15.12.2012 | 17:03
Hver biður ekki um hjálp?
Hvaða hörmungar þjóðfélag er að birtast í fréttunum? Bandaríkin sem var lengi vel fyrirmynd flestra þjóðfélaga fyrir frelsi, tækifæri og velmegun er að birtast sem skrímslavætt samfélag þar sem hver og einn getur útvegað sér skotvopn eða jafnvel hríðskotabyssur að vild. Meðan flest ríki hafa sögu af nokkrum morðum með skammbyssum þá eiga Bandaríkjamenn metið. Flest þjóðfélög hafa sett lög á um takmarkaðan aðgang að skammbyssum og við segjum: "af því að þær eru svo hættulegar". Þær eru nefnilega aðeins hættulegar í höndum hættulegra manna. Það er nefnilega hugarfar okkar sem ræður hvernig við beitum vopnum og á hvað. Mér finnst eðlilegt að bandaríkjamenn fari að skoða hverskonar hugarheimur ríkir á meðal þeirra. Svæsnustu drápsmyndir eru framleiddar í Hollywood og tekjur Bandaríkjanna af drápsmyndum eru ógnvænlegar. Á þessar myndir horfum við og þær sýna okkur ógnir með morðum og pyntingum á konum, börnum, góðum, saklausum , löghlýðnum sem vammlausum. Hið illa fær mikið rými í afþreyingu okkar. Hefur það áhrif?
Í skólum Bandaríkjanna tíðkaðist um langt skeið að hefja starfsdaginn með söng, bæn og Biblíusögum. Svo var það lagt af í flestum skólum en Hollywood hélt sínu "frelsi" til að starfa og móta á ógnvekjandi máta.
Við erum búin að ala kynslóðir upp við það viðhorf að fóstrið í móðurlífi sé ekki maður heldur megi eyða því ef móðurinni líst svo. Mannslífið og sérstaklega líf barnsins er sett í "ruslflokk"!
Í opinberum stofnunum fjarlægðu menn krossa og boðorðin 10 í nafni hlutleysis. En Hollywood hélt áfram sinni framleiðslu og við á Íslandi kaupum hana án þess að blikna.
Obama lýsti því yfir um daginn að Bandaríkin væru ekki lengur "kristið ríki" heldur skyldu öll trúarbrögð jafnrétthá. Engin ein trúarbrögð fá að vera mótandi afl meðal barnanna en Hollywood framleiðri enn ógnar og ofbeldismyndir án afskipta trúarbragðanna. Svo þegar svona hræðilegir atburðir gerast þá er spurt: "Hvar er Guð"? Af hverju greip hann ekki inní?
Þegar menn hafa leyft sér að sá ógnunum og ofbeldi þá kemur að uppskerunni. Alltaf haustar að þegar uppskeran er tekin inn og sett í hús. Vonandi líkar mönnum ekki þessi skelfilega uppskera og þá er aðeins eitt að gjöra: "Að sá góða sæðinu í hjörtu mannanna!"
Við teljum "hjónaband" þar sem börn geta ekki orðið til jafnrétthátt hjónabandi milli karls og konu þar sem börn fæðast og alast upp með mömmu og pabba! Skyldi þetta hafa eyðileggjandi áhrif á gildi hjónabandsins og tilurð barna?
Þegar Rimaskóli ætlaði í kirkjuheimsókn þá var farið framá að engin bæn yrði beðin í kirkjunni. Illu heilli fór presturinn eftir þessari mjög svo heimsku bæn skólayfirvalda. Prestar eiga að hafa vit á því að gera kirkjuna að bænahúsi og leggja sitt af mörkum að hið illa nái síður tökum á hugarfari barnanna. Því einu sinni var morðinginn í Connecticut saklaust barn en vond sáning bar ávöxt sem kostaði 27 mannslíf!
En Biblían leiðréttir mengað hugarfar mannsins með þessum orðum: "Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran."
Er það okkur í haga að taka Jesú frá börnunum? Líf þeirra liggur við!
k.kv.
Snorri í Betel
Þröngvaði sér inn í skólann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 242246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar búið er að banna Guð í skólum landsins, og börnunum er kennt að þau séu bara dýr, þá er ekkert skrítið að þau hegði sér eins og dýr. Hér sannast enn einu sinni að það er ekki þjóðfélaginu í hag að "taka Jesú frá börnunum", eins og þú orðar það.
Kristinn Eysteinsson, 15.12.2012 kl. 18:54
Snorri,ekkert af þessu sem þú telur upp kemur þessu morðmáli við.Þessi drengur var með geðsjúkdóm og þú læknar ekki þann sjúkdóm með "réttu uppeldi".Þessi vopnalöggjöf er fyrir neðan allar hellur og Obama gerir örugglega sitt til að herða hana.Þrátt fyrir að Bandaríkin séu, eins og þú segir,fyrirmynd margra eru þó margir,þar á meðal ég,sem finnst lítið til um viðhorf þeirra gagnvart geðsjúkdómum.Geðsjúkir afbrotamenn eru gjarnan settir í fangelsi og teknir af lífi í stað þess að setja þá á réttargeðdeild eins og tíðkast hér og í löndunum umhverfis.Þessi ógæfusami drengur hefði að öllum líkindum fengið rétta greiningu og settur á viðhlítandi stofnun ef hann hefði alist upp hér á landi og að sjálfsögðu ekki fengið skotvopn í hendurnar.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.12.2012 kl. 19:35
Kristinn, takk fyrir þetta.
Jósef ég skil þetta sjónarmið þitt en....Breivik afsannar þessa góðu sýn þína á það sem Skandinavarnir hafa framyfir Ameríku. Ströng vopnalöggjöf leysa ekki grimmdina og hatrið af hólmi. Ég er hræddur um að þetta viðhorf sem komið er inn til þeirra ungu að enginn Guð sé til, við erum aðeins ein dýrategundin í viðbót og barnið er ekki orðið "maður"!
Snorri Óskarsson, 15.12.2012 kl. 22:26
Breivik sannar ekki neitt Snorri.Hann er einstakt tilfelli og eiginlega stór spurning hvort það hefði ekki átt að setja hann á réttargeðdeild.Vopnalöggjöfin á norðurlöndum er miklu strangari en í bandaríkjunum þar sem hún er algjör hörmung.Ég er ekki heldur að segja að vopnalöggjöf leysi neina grimmd eða hatur af hólmi.En hún hamlar.Grimmdin og hatrið býr innra með manninum eins og reyndar öllum dýrum(að sjálfsögðu erum við dýrategund,hvernig dettur þér í hug að við séum eitthvað annað).En fólk getur líka verið veikt á geði og það mjög alvarlega.Þessi drengur var með Asberger á háu stigi sem lýsir sér í tilfinningaleysi gagnvart öðrum.Bandaríkin þurfa að taka sig á varðandi geðsjúkdóma og fleira og ég held að þetta sé aðeins að breytast.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.12.2012 kl. 12:28
Jósef
Þetta er meðal annars málið. Ströng vopnalöggjöf leysir ekki vandann. Lin vopnalöggjöf leysir heldur ekki vandann. 86% heimila í Bandaríkjunum er vopnað en enginn gat stöðvað þennan hrylling. Sagt er í fréttum að hann hafi á 2 mín drepið þessa 27 aðila. Þegar lögreglan kom á staðinn skaut hún ekki einu skoti því allt var um garð gengið. Nú er verið að segja að þessi drengur hafi verið ljúfur og dagfarsprúður. Svona orð fór líka af Breivik áður en ósköpin dundu yfir. Þá er næst að spyrja: Hvað kom þessum mönnum að hugsa og framkvæma slík illvirki?
Við erum ekki dýrategund! Við erum greinilega æðri dýrum. Við höfum vit á að greina mun á góðu og illu en dýr hafa það ekki.
Asberger er ekki ávísun uppá geðveiki né illvirki. Ég hef kennt börnum með Asberger og þau þurfa aðeins aðra stjórnun og skrifleg skilaboð. Þau eru mjög háð því að allt sé skipulagt og í röð og reglu. Fæst morða og illvirkja eru framkvæmd af Asberger heilkennis börnum.
Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki að taka á geðsjúkdómum en líkt og hér eru brotalamir, vissulega.
Snorri Óskarsson, 16.12.2012 kl. 13:56
Snorri,ég held að þú ættir að hætta að kenna börnum og gera eitthvað annað.Hugmyndir þínar í bæði náttúrufræði og eins öðrum málum eru aldagamlar.Asperger er ekki ávísun á geðveiki.þetta er geðsjúkdómur.Engin tengsl eru á milli ofbeldis og Asperges en lítil tilfinningatengsl valda því að litlar hömlur eru til staðar.Adam hefur sennilega orðið fyrir eins konar konar áreiti,líklega einelti sem hafa leitt hann út í verknaðinn.Ég þekki Asperger sjúkdóminn vegna þess að strákurinn minn er með hann(vægt einkenni).Geðveiki og illvirki er ekki sami hluturinn.Illvirkjanir eru ekki allir geðveikir,þeir geta lika stjórnast af uppsafnaðri reiði,samsamað sig vondri hugmyndafræði úr stjórnmálum eða trúarbrögðum og margir eru einfaldlega illmenni sem láta peninga og völd stjórna sér.Og það eru ekki allir geðsjúkir illmenni.Í þeim tilfellum er um að ræða efnafræðilega röskun í heilahveli,röskun á tilfinningalífi og veruleikafirrð.Þú getur nú alls ekki neitað því að þegar allir geta keypt byssur er meiri hætta á misbeitingu.Myndir þú kenna syni þínum að meðhöndla skotvopn vitandi það að hann er veikur.Held ekki.Við erum æðsta dýrategundin Snorri.Annað er bara bull og eins það að dýr geti ekki gert greinarmun á góðu og illu.En Breivik og Adam skorti svolítið á það,samt voru þetta menn.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.12.2012 kl. 18:28
Snorri: Er boðskapur guðs þíns virkilega svo aumur að það þurfi að margtyggja hann ofan í litlu börnin til þess að hann bíti? Fæðast börnin sem sagt það trúlaus að hugmyndin um guð flökrar ekki að þeim nema þau séu einarðlega mötuð á honum í leik- og grunnskólum? Ég er reyndar á þessari skoðun sjálfur og áhugavert að sjá að þú skulir vera á sömu línu, en gaman væri samt að fá þitt svar við spurningunni.
En er það ekki fyrst og fremst nöturlegt að þú skulir stökkva á þetta sorglega mál til þess að 'selja' guð þinn? Þú verður bersýnilega var við mikinn samdrátt í spurn eftir honum og virðist því nota öll þau trix sem standa þér til boða, óháð því hversu ósmekkleg þau eru. Þetta krampakennda og ljóta útspil þitt er þér til minnkunar. Það er þó algjörlega til marks um hvernig lélegur málstaður þinn er, réttilega, á undanhaldi!
Óli Jón, 17.12.2012 kl. 02:09
Í þessu máli virðist mér móðir Adams Lanza hafa sýnt vítavert kæruleysi í meðferð sinni á skotvopnum. Hún, Nancy Lanza, hefur nú síðustu misserin verið að sanka að sér vopnum og síðast þessum hálfsjálvirka riffli. Á meðan nágranni hennar var að hjálpa henni við að setja upp jólaseríur utan á húsið notaði hún orðin "skotmark" og "skjóta", sem kom nágranna hennar undarlega fyrir sjónir. Hún sýndi honum líka nýjasta vopnið sitt, þennan hálfsjálfvirka riffil, sem sonur hennar notaði svo til eingöngu við morðin.
Fyrir móður á sextugsaldri hefur vissulega verið erfitt og snúið að búa með tvítugum dreng með einhverfu, geðhvarfasýki, geðklofa eða hvað svo sem hrjáð hefur hann, eins og önnur móðir lýsir hér í blaðavitali. Í okkar löggjöf varðandi meðferð á skotvopnum, er gert ráð fyrir að skotum og skotvopnum sé haldið aðskildum í vel læstum öryggisskápum, þar sem enginn nema sá sem skráður er fyrir vopnunum kemst í þau. Drengurinn hefur kannski notfært sér kæruleysi móður sinnar eða einfaldlega komist að því hvernig hann gat komist í læstar hirslur hennar, ef þær hafa þá verið fyrir hendi. Strangari löggjöf um meðferð og vörslu skotvopna gæti því gagnast eftir að mínu mati. Ég þekki dæmi þess að skammbyssur liggja bara á glámbekk í húsi skiptinema frá Íslandi, þar sem prestur býr og elur upp unglinga frá nokkrum löndum eftir kristnum gildum. Myndum við telja þetta ábyrga uppeldisaðferð prests hér á landi? Hér er eitthvað meira en lítið að, tel ég í það minnsta.
Snorri, ef ég skil þig rétt, þá telur þú að ein ástæðan fyrir þessum auknu morðum sé sú að Bandaríkin séu ekki lengur "kristin ríki". Það má kannski til sanns vegar færa að einhverju leyti, t.d. að siðferði barna og unglinga sé með frjálslegra móti en áður fyrr og að fólk almennt lifi eftir eigin geðþótta og hafi af þeim sökum ekkert siðferðilegt aðhald. Lifi ekki eftir "kristnum gildum" lengur.
Við eigum við sama vandamál hér á landi að stríða, en við höfum þó betri löggjöf og gætum skotvopna okkar betur en þeir sem fara enn eftir rótgrónum/óumbreytanlegum gildum Bandaríkjamanna.
Á meðan samfélög okkar glíma við ný siðaskipti, má búast við rótleysi, stefnuleysi barna, unglinga og jafnvel fullorðins fólks, rétt eins og við sjáum í löndum múslima þar sem Sharía siðagildin ráða. Barnamorðin í Bandaríkjunum eru jafnvel enn hræðilegri í okkar augum en öll þau hræðilegu morð sem framin eru í Sýrlndi þessa dagana.
Í dag lifum við á þeim tímum þar sem æ fleiri gera sér grein fyrir því að trúin á guð Mósebókanna er ekki fullnægjndi sem leiðsögn gegnum lífið. Trúuðum ber að taka tillit til þeirrar afstöðu, Snorri minn.
Sigurður Rósant, 17.12.2012 kl. 10:46
Jósef
Sjúkdóma er hægt að lækna en Asberger ekki því þarna er um "galla" að ræða sem þarf ekki að vera svo slæmur galli frekar en litblinda. Heilbrigðir menn hafa gert sig seka um hin skelfilegustu verk eins og Breivik enda greindi hann frá því að mánuðum saman æfði hann sig í að "slökkva á samviskunni" og breyta gildum til að réttlæta illvirkið.
Ég vil að lokum minna þig á að aldagamlar hugmyndir eru ekki slæmar heldur er aldur þeirra sönnun um stöðugleika og varanleika þeirra meira að segja sannleikurinn er aldagamall og stenst nánari skoðun. Ég er ekki viss um að þín skoðun á mér og kennsluháttum mínum standist né endist vel,gáðu að því!
Snorri Óskarsson, 17.12.2012 kl. 14:49
Óli
Þú segir: "Þú verður bersýnilega var við mikinn samdrátt í spurn eftir honum og virðist því nota öll þau trix sem standa þér til boða, óháð því hversu ósmekkleg þau eru"
Takk fyrir þetta því með þessum orðum sérðu kjarnann í mínum málflutningi sem þú kallar "ósmekklegan" en samt viðeigandi: Svo vil ég benda þér á að þú nefnir sjálfur að "það þurfi að margtyggja hann ofaní litlu börnin til þess að hann bíti"! Þetta segir svo sem ekkert um boðskapinn heldur "móttakarann" einmitt þar er bilunin.
Við mennirnir erum eigingjarnir, illir, gráðugir og kærleikslausir í grunninn. Þess vegna þarf að gefa mönnum þennan leiðréttandi boðskap í smáskömmtum. Að nefna þetta sorglega mál er vegna þess að þau eru orðin svo mörg og fyrirferðamikil að líf barna á Íslandi eru líka í hættu. Þú með þína vantrú ert ekki salt til að krydda menn með heilbrigðum kristnum gildum, því miður. Þú leyfir þér að halda áfram ábyrgðarlausu hjali um góðsemi þína en illskuna sem þú sérð í Jesú Kristi. Það er all illt manni!
Snorri Óskarsson, 17.12.2012 kl. 15:39
18En þegar Jesús sá mikinn mannfjölda kringum sig, bauð hann að fara yfir um vatnið. 19Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: "Meistari, ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð."
20Jesús sagði við hann: "Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."
21Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."
22Jesús svarar honum: "Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu."
Aron Arnórsson, 17.12.2012 kl. 15:54
Snorri,Víst er Asperger sjúkdómur,en ólæknandi eins og er um fjölmarga sjúkdóma.Láttu mig vita það.Og Varðandi aldagamlar hugmyndir.Þú berð ábyrgð sem kennari að börnin fái að læra það sem satt er og rétt.Kennslubækur nútímans kenna ekki að jörðin sé flöt,Heimurinn skapaður á 6 dögum,Maðurinn sé ekki dýrategund heldur eitthvað annað(ég veit ekki hvað),og samkynhneigð sé einhver illur andi sem hefur tekið sér bólfestu.Það er allt í lagi að hafa þessar hugmyndir fyrir þig en ef þú ert að kenna börnunum þetta ertu á rangri hyllu.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2012 kl. 16:44
1Vertu ekki of munnhvatur, og hjarta þitt hraði sér ekki að mæla orð frammi fyrir Guði, því að Guð er á himnum, en þú á jörðu, ver því eigi margorður. 2Því að draumar koma, þar sem áhyggjurnar eru miklar, og heimskutal, þar sem mörg orð eru viðhöfð.
5Leyf eigi munni þínum að baka líkama þínum sekt og seg eigi við sendiboðann: Það var fljótfærni! Hvers vegna á Guð að reiðast tali þínu og skemma verk handa þinna? 6Því að þar sem mikið er um drauma og orð, þar er og mikill hégómi. Óttastu heldur Guð!
Prédíkarinn
1Fyrir augliti Guðs og Krists Jesú, sem dæma mun lifendur og dauða, með endurkomu hans fyrir augum og ríki hans heiti ég á þig: 2Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. 3Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. 4Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum. 5En ver þú algáður í öllu, þol illt, gjör verk trúboða, fullna þjónustu þína.
Síðara Bréf Páls til Tímóteusar.
Aron Arnórsson, 17.12.2012 kl. 17:04
8Vér viljum ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þrenging þá, sem vér urðum fyrir í Asíu. Vér vorum aðþrengdir langt um megn fram, svo að vér jafnvel örvæntum um lífið. 9Já, oss sýndist sjálfum, að vér hefðum þegar fengið vorn dauðadóm. Því að oss átti að lærast það að treysta ekki sjálfum oss, heldur Guði, sem uppvekur hina dauðu. 10Úr slíkri dauðans hættu frelsaði hann oss og mun frelsa oss. Til hans höfum vér sett von vora, að hann muni enn frelsa oss. 11Til þess getið þér og hjálpað með því að biðja fyrir oss. Þá munu margir þakka þá náðargjöf, sem oss er veitt að fyrirbæn margra.
Aron Arnórsson, 17.12.2012 kl. 17:16
10En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. 11Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi. 12En vér höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur andann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vita, hvað oss er af Guði gefið. 13Enda tölum vér það ekki með orðum, sem mannlegur vísdómur kennir, heldur með orðum, sem andinn kennir, og útlistum andleg efni á andlegan hátt. 14Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega. 15En hinn andlegi dæmir um allt, en um hann sjálfan verður ekki dæmt af neinum. 16Því að
En vér höfum huga Krists.
Aron Arnórsson, 17.12.2012 kl. 17:17
Ég hrúga þessu bara inn Snorri! Hika ekki.
Aron Arnórsson, 17.12.2012 kl. 17:17
Snorri: Hvaða boðskapur er það sem lagður er til grundvallar í þessu máli? Hvað segir Biblían, sú hin sama og boðar auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, um 'refsingu' vegna eineltis?
Má ekki segja að þarna fái óstöðugt fólk refsirammann útlistaðan eða kjósum við að horfa fram hjá þessari sögu? Rúmlega 40 ungmenni tekin af lífi á hrottalegan hátt fyrir það eitt að gera grín að hárleysi Elísa spámanns. Skömmu áður mun Elísa þessi hafa breytt saltvatn í ferskt og er undarlegt að hann skuli ekki hafa nýtt sér ofurkrafta sína til þess að láta sér vaxa sítt og liðað hár, enda virðist hárleysið hafa verið aumur punktur, í stað þess að fá aðstoð hjá Drottni til þess að slátra 42 unglingum.
Óli Jón, 17.12.2012 kl. 19:28
Sköpun er aldagömul hugmynd og er rangt að bera fram fyrir börnin að " í upphafi skapaði Guð himin og jörð"? Það er viðurkennt að tilveran á sér upphaf en ef þú heldur að enginn sé á bak við þessa undrasköpun þá er það ekki frambærilegri skoðun en trú að Guð, föður og skapara himins og jarðar. Ég er glaður að þú flokkar mig með sköpunarsinnum því þar var Jesús Kristur líka. Hverki talar Biblían um flata jörð hún segir frekar að jörðin "svífi í tómum geimnum" - Þú þekkir einfaldlega ekki ritningarnar þess vegna skaltu ekki hætta þér lengra út á þessa braut við mig.
Viljirðu tala við mig um samkynhneigðina/kynvilluna þá ráðlegg ég þér að lesa mín blogg um þetta efni og af þeim máttu sjá hvað ég segi. Svo má einnig benda þér á þessa tilgátu þína með illa anda þá er í því máli allavega sú hlið að meðan samkynhneigðir öðlast aukin réttindi fer þeim fækkandi hjá hinum sem eru flokkaðir "gagn-kynhneigðir"! Það er mjög alvarlegt mál að mannréttindi eins eru á kostnað hinna. Þú ert ekki langt frá þessari hégilju að þeir sem tjá skoðanir sínar flokkist undir hættulega menn og óvinir barnanna. Svona skoðanir fylgdu nazistum, kommúnistum og guðleysingjum. Þá hverfur sú grundvallar regla að menn eru JAFNIR fyrir Guði, lögum og mönnum!
Snorri Óskarsson, 17.12.2012 kl. 21:18
Óli
Ekki ertu hræddur um að ég segi eitthvað til að þú verðir fyrir bíl eða Birni? Það er ekki nema von að þú með þessi sjónarmið þín komi ekki auga að kjarnann í sögunni um Elía. Kjarninn er sá að Orð hafa áhrif og ónytjuorð skemmandi áhrif. Spámanninum var gefið vald og náðargjöf sem var vandmeðfarin, til góðs fyrir Jeríkóbúa en slæm fyrir Elísa sem var of hörundsár vegna hégómlegra tilfinninga tengd hárleysi hans. Ég er sjálfur með "spámannlega klippingu" og hef hvorki bölvað börnum né öðrum sem reyna að skensa mig vegna skallans - það hefur reyndar gerst iðulega þegar komið er í nýja bekki. En málikvarði á sekt og refsingu í Biblíunni var ekki 10 milljónir fyrir þá einu sem stolið var og ekki mannslíf þó svo að einhver hafi misst auga.
Ég heyrði þá sögu um Jón Böðvarsson Njálumeistara að algengt hafi verið að fyrsti tími í íslensku hjá honum hafi farið í kímni, bros og hlátur vegna útlits hans. Hann sagði þá með sinni sérstöku rödd: " þið megið hlæja að mér núna en svo vil ég ekki hafa það meira í vetur"! Eins og þú veist þá var Jón dáður af nemendum sínum og þurfti heldur ekki að glíma við stríðni né einelti vegna útlits síns. Hann var búinn að þroskast svo engum unglingi bölvaði hann. Báðir þessir menn Jón og Elísa þroskuðust með tímanum enda er aðeins ein saga um sorgleg viðbrögð Elísa. Og taktu efit Óli, að Biblían er ekki að gera Elísa að dýrlingi né "fullkomnum manni" heldur manni sama eðlis og við - sem þurfum að læra hin æðri gildi tilverunnar, þau sem Guð setti inn og við eigum að vera móttækilegir fyrir.
Snorri Óskarsson, 17.12.2012 kl. 21:39
Ég ætla nú samt að hætta mér aðeins lengra Snorri því ég veit að þú hefur gaman af rökræðum.Mér finnst þú gera kommúnistunum og Nazistunum svolítið hátt undir höfði með því að flokka þær með "guðleysingjum"Ég vil ekki vera flokkaður með þeim sem eru gyðingahatarar,telja hvíta menn vera yfirburðategund,að allir múslimar séu af hinu vonda og bara almennir mannhatarar.Að aukin réttindi einhverja skerði réttindi annarra kemur mér nú ansi spánkst fyrir sjónir.Geturðu komið með dæmi?Að Tilveran eigi sér upphaf og endi er bábylja og alls ekki viðurkennt.Það er bara þinn eigin heimur sem á sér upphaf.Alheimurinn og tilveran í honum hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til.Og hann er óendanlegur.þó þú ættir þess kost að ferðast óendanlega langt kæmistu aldrei að enda alheimsins.Hann er bara einfaldlega ekki til.Það þarf ekki fræðibók eða Bíblíu til að segja þér þetta.Þú þarf bara að opna hugann.Varðandi hvað þú átt að kenna börnunum þá er það náttúrulega hið rétta.Og vera fordómalaus,hugsa sjálfstætt,að kynþáttahyggja,fordómar sé rangur hlutur.Og samhygð og samábyrgð.Ef þetta er í fyrirrúmi hjá þér væri ég tilbúinn að senda barnið mitt í kennslu hjá þér því þú ert örugglega ágætis kennari með alla þína reynslu.En ég er nú reyndar orðinn svolítið gamall til að standa í barneignum svo ég held að því verði ekki.Ef þú ert orðinn þreyttur á þessari umræðu þá ætla ég að nota tækifærið og óska þér gleðilegra jóla.
Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2012 kl. 10:55
Jósef
Þeir sem hata gyðinga eða Araba, svarta menn sem hvíta eru í eðli sínu Guðshatarar. Því við mennirnir erum allir skapaðir í Guðs mynd og þess vegna jafningjar eða bræður. Svo er í mannheimi hinar undarlegu skoðanir og álit sem kallast "hið rétta" og getur einfaldlega átt við tíðarandann hverju sinni. "Hið rétta" þarf að skilgreina til að menn geti orðið sammála. "Hið rétta " og sanna þolir sannleikann, boðar mönnum líf og bendir á hvað teljist rangt vegna þess að ávöxturinn af gerðum þeirra er rangur! Þess vegna bloggaði ég um þennan hrylling í Ameríku vegna þess að útkoman var dauði ot tortíming af manna völdum. Röng hugsun, rangt gildismat og undarleg hegðun urðu til þess að slíkir atburðir áttu sér stað. Þess vegna tel ég að hið kristna, góða fagra og fullkomna þarf að vera ræktað í hugarfari okkar. Það sem Guð segir okkur að gera er einmitt að gera rétt og geta vera upplitsdjörf því "annars liggur syndin við dyrnar og hefur hug á þér"!
Varðandi tilveruna þá eru allir inná því að hún eigi sér upphaf (ýmist 7000 ára eða allt uppí 13 milljarða ára) þannig að hún hefur ekki alltaf verið til ekki frekar en þú og ég. Við eigum aðeins skamman tíma hér á þessu tilverustigi en með trú okkar og viðurkenningu á því að Jesús er sonur Guðs, frelsarinn okkar þá hefur það góð laun meðfylgandi. Launin eru þau að fá að lifa með honum um alla eilífð!
Gleðileg jól
Snorri Óskarsson, 18.12.2012 kl. 12:05
Hvernig geturðu fullyrt svona, Snorri? Er þá ekki guð Hebrea líka Guðshatari skv. 5. Mós 12:29-31?
Sérðu frekjuna í þessum guði Hebrea, Snorri?
Sigurður Rósant, 18.12.2012 kl. 14:48
Sigurður
Guð almáttugur, skapari himins og jarðar er eigandi alls, upphaf alls og gaf öllu lögmál sitt til að starfa undir. Hann er fyrirmyndin og setur okkur þær reglur sem endurspegla Guðs góða eðli. Þegar hann bjargar gyðingum undan þrælahaldi Egypta þá var það til að sanna öllum að hann er voldugri og máttkari öðrum guðum. Guðir Egypta sem og Kaanverja kröfðust mannfórna og kröfðust siðleysis s.s. samfarir við dýr og a.þ.l. Guð Hebreanna fór framá allt annan lífsmáta eins og þann að varðveita börnin, vernda lífið, lifa í kærleika og virða náungann eins og okkur sjálf. Því var ekki að heilsa í ríki Kaanverja af því að þeir höfðu aðra guði sem höfðu aðrar reglur og hirtu hvorki um sannleika né réttlæti. Þú sérð hvað hinir fölsku guðir fóru fram á : "hafa þær gjört til heiðurs guðum sínum, því að jafnvel sonu sína og dætur hafa þær brennt í eldi til heiðurs guðum sínum."
Ertu virkilega að mæla þessu bót sem er innan gæsalappanna og þú veist að Guð hatar? Kallarðu Guð frekju að fara framá það við gyðingana að þeir "brenni ekki börn í eldi"?
Sigurður þegar ég sé svona athugasemdir frá þér þá gleðst ég yfir því að hafa þig sem andstæðing og hvorki trú- né skoðanabróður!
Snorri Óskarsson, 18.12.2012 kl. 15:48
jæja.það gæti nú alveg endað með því að við yrðum sammála fyrir jól með þessu áframhaldi Snorri.Aðeins þetta með upphaf og endi,þá er það náttúrulega ekki rétt hjá þér að allir séu á því að tilveran eigi sér upphaf því það er allaveganna einn sem er ekki á því.Ég.Ég ætla ekki að svara fyrir hina í heiminum,en ég get bara ekki séð að þessi takmörkun á tíma og rúm standist.Rétt hjá þér að "hið rétta" er í sífelldri endurskoðun.Það er eðli vísindanna .En sumt á nú samt ekki að breytast mikið eins og þyngdarlögmálið.En að upphaflega efninu,þá var ég ekki sammála þér að trúleysi hafi verið orsökin að verknaðinum í bandaríkjunum ef ég hef skilið þig rétt.Það er flóknara en svo.Ég er ekki trúlaus Snorri.Ég trúi á það góða sem ég tel að búi í hverjum manni(reyndar hinum skepnunum líka).En ég veit líka að það er til hið illa.Ég geri mér far um að hata ekki nokkurn mann(tekst það misjafnlega-breyskur)En mér líkar illa þekkingarleysið og heimskan og tel það vera rót hins illa ásamt fleiru.Gleðilega rest.
Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2012 kl. 16:41
Gleymdi einu.Ætlaði að senda þér link sem ætti að kenna okkur umburðarlyndi hvort við annað.http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/ostafjells/telemark/1.10845124.
Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2012 kl. 16:45
Nei, Snorri, ég mæli því alls ekki bót að guðir einhverra fari fram á mannfórnir, líkt og guð Abrahams "gerði í plati", eða "til að reyna" trú Abrahams, eins og hermt er.
Ég gleymdi nú reyndar að nefna lýgina sem guð Hebrea hermir upp á guði annarra. Það getur svo sem vel verið að einhverjir hafi dýrkað slíka guði, en Hebrear túlkuðu þetta jú líka á þann veg að allir guðir annarra væru af hinu illa eins og kemur fram í 5. Mós 17:1-5
Sá guð sem þróast hefur í kolli mínum er miklu kærleiksríkari en þessi guð Hebrea og fornir guðir þeir er þú nefnir að styðji barnabrennslu til heiðurs þeim sjálfum.
Minn guð skiptir sér ekkert af kynlífi, erjum eða landamæradeilum annarra. Hann skiptir sér heldur ekkert af mínu bloggi né samskiptum mínum við trúaða sem trúleysingja. Hann einfaldlega varð til innan um allt sem til er orðið. Býr aðallega í kolli "hins viti borna manns", en það kæmi mér ekkert á óvart að hann búi líka í kollinum á svínum, öpum, fuglum og jafnvel hvölum. Hver veit?
Sigurður Rósant, 18.12.2012 kl. 17:10
Jósef
"Trúleysi" er ekki endilega málið því að sumir hafa framkvæmt hin verstu hryðjuverk af trúarhvötum einum saman. Ellefti september var vegna heitrar trúar á það sem réttlætti fjandskap gegn "heiðingjum" enda eru þeir réttdræpir innan Islam og þannig voru illvikrin réttlætt. Svo var annað verra það heyrðist ekkert í kærleiksríkum múslimum því skv. trú þeirra þá gátu þeir ekki lýst andstöðu vinni við verkin þá voru þeir að andmæla Kóraninum. Eins er þessu farið með þá sem hafa leyft sér að efna til fjöldamorða í skólum, bíóum og torgum. Þeir hafa hafnað þessum "kristnu gildum", þannig hafa þeir misst trú á það sem Guð segir.
Æðsta boðorið er þetta: "Elska skaltu Drottinn Guð þinn af hllu hjarta, öllum mætti og allri sálu þinni." Annað er "Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig" Þessi boðirð eru kölluð "Lögmálið og spámennirnir"!
Umburðarlyndið birtist í því að þú standir gegn og andmælir en lætur það samt yfir þig ganga án ofstopaverka. Ég er umburðarlyndur þó svo að ég tali í gegn hinu illa og spillta. Ég verð samt að þola það ranglæti sem ég sé en ég tek ekki þátt í því að réttlæta það.
Snorri Óskarsson, 18.12.2012 kl. 17:46
Sigurður
Ég styð það sem Páll talar um í Rómverjabréfinu 12:1 "Því brýni ég yður bræður að þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi." Mannfórnin er því Ég sem gef honum Mig og læt hann ríkja yfir Mér og þá mun Guð koma til Mín sem vinur, frelsari og félagi!
Ef þinn guð sem er í kollinum á þér skiptir sér ekki af.... þá má spyrja þig hvaða gildi hafa þá boðorðin 10 sem einmitt leggja bann við hórdómi, ágirnd, ófriði og deilum við náungann en allar þessar hvatir búa í "kolli hins vitiborna manns?"
Snorri Óskarsson, 18.12.2012 kl. 17:55
Snorri: Þú ert örugglega rosalega klár í þinni persónulegu túlkun á því margræða skáldverki sem Biblían er. Eins og þú best veist þá eru til ótal margar útskýringar á öllu því sem þar bregður fyrir og engin leið er að sjá hver þeirra er réttust.
Hins vegar, svona upp á grínið, væri gaman að sjá þína vörn í þessu máli. Hvernig var Elísa refsað? Nú talar þú um að hann hafi nýtt sér valdið og náðargáfu sína á slæman hátt fyrir sig persónulega. Var það s.s. talið slæmt að hann skyldi hafa ákallað Drottinn og beðið um bjarnargreiðann? Ef svo er, ætti beiðnin sjálf ekki að hafa dugað? Þurfti Drottinn endilega að senda birnurnar og láta þær raunverulega slátra ungmennunum fjörutíu og tveimur? Ef Elísa á einhverja refsingu skilda, ætti Guð þá ekki að sitja á sama sakamannabekk fyrir þær sakir að hann lagði morðvopnin til? Hefði Guð getað látið það nægja að drepa 1-2 ungmenni svona til þess að sjá hvort Elísa var alvara með þessu? Máské 3-4? Var algjörlega nauðsynlegt að drepa svona marga?
Sýndu nú leikni þína í túlkun á orði Biblíunnar og reyndu að útskýra þetta þannig að einhver sómi sé að.
Svo er nú áhugavert að sjá hvernig þú leiðir það út að réttindi gagnkynhneigðra rýrni við það að réttindi samkynhneigðra aukist. Nú gef ég mér, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að þú sért gagnkynhneigður ... hvernig hefur þrengt að þér í þessum efnum? Ertu minna gagnkynhneigður en áður? Veitist þér erfiðara að vera gagnkynhneigður? Efast um gagnkynhneigð þína? Berða minna úr býtum fjárhagslega? Hefur einhver kostnaður aukist? Er þér bannað að fara inn á staði þar sem þú varst áður velkominn? Hvernig birtist þetta þér?
Óli Jón, 18.12.2012 kl. 19:38
Snorri, ég er ekkert svo hrifinn af þeim guði sem grasseraði í kollinum á honum Páli heitnum. Hann var jú með margar góðar glósur sem vert er að taka mið af, en sú kenning að Guð komi til með að dæma hvern og einn okkar eftir verkum okkar missir æ meira vægis hjá mér eftir því sem ég eldist sbr. Róm 2:9-11.
Guðinn minn skiptir sér ekkert af því hvað við höfum verið góð eða vond við hvert annað. Boðorðin 10, 11 eða 12 skipta mig engu máli, og allra síst þegar ég veit að þau komu frá grallaranum Móse, sem illu heilli átti ekki góða fortíð og vann með guði sínum við að fremja hið hræðilegasta fjöldamorð á frumburðum Egyptalands. Já, frumburðum, ekki bara smábörnum, heldur öllum frumburðum, unglingum, fullorðnum sem öldnum. Ef Ísraelsmenn hafa verið alls 1.200.000, hvað hafa þá egyptar verið margir? Og hve margir flokkuðust sem frumburðir? Hér hefur því verið um óhemju fjölda fórnarlamba að ræða, sem enga sök áttu á meintu rifrildi Móse og faraós Egyptalands.
Að auki hef ég grun um að grallarinn Móse hafi tekið eitthvað af þeim 42 "Negative Confessions" sem kennd eru við guðinn Maat og á sögur að rekja allt að 5.500 ár aftur í tímann, eða 2.000 ár áður en Mósebækur voru skráðar. Móse hefur að öllum líkindum soðið saman boðorðin úr þessum siðareglum forn Egypta. Í staðinn fyrir "Ég hef ekki...", velur Móse að skrá "Þú skalt ekki..."
Af þessu má sjá að Móse, sem alinn var upp frá blautu barnsbeini hjá hefðarfólki í Egyptalandi, hefur örugglega þekkt til þessara siðareglna og einfaldlega umbreytt þeim og fækkað aðeins. Sjálfur braut hann þær reglur sem honum þóknaðist. Móse get ég því ekki tekið alvarlega og tel hann vera einn af mestu loddurum trúarbragðanna.
Sigurður Rósant, 18.12.2012 kl. 21:09
Snorri snúðu þér burt frá þessu öllu saman! Eigum frið!
Aron Arnórsson, 18.12.2012 kl. 21:18
Þú hættir ekki að gagnast mér Snorri. Mikið svakalega dáist ég að svörum þínum.
Aron Arnórsson, 19.12.2012 kl. 01:43
Óli
Elísa hefur verið refsað um aldir t.d. með skoðunum á við þínar, hann á erfitt með að fá uppreisn æru hjá sumum. Hin hliðin á málinu er einnig sú að Biblían varar menn við að "snerta Drottins smurðu" og gera þeim óleik eða miska. Guð er dómarinn og hann tekur burt vernd sína svo börn, fjölskyldur og byggðir landsins verða óvarðar fyrir hverskonar óáran. ísraelslýður lærði virðingu við þessa spámenn þó svo að flestir spámenn gyðinga hafi þurft að þola áþján, mótstöðu og jafnvel líflát.
Á allan veg megum við, þú og ég, læra hófsemi í orðum og tjáningu. Beita Orði Guðs til að læra réttlæti því að til þess er Biblían skrifuð og gefin út svo að þekkingin á réttdæmi Guðs, gæska hans og strangleiki, megi vera okkur ljós. (2.Tím 3:16)
Varðandi réttindin sem aukast og aðrir tapa að þá varð ég fyrir því að missa réttinn til tjáningar og trúar með því að benda á að "samkynhneigð flokkast sem synd". Ekki þurfti meira. Ég ber minna út býtum fjárhagslega - það er alveg svart á hvítu.
Þannig birtist þetta bæði mér og þér. Hvað eru ekki margir sem hafa sagt að maður með mínar skoðanir eigi ekki að kenna börnum? Er þetta ekki tap á mannréttindum?
Snorri Óskarsson, 19.12.2012 kl. 11:13
Sigurður
Móse, maðurinn sem færði okkur jafnréttisstöðuna gagnvart lögum, dómum og refsingu - benti á að vitnisburður skal gildur vera ef 2 eða 3 vottar bera og refsiramminn skal vera auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, líf fyrir líf og ekki skal sonur líflátinn fyrir glæp föður - aðeins gerandi ódæðis skal fá refsingu fyrir það; Mósa var því langt á undan sinni samtíð.
Svo með Pál postula sem gaf okkur "Óðinn til kærleikans" 1.Kor. 13 - að þú fáir ekki að njóta þess að Guð þessara manna "Grassera í kollinum á þér" Það er auðvita sorgleg niðurstaða og dæmir þig úr leik sem réttsýnan mann í trúmálum með innantóma "guðlega speki" í kollinum.
Mér sýnist þú ekki standast reglu nr. 28 í siðareglum Egypta?
Snorri Óskarsson, 19.12.2012 kl. 11:26
Snorri, ertu virkilega að segja mér það að þú sért hlynntur dauðadómi yfir þeim sem trúa á aðra guði en þinn?
Tilheyrir það ekki fortíðinni, eða þeim samfélögum þar sem múslimir túlka Sharia lögin á þann máta?
Svo sýnist mér þú ekki hika við frekar en ég að brjóta 11. boðorð Móse:
Svo sýnist mér þú einnig brjóta þessar siðareglur forn egypta
Svo miðað við þessar siðareglur ertu dauðadæmdur maður í augum þessara fornu guða Móse og egypta.
Sigurður Rósant, 19.12.2012 kl. 13:32
Snorri: Ah, þannig að refsing Elísa er slæmt umtal og lélegt orðspor? Er það virkilega það sem þú berð á borð hér með þinni yfirburða þekkingu á Biblíunni og kristinni sögu? Elísa Betel-fari pantar kaldrifjaður slátrun á 42 ungmennum fyrir litlar sem engar sakir, (algóður?) refsiglaður Guð verður við þeirri bón og sendir tvær trylltar morðbirnur til þess að sjá um verknaðinn og Elísa er refsað með því að ég tali illa um hann nokkrum öldum síðar. Raunverulega? Er þetta það besta sem þú getur gert?
Þetta réttlæti minnir mikið á líkinguna um Jón og séra Jón enda sést glögglega á þessu að það gilda sannarlega aðrar reglur um þá sem eru vendilega undir pilsfaldi Drottins og t.d. ungabarnanna sem hann drekkti fyrir engar sakir í syndaflóðinu. Þú manst, öll litlu börnin sem drukknuðu og aldrei er talað um í sunnudagaskólanum þegar litlu börnunum okkar er sagt hvað Guð sé dásamlegur! Drottinn sér um sína, það er bersýnilegt.
Hvað varðar umkvörtun þína varðandi samkynhneigðina, þá get ég ekki sagt að ég gráti það þegar svona fordómaraus er kveðið niður. Hið slæma í málinu er þó það að verið er að ganga á málfrelsið með þessu, en það á að vernda svona ósóma eins og þú lætur gjarnan frá þér fara. Báðir kostir eru því vondir, að kveða niður ósómann og að leyfa honum að standa.
Óli Jón, 19.12.2012 kl. 16:07
Sigurður
Ég fæ alltaf "stórleik" hjá þér. Hvernig lest þú út að ég vilji "dauðadóm" yfir þeim sem eru annarrar trúar en ég?
Ég vil engan dauðadóm yfir þeim né neitt illt hendi þá, ég vil geta komið til þeirra með Fagnaðareindið frá Jesú Kristi. Þá geta þeir gengið inní blessun Guðs og "lagt sjálfa sig sem alfórn" eins og greint er frá í Rómverjabréfinu 12.1
Snorri Óskarsson, 19.12.2012 kl. 17:01
Óli
Þetta er nógu slæmt að "mistök" verði með þessum hætti að þú hafnar hjálpræði Biblíunnar vegna þess að þú snýr málinu uppá annan endann og tapar því sjálfur. Elísa er ungur maður á "framabraut" sem er vandmeðfarin vegna eigin tilfinninga. Börnin sýna honum fyrirlitningu og hann bölvar þeim - bölbænir koma niður á börnunum. Hvað eru ekki margir foreldrar sem hafa bölvað börnum sínum? Og uppskeran er hver? Ekki endilega birnir að bryðja þau heldur ólán, eiturlyf og firring á grunngildum - fjandskapur í fjölskyldum o.þ.v.l.
Varðandi dóm Guðs á dögum Nóa þá er ég sammála þér að börnin dóu líka. Hið sama var um Sódómu og Gómorru og Óli hið sama er í dag - hér á landi er verið að eyða hátt í 1000 börnum á ári. Hvers vegna? Skoðaðu bara þinn veruleika og hættu að kenna Guði um allt hið illa. Djöfullinn er ennþá til og hann hefur vald dauðans!
Þú grætur ekki þegar ég er kveðinn niður og er það vegna þess að þú ert sá sem styður tjáningar og trúfrelsi? Þú grætur ekki af því að þú vilt að allir verði þér sammála, ekki satt. Af hverju kallaru minn málflutning "fordómaraus"? Hvað eru fordómar? Hvaða ósóma læt ég frá mér fara? Það sem Biblían flokkar sem synd? Hvers vegna ætti ég að taka upp þín sjónarmið? Hefur þú niðurstöðu 3000 ára? Þú sem mannst rétt aðeins síðustu 35 ár! Þú átt langt í land að verða "Sókrates" okkar tíma - en það má samt reyna að kveðja sér hljóðs!
Ósóminn var kveðinn niður á dögum Nóa, Abrahams, Davíðs, Jeremía, Sakaría, Malakí, Jesú og í dag er enn verið að kveða niður ósómann því hann hefur vald dauðans innbyggðan í sér. Það er kjarni málsins!
Snorri Óskarsson, 19.12.2012 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.