10.6.2011 | 14:01
Gott Geir!
Mikið er þakkarvert þegar prestar standa á klárum grunni og láta ekki "kollegasamfélagið" rugla sig í rýminu. Presturinn er vígður maður kirkju og kristni og er á ríkislaunum til að segja satt. Geir stóðst prófið og lét gögnin í hendur siðferðisráðs presta.
En innan kollegasamfélagsins verða ekki allir vinir. Sérstaklega þeir sem ætla sér frjálslegra siðferði en kristnin boðar. Bara að Ólafur hefði ....
Ég dáist að Geir að hafa sýnt og sannað hvað er leyft eða bannað. Svona prestur ætti að fá launahækkun og fálkaorðu! Því það er mikilvægt að menn átti sig á því að Guðs-lögin hafa aldrei verið felld úr gildi.
Í tíð Ólafs þótti Alþingi ekki stórmál að setja lög í landinu á svig við Biblíulegan boðskap eins og t.d. lög um Staðfesta samvist og þaðan kom ný hjúskaparlöggjöf þar sem "hjónabandið" er skrumskælt og blessað af "kirkjunni" sumum sem reyndu að hylma yfir verk Ólafs. Ólafur, sem biskup, mælti með lögunum Þess vegna höfðu þeir ekki kraft á ögurstundu að mæla fram kristninn rétt, kristin sjónarmið og varðveita kirkjuna kristilegri en raun ber vitni.
Þessi tími er mikilvægur, náðartími til að biskup, prestar og kirkja geri upp málin. Hverfi aftur til kristinna gilda og verði þjóð og þingi ljósgjafi og vonarbál í þessum stormi sem nú stríðir.
Enn stendur í Biblíunnu: "Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa." (1.Kor. 6: 9 - 10)
Þessi boðskapur hefur ekki verið dreginn í burt af Heilögum anda og nú þegar við göngum inní Hvítasunnuhátíðina er rétt að gefa gaum að hinu áreiðanlega orði svo við lendum ekki í gildru vantrúar og siðleysis - og glötumst.
kær kveðja
Snorri
Snöggvondur, mjög reiður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, það er ekkert um kynvillinga í biblíunni lengur!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.6.2011 kl. 18:13
Hmmm? Drykkjumenn erfa ekki guðsríkið? Ertu á þessu Snorri og viltu kannski taka harðar á þessu léttlyndi gagnvart þeim?
Annars hefði ég nú meiri áhyggjur af því að lastmálir og kynvillingar séu þarna undir sömu bölvun. Þú skyldir aldrei hafa lent í því að lastmæla einhverjum?
Hvað með alla helgigripina, krossana og heilagmennin sem prýða kirkjurnar og samkomusalina. Flokkast það undir skurðgoðadýrkun? Ertu með kross um hálsinn?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 04:49
Hver er svo munurinn á þjóf og ræningja Snorri? Átt einhverja guðfræðiloftfimleika til að skýra þessa aðgreiningu.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 04:53
Hjalti, þetta ritverk sannleikans er náttúrulega vel ritskoðað í öllum nýjum útgáfum. Þegar menn segja sannleikan, þá verða þeir að segja hann rétt ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 11:36
Hjalti
Jú, það er um kynvillu í Biblíunni sbr. Speki Salómons kafli 14: vers 26 - Allt á sínum stað!
Reynir
Krossar? Helgigripir? Eru þeir ekki eins og góð kvikmynd sem grípur augað og örvar hugsun manna til boðskaparins. Þannig höfðar hluturinn til bugsunar og hugsunin til hlutarins án þess að koma í Guðs stað!
Þér er nægilegt að fletta uppí orðabók og sjá muninn á þjófnaði og ránum. Egill Skallagrímsson vissi muninn varðandi mjöðdrekkuna. Hann gat ekki hugsað sér að verða þjófur en svo rædni hann Lettana og kveikti í samkomuhúsinu til að láta vita að hann væri sloppinn úr prísundinni og rænt dýrgripunum. Hér var þá um hernaðaraðgerð að ræða. Rán, líkt og Tyrkjarán, var alltaf tengt hernaðaraðgerð, eða vopnað rán.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 12.6.2011 kl. 13:04
Sæll Snorri! Langt síðan ég hef litið inn á bloggið enda haft öðrum hnöppum að hneppa. Þegar ég las þessa frétt um Sr. Geir gladdist ég líka yfir að Þjóðkyrkjan ætti yfir slíkum manni að ráða og ég er líka glöð yfir því að Hvítasunnukyrkjan skuli vera með mann eins og þig sem þorir að vera óvinsæll vegna skoðanna sinna, svo sannalega stendur enn í Biblíunni: "Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa." (1.Kor. 6: 9 - 10)
Það er erfitt í dag að fylgja Biblíunni m.a. vegna þess að Þjóðkyrkjan blessuð hefur bakkað frá hinni heilnæmu kenningu Biblíunnar, kenningum sem kyrkunnar menn eiga að vaka yfir, en hafa látið undan þrýstingi almennings og breytt túlkun sinni á henni, syndurunum í hag. Ég vona bara að þú haldir áfram að vera með það á hreinu "hvað oss er leyft og hvað bannað"
Kær kveðja
Áslaug
Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.