Þrælar í þjóðarsátt?

Mönnum er tíðrætt um yfirvofandi verkfall. Bent er á mikilvægi fjárfestinga til að byggja upp atvinnustigið svo hægt sé að greiða betri laun. En er þetta reglan?

Fyrir rúmum 20 árum hófst launaskeið sem kallað var "þjóðarsáttin". Þá var lagt út með hóflegar launagreiðslur til að byggja upp fyrirtækin svo þau gætu greitt mannsæmandi laun þegar vel árar. Svo menn sátu eftir með þjóðarsáttarlaunin. Fyrirtækin blómstruðu. Kvótakerfið óx að verðgildi og óx og óx. Fyrirtækin döfnuðu og stofnaður var hlutabréfamarkaður sem hluthafarnir fitnuðu á eins og púkinn á fjósabitanum. Við hvert blótsyrði (bölf) óx púkinn. Og fyrirtækin uxu, fitnuðu og stækkuðu af orðunum einum saman. Og þjóðarsáttin hélt, hún skilaði launþegum "skornum skammti". Ævintýri fyrirtækjanna tók við með útrásinni og íslenskt hugvit var flutt út. Meira að segja útgerðir og bankar döfnuðu og þjóðarsáttin hélt.

Launamunur varð ævintýralega mikill og pupullinn sat eftir með "þjóðarsáttarlaunin" rýru, nei dýru.Svo hrundi klabbið. Bankarnir með ofurlaunastjórunum féllu allir en þjóðarsáttin stóð/hélt. Hún stendur fyrir sínu, og lágu launin með skammar-örokubætur standa keik.

Þá kom ICESAFE og vinstristjórn. Nú birtir til og vorar með blóm í haga. Út með Davíð og dæmum Geir, runnin upp ný tíð við segjum ei meir! Leikur hennar var að velta ICESAFE á "launaskrýlinn" í þjóðarsáttarlaununum.

Allt í einu heyrist manni að sjávarútvegur og fyrirtækin í landinu séu komin að hungurmörkum. Þau hafa ekki efni á að bjóða "þjóðarsáttar-launþegum" annað en blóð, svita og tár. Höldum uppi atvinnustiginu - launalausu?Ég heyri ekki á máli manna að hátt atvinnustig bæti launin, heldur að fleirri vinni og framleiði gegn lágum kostnaði, helst á þrælakjörum.Þegar faðir minn var að mæta sem vinnandi hönd á vinnumarkaðinn í Vestmannaeyjum þá var honum boðið uppá "atvinnubótavinnu" sem fólst í því að hlaða grjótgarða vestur í hrauni og ryðja vegi um óbyggð svæði. Annars var hann atvinnulaus fram að vertíð. Þetta var þegnskylduvinna - þrælarí. Faðir hans (afi) ólst upp í sveit sem gaf ekki meira í aðra hönd en laun sem maður gat framfleytt sér og eiginkonu sinni. Um leið og eitt barn kom í heiminn var fjölskylduföðurnum um megn að sjá fyrir fjölskyldunni. Hann varð að tryggja afkomu sína með því að verða ánauðugur vinnumaður hjá fyrirtæki sem hafði hátt atvinnustig en litla greiðslugetu.Er íslenskt atvinnulíf virkilega enn í sömu sporum? Eða er hugsunarháttur vinnuveitenda enn sá sami og gírugra bænda sem áttu nóg en til að rugga ekki þjóðarsáttinni þá skulu allir klára gamla-matinn og láta sér duga að búa við léleg kjör.

Vita menn ekki að Biblían segir: "Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðu og óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi." Jak.5: 4Guð stendur í gegn slíkum mönnum sem fara svona að eins og Jakob talar um. Ekkert lánast þeim hvað sem þeir lofa að viðhalda atvinnustiginu og kúga með þjóðarsátt. Okkur á Íslandi er einkar lagið að vinna jákvæð orð yfir ranglætið. En eitt er öruggt að meðan þessi kúgun viðgengst þá njóta fyrirtæki eða stjórnvöld engrar velþóknunar Guðs. Útlendingarnir munu koma og gleypa peningana, launþegana, sjóðina og fiskinn. Það er nefnilega svo að "Réttlætið hefur upp lýðinn.." Þess vegna þurfa fulltrúar atvinnuveganna að skipta um hugsunarhátt, borga laun á "norrænum kvarða" og stöðva þessa ósvinnu sem kölluð er þjóðarsátt, landsbyggðarkúgun og öryrkjaböl.

Skoðið þessa samsetningu frá HP.

"Gefðu að móður málið mitt, minn Jesú, þess ég beiði.

Frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði.

Um landið hér, til heiðurs þér helst mun það blessun valda.

Meðan þín náð, lætur vort láð, lýði og byggðum halda."

 

Með bæn til Guðs um betri tíð, nýja hugun fyrir land og lýð.

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Snorri, þetta er góður pistill hjá þér, takk fyrir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.4.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Takk félagi, gleðilegt sumar og bið að heilsa þínum

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 28.4.2011 kl. 00:02

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2011 kl. 01:01

4 identicon

Fínn pistill, takk fyrir mig og gleðilegt sumar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband