Hjónabandið er milli karls og konu!

Mikið var gaman að fylgjast með hjónavígslu Katrínar og Vilhjálms prins og hertoga. Þau voru ekki bara flott og aðlaðandi heldur var umhverfið sérstaklega athugavert og spennandi. Fólk í milljónatali klæddi sig uppá og tók þátt. Þúsundir fjölmiðlamanna veittu okkur innsýn í hin ýmsu viðbrögð þátttakenda. Mér flaug í hug að þetta líktist því þegar Biblían talar um þau mál sem Guð hefur velþóknun á. Þá verður friður milli manna og gleðin sameinar hópinn. Guð leggur þannig anda sinn yfir bæði með hátíðarblæ, glaðværð, samstöðu og heillaóskum.Hvernig á að skilja málin öðruvísi þegar lögregluþjónn tekur sig til og stjórnar "gleðilátum" úti á götu svo allir kættust af. Eða presturinn sem fór á handahlaupum inni í kirkjunni eftir athöfnina. Allir glöddust og allir kættust.Biblían segir: "Þegar Drottinn sneri við hag Zíonar þá var sem oss dreymdi. Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorr fögnuðu. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: "Mikla hluti hefur Drottinn gjört við þá." Drottinn hefur gjört mikla hluti við oss vér vorum glaðir." Sálm 126: 1 - 3

Svona undirstrikar Guð að hjónabandið er aðeins milli karls og konu. Lög landsins breyta þessu ekki nema til ills. Guð útbjó þetta samband til að lífið haldi áfram og afkomendur verði til. Gleðiblærinn og vonin um traust, trúmennsku og að standa saman gegnum þykkt og þunnt er bæn okkar allra fyrir Katrínu og Vilhjálm.

Ég vil hvetja íslendinga til að samþykkja ekki lengur aðra tegund hjónabanda en þeirra sem konungur konunganna útbjó, úthugsaði og blessar. Þá mun blessun yfir landið koma.

Amen!


mbl.is Milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með brúðkaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Snorri; æfinlega !

Ekki hefi ég enn; haft neinar óyggjandi spurnir af því, að samkynhneigt fólk, sem gengið er, dvelji við elda Helvítis, umfram fólk af okkar stigu, sem gagn kynhneigt kallast, - og kallaðist, fræðaþulur góður.

Hvað þá; að ég - fremur en þú, eða nokkur annarra, getum sett okkur í einhver tiltekin Dómarasæti, gagnvart því ágæta fólki, sem fetar ekki sömu stigu, sem við, Snorri minn.

Ég hygg; að brotalamir ýmsar, í okkar fari, munu finnast, sem svokallaðar ''réttar'' hneigðir - sem náttúru höfum, ekki síður en til þeirra, sem í þennan Heim hafa komið, með öðrum kenndum, þegar;/ og ef til mælistiku Almættis ins yrði tekið, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árneþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svakalega ertu lúmskt neikvæð manneskja...þú þarft endilega að biðja Guð að hjálpa þér í þessu vandamáli þínu...

Óskar Arnórsson, 1.5.2011 kl. 18:14

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að ef það er "gleðiblær" yfir hjónavígslu tveggja einstaklinga af sama kyni, þá sannar það að guð er sáttur við það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2011 kl. 18:54

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óskarar

Því er nú samt svo háttð að dómur er þegar fallinn í þessum málaflokki sem vert er fyrir kennimanninn að kynna sér. Þó svo þetta kallist "lúmskt neikvæðni" þá vil ég benda á að skilaboðin til Korintumanna er sú að kirkjan hafi fengið það hlutverk að dæma um mál. Kristin kirkja dæmir því eins og Ritningarnar greina frá og ritaðar eru í Pistli postulans.

En satt segir þú að leiðin til Helvítis getur verið greið, enda á stundum líkt við "breiðgötu" og þar geta verið ærsl og gáttlæti en ekki almenn með friðsælum ávexti.

Gamanið eitt er ekki eini mælikvarðinn heldur friðsæld of velvilji.

Óskar, talsmaður kristinnar kirkju talar eins og Páll postuli og vísar einnig til hins áreiðanlega orðs. Þeir forðast fláttskap og fölsun á Guðs Orði.

k.k úr sumarblíðunnu við Eyjafjörð

Snorri

Snorri Óskarsson, 1.5.2011 kl. 19:46

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er ehgin blessun að samkynhneigð kona stjórni Landinu. það er bölvun.

Vilhjálmur Stefánsson, 1.5.2011 kl. 20:56

6 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Þú tiltekur þú að milljónir hafi klætt sig upp og tekið þátt í fagnaðarlátunum vegna brúðkaupsins og telur það bersýnilega sönnun þess að þessar sömu milljónir hafi velþóknun á því þegar karl og kona ganga í hjónaband.

Hvað segir þú þá um það þegar 80 þúsund manns safnast saman í miðborg Reykjavíkur til að sýna samkynhneigðum samstöðu á Hinsegin dögum? Þetta eru 25% þjóðarinnar sem með nærveru sinni kjósa að standa með samkynhneigðum. Og ekki vantar glaðværðina og samstöðuna á Hinsegin dögum! Er allt þetta ekki óræk merki um að þjóðin hefur velþóknun á réttindabaráttu samkynhneigðra og að gamaldags og kreddufull sjónarmið á borð við þín eru afturreka í þjóðfélaginu?

Hvað segir þú um það?

Óli Jón, 2.5.2011 kl. 09:51

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli

Brúðkaupinu í Bretlandi var ekki metið "bannað innan 16" eins og blaðamaður DV lýstu hinsegingöngu í Reykjavík. 80 000 á móti 2000 000 000 og allir glöddust hjá 2 milljörðum en margir hryggðust meðal 80 þúsunda. Þessu verður ekki saman jafnað!

k.k

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.5.2011 kl. 18:54

8 Smámynd: Óli Jón

Það er svo magnað hvernig þú getur bullað þegar það hentar þér og svarað eins og þú hafir ekki séð spurninguna :) Þetta er svo ódýrt og Morfís-legt að þú t.d. gefir þér það að 'margir hafi hryggst' sem fylgjast með Hinsegin dögum. Það er ekkert vandamál að vinna allar rökræður þegar maður getur bara búið til forsendur og rök með bulli og blaðri.

Þú ert skondin og skrýtin skrúfa, en það verður virða þér það til vorkunnar að þér er ekki gefið neitt svigrúm í því sem fyrir þig hefur verið lagt að þú eigir og skulir trúa. En ég get svo sem alveg séð að þetta sé afar þægilegt líf, að hafa bara eina skoðun, hversu meinleg sem hún er, og þurfa ekki að taka neinum sönsum.

Óli Jón, 2.5.2011 kl. 22:00

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli

Hver "bullar" ekki? Af hverju notar þú niðurlægjandi orðalag? Er það til að halda fast í þína skoðun og lifa þínu þægilega lífi?

Svona orðaleppar sem þú beitir falla ekki eini sinni undir rök. En þú veist að rök þurfa hvorki að vera dýr né flókin. Þau þurfa bara að vera rétt og tengd umræðuefninu.

Hjónabandð verður alltaf aðeins á milli karls og konu. Öll önnur sambönd sem eiga að uppfylla hjónabandið er afbökun.

k.k

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.5.2011 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband