrú hefur uppi þessar kröfur.

Bannar ekki eitt boðorðanna manni að ljúga?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.4.2011 kl. 14:20

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sælir vantrúarmenn. Þið grípið umsvifalaust til trúarbragðarita þegar það hentar ykkur og bendið á boðorðin. Þau eru tekin úr "illsku fornaldar" eins og Vantrú kallar Biblíuna (sjá meðfylgjandi tilvitnun).

En eftirfarandi er að finna á vef Vantrúar:

"Burt með Gídeon

Flestir þekkja félag sem heitir Gídeon. Það dreifir biblíum til 10 ára gamalla barna í opinberum grunnskólum landsins. Auðvitað er siðlaust dreifa trúarritum til barna í opinberum skólum landsins, en á einhvern fáheyrðan hátt virðist allt leyfilegt í Jesú nafni. Það er því ótrúlegt að grandvaralausir skólastjórnendur skuli leyfa þessu siðblinda áróðursfélagi að dreifa ósóma og illsku fornaldar yfir börnin okkar á jafn viðkvæmu mótunarskeiði. "

Þarf að segja meira? Jú, kannski! Made in China?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 25.4.2011 kl. 14:57

7 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ertu ekki að rugla saman því annars vegar að troða tilbeiðslu upp á börn sem ekki hafa um það beðið og hins vegar þeirri fullyrðingu þinni að Vantrú vilji banna kristnum mönnum að stunda sína tilbeiðslu í friði. Nokkuð sem aldrei hefur heyrst frá Vantrú og ef þú hefur ekki betri dæmi en þetta verður nú að skoða þessa fullyrðingu sem ósanna.

Að blanda svona saman trúboði annars vegar og eigin tilbeiðslu hins vegar er kannski ekki ósvipað því að geta ekki gert greinarmun á að fara í sturtu og sprauta vatni á aðra.

Reyndar sorglegt að sjá þetta fullkomlega óþarfa skot á Vantrúar í þessari færslu - því það vantar ekkert upp á að ég taki undir með þér að fordæma handtökur kristinna í Kína - sem annars staðar.

Valgarður Guðjónsson, 25.4.2011 kl. 15:07

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að vera á móti trúboðsstarfsemi í skólum er það sama og að vilja banna kristnu fólki að koma saman og tilbjiðja ímyndaða guðinn sinn? Jahá.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.4.2011 kl. 15:16

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú getur ekki verið svona vitlaus í alvörunni.

Matthías Ásgeirsson, 25.4.2011 kl. 15:25

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég sé að skoðanabræður mínir í Vantrú velgja þér ærlega undir uggum, Snorri.

En kristnir hafa í aldir lokað á trúfrjálsa, trúleysingja og yfirleitt alla sem eru annarrar trúar en þeir sjálfir. Nú er útlit fyrir að þetta snúist við vegna þrjósku trúaðra og andstæðra afla.

Vona samt að réttindi barna verði meira virt í náinni framtíð, þannig að þau sleppi við bænasöngl, Biblíusögur og Kóranlestur, skírn, fermingar, umskurn o.fl. af hendi foreldra eða forráðamanna.

Sigurður Rósant, 25.4.2011 kl. 16:30

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þið sjáið svo ekki verður um villst að Kína er komið til Íslands. Þegar trúuðum er meinaður aðgangur, meinað að gefa Nýja-Testamentið og talið til sakar að biðja eða syngja sálma þá er tjáningar og trúfrelsið talið óæskilegt þá erum við að sjá aðför að mannréttindum, trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Vantrú er þá með sömu kröfur á kristna menn og múslimar.

Þvílík samkoma!

Snorri Óskarsson, 25.4.2011 kl. 16:49

12 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ertu ekki enn að rugla saman upphaflegri fullyrðingu um bann við tilbeiðslu - sem þú getur ekki rökstutt með neinum dæmum - og því að fá að vaða inn á börn með trúboð. 

Það er enginn í Vantrú sem vill banna þér að biðja eða syngja sálma á meðan þú ert ekki að troða öðrum um tær - og þú finnur engin dæmi þess.

Værirðu ekki til í að einfaldlega játa að þetta hafi nú kannski verið fljótfærni. Við gætum þá kannski sameinast um að fordæma ofsóknir og yfirgang gegn lífsskoðunum!

Valgarður Guðjónsson, 25.4.2011 kl. 17:04

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér þykir vnænt um þetta innlegg þitt Snorri!

Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2011 kl. 17:10

14 Smámynd: Egill Óskarsson

Það er engum bannað að gefa NT og engum er bannað að biðja eða syngja sálma. Þetta snýst um hvar menn fá að stunda þetta. Ef ég vill ekki leyfa þér að biðja inn í svefnherbergingu mínu þá er ég augljóslega ekki að banna þér að biðja yfirhöfuð. Nema að þú teljir það heilagan rétt þinn að ganga á mín réttindi í trúarlegum tilgangi.

Egill Óskarsson, 25.4.2011 kl. 17:24

15 identicon

Þegar menn segja "Made in China", ættu menn að hafa í huga þá staðreynd að Kína varð til fyrir tilstilli Bandaríkjanna, Englands og Þýskalands.  Kínverjar fundu ekki upp kjarnorkusprengjuna, né stálu henni frekar en Rússar.  Að Kína er eins og það, er okkur að kenna ... það erum við, sem leifum þetta.  Vegna þess, að við óttumst rökleysu þess efnis að við séum ábyrg fyrir ógnum síðari heimsstyrjaldar.  Því stöndum við ekki upp og segjum "Nei" við stríði í Afgahnistan, né "Nei" við stríði í Írak.  Við stöndum þegjandi yfir að hraðalar séu seldir og settir upp í öfgaríki eins og Íran.  Við höldum að það sé rangt að heyja stríð ... þess vegna stöndum við eins og í bíomynd um WWII, sauðir með biblíur og spádóma um endaleysu ... meðan aðrar þjóðir þakka okkur kærlega fyrir rænuleysið og taka af okkur ráðin.

Hvað ætlar þú að gera ... segja við Kínverja að þeir séu ljótir kallar að byggja upp þjóðina sem stórveldi? Þá ertu bara skoplegur bjáni, því miður ... ef þú ætlar að segja eitthvað af viti, þá skaltu gera það grár fyrir járnum, eða þegja ella.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:37

16 Smámynd: Snorri Óskarsson

Valgarður

Ég tók aðeins brot úr "Gideon" færslunni til að sýna kröfu Vantrúar. Tilbeiðsla, trúboð, bænir, fræðsla eru "botnlangar" í röksemdunum og til þess fallnir að drepa málinu á dreif. Krafan er sú að ekkert kristilegt komist til barna eða annarra. vegna þess að "Guð" er ekki til og því rökvilla í tilverunni. En það efni sem gleggst talar um Guð er til og hefur umbylt menningarsamfélögum til góðs. Þau menningarsamfélög sem byggja á kristnum gildum veita okkur mestu réttindi sem þekkjast. Kína er ekki þar á meðal því þeir sem þar ríkja eru með siðferði og kenningar guðleysisins sem Vantrú berst fyrir. Þeirra þáttur er því enganveginn "stykkfrír" í þessu máli. En Kína er auðvitað seki aðilinn í umfjölluninni.

Það er ekki rétt lífsskoðun að fordæma yfirgang gegn lífsskoðunum því að t.d. nazismi er lífsskoðun. Sú lífsskoðun er bönnuð með lögum í Evrópulöndum af slæmri reynslu. Eins ætti að fara með kommúnismann. Það eru hundrað milljónir mannslífa sem liggja í valnum vegna þess að verið var að koma honum á í Evrópu og Asíu. Þeir sem aðhyllast kommúnismann eru því með stórhættulega lífsskoðun - sem bætir ekki mannlífið né siðferðið.

Svo er þetta innlegg Valgarður: "meðan þú ert ekki að troða öðrum um tær"! Hver ákveður hvort ég troði öðrum um tær? Er það ekki einhver annar? Er t.d. Vantrú að troða mér um tær?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 25.4.2011 kl. 20:16

17 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er samt staðreind að  öflugasta Trúboð í Heiminum er í Kína og taka mikklu fleiri á móti Jesú en annarstaðar.Övugt við fólk í Vestmanneyjum,enda er ekkert trúboð þar. Snorri eigum við ekki að horfa stunum okkur nær.þó svo Kínvesk stjónvöld séu ekki til fyrirmyndar.

Vilhjálmur Stefánsson, 25.4.2011 kl. 21:02

18 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Þú ert ekki ekki kominn fram hjá því að sú fullyrðing þín, að Vantrú vilja útiloka kristna frá tilbeiðslu athöfnum, stenst ekki. Það er einfaldlega víðs fjarri sanni enda getur þú ekki bent á neitt því til stuðnings. Það að fara í staðinn að tala um að Vantrú mæli gegn trúboði í skólum er eins og þú veist auðvitað allt annar hlutur.

Ekki hefur Vantrú heldur gert kröfu um að ekkert kristilegt komi til barna, farið fram á að þetta sé ekki gert gegn vilja foreldra.

Við getum tekið mannréttinda umræðuna síðar, en ég er ekki sammála þér að þau tengist kristni.

Ég get fallist á að ekki eru allar lífsskoðanir jafngildar og sumar stórhættulegar í framkvæmd, eins og þú bendir réttilega á.. En við hljótum að draga mörkin við að gera eitthvað á hlut annarra.

Þeir sem boða börnum ákveðna trú gegn vilja foreldra eru klárlega að troða öðrum um tær. Vantrú hefur (mér vitanlega) aldrei troðið þér um tær. Kannski er ágætt að hafa gullnu regluna í huga...

Að lokum verð ég að játa að ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum með þessa færslul Ég hef stundum dottið inn og lesið færslur hjá þér, margar vel skrifaðar þó við séum nú oftar en ekki all hressilega ósammála. Og hef nokkrum sinnum hef ég haft gaman af því að rökræða við þig.

En ég hef aldrei staðið þig fyrr að því að fara vísvitandi með rangt mál.

Og langar að biðja þig einu sinni enn að skoða hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið fljótfærni sem einfalt er að leiðrétta.

Valgarður Guðjónsson, 25.4.2011 kl. 22:54

19 Smámynd: Ágúst Ingi Sigurðsson

Nokkrar spurningar til þín Snorri frá mér fávísum í þessum mikilvægu trúmálum.

Er það rétt skilið hjá mér að Guð hafi skapað okkur í sinni mynd? Af hverju erum við þá svona hrikalega vitlaus? skv. þér þá skiljum við ekki einu sinni grundvallar ástæður trúarinnar. svona hefur þetta verið í gegnum sögu mannkyns svo að segja upphafi. en einn og einn fattar þetta og þú er einn af þeim. hvernig væri að þú kæmir með einhverja trúverðuga skýringu á því hvernig þú náðir þessu. (og ef að við erum svona treg er þá nokkurt vit í því að fá okkur með í Himnaríki?) kær kveðja, Ingi

Ágúst Ingi Sigurðsson, 25.4.2011 kl. 23:49

20 Smámynd: Snorri Óskarsson

Valgarð

Takk fyrir þetta en skoðaðu eitt. Það er í raun hinn kristni sem hefur fengið greiðan aðgang að öllum börnum (90% þeirra) vegna trúarathafna sem all flestir hafa tekið þátt í. Þeir hafa látið fermast og lofað að gera Jesú að leiðtoga lífs síns. Þau eru flest skírð og þá er "söfnuðinum" lögð sú skylda á herðar að fræða barnið í kristinni trú. Að Vantrú vilji meina kristnum aðkomu að þessu máli er auðvitað útilokun. Kristni er ekki bara tilbeiðsla og sálmasöngur heldur lífsmáti. Kristni er vonin um betra líf, framhald á því og að vera meðbróður og andstæðingi til hjálpar á ögurstundum lífsins. Því stendur Vantrú í gegn. Þú þarft ekki nema lesa nokkrar færslur hjá þeim til að sjá að orð mín fá staðist og eru einfaldlega ekki í fljótfærni sett fram. Því miður.

Kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 00:01

21 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Ágúst Ingi

Já við erum sköpuð. Sköpuð í Guðs mynd, satt er það. Vitlaus? Alla vega segir Guð, "Heimskinginn segir í hjarta sínu, enginn Guð"! Það er mælikvarði heimskunnar frá honum séð.

En við megum ekki gleyma hinu að við erum fallnar verur í fallinni sköpun. höfðingi þessa heims, Satan, hefur náð að blinda augu og skilning mannanna svo við sjáum óljóst um hvað málið snýst.

En Guð sá auma stöðu okkar og veit, eins og við, að okkar bíður aðeins dauði og glötun ef enga hjálp er að fá. Satan verður burt kastað og sendur til Helvítis en þangað er engum manni ætlað að fara. Þess vegna mætti Guð sjálfur í líkama manns sem heitir Jesús frá Nazaret til að mæta dauðanum, taka vald hans og opna þér og mér nýja leið, frá vantrú, heimsku og blindu inní trú, ljós og visku Guðs. Þess vegna er sagt:"til þess að hver sem á hann (Jesú) trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf"!

Vertu trúaður, Það veitir þér frábær fyrirheit.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 00:11

22 Smámynd: Ágúst Ingi Sigurðsson

Þakka þér fyrir þetta Snorri. Þú ert hólpinn. Spurning um okkur hin. Bestu kveðjur frá Grænlandi, Ingi

Ágúst Ingi Sigurðsson, 26.4.2011 kl. 00:30

23 Smámynd: Hörður Þórðarson

" höfðingi þessa heims, Satan, hefur náð að blinda augu og skilning mannanna svo við sjáum óljóst um hvað málið snýst."

Ja hérna. Talaðu fyrir sjálfan þig, Snorri. Verið getur að hann sé höfðingi þinn, en ég kannast ekki við kauða...

"Vertu trúaður, Það veitir þér frábær fyrirheit."

Sá sem lifir í Guðs ríki þarf engin fyrirheit, Snorri. Frelasaðu þig frá þessum lygum og farðu inn í " trú, ljós og visku Guðs" strax í dag. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Kærar kveðjur.

Hörður Þórðarson, 26.4.2011 kl. 00:52

24 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Lykilatriðið er "flest" börn... það eru ekki öll og þess vegna ekki verjandi að farið sé í heimsókn til allra skólabarna (á auðvitað hvort sem er ekkert erindi í skóla, en það er önnur saga).

Það eru næg tækifæri fyrir foreldra og börn sem það vilja til að mæta í kirkju og stunda sína tilbeiðslu.

Þetta hefur Vantrú aldrei farið fram á að verði bannað.

Þess vegna er fullyrðing þín í upphaflegri færslu röng.

Eins og sú fullyrðing að Vantrú standi gegn því að fólk sé meðbróður og andstæðingi til hjálpar á ögurstundum lífsins. Þarna ert þú að gera okkur trúlausum upp ótrúlega mannvonsku.. og aftur er enginn fótur fyrir fullyrðingunni.

Valgarður Guðjónsson, 26.4.2011 kl. 01:01

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þau eru flest skírð og þá er "söfnuðinum" lögð sú skylda á herðar að fræða barnið í kristinni trú.
Og Vantrú hefur aldrei sett sig upp á móti því, svo lengi sem það fer fram utan skólatíma.
Geta foreldrar og "söfnuðurinn" ekki séð um að fræða barnið í sunnudagaskólanum? Er það ekki öruggast hvort sem er - nú túlka menn Biblíuna jú mismunandi; Sumir telja að Guð sé voða líbó og elski alla, aðrir halda því fram að Guð elski alla nema suma, og enn aðrir eru staðfastir í þeirri trú sinni að Guð elski ekki nema fáa útvalda.
Sumir vilja meina að það sé rangt að ljúga við hvaða aðstæður sem er, aðrir telja lygar réttlætanlegar til að bjarga mannslífi eða slíkt, en sumir eru ekki jafn harðir á lygareglunni og þykir mikilvægara að reyna að koma höggi á meinta andstæðinga með því að líkja þeim við illmenni og bera upp á þá lognar sakir.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.4.2011 kl. 03:09

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Að Vantrú vilji meina kristnum aðkomu að þessu máli er auðvitað útilokun.

Ok, það er komið á hreint að þú ert að gera þér upp heimsku - en við skulum samt reyna að setja þetta upp fyrir þig á skiljanlegan máta.

Ég hef ekkert á móti því að fólki kúki. Mér er meinilla við að fólk kúki á teppið í stofunni minni. Ég banna fólki að kúka á teppið í stofunni minni. Þar með er ekki sagt að ég banni fólki að kúka yfir höfuð. Nei, það þarf bara að kúka inni á klósetti.

Ég hef lítið á móti því að fólk iðki kjánaleg trúarbrögð. Mér er meinilla við að fólk boði þau í skólastofu barna minna. Ég banna fólki að boða kjánaleg trúarbrögð í skólastofu barna minna og fullt af trúfólki tekur undir með mér. Það er ekki þar með sagt að ég banni fólki að boða trú sína yfir höfuð. Nei, það þarf bara að boða hana inni á klósetti (í kirkjunni).

Er þetta ekki frekar einfalt Snorri?

Matthías Ásgeirsson, 26.4.2011 kl. 13:08

27 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þarf að segja meira um viðhorf Vantrúar og trúariðkunar kristinna manna? Þetta samhengi er auðvitað fyrir neðan beltisstað og staðfestir að það sem ég hef sagt um viðhorf Vantrúar er rétt.

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 13:58

28 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég sé að þú svarar ekki síðustu athugasemd frá mér.

Skil ég rétt að þú haldir enn fram þeirri fásinnu að Vantrú hafi eitthvað við það að athuga að þú stundir þína tilbeiðslu í friði?

Ætli ég láti þá ekki vera að detta oftar inn hér... ég virði trú og skoðanir annarra - þó ég virði ekki rétt til yfirgangs í þeirra nafni.

En ég hef skömm á því þegar fólk beinlínis segir vísvitandi ósatt til að ófrægja náungann.. Mig minnir meira að segja að það sé ekki alveg í samræmi við þann boðskap sem kristnir kenna sig við.

Valgarður Guðjónsson, 26.4.2011 kl. 14:57

29 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú svarar ekki með öðru en útúrsnúningum. Finnst þér þetta heiðarleg framkoma?

Hlutverk skólans er að fræða, ekki boða. Trúarbragðafræði er áhugavert fag og eðlilegast að kristnin fái þar mesta athygli vegna sögu og menningar þjóðarinnar. Foreldrar eiga hins vegar að sjá sjálfir um að innræta sínum börnum trúarviðhorf (þó helst kysi ég að þeir slepptu því og leyfðu börnunum að hugsa sjálfstætt)og þeir hafa til þess næg tækifæri utan skólatíma.

Svaraðu mér þessu, Snorri:

Er rekið kristilegt barnastarf einhversstaðar utan skólatíma, nei eða já? 

Er óeðlilegt, í ljósi mismunandi viðhorfa og túlkana foreldra á grundvallaratriðum trúarinnar, að ekki sé minnst á smáatriðin, að þeir sjái sjálfir um að boða börnunum trú eftir eigin höfði? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.4.2011 kl. 15:02

30 Smámynd: Óli minn

Nei það þarf ekki að segja meira um viðhorf Vantrúar til trúariðkunnar kristinna. Þessi Matthías sem mér skilst að sé aðalmaðurinn hjá Vantrú opinberar viðhorfin hér svo hressilega að ég hef alderi séð annað eins. Þvílíkt ógeðslegt innræti, ég verð bara að segja það.

Óli minn, 26.4.2011 kl. 16:46

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þið sjáið svo ekki verður um villst að Kína er komið til Íslands. Þegar trúuðum er meinaður aðgangur, meinað að gefa Nýja-Testamentið og talið til sakar að biðja eða syngja sálma þá er tjáningar og trúfrelsið talið óæskilegt þá erum við að sjá aðför að mannréttindum, trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Vantrú er þá með sömu kröfur á kristna menn og múslimar.

Snorri, nú krefst ég þess að fá að "uppfræða" börnin (eða barnabörnin) þín um kristna trú. Ef þú bannar mér það, þá er það brot á tjáningar- og trúfrelsi mínu!

(þetta er álíka gáfulegt og það sem þú skrifar hérna)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 17:05

32 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Valgeir

Skoðaðu hvernig Matthías svarar- Þarf að segja meira?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 17:19

33 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæl Tinna

Ég sýni þér heiðarlega framkomu. Hvað skilur þú sem útúrsnúninga? Þá eru spurningar þínar ekki nógu vel orðaðar!

Já, kristilegt starf er rekið utan skólatíma. Ég vil taka það fram að Gideonmenn kma ekki í skólana til að stunda trúboð, heldur til að færa gjöf. Þeir sitja undir ásökunum og rógi að þeir sigli undir fölsku flaggi og þeim beri að úthýsa úr skólum á (Van)trúarlegum forsendum.

Svo, Tinna, trú rftir "eigin höfði" er sértrú og ekki gott veganesti. Orð Jesú er betra, miklu betra.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 17:29

34 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti

Þú ert að boða trú þína á þessu bloggi og ekki loka ég á þig!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 17:36

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

 Þú ert að boða trú þína á þessu bloggi og ekki loka ég á þig!

En Snorri, ég er að gera sambærilega kröfu og þú. Ég vil tala við barnabörnin þín, og fá að afhenda þeim trúleysisbæklinga og fá að syngja saman með þeim um að guð sé ekki til. Ekki viltu banna mér að segja öðrum frá trúleysinu mínu?

Ég vil taka það fram að Gideonmenn kma ekki í skólana til að stunda trúboð, heldur til að færa gjöf. Þeir sitja undir ásökunum og rógi að þeir sigli undir fölsku flaggi og þeim beri að úthýsa úr skólum á (Van)trúarlegum forsendum.

Snorri, þannig að þú flokkar það sem sagt ekki sem trúboð að dreifa Nýja testamentinu til barna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 17:58

36 Smámynd: Snorri Óskarsson

Nei, Hjalti, það geri ég ekki. Þá væri hægt að halda þvi fram að Bókasöfn væru trúboðsstöðvar.

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 18:11

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að ef þú finnur ákveðna bók (eða bæklingi) á bókasafni, þá er dreifing á þeirri bók (eða bæklingi) til barna ekki trúboð?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 18:29

38 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti

Á bókasafni get ég fengið Kóraninn, Mein Kampf og Kommúnistaávarpið. Ég lít ekki á bókasafnið sem dreifingaraðila á illaþokkuðum lífsskoðunum. Biblían heima hjá þér gerir þig ekki kristinn heldur þegar þú tileinkar þér trúarviðhorf kenningar Jesú.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 18:42

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að ef Kommúnistaflokkur Íslands færi að dreifa Kommúnistaávarpinu í skólum, þá væri ekki um boðun á kommúnisma að ræða, af því að þú getur nálgast Kommúnistaávarpið á bókasafninu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 18:45

40 Smámynd: Óli minn

Þessi Hjalti er farinn að láta eins og smábarn líka. Þroskast maður afturábak við að ganga í Vantrú?

Óli minn, 26.4.2011 kl. 20:02

41 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjali

Gefur þú barni höggorm í stað brauðs. Mundu hvernig kommúnisminn hefur komið fram og kemur fram s.b.r Kína.

k.k

Snorri

Snorri Óskarsson, 26.4.2011 kl. 20:48

42 Smámynd: Mofi

Snorri, þarna er Hjalti búinn að negla það nokkuð vel hvað er órökrétt við þessi rök sem þú beitir. Ég segi frekar að við erum kristin þjóð með kristna arfleið og ekkert óeðlilegt við það að unglingar eigi Nýja Testamentið sem mótaði þessa arfleið.  Og fyrst Gideon vill sjá um að gefa eintök þá er það í góðu lagi.  Já, það er tegund af boðun en það er líka fræðsla um þann menningar arf sem við lifum og hrærumst í og við viljum að unglingar viti eitthvað um þá menningu sem þeir lifa í.

Mofi, 28.4.2011 kl. 09:55

43 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Snorri, nú að byggja Mosku í Safamýrinni, það á að hygla að múslimum her á Landi. Við eru kristin þjóð og við viljum ekki fleiri glæpamenn inn í Landið.Snorri við verðum að skera upp heör gegn múslimum.Hvar eru hinir Kristnu trúboðar?það vantar kraft í Kirkjurnar og hin kristnu samfélög.    

Vilhjálmur Stefánsson, 28.4.2011 kl. 14:40

44 Smámynd: Óli Jón

Það er rétt að halda því til haga í framhaldi af prýðilegu innleggi Mofa hér ofar að við herskáu trúleysingjarnir ömumst ekki við því að fólk trúi, að það biðji til Guðs, að það innræti smábörnum trú (þó það sé auðvitað kolrangt að gera slíkt) eða að unglingar eigi Nýja testamentið. Ef þetta er það sem viðkomandi vilja, þá er það bara þannig.

Hins vegar setjum við okkur upp á móti því að trúfélög hafi aðgang að leik- og grunnskólabörnum til að innræta þeim trú og að Gideonistar geti afhent sínar vörur þar. Þetta er ekki ósanngjarnt, fólk getur lifað sínu trúarlífi alls staðar annars staðar en í leik- og grunnskólum. Gídeonistarnir geta dreift varningi sínum beint inn á heimilin eða þá í sunnudagaskólum. Þetta er ekki flókið.

En af einhverjum orsökum telja margir trúaðir að trúin muni deyja drottni sínum ef hún er ekki innsett í leik- og grunnskólabörn og ef þau fá ekki Nýja testamentið í skólanum (ég er reyndar á því líka :). Þeir hafa enga trú á því að trúaðir foreldrar geti séð um þetta sjálfir og að þessir sömu foreldrar muni ekki tíma því að kaupa Nýja testamentið eða þá að fara og ná í það hjá Gídeonistunum.

Kannski er trúin svo veik að hún lifi ekki nema í líki barnatrúarvírussins? En ef svo er, hvers virði er hún þá?

Óli Jón, 28.4.2011 kl. 16:06

45 Smámynd: Snorri Óskarsson

Það er með þetta að dreifa eða boða trú. Ég hef verið í að dreifa margskonar bókum sem eru kallaðar námsefni. Sumt er allsekki við hæfi barna. Ég hef séð unglinga veigra sér við að meðhöndla og opna bækur því þær ögra blygðunarsemi þeirra. Ég sé smokkaauglýsingar koma í grunnskólana þá væntanlega til allra barna frá 7 ára aldri til 15 ára. Allt miðast að því að fræða.

Gideon menn koma með bókina góðu sem fræðir vissulega um Guð, bænina o.fl sem Vantrúarmenn telja óæskilegt að ástunda. Svo eru Gideon menn farnir. En eftir situr að bókin góða getur haft áhrif, sem betur fer.

Það kom fram í Mbl. þann 15. apríl að kannanir sýndu að unglingar sem tækju þátt í tómstundastarfi trúfélaga væru síður líklegri en aðrir til að tileinka sér "ýkta" áhættuhegðun á borð við fíkniefnaneyslu eða óábyrgt kynlíf. Þökk sé efni bókarinnar góðu sem Gideon gefa. Er rangt að gefa gjafir til góðs?

Snorri Óskarsson, 28.4.2011 kl. 18:01

46 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Það er ekki rangt að gefa gjafir til góðs, síður en svo. Hvað varðar Nýja testamentið, þá er annars vegar ekki gefið að lestur þess sé til góðs og veðja ég persónulega frekar á smokkaauglýsingarnar sem þér er bersýnilega illa við. Svo er hitt að það er hægt að nálgast Nýja testamentið alls staðar og því er engin þörf á því að dreifa því í skólum.

Höldum skólunum veraldlegum og höfum trúna, hvort sem hún er til góðs, ills eða bara meinlaust fyrirbæri, utan veggja þeirra. Næg eru tækifærin fyrir trúaða til þess að innræta börnum trú annars staðar og bendi ég á tvo alveg ágæta staði: heimilin og sunnudagaskóla.

Hins vegar reikna ég með því að þér hugnist þetta lítt því þér finnst líklega best að hægt sé að ota trúnni að börnunum í skólanum þar sem þeim er kennt að véfengja ekkert sem að þeim er rétt. Í þessu tilfelli er þetta eins og að veiða síld í tunnu; menn þurfa ekki að vera merkilegir veiðimenn til þess að hafa góðan afla á slíkum miðum. Afleiðingin er barnatrúarvírusinn sem svo margir þjást af, en vita ekki almennilega af hverju.

En Ríkiskirkjan og þú, bersýnilega, gerið ykkur þetta að góðu, enda er þetta betra en að þurfa að sækja sauðina á opnum markaði með því að sanna fyrir þeim að tilboð ykkar sé gott og gilt. Það er betra og hagkvæmara að herja á leik- og grunnskólabörn á meðan þau hafa ekki nokkurn vitsmunalegan grundvöll til að meta áróðurinn og sjanghæja þeim síðan öllum í fermingu um 13 ára aldur og láta þau lofa því að hafa Guð í hávegum alla sína ævi.

Er virkilega einhver sómi að svona vinnubrögðum? Er það sem þið seljið virkilega svo aumt að aðrar aðferðir duga ekki?

Óli Jón, 28.4.2011 kl. 18:55

47 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli

Nú ertu farinn að blanda málum í einn hrærigraut. Gideon Nýjatestamenti er gefið 10 ára börnum en fermingin er á 14.ári. Það sem þjóðkirkjan gerir varðandi fermingu geri ég ekki. Ég hef kennt börnum um ferminguna og sögu hennar en hjá mér í þeim söfnuði sem ég stunda er ekki ferming viðhöfð. Þar fær hver og einn sem óskar þess að taka trúarskref að Guðs vilja, að láta niðurdýfast. Sú athöfn er skírskotun til nokkurra atburða s.s. förina yfir Rauðahafið, grafar Jesú - dauða hans og upprisu- þannig að sá sem lætur niðurdýfast á hlutdeild í dauða Jesú og fyrirheitinu um að fá að rísa upp frá dauðum og erfa eilíft líf síðan.

Að "sjanhæja" börnum með áróðri inní trúfélag er ekki minn háttur en þessi starfsháttur er mikið líkari þeim sem við sjáum að syndin og spillingin gerir; hún tælir ungafólkið til falls á siðferðissviði, til drykkju, eiturlyfja - eða lífsstíls sem við köllum "Áhættuhegðun" eða "Ýkt áhættuhegðun". Þetta er oft barátta uppá líf og dauða!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 28.4.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband