21.2.2012 | 18:30
Ríkið 666?
Tíminn er eins og vatnið. Vatnið fer eftir lögmálum náttúrunnar og fellur alltaf til sjávar, að lokum. Saga mannkynsins virðist einnig vera skráð og fellur alltaf í sama farveginn, "að lokum". Nú eiga Evrópubúar að kjósa sér sameiginlegan forseta. Hann á að verða höfuð eða andlit álfunnar. Barrosso var einnig að tala það út að Evrópa ætti að renna saman í enn meiri heild. Efnahagur álfunnar leyfði ekki svona sundurleit þing og reglur. Löndin þyrftu að láta af sjálfstæði til að Evrópa rísi upp sem sameinað afl, ríki þeirra sem mynda bandalagið. Þangað eru Íslendingar að sækja. Þessi hugsun fellur betur að vinstrimönnum en þeim hægrisinnuðu þar sem hægriöflin hafa byggt frekar á frumkvæði einstaklingsins og áræðis hins frjálsa framtaks en miðstýringu vinstri forræðishyggjunnar.
En það sem er forvitnilegt í þessu samhengi með ríki og mannkynssöguna er sagan í Daníelsbók Biblíunnar sem segir frá draum Nebúkadnesars konungs Babylóníu. Gyðingarnir voru hernumdir þangað 584 f.kr. og voru í herleiðingu í 70 ár. Sú herleiðing var árangur trúrofs gyðinga við Guð almáttugan, YHVH (jahve).
Nebúkadnesar lá í hvílu sinni og hugleiddi hvað verða mundi um ríki hans eftir hans dag. Þá nótt dreymdi hann draum þar sem hann sá mikið líkneski í mannsmynd. Höfuð þess var úr gulli og táknaði Babylóníuríkið. Hendur og brjóstkassi voru úr silfri. Tengist mjög vel við ríki Meda og Persa. Kviður og lendar voru úr eir. Það heimfærist uppá veldi Grikkja og tíma eftir Alexander mikla. Fæturnir voru sumpart úr járni og sumpart úr leir. Það getur fallið mjög vel að veldi Rómar sem varð aldrei sigrað heldur sofnaði og liðaðist i sundur. Það var eins og risi sem sofnaði. Margar tilraunir voru gerðar til að vekja þennan rista. Karl mikli (Karla Magnús) hóf endurreisn, þýska keisaraveldið - hið heilaga, Fasisminn og Nazisminn. Saga endurreisnarinnar er beisk og myrk.
Nú er runninn upp nýr tími þar sem ríki hefur risið upp af Rómarsáttmálanum sem grundvallaðist á Kola og járn samkomulaginu sem stofnað var til eftir seinna stríð. Þrún þessa ríkis hefur verið í nokkrum skrefum en þessi síðustu eru eftirtektarvverðust. Sameiginlegur gjaldmiðill, Evran og nú sameiginlegur þjóðhöfðingi.
Draumur Nebúkadnesar endaði þannig að að steinn losnaði og féll á fætur líkneskisins, braut fæturna, koparinn, silfrið og gullið.Vindurinn feykti smælkinu í burt svo þeirra sá engan stað en steinninn óx og náði yfir alla jörðina.
Auðvelt er að sjá að þessi draumur Nebúkadnesars teygir sig til okkar daga. Ríkið sem byggt er á leiri og járni (kolum og stáli) reis upp og er að fullmátast á okkar dögum. Höfðingi þessa ríkis gæti verið sá sem mun ætla sér Guðssætið í Musteri Gyðinga í Jerúsalem. Ekki er það enn risið en vert er að fylgjast með og sjá framvindu málsins. Þegar menn sjá svo ríkið fara að amast við málefnum gyðinganna þá skulu alir taka eftir að endurkoma Frelsarans er á næstu grösum.
Þjóðhöfðingi Evrópu verður guðlaus, trúlaus og siðlaus. Þess vegna kallar Biblían hann And-krist. Margir munu fagna honum sem lausnara og sameiningartákni (múslimar, gyðingar og sumir kristnir) en starfstími hans verður aðeins 7 ár og helming tímans 3 og hálft ár verður hann til friðs en seinni hlutann getur hann ekki flúið eðli sitt. Tortíming mun brjótast út og eyðing hans hlutskipti vegna þess að hann rís gegn Guði og hinum heilögu. Hann verður þroskaður avöxtur siðleysir og spillingar. Páll kallar hann "lögleysingjann" og Daníel greinir frá að hann muni koma á vængjum spillingarinnar. Þarf að efast um að tíminn er kominn?
Þetta er t.d gild ástæða til að segja nei við inngöngu í EB. Takið eftir því sem við "eigum að gera" til að "666" samþykki okkur. 1) Við eigum að þyggja 7% makrílkvóta, fisk sem er í okkar lögsögu og enginn á nema sá sem veiðir. Hafró getur alveg eins rannsakað og gefið út kvóta. Við verðum að varðveita sjálfstæði landsins og yfirráðarétt okkar yfir fiskimiðunum. vík burt Satan, var sagt áður fyrr en þyrfti jafnvel líka að standa Brüssel. 2). Fréttablaðið kynnir okkur reglur "666" um að fyrirbyggja kynþáttafordóma. a) að múslimar á Íslandi fái land og leyfi til að reisa moskur. b) ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar c) að í hegningarlög verði sett ákvæði um refsiþyngjandi dóma liggi kynþáttarfordómar að baki brotinu. Bent er á það í bókinni "Fórnarlambakúltúrinn" (höf. David Green, útg, Ugla) að tveir ungir menn voru myrtir í Englandi á árunum 2005 og 2006. Annað morðið var á læknastúdent og reyndist tilefnislaust. morðinginn náðist og fékk 15 ára fangelsi. Hitt morðið var að hommi var drepinn og þótti sannað að um hatursglæp hafi verið að ræða. Morðinginn náðist og sá fékk 28 ára fangelsi. Hvers vegna voru líf þessara ungu manna mis mikils virði? Hér komu Evrópureglurnar til skjalanna ("666") sem fara fram á "refsiþyngjandi" ákvæði. En kristnu sjónarmiðin eru eins og Biblían segir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, líf fyrir líf. Auðvita er rík ástæða til að taka mark á viðvörunarorðum Biblíunnar og gera Jesú að frelsara sínum, steininn sem losnaði án þess að mannshönd kæmi þar að og óx um alla jörð.
k.k.
Snorri
Íbúar Evrópu kjósi forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hélt einusinni að ég væri þessi lögleysingi og hef rætt við þó nokkra sem héldu að þeir væru hann líka. Svo hef ég heyrt að þetta sé hópur af mönnum en ekki einstaklingur.
Ertu sannfærður um að þessi maður verði höfuð Evrópu og verði sá sem Biblían kallar lögleysinginn?
Aron Arnórsson, 27.2.2012 kl. 12:02
Sæll Aron
Gaman að sjá frá þér. Trúlega verður þessi "maður" lögleysinginn eins og Jesús var Messías. Ég sé hann fyrir mér sem holdgerving hins illa því hann mun verða sá æðsti í Evrópu og vonarstjarna Ísraels, Messías. Gyðingar bíða eftir honum.
Hann verður því að vera gyðingur eða gyðingaættar. Annars taka gyðingarnir ekki við honum. Þeir bíða og við sjáum að peningakerfi heimsins þarf á lausn að halda. Aldrei fyrr hefur jafnmikið hrun orðið í peningakerfi veraldarinnar. Sagt er í Biblíunni að "Enginn geti keypt eða selt nema taka merki dýrsins".
Mundu bara eitt, þú ert ekki dýrið né lögleysinginn sá illi eða handbendi Satans. En þú gætir verið einn að þeim sem þjáist og ert kúgaður af Satan, ekki af því að þú sért svo vondur eða verri en aðrir, heldur vegna þess að eðli djöfulsins er kúgun, vanlíðan og þrautir. Jesús kom og græddi alla þá sem af djöflinum voru undirokaðir. Þessi kúgun eða undirokun verður tekin í burt við endurkomu Jesú Krists. Hann kemur sem vinur, lausnari og læknir inní tilveruna. Veri hann velkominn!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 27.2.2012 kl. 14:34
Langar að spyrja þig að einu svona opinberlega...
Afhverju er Jesú líkt við ljón og djöflinum líka og afhverju er Jesú líkt við höggorm og djöfullinn líka?
Einsog mose hóf upp höggorminn í eyðimörkinni þannig á Mannsonurinn að verða upphafinn milli himins og jarðar.
OG
Sigrað hefur LJÓNIÐ af juda ætthvísl.. etc...
Og "Óvinur yðar, Djöfullinn gengur um einsog öskrandi ljón"
Og hvað þýðir það að Jesú hafi orðið að bölvun fyrir oss?
Aron Arnórsson, 1.3.2012 kl. 20:10
Sæll Aron.
Ég veit ekki endilega af hverju málin eru sett svona fram, en auðvitað er hér líkingar og myndmál.
Ljonið er kallað konungur dýranna og eðlilegt þess vegna að konungur konunganna fái ljónið sem táknmynd. En konungur illskunnar, Satan, gengur um sem öskrandi ljón leitandi að þeim sem hann getur gleypt. Þannig er hið illa alltaf með þennan gleypugang og hrifsar til sín hvern sem er illa staddur.
En sigrað hefur ljónið að júda af því að Jesús steig niður til heljar og leysti sálirnar sem voru undir kúgun dauðans og ríki hans. Við það að leysa sálirnar fóru þær í paradís Guðs, himininn, og fengu betri von þegar þær heyrðu prédikun Jesú í ríi dauðans.
Jesú er líkt við höggorm eða höggormurinn fær á sig táknmynd frelsarans því að Guð lét Móse spá á myndrænan hátt um krossfestingu Jesú. Hann var gerður að bölvun okkar vegna. Bölvinin er táknuð með höggormi. Gyðingar báðu um Barabbas sem þýðir "sonur pabba" - hann sem var morðingi, glæpamaður, þjófur og illgjörðamaður. Hann var "sonur pabba" sem stelur slátrar og eyðileggur. En Jesú, sem þýðir frelsar og varðveitir far gjörður að synd okkar vegna.
Þetta er minn skilningur á þessu máli.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 1.3.2012 kl. 23:33
Matteusarguðspjall 10:16 Ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur. Það er greinilega ekki auðvelt að bera út boðskapinn, eins takmarkaðir og við erum.
Ég fylgist oft með ykkur á netinu og í sjónvarpinu,
og fræðist. jg
Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2012 kl. 00:50
þetta er alveg kengi magnað
ÁFRAM JESÚ!
hann lifir... svo sannarlega
Aron Arnórsson, 3.3.2012 kl. 09:05
Ég er ENN að vaxa í þekkingunni á þessu; Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf
Þarft ekki að birta þetta en mátt ef þér þóknast.
Aron Arnórsson, 3.3.2012 kl. 09:09
En hvenær kemur himnaríki? Væri frábært að hitta þig þar Snorri.
Aron Arnórsson, 3.3.2012 kl. 09:42
Ég held að lögleysinginn verði að hafa ÞVÍLÍKA þekkingu á orði Guðs. Annars getur hann ekki neitt.
Aron Arnórsson, 3.3.2012 kl. 10:04
Aron
Takk, Ég hlakka einnig til þess þegar Jesús kemur og við fáum að líta hann okkur til góðs. Hann mun koma sem dómari og enginn íþróttaleikur telst löglegur og gildur nema dómari sé á vellinum, þannig mun Jesús koma til að "dæma" heiminn og koma öllu í sátt við sig. Hann mun gera lækna og lögreglu atvinnulausa svo þau geta verið á fullum launum og bakað sig á sólarströnd því enginn verður sjúkur, enginn í lögbrotum og engin fangelsi notuð. Þar verður enginn fátækur og enginn að ræna lífeyrissjóði til að verða ríkur, hver og einn mun una glaður við sín kjör enda allir hafa nóg. Þetta er bara til að hlakka til.
k.kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 3.3.2012 kl. 10:11
alltaf með stafsetninguna á hreinu
Aron Arnórsson, 3.3.2012 kl. 11:50
Aron
Eða þá sá sem ekki vill lesa Biblíuna, hafnar henni sem Guðs Orði og tekur við ævintýrum jafnvel því að hann sjálfur sé GUÐ og fær aðra til að trúa því einnig.
Snorri Óskarsson, 3.3.2012 kl. 12:01
Það er alveg augljóst á öllu að við lifum á endatímum þessarar jarðar og endurkoma Jesú krist er í nánd. þar sem öll tákn þess eru kominn fram,
Mat 24:3-14
Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"
Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu.
Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
Það eina sem við getu til þess að komas í veg fyrir að láta leið okkur í villu er að læra að þekkja orð Guðs og tileinka sér það.´
Guð elskar alla menn sama hvað þeir eru, hvað þeir gera, og hann þráir að þeir komis til iðrunar og eignist frelsið í Jesú enginn hefur framið svo stóra synd að hann fái ekki fyrigefningu.
Jóh 3:16-17
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
2kor 5:19 Því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann tilreiknaði þeim ekki afbrot þeirra og fól oss að boða orð sáttargjörðarinnar.
Kristinn Ingi Jónsson, 5.3.2012 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.