10.10.2012 | 16:37
Enginn Guð?
Albert blessaður, frægur fyrir hugvit og lögmál. Hann upplifði á sínu fólki hvernig "barnalegar" sögur Biblíunnar og samansafnið að undarlegum spádómum um gyðingana rættust á hans dögum.
Vitað er að einn spádómurinn fjallaði um að Guð mundi "opna grafir þeirra og flytja þá inní Ísraelsland" (Esek.37: 12) og honum boðið að verða fyrsti forseti þess ríkis; og hann sá ekki hönd Guðs?
Þegar hann fæddist þá töluðu engir gyðingur saman á hebresku. Seinna á ævi hans var Hebreska málið endurvakið og gert að ríkismáli Ísraels. Þannig rættist spádómur (Sef.3:9) úr "Samansafni barnalegu sagna Biblíunnar! Og hann sá ekki Guð?
Svo lesum við vangaveltur hans um lífið og tilveruna, jafnvel hvað tekur við eftir dauðann og teljum að hann Albert hafi komist að niðurstöðu. Trúlega var afstaða hans ekki honum sjálfum ljós því efasemdir manna segja meira um manninn sjálfan heldur en hvort Guð sé til. Við nefnilega ráðum engu hvort Guð sé til en við ættum að geta séð spor hans og fingraför á tilverunni. Ísraelsríkið er einmitt gleggsta sönnun þess að Guð sé til og hann standi að baki þessum fornu barnalegu sögum og spádómum sem enn ráða för heimsmálanna. Þó svo að Albert hafi efast og ríkisstjórn Ísland krefjist brottnáms verndarmúranna í Ísrael þá má alveg vera ljóst þeim sem kynna sér málin að öll málefni Mið-Austurlanda fara ekki í neitt friðarferli. Þar mun ófriðarbálið magnast og enda með stórstyrjöld á Ísraelsfjöllum. Það er einmitt skv. "barnalegu goðsögunum" og jafnvel þó að enginn Guð sé til?
Þetta er líkt og með dauðann við sjáum hann ekki en afleiðingar hans, verk og eðli fara ekki framhjá neinum. Af því má ráða að hann hefur mikið afl - ótrúlega mikið afl. En hann er samt ekki alvaldur.
Munurinn á trú og vísindum er sá að vísindin fjalla um nútíð og fortíð en trúin fjallar um nútíð og framtíð. Ef vísindi og trú haldast hönd í hönd þá opna þau augu manna svo blessun færist yfir . Þegar Guði er ýtt út þá kemur trú/lífsmáti yfir sem leiðir af sér dauða, tortímingu, rangan lífsmáta og rangnefnd þekking mun brennimerkja sálir manna með illsku og tjóni.
Þegar "Faðir trúarinnar", Jesús Kristur var í brúðkaupi og vínið þraut þá bauð hann mönnum að setja vatn í kerin og síðan að bergja af. Þá kom í ljós og vatnið var orðið að víni sem vísindalega var algerlega ómögulegt! En það gerðist samt. Höfum við nokkuð efni á að sleppa trúnni á þennan meistara, gyðinginn sem breytti vatni í vín og leyfa gyðingnum Albert Einstein að njóta "vafans" þó klár kall hafi verið- en hann var ekki Guð!
k.kv.
snorri í betel
Dýr afneitun Einsteins á Guði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 242250
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hönd mín hefir gjört allt þetta og þannig er það allt til orðið segir Drottinn. Þeir sem ég lít til, eru hinir þjáðu og þeir er hafa sundurmarinn anda og skjálfa fyrir orði mínu.
Jesaja 66:2
Aron Arnórsson, 15.10.2012 kl. 13:51
Þetta er ekki Jes 66:2 einsog það leggur sig... mér fannst bara seinni hlutinn passa við
Aron Arnórsson, 15.10.2012 kl. 22:30
Nákvæmlega, maðurinn í stærlæti sínu fyrirferst vegna hroka hjartans. Auðmjúkum veitir hann náð en dramblátum stendur hann í gegn. Varðveitum okkur auðmjúk.
Snorri Óskarsson, 15.10.2012 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.