Friðarboði ?

Það er athyglisvert að fylgjast með umfjölluninni um fjöldamorðin og hryðjuverkin í Noregi. Foreldrar hins ólánsama Anders, segja sorgar sögu þar sem faðirnn hefur látið hann afskiptalausan svo árum skiptir. Brotin fjölskylda og rofin tengsl eru hættulegt veganesti hverju barni.
Anders aðhyllist að "útrýma" múslimum með því að drepa börn og unglinga Verkamannaflokksins. Það teljum við svo rangt og skelfilegt að okkur er orðavant. Auðvitað höfðu börnin ekkert til sakar unnið. Þess vegna var þessi aðgerð kolröng.
Hann var að koma skilaboðum sínum á framfæri og vildi halda áfram að flytja boðskapinn til umheimsins. Norðmenn stoppuðu þá ósvinnu, sem betur fer. Anders hafði "talað nóg" með yfir 70 látnum ungmennum.
En þetta er sama aðferð og hryðjuverkamenn Araba og Palestínumanna hafa gert undanfarin ár. Sprengt flugvélar, strætisvagna og almenna borgara. Drepið íþróttafólk, keyrt á borgara í Jerúsalem með stórum vélskóflum. Skotið á Ísraela með eldflaugum, grjóti og fleirra skaðlegu.
Við eigum orðið samtök á Íslandi sem styðja hryðjuverkamenn og mæla þeim bót.
Það er vonandi okkur til hjálpar að skylja það að það breytir ekki máli hvort fórnarlamb hryðjuverka sé Norðmaður eða gyðingur. Svona verknað má aldrei réttlæta.
Anders Breivik og Hamasliðarnir hafa innréttað sig nákvæmlega eins. Þeir eru fallnir í sömu gildru og Jasser Arafat lenti í að hata og réttlæta manndráp.
Norðmenn verðlaunuðu fjöldamorðingann Jasser Arafat með friðarverðlaunum árið 2000. Anders Breivik gæti þess vegna orðið friðarpostuli eftir 23 ára baráttu og fengið friðarverðlaun? Nei, verð það aldrei og vonandi setja öll þjóðfélög og kirkjur hin kristnu gildi á stall: "Þú skalt ekki mann deyða"!
Megi þessi sára reynsla Norðmanna vekja Mannréttindaráð Reykjavíkur af þungum vantrúarsvefni svo þeir sjái að ef Kristur er fjarlægður frá börnunum þá verða menn eins og Anders Breivik, Jasser Arafat, Maó, Adólf Hitlar og Stalin fyrirmyndir og guðir þeirra barna er alast upp í Guðlausum landi.
Guð hjálpi Evrópu, blessi Norðurlönd og gefi okkur náð til að við hverfum aftur til hans. Elskum gyðinga, múslima, vantrúaða og meðbræður. Sýnum að Kristur í oss er besta veganesti sem mannkynið hefur. Megin friðarverðlaun Norðmanna eftirleiðis falla til þeirra sem koma með hinn sanna frið til allra. Amen.
snorri í betel
mbl.is Gaf ekkert til kynna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Það er ekki heil brú í þessu hjá þér. Það hefur margoft komið fram að þessi ólánsmaður, Breivik, var trúaður. Eftirfarandi er haft eftir honum:

I’m pretty sure I will pray to God as I’m rushing through my city, guns blazing, with 100 armed system protectors pursuing me with the intention to stop and/or kill.

Enginn getur efast um að þarna fer trúaður maður! Snarklikkaður, en trúaður! Mig grunar að þú leyfir þér að segja að hans trú sé léleg og að þín trú sé sú besta, en það breytir því ekki að þessi maður leit upp til Guðs og óskaði eftir handleiðslu hans. Hvorki þú né nokkur annar getur dæmt eða metið trú þessa manns nema þá að undirgangast það að hver sem er geti á sama hátt dæmt þína eigin trú. Eitthvað segir mér að það munir þú ekki samþykkja.

En ég er helst á því að þú eigir mikla skömm skilda fyrir að tengja þessi mál saman og sér í lagi þegar þér fer það svo stórkostlega illa úr hendi! Þetta er ódýrt og ömurlegt klámhögg og eina huggunin er sú að það hitti þig verst fyrir!

Óli Jón, 26.7.2011 kl. 21:15

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þú ert reyndar aðeins að ruglast með "stóru vélskóflurnar". Það eru ísraelskir hermenn sem hafa drepið saklausa íbúa Palestínu með ýtum og gröfum. Svo skrýtið sem það þá finnast margir Íslendingar sem alls ekki vilja fordæma það.

Rachel Corrie var amerískur friðarsinni sem var myrt af ísraelskri skurðgröfu. Síða til minningar um hana er hér: http://www.rachelcorrie.org/

Guð blessi minningu hennar.

Skeggi Skaftason, 26.7.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Skeggi

Ég er ekki að rugla. Þú getur flett upp í fréttum frá Jerúsalem þann 2.júlí 2008. Þar var Arabi að misnota vélskófluna á Jaffa stræti og keyrði á strætisvagn, bíla og gangandi vegfarendur.

Rachel Corrie tók sig til að "verja" hús hryðjuverkamanns. Hún hafði fengið ítrekaðar viðvaranir að halda sér frá en hú fórnaði sjálfri sér fyrir "eintak af Anders".

Snorri Óskarsson, 27.7.2011 kl. 10:32

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli

Þú titlar þig sem : "Advocatus diaboli" eða lögfræðingur djöfulsins. Ekki nema von að frá þér komi þessi athugasemd. Að vera trúaður er ekki hið sama og vera kristinn.

Snorri Óskarsson, 27.7.2011 kl. 10:43

5 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Þannig að þú hefur í hendi einu algildu mælistikuna á því hvað það er að vera kristinn? Getur þú með fullri vissu fullyrt hver er kristinn og hver ekki? Mikið hlýtur að vera gott að vera svo tengdur Guði að þú getir, án þess að skeika, skorið úr um svona hluti. Hefurðu borið alla þína sauði við þessa mælistiku? Hefur þú borið sjálfan þig við þessa mælistiku?

PS. Er Guð Gamla testamentisins sá hinn sami og kemur við sögu í því nýja eða var skipt út í millitíðinni? Er hann hinn sami og sá Guð sem þú tilbiður í dag? Ef svo er, þá lagði hann aldeilis línurnar í drápum þar sem finna má beinar sannanir* fyrir því að hann hafi drepið 2.476.636 einstaklinga, en óbein sönnunargögn benda til um 25 milljóna einstaklinga, sakleysingja sem sakamanna. Þetta er það sem Breivik hefur, á ungum aldri, lesið samviskusamlega í Biblíunni sinni. Hvaða skilaboð sendir það ungum, kristnum dreng sem er hugsanlega ráðvilltur og leitandi?

PSS. Yfirskriftin á blogginu mínu er Intra ecclesiam nulla salus ... hvað merkir það?

* Ef eitthvað er að marka heimilidina.

Óli Jón, 27.7.2011 kl. 11:58

6 Smámynd: Valur Arnarson

Óli minn, ætlar þú að koma hingað og láta taka þig alvarlega og ert svo með titilinn lögfræðingur djöfulsins , ertu viss um að þú viljir setja þig á þennan stall? Má ég spyrja hvað þú færð í laun fyrir starfið? Ef þetta á að vera grín þá sé ég ekkert fyndið við þetta. Ef ég skil þetta rétt þá ert þú guðleysingi, hvers vegna ertu þá með trúarlegan titil sem þennan?

Valur Arnarson, 27.7.2011 kl. 12:45

7 Smámynd: Óli Jón

Valur: Það er er líklega best að þú lesir þessa Wikipedia færslu. Þar sérðu að þessi titill er upprunninn innan kirkjunnar sjálfrar og því megi með sanni segja að ég gangi á Guðs vegum þegar ég ber hann :)

PS. Þetta er ekki 'lögfræðingur djöfulsins' heldur 'málsvari djöfulsins'. Það er mikill munur þar á.

PSS. Hvaða titil berð þú sem gerir þig trúverðugan í þessari umræðu?

PSSS. Trúir þú á djöfulinn?

Óli Jón, 27.7.2011 kl. 13:53

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er gott að þú veist sannleikann, Snorri.

Um Rachel Corrie má lesa á Wikipedia, m.a. þetta:

ISM eyewitnesses assert that the Israeli soldier operating the bulldozer deliberately ran Corrie over while she was acting as a human shield to prevent the demolition of the home of local pharmacist Samir Nasrallah.

Þú þykist geta fullyrt hér í öruggu skjóli og frið, langt frá Palestínu, að lyfsalinn Samir Nasrallah sé "eintak af Anders". Þú dæmir mann, án þess að hafa fyrir því neina vissu, fyrir að vera jafngildan fjöldamorðingja.

Þú predikar ekki ást og umburðarlyndi heyrist mér, heldur hatur.

Skeggi Skaftason, 27.7.2011 kl. 15:05

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ég tek þetta úr orðabók tölvunnar

ORIGIN Middle English : from Old French avocat, from Latin advocatus, past participle (used as a noun) of advocare ‘call (to one's aid),’ from ad- ‘to’ + vocare ‘to call.’

Þetta latneska orð er gjarnan þýtt á íslensku sem "málafærslumaður"

En Óli þú vilt ekki vera það sem þú hefur valið þér að yfirskrift.

k.k

Snorri

Snorri Óskarsson, 27.7.2011 kl. 17:03

10 Smámynd: Snorri Óskarsson

Skeggi

Ég birti innlegg þitt svo aðrir fái séð hvað Wikipedia segir um málið. Ég er þess vegna óhræddur við að lesendur beri saman hvort ég flytji ekki ást né umburðarlyndi.

ég samþykki ekki að verk Andrésar megi beinast gegn gyðingum en ekki Norðmönnum. Svona verk gegn mönnum eru ógeðfelld og röng.

Snorri Óskarsson, 27.7.2011 kl. 17:16

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég hlustaði á "Harmageddon" á X-inu í dag.  Ég hallast að málflutningi X-manna en vil hrósa þér fyrir hvað umræðan var málefnaleg og þú stundum umburðarlyndur gagnvart þeirra skoðunum.  Útkoman varð fróðlegt spjall og vakti til umhugsunar um marga punkta sem þar komu til tals. 

Jens Guð, 27.7.2011 kl. 23:13

12 identicon

Sæll Snorri

Hann Anders Breivik var Zíonisti, anti - Arab og anti -Muslimi, og hefur þú ekki heyrt það fyrr? eða

Þessi hryðjuvek hans Anders Breivik minna óneitanlega á Hagana, Irgun, Stern og hvar hefur þú verið?

"We must expel Arabs and take their places." David Ben Gurion, 1937, Ben Gurion and the Palestine Arabs, Oxford University Press, 1985.

"We have to kill all the Palestinians unless they are resigned to live here as slaves." Chairman Heilbrun of the Committee for the Re-election of General Shlomo Lahat, the mayor of Tel Aviv, October 1983.

"The Palestinians" would be crushed like grasshoppers ...heads smashed against the boulders and walls." --- Isreali Prime Minister (at the time) in a speech to Jewish settlers New York Times April 1, 1988

"When we have settled the land, all the Arabs will be able to do about it will be to scurry around like drugged cockroaches in a bottle." --- Raphael Eitan, Chief of Staff of the Israeli Defence Forces, New York Times, 14 April 198

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 05:21

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þorsteinn

Ég veit ekki í hvaða samhengi þessi ummæli eru sögð en eitt sýnist mér ljóst að framhjá þessum orðum verður vart framhjá komist þar sem Arabarnir hafa því miður stundað þessi hryðjuverk alla síðustu öld og lengur. Biskup Ásmundur Guðmundsson fór ferð til Ísraels fyrir 1936 og ritaði ferðasögu sína. Þar kom fram á þegar þeir tóku rútu frá Tíberías til Jerúsalem þá voru gluggarnir varðir með vírneti til að handsprengjur kæmust ekki í gegn. Algengt var að Arabar hentu handsprengjum í gegnum gler á langferðabílum til að drepa sem flesta.

Má vera að þeir hafi gert sér grein fyrir því sem gerist þegar vegið er margoft í sama knérunn. Illvikjum verður svarað.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 28.7.2011 kl. 11:39

14 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Svaraðu nú spurningunni sem snýr að mælistikunni og látum vera hvort ég gangi hér erinda Belsebúbbs eða ekki. Það tengist málinu hvort eð er ekkert.

Spurningin er í raun þessi: Hvernig getur nokkur maður lesið Biblíuna án þess að þróa með sér annarlegt viðhorf til morða og limlestinga þegar aðal söguhetjan í henni er jafn stórvirk í þeim efnum og raun ber vitni? Í Biblíunni er talað um að ef eitthvað ofbjóði þér, skerðu það þá af. Hvernig ber að taka svona skilaboðum? Biblían lofar og dásamar morð og limlestingar, með þeirri réttlætingu sem þar er að finna. Hvernig á ungur einstaklingur að geta greint hvað er rétt og hvað er rangt? Íhugaðu þetta í samhengi við þá ljótu grein sem lesa má efst á þessari síðu.

Óli Jón, 28.7.2011 kl. 14:41

15 Smámynd: Snorri Óskarsson

Við lestur Biblíunnar sést mikil saga á breytilegum tímum gegnum margar kynslóðir. Öllum kynslóðum er boðað hið sama: "Óttastu Guð, gerðu gott og elskaðu náungann."

Stundum mæta okkur ógnandi aðstæður þeirra sem ekki elska Guð né virða náungann sýna af sér ógnir og eyðingu. T.d. fékk Faraó að kúga Ísraelsmenn unz "mælir syndanna varð fullur" og þá greip Guð inní á eftirminnilegan hátt. Sá sem les söguna í Biblíunni frá upphafi til enda kemst að því að hvert mál er leitt til lykta og verður "fordæmisgefandi" í samskonar málum í dag. T.d var Sódóma dæmd fyrir kynvillu og liggur sem fordæmisgefandi frásögn um það sem er óumflýjanlegt nema á einn hátt. Kynvillan verður dæmd á duglegan hátt og kennir okkur báðum hvað þessi lífsmáti er hættulegur og rangur sama hvað samtími okkar segir.

Biblían lofar ekki né dásamar morð! Með þessari fullyrðingu segir þú mér að þú hafir ekki lesið Biblíuna. Dráp voru sett oftast í Guðs hendur til að við "saurguðum ekki hendur okkar."

Guð sagði Davíð aldrei að drepa Golíat en Davíð kom út sem hetja af því að hann drap Golíat og bjargaði Ísrael undan kúgurum Palestínu. Dauðarefsingar eru boðaðar í Biblíunni sem refsing fyrir alvarleg lögbrot. Slíkum refsingum var ekki beitt á einstaklingsforsendum heldur yfirvaldsins, alveg eins og í dag. Sá sem les Biblíuna skylur þennan framgangsmáta.

Þú átt t.d. eftir að útlista fyrir lesendum þessarar síðu hvað þú teljir "ljótt" í greininni. En ég átti ekkert von á því að öllum líkaði skrif mín ekki frekar en þeim líki við boðskap Biblíunnar.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 28.7.2011 kl. 17:38

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er málið Snorri, aldrei að segja alla söguna. Aðeins segja frá því sem best kemur málstaðnum og fela "óhreinu börnin". Það hentar ágætlega að segja frá vírneti til varnar handsprengjum, en nefna ekki einu orði rætur og ástæður að baki slíku handsprengjukasti, en gefa í skyn að það sé bara klár illska og óþverraháttur. Guð er góður!

"Þú skalt ekki mann deyða", gildir það bara um suma, er hin Guðsútvaldaþjóð með undanþágu frá þessu boðorði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2011 kl. 09:17

17 Smámynd: Snorri Óskarsson

Axel

Málið er allavega ekki það að "kenna konunni sem nauðgað var" um verknaðinn af því að hún leit vel út eða klæddist fallegum fötum. En þú vilt greinilega kenna gyðingum um hatrið sem aðrir sína þeim. En mundu að þínar krataskoðanir leiða ekki fram hjá þér "rétta sýn" á málin. Þú þarft að kynna þér málið.

Veistu að Bretar gáfu gyðingum og Aröbum Transjórdaníu. Þá risu Arabar upp og klufu landið í gyðingabyggðina og Arababyggðina. Arabar heimta líka yfirráð á landsvæðum Ísraels og þér finnst það réttmæt krafa. En veistu að öll Arabaríkin hafa rekið gyðinga á brott án þess að þeir hafi ógnað tilveru Arabans. Þeir ógnuðu trúrkerfi Islams. Það er málið, Skagstrendingur!

"Þú skalt ekki mann deyða " gildir því miður ekki í Islam!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 29.7.2011 kl. 10:58

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru það rökin Snorri, að ég sé gyðingahatari og að "krataskoðanir" hindri mig í að sjá "sannleikann"? 

Hvaða stjórnmálaskoðanir eru handhafar sannleikans?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2011 kl. 11:08

19 Smámynd: Snorri Óskarsson

Axel

Sósíaldemókratar hafa frekar hneigst að stuðningi við Arabísk sjónarmið á málefnum Mið-Austurlanda þó svo að eina lýðræðisríki á því svæði sé einmitt Ísrael. Er þér þetta nokkuð framandi?

Veistu ekki um vinstri vinda sem blása í íslenskum fjölmiðlum og enduróma af þessum sjónarmiðum?

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 29.7.2011 kl. 11:30

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða stjórnmálaskoðanir eru handhafar sannleikans?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2011 kl. 12:00

21 Smámynd: Snorri Óskarsson

Axel

Þær skoðanir sem meina trú og aðra stjórnmálaflokka. Nægir ekki að nefna Kommúnismann?

k.k

Snorri

Snorri Óskarsson, 29.7.2011 kl. 12:35

22 identicon

Sæl Snorri

"...Arabarnir hafa því miður stundað þessi hryðjuverk alla síðustu öld og lengur..."

Ertu með einhver sannanir yfir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 9/11,  London 7/7 eða Mumbai 26/11 (A Pakistani TV station has claimed "Hindu Zionists" and the Mossad carried out the Mumbai terrorist attacks), eða þar sem við höfum svo mörg dæmi yfir "false flag terrorism"?

Gleymdir þú nokkuð að minnast á Hryðjuverk Zionista http://zionists.blogspot.com/

http://en.wikipedia.org/wiki/Zionist_political_violence

Ég kannast ekki við þessi hryðjuverk Araba frá árinu 1936, en getur verið þú Snorri sért að kenna Palestínu Aröbum um hryðjuverk Zioniista, en hérna hvað stendur nákvæmlega í ferðabók  Ásmundur Guðmundsson biskups?  

"Zionist political violence refers to acts of violence committed by Zionists in the British Mandate of Palestine for political reasons, mainly to advance the creation of Israel, a Jewish state.

Actions were carried out by individuals and Jewish paramilitary groups such as the Irgun, the Lehi, the Haganah and the Palmach as part of a conflict between Zionists, British authorities, and resident Arabs, regarding land, immigration, and Jewish national aspirations.[1]"  http://en.wikipedia.org/wiki/Zionist_political_violence

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband