Hverjum var þetta ekki ljóst?

Þarf að segja meira.....? Trúlega hefði ég verið talinn þröngsýnn, ofsatrúaður og fordómafullur að halda þessu fram sem birtist í þessari grein. En þessar upplýsingar mega vera öllum góðum kennurum og foreldrum veganesti til að leiða unglingana inní betra mannlíf því kynlíf er ekkert leikfang heldur mikil alvara! Það er allavega kristið lífsviðhorf.
k.kv.
Snorri
mbl.is Kynlífsatriði umturna unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er enn ekki ljóst. Ég sé nefnilega ákveðna villu í hugsuninni hjá þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.7.2012 kl. 22:30

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ásgrímur

Voru menn of snöggir að dragaályktunina og komast að niðurstöðunni? Fornar heimildir t.d. grískar benda nefnilega til hins sama að menn hrapa snemma í lauslætið ef ekki er góð umgjörð um ungmennið.

Snorri Óskarsson, 19.7.2012 kl. 23:17

3 Smámynd: Aron Arnórsson

Ég hef horft á klám og fengið flashback úr myndinni þegar ég var að reyna sofna. Þetta er ekkert grín, alveg rétt hjá Snorra.

Aron Arnórsson, 20.7.2012 kl. 15:35

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Voru hinir fornu súmerar ekki bara uppvísir að sömu rökvillunni? Ég meina, ekki hef ég séð að mannkyn hafi neitt breyst síðastliðin 5000 ár.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.7.2012 kl. 19:34

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf hugarfars og siðferðis-breytingu hjá öllum sálum, trúarbrögðum og ekki síst heimsstjórnendum.

Friðar og kærleikshugsunina skortir í öllu heims-samfélags-kerfinu. Þess vegna fá stríð að viðgangast í heimskerfinu. Börn og unglingar eru ávalt fyrstu fórnarlömb þessarar heimsmafíu-trúar-stjórnarbrenglunar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2012 kl. 21:07

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Anna

Gæti verið að hættan væri vegna þess hvernig maðurinn er "innréttaður"; Biblían segir að frá hjarta mannsins komi illar hugsanir, morð hórdómur, saurlífi...o.s.frv!

Ásgrímur

Hafa menn ekki ævinlega reynt að komast hjá því að standa skil á kenndum sínum og afsaka sínar vondu, óstjórnlegu hvatir?

Snorri Óskarsson, 21.7.2012 kl. 23:52

7 Smámynd: Aron Arnórsson

Það er alveg merkilegt að þegar ég ætla að koma með athugasemd inná blogg Snorra að þá slökknar á mér. Ég ætla mér að koma með alveg úthugsaða athugasemd í Heilögum Anda en Andi Guðs leyfir það ekki. Hversu máttugur er hann?

Páll blessaður segir að "Enginn skal geta miklast af því"... möo það er allt í Jesú Drottni vorum. Það er svo ómetanlegt að skapari okkar gekk um á okkar blessuðu plánetu.

Aron Arnórsson, 29.7.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband