15.2.2012 | 13:06
Úr Biblíu 21.aldar
Þessa kveðju fékk í áðan:
Ágæti bloggari.
Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú getir tengt bloggfærslur við fréttir á mbl.is.
Kveðja,
blog.is
Í ljósi þess að ekki má tengja frétti á mbl við bloggið þá er best að tengja bloggið við Biblíuna. Má vera að þá kvarti færri. En ég sagði ykkur einnig í blogginu frá 31.jan að líklega verða orð mín túlkuð sem hatursáróður sem svo sannarlega hefur komið fram bæði skólinn og mbl hafa vísað mér á dyr.
En skoðið þetta: Ég tek þennan texta úr "Speki Salómons, kafla 14 og spyr um leið. Á þessi 2000 ára gamli texti erindi inní umræðuna, tímann, kirkjuna, mbl., og bloggið? Dæmi hver fyrir sig, en Mbl. lýsti því yfir að þetta væri Biblía 21. aldar - kannski voru þeir ekki búnir að lesa bókina og ritskoða?
Afleiðing hjáguðadýrkunar.
v.22 "Ekki sat við það að þeir færu villir vegar um þekkinguna á Guði. Vanþekking þeirra leiddi af sér friðvana líferni en samt nefna þeir slíkt böl frið. Þegar þeir iðka barnamorð við helgihald og launhelgar eða halda tryllingslegar og annarlegar óhófsveislur, þá er hvorki líferni þeirra né hjúskapur framar óflekkaður. Hver myrðir annan með svikum og svívirðir hann með hjúskaparbroti.
Alls staðar veður uppi blóð og morð, þjófnaður og vélabrögð, spilling, sviksemi, róstur, meinsæri, áreitni við góða menn, vanþakklæti, saurgun sálna, kynvilla, hjónabandsriftingar, hórdómur og saurlífi. Dýrkun skurðgoða sem ekki eru nefnandi á nafn er upphaf alls ills, orsök og takmark."
Læt hér staðar numið með bæn um að Guð megi opna augu stórnenda Mbl. Íslendinga og presta sem vígðir eru til að boða mönnum allt Guðs ráð. Hjáguðadýrkunin og skurðgoðin skemma manninn.
k.k.
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snorri ég sendi þér hér eitt jákvætt komment.
Ég er þess fullviss að þú fáir að ganga aftur í starfið þitt í haust. Allt annað væri rangt. Að víkja þér frá störfum voru mistök alla vega í svona langan tíma, sumir segja ofbeldi, niðurlækkun og valdníðsla. Guð blessun og megi viska Guðs vera með þér. Bænir til þín og fjölskyldu þinnar.
Kær kveðja,
Bjarki.
Bjarki Tryggvason, 15.2.2012 kl. 15:36
Svona aðgerð er hálffasísk af hálfu Mogga Snorri, og sérkennileg í ljósi þess að núverandi ritstjóri blaðsins var svældur út úr starfi sínu hjá Seðlabanka, að ósekju, með ekki ósvipaðri aðferð, af hálfu ríkisstjórnar. Kannski þarftu að fara að búa þig undir að fá ekki afgreiðslu út í búð, meinað að fara í sund og strætóbílstjórinn vill ekki opna vagninn fyrir þér. Svo kannski vill Flugfélag Íslands ekki selja þér flugmiða, viljirðu fara suður. Af einhverjum ástæðum virðist samkynhneigðin hafa ríkari lagavernd en trúin. Þetta mál þitt mun verða prófsteinn á frjálst, opið og umburðarlynt lýðræðisríki, þar sem regluverkið er að koma gróflega aftan að tjáningarfrelsinu.
Hvers vegna fela hetjur lýðræðisins sig núna kyrfilega inní skápum og skúffum pólitíska rétttrúnaðarins og þora ekki að stíga fram til varnar tjáningarfrelsinu, sem fékkst alls ekki baráttulaust?
Gústaf Níelsson, 15.2.2012 kl. 15:46
Sæll Snorri,
Í dag var lokað fyrir fréttatengingar við bloggið snorribetel í kjölfar fjölda kvartana sem bárust vegna skrifa þinna á bloggið. Um tímabundna varúðarráðstöfun var að ræða á meðan málið var tekið til nánari skoðunar. Niðurstaða liggur nú fyrir og hefur bloggið aftur verið opnað fyrir fréttatengingarnar.
Með kveðju,
Soffía - blog.is
Málin farin að lagast.
kærar þakkir
Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 20:06
Þetta er merkilegt mál og ekki séð fyrir endann á því hvernig löggjafinn hefur lögleitt ákv. flöt á umræðunni svo vissir hlutar Biblíunnar eru orðnir ólöglegir. Er þetta trúfrelsi? Síðan getum við rætt mál- og tjáningarfrelsið líka.
Ragnar Kristján Gestsson, 15.2.2012 kl. 21:11
Er ekki þetta bara allt í lagi Snorri? Ég hef fengið nokkrar svona viðvaranir og MBL.is hafði hárrétt fyrir sér í hvert skipti. það voru þeirra reglur sem ég braut og þá lagar maður þér bara. Sú síðasta er tengd þér Snorri. Þú ert sjálfur með miklu strangari reglur enn MBL.is og þeir ráða nákvæmlega hvaða reglur eru settar. Samt gott að þeir löguðu þetta. Oppnaðu nú fyrir ritstjórninna þína líka og taktu MBL.is til fyrirmyndar
.... ef orð eru blóm þá þá mundu að "fallegustu blómin vaxa í skít" eins og þú veist .... ;) (Tilvitnun úr minni einkabiblíu. Hilla 2, 4:fjórða bók til hægri í ganginum)
Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 21:20
Vonandi að Akureyrarbær eigi Biblíu. Hún er til á bókasafni Brekkuskóla.
Snorri Óskarsson, 15.2.2012 kl. 21:39
Blessaður Snorri - Jæja - svo Soffía metur bloggin þín ekki skaðleg fyrir Moggann - hvaða leiksýning er þetta hjá henni - eða á þetta að vera viðvörun til þín.
Það færi ekki vel á prenti ef Mogginn lokaði blogginu þínu.
Fólki gæti dottið til hugar að taka sig saman og hætta að kaupa Moggann!
Það eru ekki þeir sem kaupa Moggann sem taka sig saman og kvarta yfir blogginu þínu.
Kær kveðja.
Benedikta E, 15.2.2012 kl. 23:41
Jæja.Kanski hafa fleiri verið að huga að því að segja upp mogganum en ég.
Sigurgeir Jónsson, 16.2.2012 kl. 00:21
Snorri, ég hef samúð með þér vegna þess sem þú gengur nú í gegnum, starfsmissi fyrir að hafa aðrar skoðanir á lífinu en yfirmenn þínir. Ég hef ekki alltaf verið sammála þér, en þar sem ég hef alltaf verið trúhneigður sjálfur og þekki bróður þinn Þorstein vel og ber mikla virðingu fyrir honum, er leitt að horfa upp á þetta.
Ég skil samt ekki hvernig þessi dramatíski texti úr apókrýfu bókunum tengist þínu máli. Hann er ekki úr Biblíunni. Ég er alls ekki á því að siðferðisástand almennt hér á landi sé eins og það ætti að vera, en mér finnst þú skjóta yfir markið með þessu.
Annars held ég að þú fáir ekki færri kvartanir með því að vitna frekar í Biblíuna, en fréttir mbl.is.
Að lokum, er það rétt sem maður heyrir að þú lokir fyrir athugasemdir þeirra sem eru þér ósammála, rétt eins og blog.is var að loka á þig?
Að gefnu tilefni tek ég fram að ég hef tekið afrit af þessari athugasemd og mun birta hana á mínu eigin bloggi eða annarsstaðar, birtist hún ekki hér innan eðlilegs tíma. Verði hún ekki birt, staðfestir það grun minn!
Theódór Norðkvist, 16.2.2012 kl. 05:41
Teodor
Ef athugasemd fjallar aðeins um vankanta mína með gífuryrðum og ókurteisi þá sleppi ég að birta hana - aðallega viðkomandi til bjargar. Það hjálpar engum að vera með ókurteisi á blogginu. Næsta, ef menn svara undir dulnefni þá birti ég það ekki. Ég vil að menn kannist við skoðanir sínar. Sumir hafa reynt að senda sömu athugasemdina ítrekað en ég birti hana aðeins einu sinni. Þú getur farið yfir birtar athugasemdir sem hafa birst og séð sjálfur hvort allir eru mér sammála!
k.k.
Snorri
Snorri Óskarsson, 16.2.2012 kl. 08:59
Þetta er algjör snilld hjá þér Snorri. Þetta er reyndar ekkert nýtt og velþekkt í kommúnistalöndum eins og Svíþjóð. Ég hætti að blogga í Svíþjóð útaf þessari ritstjórn stjórnenda blaðanna og reyndar fullt af fólki. Svo hefur fólk verið handtekið í nokkrum löndum vegna bloggs, einn rússneskur bloggari var myrtur af lögreglunni og það á að hengja stúdent í Íran fyrir að hæðast að Guði....
Þessi skoðun þín Snorri, með "að bjarga fólki" frá hneisu gýfuryrða og dónaskaps, er ekki sérstaklega trúverðug. Það er frekar hræðsla við álit annara sem stjórnar ritskoðuninni.
Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 09:47
Sæll Óskar vinur minn.
Nú lifum við líka í Kommúnistaríkinu Íslandi. Megi almáttugur Guð bjarga okkur úr klóm kommúnista.
Mikið er ég þakklát fyrir hvað þú ert orðinn grandvar. Úff ég man eftir ófáum bréfum sem ég sendi þér á bak við tjöldin en ég sé að ég hef náð árangri.
Mér blöskrar ýmislegt sem er skrifað á bloggið og fékk ég fullt af ljótum orðum fyrir skoðanir mínar. Samt reyndi ég eftir bestu getu að koma vel fram og heiðarlega.
Ég las á mbl.is um predikara í Svíþjóð sem var stungið í fangelsi fyrir trúarskoðanir sínar. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2005/02/11/presturinn_ekki_grofari_en_biblian/
Guð blessi þig Óskar minn og skilaðu kveðju til konunnar.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2012 kl. 18:27
Snorri ég stend með málfrelsinu í blíðu og stríðu/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 17.2.2012 kl. 18:34
Sæl Rósa! Ég missti af þessu innleggi þínu. Þessi prestur var dæmdur í undirrétti í einn mánuð fyrir árás á minnihlutahóp enn hærri réttur leit þannig á að hann endurtæki aðeins það sem er í biblíunni. Ég veit að þú ert alveg heiðarleg í þínum skrifum og hefur alltaf verið. Það er varla hægt að bera saman ástandið í trúmálum hér og á Íslandi.
Öfgarnar hérna eru hroðalegar og það ræðst ekkert við neitt. Hér beita menn vopnum á hvorn annan og nota síðan trúarbrögð til að verja ódæðin. Feður sem drepa dætur sýnar fyrir syndir. Og þeim er tekið eins og hetjum í sömu öfgahópunum. Mér lýst satt að segja ekkert á trúfrelsi stundum Rósa. Misnotkun á trúarbrögðum er orðið alvarlega tengt götuofbeldi...
Éh skila kveðjunni að sjálfsögðu ;)
Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.