Hvað veldur hryðjuverkum?

Mikið var fróðlegt að sjá viðbrögðin við síðasta bloggi mínu. Menn kepptust um að lýsa furðum sínum á annarlegu skoðunum mínum á atburðunum í Utoya við Oslófjörð. Ekki voru endilega "rök" notuð til að 
útskýra hvaða atriði væru undarleg sjónarmið hjá mér en margir "höfðu meira vit á málunum en ég. Svo ég ætla að láta þessa mynd fylgja. Hún er frá Utoyja. Þar var verið að æfa norska æsku að sniðganga Ísrael og leggja lóð á vogarskálar gegn Ísrael sem búa að staðaldri við þá ógn sem mætti æsku Verkamannaflokksins, hryggilegt.

En hverjir framkvæma svona illvirki? Eru það bara geðveikir og sjúkir einstaklingar? Ég man eftir geðlækninum í Fort-Hood í Texas sem óð inn í matsal herstöðvarinnar og skaut á allt og alla til að drepa. Árið 2004 birti Fréttablaðið þetta í heilsukafla sínum:

"Hryðjuverkamenn eru gjarnan sagðir geðveilir og haldnir ofsóknarbrjálæði en hvorugt er rétt, segir Dr. Andrew Silke, prófessor í sálarfræði við háskólann í Leicter. Rannsóknir sem gerðar voru á 180 meðlimum Al-Qaeda og öðrum meðlimum hryðjuverkahópa leiða í ljós að hryðjuverkamenn eru ekki á nokkurn hátt geðveikir. Þeir stjórnast hins vegar af hefndarþorsta.

Það eru pólitískar ásæður fyrir því en ekki læknisfræðilegar, segir Silke og á ekkrt skylt við geðveiki." (Fr. 13.07.04)

Ekki er talað um "trúarlegar ástæður" eins og títt er nefnt í íslenskri umræðu heldur "pólitískar ástæður". Þegar betur er að gáð þá hefur pólitíkin kostað okkur fleirri mannslíf en hin kristnu gildi. Vil ég í þessu sambandi nefna framgöngu Rauðra Khmera, hreyfingu Kommúnista (hafa drepið 100 milljónir manna til að ná markmiðum kommúnismans). Átökin milli gyðinga og Araba er vegna þess að Múslimir telja islam hið eina rétta og gyðingar ásamt kristnum villutrúarmenn.

Að fyrirgefa er því mannbætandi dyggð sem leysir okkur frá hefndarþorstanum. Varðveitum okkur í kristninni..... "svo sem vér og fyrirgefum!

kær kveðja

Snorri í Betel110728_norwayterror.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki gat ég séð það Snorri að þú færðir önnur rök  fyrir þínu máli en að þetta væri þín túlkun á fréttum og Biblíunni og því skoðist það rétt vera.

Enn eru fjöldamorðingjar þemað í þessari nýju færslu. Gott og vel, lítum aðeins betur á það.

 
„.....þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu“.Og Drottinn sagði: "Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skorkvikindin, fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.".....Drottinn sagði við Nóa: "Gakk þú og allt fólk þitt í örkina, því að þig hefi ég séð réttlátan fyrir augliti mínu í þessari kynslóð...“ „....því að sjö dögum liðnum mun ég láta rigna á jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur, og ég mun afmá af jörðinni sérhverja skepnu, sem ég hefi gjört."Eftir sjö daga kom vatnsflóðið yfir jörðina„....Og steypiregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Einmitt á þeim degi gekk Nói og Sem, Kam og Jafet, synir Nóa og kona Nóa og þrjár sonarkonur hans með þeim í örkina.Allt sem hafði lífsanda í nösum sínum, allt sem var á þurrlendinu, það dó.Og þannig afmáði hann sérhverja skepnu, sem var á jörðinni, bæði menn og fénað, skriðkvikindi og fugla loftsins. Það var afmáð af jörðinni. En Nói einn varð eftir og það sem með honum var í örkinni“.
Ekki hvarflar að mér að halda því fram Snorri að þetta sé ekki satt og rétt. Syndaflóðið var ekkert „slys“ eða náttúruhamfarir. Það er deginum ljósara að það var skipulagður verknaður og framinn af yfirlögðu ráði. Ég myndi telja að aðrir fjöldamorðingjar blikni í samanburði við þessi ósköp. Lét Drottinn stjórnast af hefndarþorsta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2011 kl. 15:58

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Axel

Ekki var hefndarþorsti hjá Drottni heldur framkvæmd á dómi. Íslenska ríkið stendur fyrir dóms málum og framkvæmd þeirra. En ekki teljum við um hefndarþorsta vera um að kenna heldur tengjast málin orsök og afleiðingu.

Á dögum Nóa voru engin boðorðin 10 nema þá að menn hafi talið um einhverjar sameiginlegar reglur giltu í samfélaginu. Samfélög manna standast ekki nema með samstæðu hegðunarmynstri.

Guð sá að auðvitað fóru menn útaf og þá kom til kasta Dómarans. Við báðir verðum kallaðir fyrir sama dómara "á morgun" og verðum látnir gera grein fyrir stöðu okkar, trú og hegðun. Þeir þættir skapa ávöxt (persónuleika?) sem einkennir okkur.

Guði verður aldrei kennt um morð né illsku enda er eðli hans kærleikur. En til er önnur persóna sem sjaldan er kölluð til ábyrgðar meðal manna og er það Djöfullinn. Hann er manndrápari frá upphafi og ræðst gegn öllu því sem kallast Guð eða helgur dómur. Sú persóna er kjarninn í atburðum eins og þeim sem gerðust á Utoya við Osló.

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 29.7.2011 kl. 18:43

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað veldur hryðjuverkum? Hryðjuverkamenn.

Theódór Norðkvist, 29.7.2011 kl. 22:59

4 Smámynd: Valur Arnarson

Mér sýnist Axel vera tilbúin til þess að viðurkenna að Guð geti boðið okkur uppá algilt siðferði en hann misskilur hins vegar hrapaleg Guð sem slíkan. Guð getur ekki drepið, Guð gefur líf og Guð tekur líf, hann er Guð. Guð er hvorki bundin við þau náttúrulögmál sem hann hannaði né þau siðferðisviðmið sem hann setti okkur mönnunum. Hann verður ekki takmarkaður við neitt, sama hvað menn reyna og reyna.

Nú veit ég ekki hver lífsskoðun Axels er, hann væri kannski tilbúin til þess að upplýsa okkur um hana svo við getum rökrætt við hann á jöfnum forsendum. Ef lífsskoðun Axels er sú að Náttúruhyggja sé það eina rétta þá gengur hann lengra í innleggi sínu en heimsmynd hans leyfir. Ef lífsskoðun Axels er sú að kærleikur sé tæmandi lýsing á Guði þá verðum við að skoða það betur útfrá eftirfarandi forsendum.

Ef kærleikur er tæmandi lýsing á Guði þá skipti það Guð litlu eða engu máli  hvað fólk gerir. Guð fyrirgefur allt, dæmir aldrei og fólk þyrfti ekki að standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir honum. Væri slíkur Guð verður þess að vera tilbeðin? Svarið við því hlýtur að vera nei, slíkur Guð væri sannarlega skelfilegur. Að meta Guð í ljósi mannlegra mælikvarða er fráleitt.

Valur Arnarson, 2.8.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband