Jörðin var auð og tóm!

Samkvæmt sköpunarsögu Biblíunnar var jörðin líka auð og tóm, dauð og lífvana. Það er líka okkar nánasta umhverfi, frá tunglinu , Venus og Merkúrí . Ef við höldum út í geiminn frá okkur þá kemur Mars einnig fram sem auður og tómur. Ég hlakka til að sjá stærð sólarinnar frá Mars. Hér er sólin 1°á himninum en þar er hún fjórðungur úr gráðu svo sólarorkan er of lítil til að viðhalda lífi.
En mesta undrið í tilveru okkar er einmitt lífið. Skv. efnafræðilögmálunum þá leitast öll efni við að fara í sem mesta óreiðu og minnsta orkuástand. Jafnvægi náttúrunnar er því niðurbrot efna. Þess vegna eru til geislavirk efni með stóra kjarna og margar rafeindir en þau atóm eru að losa sig við of hátt orkuástand.
En svo kemur lífið þvert á þessi náttúrulögmál. Allt líf setur efni í orkufrekt ástand og stórar efnasameindir. Lífið þarf mikla orku og því má segja að það er í andstöðu við efnafræðilögmálin.
Biblían segir að lífið hafi verið kveikt af lifandi Guði með orðum hans og andblæstri. Menn vilja e.t.v. halda fram sjálfkviknun lífs sem aftur á móti lögmál efnafræðinnar styðja ekki.
Mars sýnir okkur hversu erfitt er að halda fram sjálfkviknun lífs og þróun þess þegar ekkert er um að vera.
Nú er lag að endurmeta skoðun manna hvort enginn Guð hafi komið nálægt því að breyta auðninni í aldingarð eða tóminu í lífvænlegt umhverfi.
k.Kv
Snorri í Betel
mbl.is Svona lítur yfirborðið á Mars út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi ævinlega. Þú ritar: "Samkvæmt sköpunarsögu Biblíunnar var jörðin líka auð og tóm, dauð og lífvana." En jörðin var alls ekki "auð og tóm, dauð og lífvana"! Í árdaga lífs á jörðu voru öll skilyrði til staðar, líffræðilega, fyrir myndun lífs.

Í þessu sambandi vil ég góðfúslega minna þig á gosið í Surtsey og þau undur lífsins sem þar hafa átt sér stað.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 10:36

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Píramídarnir voru/eru hýbýli sannleikans og alvöru almættisins.

Einhverjir misvandaðir menn hafa rænt þessum sannleika frá almenningi í heiminum, og búið til svikaflækjur í kringum þann sannleika til misnotkunar í eiginhagsmuna-skyni. Misnotkun og svik, sem þeir komast ekki út úr. Þeir töldu sig geta frí-múrað sig og sína trúarbragða-þræla frá raunveruleikanum.

Misvitrir og óvandaðir valda-drottnandi trúleysingjar bjuggu til trúarbrögð, til illra verka í heiminum! Þeir eru siðblindir og samviskulausir.

Ég hef aldrei lesið Biblíuna, og ég er í dag mjög þakklát fyrir það. Þakklát vegna þess, að ég er svo lánsöm að vera trúuð án þessara trúarbragða-leiðbeiningar-rita heimsins.

Það er bara til einn ekta guð fyrir hverja sál, og það er guðinn sem hver og einn hefur í sínu hjarta og hugarfari. Alheimsgóða orkan, sem enginn hefur útskýrt opinberlega hvernig virkar, nærir svo þennan sálarneista hvers og eins, sem sumir kalla Guð, en er bara orka.

Innsæi, skynjun og tenging við góðu alheimsorkuna, er hin eina raunverulega góða lífstrú. Svikul trúarbrögð heimsins hafa orðið til þess, að fólk hefur orðið fráhverft trú, og þar með sinni einu raunverulegu sálarnæringar-alheimsorku-trú.

Raunveruleg trú hefur ekkert með peninga eða völd að gera, og þarf ekki kirkjur né önnur hýbýli, eins og trúarbragða-trúin falska ætlast til.

Græðgi og grimmd mannskepnunnar bjó til trúarbrögð, til að drottna yfir náunganum, græða á honum og tryggja sér völd.

Afleiðingarnar eru endalaus stríð, hörmungar og óréttlæti. Allt í skjóli trúarbragðanna svikulu.

Yoga færir okkur nær raunverulegu alheimsgóðu orkunni, en öll trúarbrögð og öll trúarbragða-hýbýli veraldarinnar.

Það er svo mikill sannleikur sem hefur verið falinn fyrir almenningi heimsins. Þar á meðal bendir ýmislegt til að þessir frí-múruðu trúarbragða-stjórnendur heimsins viti miklu meira um Mars-búa, en almenningi er sagt.

Það mun koma í ljós hvernig allt er í raun, en ekki með aðstoð trúar-bragða-frí-múrara heimsins. Svo mikið er víst!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.8.2012 kl. 12:07

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Snorri og þakka þér fyrir þessa áhugaverðu færslu.

Ætli að það fari ekki að þrengja að efasemda fólkinu?

Kveðja af sjónum undan vesturströnd Spánar, Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 14.8.2012 kl. 19:54

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Hilmar

Má ekki ætla að Surtsey í lifandi veröld verði numin af lífandi plöntum, gerlum og dýrum? Varla er von á því á plánetunni Mars?

Snorri Óskarsson, 15.8.2012 kl. 00:06

5 identicon

Sæll aftur félagi.

Lífið er sterkara en dauðinn vinur. Talandi um Mars er athyglisvert að skoða köngulærnar nánar. Köngulær eru í raun og sann "Marsbúar", þ.e. þær eru u.þ.b. einu lífverurnar á jörðinni sem þola að berast út úr gufuhvolfinu, út í himingeiminn og þess vegna til Mars - og til baka aftur! Þær bíða rólegar, ásamt öðrum skordýrum, eftir að yfirtaka jörðina þegar maðurinn - í fávisku sinni - hefur tortímt kynstofninum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 01:00

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hilmar

Talandi um köngulær. Ég varð vitni að því í gær að tvær voru saman í mökun. Þá bar að þriðju köngulóna og upphófst þá mikið at. Sennilega flúði frúin á braut en hinar eltust nokkuð lengi unz þær hurfu mér sjónum inní grasbala við gangstéttina. Ég hef aldrei orðið fyrr vitni að "troiyka" eins og rússar kalla það!

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 15.8.2012 kl. 09:19

7 Smámynd: Aron Arnórsson

Hvor er Undraráðgjafi og Guðhetja, Páll eða Jesús? :)

Aron Arnórsson, 20.8.2012 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband