10.8.2011 | 11:21
Viðvörun til Mannréttindaráðs!
Undarleg mál fylla fréttirnar frá Englandi. Söguleg hús brennd, stórþjófnaðir í búðum, skemmdarverk og lögleysi ríkir á götum breskra stórborga. Æskulýður Bretlands er stiginn fram með sína vondu heimssýn. Þessi æska hefur alist upp við að kristnin var færð úr skólum og inní trúarstofnanir. Hún var e.t.v ekki kennd heima.
Umburðarlyndið gagnvart mismunandi trúarbrögðum var sett í heiðurssætið og trúin á Jesú varð lokuð úti. Bönrin fengu tilgangsleysið í staðinn og "hinn afstæða sannleika" sem veganesti. Þetta er þekkt frá fyrri tímum.
Einn gamall rithöfundur sem var í Írak einum 400 árum fyrir okkar tímatal tók eftir svona samfélagshruni. Hann ritaði um þetta fyrirbæri á sínum tíma og sagði:"Ofbeldið rís upp sem vöndur á ranglætið!" Annar sem var uppi 600 árum áður sagði:" Réttlætið hefur upp lýðinn en syndin er þjóðanna skömm!"
Unglingar Bretlands vita ekki glöggt af lögum Guðs og hollum reglum samfélagsins. Þeir verða því "sjálfum sér lögmál"! Það sem þeim finnst - gera þeir! Mannréttindaráð Reykjavíkur telur rétt að fara þessa leið. Taka Jesú trúna úr skólum, leyfa æskunni að uppgötva hvað hún vilji í slíkum efnum og samfélagið mun uppskera að tíu árum liðnum "Lundúnar ástand." Hve menntuð þarf íslensk þjóð að vera til að sjá að við án Krists erum á glötunarvegi?
Guð hjálpi okkur!
k.k. Snorri
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi málflutningur minnir dálítið á skrif Anders Breivig.
Matthías Ásgeirsson, 10.8.2011 kl. 11:35
Heill og sæll Snorri; jafnan !
Raunveruleikinn; skal ætíð trúnni ofar vera, ágæti drengur.
Svo; er rétt að minna þig á, á Þjóðkirkju prelátarnir (hempuklæddu), eru fyrir löngu rúnir öllu trausti, í ljósi siðferðilegrar úrkynjunar, sinnar.
Þannig að; hyggilegast er Mannréttindaráðinu, að flæma þessa svindlara og skrumara, frá skólahaldi öllu, Snorri minn.
Það er jú; 21. öld, sem ætti að vera öld upplýsingar - í meira mæli, en hinar fyrri.
Bezt fer á því; að starfsemi Lúthersu kirkjunnar verði bönnuð, líkt og þeirra 4 stjórnmálaflokka, sem komu Íslandi á hliðina, Haustið 2008.
Með beztu kveðjum; sem fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 11:41
Matthías
Þekkir þú þann málflutning vel?
Snorri Óskarsson, 10.8.2011 kl. 14:14
Óskar
Nú sést af hverju þú varst ekki valinn í stöðu Móse sem leiðtogi Ísraelslýðs, þú hefðir ekki farið lengra en "raunveruleikinn". Móse stakk stafnum í Níl og boðaði áður en áin varð að blóði, hann fór af stað með plágurnar áður en.. og þá varð "raunveruleikinn" til. Trúin breytti raunveruleikanum.
Ég gæti verið um margt sammála að banna ýmsa trúarsöfnuði sem framganga með fláttskap og falsa Guðs orð. En þess vegna er eina heilbrigða svarið að gefa börnunum "brauð að bíta í á jólunum", brauðið er Guðs orð, sagan um Jesú. Hann er hið sanna brauð sem kom niður af himni.
Guð blessi Árnesþing með góðu fólki sem útbýtir himneski brauði.
k.k.
Snorri
Snorri Óskarsson, 10.8.2011 kl. 14:46
Snorri, ég hef ekki komist hjá því að kynna mér hann eftir ódæðin.
Þú ert dálítið duglegur við að nýta þér hörmungar og ódæði til að upphefja málstað þinn.
Matthías Ásgeirsson, 10.8.2011 kl. 15:14
Sælir; að nýju !
Snorri !
Ekki; í eitt einasta sinn, hefir hvarflað að mér, að ég hefði getað staðið Móse karlinum jafn fætis. Hann átti; / og á, fá sína líka, svo sem.
Hins vegar; hafa margir garpar komið fram - fyrir; og eftir daga Móse, sem ýmislegt hafa haft, til brunns að bera, að nokkru.
Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 15:58
Nú hefur það komið fram t.d. í Guardian að ungmenni af kúrdiskum og tyrkneskum uppruna virðast ekki taka þátt í þessum óeirðum, þó töluvert af fólki af þeim uppruna búi í sumum hverfa sem orðið hafa illa úti.
Ég tel líka afar ólíklegt að ungmenni af pakistönskum uppruna séu mörg í hópi óeirðarseggja, þó þau séu mörg í Bretlandi og ekki af ríkum ættum.
Reyndar held ég að víðast hvar í múslimaríkjum sé glæpatíðni mjög lág. Hvergi þó lægri en í Japan, þar sem fæstir eru mjög trúaðir. Mjög há hins vegar í strangkaþólskum samfélögum suður- og mið-Ameríku.
Kannski eitthvað sé að kristnu vestrænu siðgæði? Kannski ættum við að konvertera til Íslam? Eða bara hætta að rugla saman TRÚ og SIÐGÆÐI?
Skeggi Skaftason, 10.8.2011 kl. 16:32
Matthías
Takk, ég er ánægður með dugnaðarviðurkenninguna.
k.k.
Snorri
Snorri Óskarsson, 10.8.2011 kl. 19:01
Nei, Matthías, þetta minnir ekkert á Anders kvikindið Breivik, enda var hann enginn Biblíumaður. - Skeggi, það er nú betra að sleppa því að skrifa heldur en að leggja fram svona tillögur. - Og Óskar, þú heldur áfram að ganga fram af mér; ertu á móti félagafrelsi - eða bara að skemmta skrattanum?
Jón Valur Jensson, 10.8.2011 kl. 23:47
Komið þið sælir; að nýju !
Jón Valur !
Nei; hvorki er ég, á móti félaga frelsi - né; að skemmta skratta, nokkrum.
Ég er einungis; sjálfum mér samkvæmur - sem endranær, fornvinur góður.
Þjóðkirkjuna; á að BANNA, eftir að á þjóna hennar hafa sannast siðferðileg hryjuverk, á hendur ungum börnum, og konum.
Stjórnmálaflokkana 4 (listabókst. : B - D - S og V), á einnig að BANNA, sökum víðtækra skemmdar- og eyðileggingar verka, á hendur Íslendingum, almennt.
Er þetta; nokkuð torskilið, Jón Valur ?
Vona; að þú áttir þig á því, að stundum fari skoðanir manna, ekki alveg saman, þegar um hin ýmsu viðfangsefni er rætt, að nokkru.
Fólki á að vera löngu ljóst; að ég kann ekki að ganga í einhverjum takti, að Austur- Þýzkum (Prússneskum) hætti, ágæti drengur.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 01:17
Ég verð nú bara að taka undir orð Skeggja. Á fáum stöðum í heiminum er glæpatíðni lægri en í strangtrúuðum Íslömskum ríkjum. Þar af leiðir að rökrétt sé að snúast til Íslam og taka upp sharia lög sem fyrst. Þ.e.a.s. ef að fólk virkilega trúir því að eina leiðin til að kenna og stunda gott siðferði og -gæði sé með því að stunda trú. Nei, vitið þið, af tvennu illu vel ég þriðja kostinn: Halda áfram trúleysi mínu.
Það eru að minnsta kosti engar mótsagnir eða öfugmæli fólgin í trúleysi eins og er gegnum gangandi í trú og trúarritum skipulagðra trúarbragða með kristnina þar í fararbroddi.
Bergþór Heimir Þórðarson, 11.8.2011 kl. 03:19
Hvernig nákvæmlega færðu út að minni trúarleg innræting í skólum sé orsök þessara uppþota í Englandi? Ertu með einhver gögn sem sýna fram á þessi tengsl?
Arnar, 11.8.2011 kl. 11:11
Hefur einhvers staðar komið fram að þessi uppþot tengist trú eða trúleysi á einhvern hátt? Er þetta ekki bara allrahanda skríll sem hefur gaman af látunum og fær útrás við að eyðileggja án ábyrgðar?
Óli minn, 11.8.2011 kl. 13:44
Kostulegt er að lesa eftirfarandi setningu, en líklega er nú eitthvað vit í henni ef fólk aðeins trúir nógu fjári mikið:
Það er sem sagt á kristaltæru hér að það eigi að ala öll börn upp í ríkistrú í skólunum frá blautu barnsbeini. Látum Snorra í Betel um að velja trú fyrir börnin okkar, það er öllum og Íslandi fyrir bestu :) Lokum algjörlega fyrir alla möguleika á því að börn geti 'uppgötvað' hvað þau raunverulega vilji með því að innsetja í þau trúna svo vendilega í leik- og grunnskólum að allt frumkvæði til sjálfstæðrar hugsunar sé úr þeim rekið eins og óhreinn andi. Trúin er, jú, ekki persónulegt fyrirbæri, heldur eitthvað sem skal reka ofan í ungviðið meðan það hefur ekki vit fyrir sér.
Er þetta ekki akkúrat eins og Jesús Jósepsson vildi hafa þetta?
Óli Jón, 11.8.2011 kl. 15:07
Hvað sem líður glæpatíðni í löndum með mismunandi trúarbrögðum þá er það rétt hjá þér Snorri að innræti þeirra sem mótmæla bágum kjörum í Englandi með skemmdaverkum, þjófnaði og ódæðisverkum er sérkennilegt og ekki er það kristið. Krstið siðgæði og dæmisögur Jesúm Krists eru það besta sem við höfum til að kenna börnunum muninn á réttu og röngu. Mannréttindaráð Reykjavíkuborgar með stuðningi Menntaráðs Reykjavíkur er úti að aka í sínum gjörningum og það utanvegar.
Kjartan Eggertsson, 11.8.2011 kl. 17:39
Í viðtölum við fróða menn um málið (DV) birtist réttleysi svarta mannsins. Hann er lengur atvinnulaus, fær lægri laun og býr við réttleysi. Það tengist trú eða vantrú á það að ekki eru allir kynþættir jafnir en kristin trú segir allt annað.
k.k
Snorri
Snorri Óskarsson, 11.8.2011 kl. 23:01
Allir miðlar sem ég hef séð hafa sagt orsök uppþotana í London vera langtíma atvinnuleysi (jafnvel margra ætliða í sömu fjölskyldunni), fátækt og slæm kjör.
Mín kenning er að sautján endur hafi flogið oddaflug í vestur átt yfir London og það sé ástæða uppþotanna. Ekkert verri kenning en þín og jafn mikil rök fyrir henni.
Arnar, 12.8.2011 kl. 09:34
Sæll Snorri
Það er sennilega eitthvað til í þessu hjá þér, en þetta myndband hérna bendir reyndar á fleiri atriði, sjá : "True News: The Real Source of the British Riots"
http://www.youtube.com/watch?v=oiw3wg1mgro&feature=digest
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 18:30
Já, Óskar, það er sannarlega torskilið að nokkur með skynsemina í lagi vilji BANNA um 250.000 manna trúfélag vegna synda eins biskups og fáeinna annarra meðlima og vegna linkindar annars biskups í því efni -- og banna án dóms og laga heilu stjórnmálaflokkana.
Þess vegna eru vart nema tveir kostir til: að það vanti eithvað upp á þína skynsemi ellegar að þú sért að gera að gamni þínu.
"Óli minn", kristin trú stuðlar að betra hugarfari, t.d. bannar 7. boðorðið þjófnað, en jákvæð hvatning vegur þó meira í Nýja testamentinu. Taki menn kristna trú alvarlega, þ.e. noti hana, er hún vörn gegn svona framferði, rétt eins og meðal getur verið vörn manns í baráttu við sjúkdóma, ef þeir taka það inn -- og aðeins ef þeir taka það inn. Við getum ekki kennt kristindómi um brot okkar, ef við notuðum hann ekki, heldur geymdum hann uppi í hillu í fallegri, svartri bók.
Kjartan Eggertsson á hér mjög gott innlegg, sem ég tek undir.
Jón Valur Jensson, 13.8.2011 kl. 16:41
Komið þið sælir; sem fyrr !
Jón Valur !
Um leið; og ég vil þakka Snorra síðuhafa, einskæra gestrisnina, vil ég svara þér á þann máta, sem bezt hæfir.
Hvergi; ættir þú að sjá, í skrifum mínum, hér að ofan - að mér sé einhver skemmtan, eða þá annað flím í huga, mikið víðs fjarri því.
Meina; hvert einasta orð - og þú verður að sætta þig við, að ég fylgi öngvum já- kórum hér á Mbl. vefjum - né annarrs staðar, ágæti drengur.
Fyrst; Snorri Óskarsson, sem aðrir gesta hans, geta sætt sig við, að mitt eindregna sjónarmið komi fram, hlýtur þú að geta slíkt, hið sama, Jón minn.
Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 18:28
Nei, af því að mér þykir nú vænt um þig, Óskar minn, sætti ég mig alls ekki við, að þitt "eindregna sjónarmið" af þessum toga sé borið hér fram eins og hver önnur alvöru-tillaga! Viltu svipta menn borgaralegum félagsréttindum sínum? Og hvaða vit er í því að dæma 250.000 manna trúfélag út frá nokkrum visnuðum laufum?
Taktu nú sönsum, vinur!
Með sízt lakari kveðjum en þessum frá þér,
Jón Valur Jensson, 14.8.2011 kl. 01:14
Komið þið sælir; á ný !
Jón Valur !
Hvar; ég er sá þvergirðingur, sem mörgum er kunnugt - og snýst ei, sem vindhani á burst, í mínum viðhorfum, svo gjörla, sit ég við minn keip, sem oftar.
Þakka öngvu að síður; fyrir þínar vel meintu meiningar, mér; til handa.
Ástand okkar þjóðfélags er með þeim hætti; að ekki er með nokkru viðunandi, og því setti ég fram mína meiningu, hér í upphafi.
Viðhorfum mínum; verður ekki þokað, að svo komnu.
Með; ekki lakari kveðjum - en áður, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 13:52
Jón Valur: Ríkiskirkjan er ekki 250 þúsund manna trúfélag. Hún er nokkur þúsund manna söfnuður sem í eru ríkisskráð til viðbótar við fæðingu rúmlega 200 þúsund sálir sem aldrei báðu um að vera sjanghæjað þangað inn. Kristnir eru hins vegar svo lítilþægnir að þeir taka þessari vélskráningu inn í Ríkiskirkjuna sem heilögum gjörningi.
Við skulum hafa það sem réttast reynist.
Óli Jón, 14.8.2011 kl. 23:57
By ROD DREHER
Fékk þessa grein senda og birti hana. Hún staðfestir nákvæmlega það sem ég ályktaði og bendir mun sterkar á fáráðið hjá mannréttindaráði og afleiðingar "Vantrúar" verði á þá hlustað. Þetta er allt annað en skemmtilesning,- en afar fróðlegt!
Friday, August 12, 2011
Between 2005 and 2010, a team led by Birmingham University education Dean James Arthur launched a character education project called Learning For Life, the first of its kind in Great Britain. Building from a base of solid social science research, Learning For Life seeks to build and strengthen character in families, schools, universities, and on the job.
Learning For Life, which was funded by a grant from the John Templeton Foundation, included a comprehensive 2007 survey of character attitudes among disadvantaged English youth in Birmingham’s Hodge Hill constituency and others like it across the UK. To read it today, in the aftermath of youth rioting and looting that shook major British cities, is to encounter a kind of prophecy. Prof. Arthur spoke to us from his home in England after a tumultuous week.
As the principal researcher on the Learning for Life project, were you surprised by the violence and looting that swept England?
Not really. I was surprised by the extent of it, but I was not surprised that young people don’t feel a part of society. They also generally do not engage positively in their communities, the exception being Muslim children. The reasons are quite complex, and there’s not an easy answer to the whole thing. I don’t for a second think it was economic. Well over half of [looters] were under the age of 18. Clearly the vast majority of them are not the kind of people who had any sort of higher education. We’re not talking about people who had been at university. We’re talking about a large group of people who have not gained serious qualifications to participate in society. They are young people who live in the most socially and economically deprived areas of our cities.
You’ve got these two groups, poor Afro-Caribbeans and poor whites, who were the main participants in the riots. When I did my research in schools across England, we discovered that it was precisely many of these disadvantaged white children and Afro-Caribbean black children that had the least respect for the basic virtues in civil society — and these were the groups that mainly rioted.
My research found that these children were less happy and less optimistic about the future, and they didn’t feel that they belonged to civil society. They were also less positive about the virtues — honesty, trustworthiness, courage, justice and others. They also had far fewer aspirations for their future compared with other groups.
Far fewer aspirations than the Asian children — that is, Muslims of Pakistani and South Asia heritage — in your study. These youth provided quite a contrast to their white and black neighbors, didn’t they?
Within Hodge Hill and elsewhere, the Muslim community was much clearer about the meaning and usage of the virtues. They understood virtue. They understood the significance of duty and responsibility. Partly it’s because of their religion. These people were poorer than the white children in economic terms and the Muslim children live in larger families. But what they have is family stability. They also have religion to back them up. They have clear family values. They have a code of honor and a morality that recognizes all the virtues that we were looking at in Hodge Hill. They could recognize these virtues more readily because of the way they were brought up and because their religion brought them up in the discourse of these values.
That wasn’t the case with black children and white children in my study. Many of the children who rioted already had much in the way of basic material goods. But if you look at their families, their families were much more likely to be in some way dysfunctional. Many of them are in single-parent families. A number of them are also in families where a number of children have been born to different fathers, and their mothers are often dependent on the state for benefits. The economy has been extremely unkind to many of the families of these children in recent years.
What does the collapse of Christianity as a significant moral force in British society have to do with all this?
I believe quite a bit. We live in a society — and both Labour and Conservative governments bear some responsibility for this — that provides an environment in which children are much more sensitive about their rights, but less about their duties. So they have a very weak base for the values of civil society. In fact, many of them lack a moral language to discuss moral questions, because they don’t have the kinds of traditions, such as religion, in order for them to discuss these matters. So religion becomes less important to them, because through the secularization process, they’re losing touch with the moral traditions of society. No government or other secular tradition, has been able so far to replace the Judeo-Christian moral tradition.
Muslim children grow up with the language of morality and virtue provided to them by their religious tradition. They can at least discuss these concepts, because they have the language for it. Many of the white children in my studies throughout England identified themselves as Christian, but what they meant was: ‘I’m white and I’m English.’ They’re using Christianity as a label for something they see as superior. It has nothing to do with real Christianity.
There is a sense emerging in the British media that the pathologies that drove underclass youth to riot and loot are not confined to the underclass — that the decadence is more widespread. Do you agree?
Yes. Few of the rich in Britain give anything like what American rich people give to promote civil society. The rich aren’t as philanthropic as American rich people are. The rich in England, bankers and celebrities, don’t show a great example to the young. The bankers and others who have made all this money have spent it largely as consumers. I often think they appear to have no moral compass and young people see this.
There’s a problem of politicians. We’ve seen how they’re seen to be morally corrupt because of the expenses scandal [in which Members of Parliament were found to have charged the state excessively for personal items and services — Ed.], but the truth is they’re not paid a great deal. As a result, it’s not surprising that a culture developed that allowed them to pad their expenses. They felt they had an entitlement to do those things because they had such a low salary. It is true that they are underpaid, but what these politicians spent their money on were sometimes outrageous — e.g. a duck house in their garden pond! So the politicians are no real example to young people. Neither are the people in business or the captains of industry.
And we’re exposed to the celebrity culture, which is completely amoral, and tells people the only thing worth living for is fame, money, and pleasure. For that, the media have a lot to answer for.
Young people see this and think it is the norm. And because of the human rights agenda, which places an inordinate emphasis on the child’s wants many think it’s their right to have these consumer goods. It’s been normalized by the media and by the example of politicians and businessmen.
The current education system lacks moral authority. Teachers have been stripped of their moral authority. It’s very difficult for teachers to control unruly classes now, because they lack real sanctions can get in trouble for almost anything they do. It all goes back to the human rights lobby. There needs to be more emphasis on the child as a member of the community with certain duties and responsibilities.
If you were advising British leaders how to address this crisis of values, what would you tell them?
Well, I have been a member of some government committees for a number of years. How do you put society back together again in a way that it becomes a good society? This is going to be the most difficult part. There are so many issues to deal with.
For too long, people have thought that what they do in their private lives has no effect on the public consciousness, but clearly it does. But I would say that my advice to politicians would be that we need to have a serious look at schools and parents. For too long we sat on the fence and said little about the problems experienced by single mothers. The government needs to do something about parents — and I’m not talking about running courses for parents. We should not be celebrating the idea that men can have children with multiple partners without responsibility, and there is no social stigma attached to it. This is endemic in some communities.
I think English society has recognized that there is something really rotten at the heart of all of this. Young people have had the void inside them filled with consumerism and a desire for celebrity. Teachers have sought to construct a rationale for moral education without subscribing to any particular set of values — parents have done the same. It seems they find identifying with any set of values to be deeply problematic in a pluralist society. It seems we have entered a new moral Dark Age. The secularization process, and the loss of transcendent values that comes with it, is rampant in the UK, even in some parts of America. There is also a collapse of authority, and a collapse of the recognition of authority. Many of our young people have little in the way of a stake in society — they have few public amenities to stimulate them in the form of public libraries, community centers, youth clubs, or sporting facilities. I fear that most of America is only 20 to 30 years behind us. And I don’t believe we’ve seen the end of this. These young people have done it once, and I think they’ll do it again.
Snorri Óskarsson, 15.8.2011 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.