21.12.2012 | 19:49
Endir allra hluta er í nand!
Það er greinilegt af viðbrögðum fólks og fréttaflutningi af heimsendi að þetta efni er áhrifamikið og grípandi. Auðvitað fyllast margir skeflingu en aðrir skella skollaeyrum við slíkum boðskap og láta hann sem vind um eyrun þjóta. Eitt er þó það sem getur glatt alla. Fram til þessa hefur engin þessara spádóma reynst réttur og því liðið sitt skeið án frekari eftirmála. Samt eiga fleirri eftir að heyrast og fleirri eiga eftir að skelfast verulega. Menn virðast vanta gott "veganesti" eða traust haldreypi í lífið, til að þola svona ógnanir eins og heimsendir virðist vera í hugarheimi svo margra.
Skv. kristinni trú þá verður heimsendir. Hinu illa verður útrýmt og nýr himinn og ný jörð rísa eða verða endursköpuð. Þessi boðskapur hefur farið víða og ætli öll trúarbrögð boði ekki þetta atriði, því get ég best trúað. En það er nefnilega þetta með tímann, honum ráðum við ekki og er því fyirmunað að tímasetja þennan mikla lokaatburð.
Sennilega vorum við "næst heimsendi" á tveim augnablikum mannkynssögunnar. Við Kúbudeiluna 1963 og þegar sólin myrkvaðist við krossdauða Jesú frá Nazaret.
En boðskapurinn hefur töluverð áhrif og sogar til sín athyglina hversu fáránlegur sem hann kann að hljóma. T.d fyllast fjölmiðlar áhuga, fólk hrúgast til miðla, spákvenna og annarra sem halda fram heimsendi. Nýlegar heimsendaspár hafa haft sömu áhrif og gerðist í Ameríku 1844. Áhangendur boðskaparins seldu eigur sínar og undirbjuggu endalokin en að deginum loknum stóð fólkið uppi sem aular og blankir ofsatrúarmenn. Trú getur nefnilega verið mjög dýr sérstaklega fölsk trú!
Eitt getum við þó lært af þessu og það er að skynja hverjir eru loddarar í þessum málum. Spádómar munu ávallt koma fram og nýjir spámenn reyna "skyggnihæfileika" sína með þessum hætti. Núna vitum við að allir sem hafa nefnt heimsendadaginn hafa haft á röngu að standa. Það er sem sagt einkenni á falsspámönnum er að þeir nefna daginn og jafnvel stundina.
Þeir reikna þetta allt út og reikningarnir ekki réttir.
Þeir tengja heimsendinn við geimverur, loftsteina eða annað því líkt.
Hinir sönnu spámenn sem við megum taka mark á koma með spádóma er rætast. Þar bera spámenn Biblíunnar höfuð og herðar yfir falsspámenn okkar tíma. Þeir spá og nefna ákv. atriði sem koma fram í aðdraganda þess að spádómurinn rætist. Saga fæðingar Jesú er einmitt slíkt dæmi. Fornir spádómar ( 600 ára gamlir og þaðan af eldri) höfðu allir aðdraganda að fæðingunni t.d yngismær yrði þunguð. Hann kæmi frá Betlehem, yrði afkomandi Davíðs.
Af þessu má læra hverju við megum og eigum að taka mark á. Það er einmitt heimsmynd Biblíunnar með Jesú frá Nazaret sem þungamiðju því öll trú kristinna manna á að hafa hann sem kjarnann. Svo megum við læra það að samspil atburðanna fyrir botni Miðjarðarhafs er undanfari þess að endurkoma Jesú eigi sér stað.
Annar þáttur í tilverunni er vaxandi siðleysi meðal manna. Það passar vel við okkar tíma. Ráðist er á skóla með morðæði, fóstureyðingum fækkar ekki og fátækum fjölgar tífallt á örskömmum tíma. Siðlaus kynhegðun manna er mælir á spillt hugarfar. Þetta eru fylgifiskar eða undanfari stórra atburða skv. spámönnum Biblíunnar.
Biblían boðar mönnum heimsendi fyrst 1000 árum eftir endurkomu Jesú. Þess vegna ætti íslensk þjóð ekki að láta óróa eða hræðslu koma yfir sig þó svo að einhver blekki okkur með heimsendaspádómum því sá sem trúir á Jesú muni vera hans "hvort sem við lifum eða deyjum"!
Velkomin í hinn nýja tíma sem væntir endurkomu Jesú - sá atburður ætti að gefa þér sæluríka von. Þá verður Satan bundinn. Syndin hættir að hafa eyðileggjandi og ruglandi áhrif á líf okkar. Svo verður dauðinn fjarlægður svo aldur manna verður eins og aldur trjánna. Þá munu birnir vera á beit með lömbun, pardursdýr, úlfar og ljón leika sér með mannanna börnum og snákar ekki bíta börn né spýta eitri mönnum til ólfífis. Ég segi :"Kom þú Drottinn Jesús"!
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 22.12.2012 kl. 11:29 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, mér finnst nú hálf leiðinlegt að vera neikvæður gagnvart þeim heimsendaspám sem þú trúir, Snorri.
Móse og þeir skráendur hinna 39 rita Biblíunnar eru óheiðarlegustu loddarar trúarbragðanna sem ég hef kynnst, enda margir sem byggja trúarkenningar sínar á þessum þjóðsögum Hebrea sem Móse er sagður hafa fært í letur um 1.500 árum fyrir Krist.
Sigurður Rósant, 21.12.2012 kl. 20:25
Sigurður
Ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þessari athugasemd í ljósi þess sem þú tjáðir þig um hina færsluna, en þar segir þú ; "Móse hefur að öllum líkindum soðið saman boðorðin úr þessum siðareglum forn Egypta. Í staðinn fyrir "Ég hef ekki...", velur Móse að skrá "Þú skalt ekki..." " Þessari tilvitnun teflir þú fram til að hrósa skynsemi Móse að taka fornar siðareglur sem hafa staðist tímans tönn og við köllum því "Guðs Orð"! Svona eru reglur Guðs þær eru sígildar. Þegar Móse kom ofan af fjallinu í votta tveggja milljóna manna þá dugði enginn leikaraskapur til að leika Guð, fólkið hafði orðið vitni aðfurðunum í 40 daga.
En það er ágætt að þú flokkar ekki 25 bókarhöfunda Biblíunnar meðal "óheiðarlegustu loddara". Þess vegna ætti efni pistisins að vera studdur af þér því þessir 25 eru postularnir og spámennirnir með Jesú Krist sem hyrningarstein. Ef þú tekur mark á þessum gæti það orðið þér til hjálpræðis og þangað vil ég að þú komist. Ekkert er okkur eins þýðingamikið og að frelsast tl að vera Guðs börn!
Snorri Óskarsson, 22.12.2012 kl. 11:24
Það er einn athyglisverður munur á spádómum Biblíunnar um heimsendi og öðrum spádómum um sama efni. Heimsendaspádómar, eins og þessir sem rættust ekki í gær, fylla fólk af ótta og skelfingu. Fréttir hafa borist af því að fólk hafi verið að hamstra mat og aðrar nauðsynjavörur, og koma sér fyrir í sprengjubyrgjum eða öðrum stöðum sem það telur örugga, í þeirri von að það gæti hugsanlega lifað af þær hörmungar sem það telur að séu rétt handan við hornið. Spádómar Biblíunnar um þessi mál gefa þeim sem trúa von og gleði, þar sem þeir vita að, hvað sem gerist, þá verður Guð með þeim, og þeir vita að Hann mun sigra hið illa, og miklu betri tímar eru framundan.
Kristinn Eysteinsson, 22.12.2012 kl. 16:16
Æ, ég mismælti mig, Snorri.
Ætlaði að segja... Móse og hinir 43 skráendur rita Biblíunnar (ritin eru 66 alls) eru....
En mér finnst það eftirtektarvert að þú viðurkennir að hugmyndin að Boðorðunum gæti verið komin frá forn egyptum.
En þér er alveg óhætt að trúa því að ég er frelsaður frá allri trú og villu. Sem sagt trúfrjáls.
En einhvern veginn varð nú Móse að reyna að ná taumhaldi á þessum skara sem þvældist um í eyðimörkinni í 40 ár, ef marka má frásögn Móse. Og auðveldara að kenna lýðnum aðeins um 1/4 af 42 siðareglum Maats.
En að mínu mati hefur Móse ekki hikað við að brjóta þessa siðareglu Maats:
Setti hins vegar inn vægari reglu sem einungis bannaði seinni hluta siðareglunnar.
Með seinni reglunni gat Móse og allur hans lýður logið hver í kapp við annan, nema þegar um var að ræða ákæru sem krafðist 2ja eða 3ja vitna og við lá grýting eða önnur hrottaleg refsing.
Sigurður Rósant, 22.12.2012 kl. 19:56
Það er ekkert hæft í þessum kenningum um heimsendi, hvorki af hálfu þeirra sem boðuðu heimsendi 21. des s.l., né af hálfu þeirra sem benda á Kúbudeiluna 1963, né af hálfu kristinna sem benda á Matt 24. kafla:
Ofangreind atriði má segja að séu sígild og geti verið í gildi í dag. Benný Hinn og hans líkar leika á alls oddi og selja grimmt sína læknisþjónustu, en fjárfesta og versla eins og þeim sýnist fyrir fjárplokk sitt af bláeygum safnaðarmeðlimum. En svo fer að verða erfiðara að sjá eftirfarandi rætast:
Ofangreint atriði er í sérstöku uppáhaldi hjá Vottum Jehóva og S.D.Aðventistum. Vottar Jehóva benda þarna á "nafn míns", sem nafnið Jahve eða Jehóva. Aðventistar benda aðeins á nafnið Jesú í þessu sambandi en telja að Páfavaldið muni sérstaklega eltast við þá út af "hvíldardeginum", þ.e. laugardeginum sem er hinn eini sanni helgidagur að þeirra mati.
Ofangreint hefur ekki ræst ennþá, en nú eru gósentímar hjá ofstækisfullum einstaklingum og benda mönnum á mengun, offjölgun, hungur, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og svo væntanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga.
En svo kemur síðasta loforðið sem virkar eins og spaug aldanna fyrir þeim sem lengi hafa pælt í þessum spádómum;
Þrátt fyrir margra áratuga trúboð í Afríku, Asíu, Kína og öllum kommúnistaríkjum heims, þá hefur "fagnaðarerindið" ekki náð eyrum almennings þessara landssvæða og heldur ekki stjórnum þeirra.
Jafnvel þó að fólk þessara heimshluta flytji til Vesturlanda, hefur það ekki neinn áhuga fyrir "fagnaðarerindinu".
Sem dæmi má nefna allan þann fjölda múslíma sem flust hefur til Vesturlanda undanfarna áratugi. Þeir horfa margir hverjir algjörlega fram hjá allri trúarflóru Vesturlandabúa en halda fast við siði sinnar fjölskyldu og horfa eingöngu á sjónvarp frá heimalandi sínu í gegnum gervihnattasjónvarp.
Svo til að bæta gráu ofan á svart hamra Hvítasunnumenn þessa dagana sérstaklega á eftirfarandi fyrirheiti sem þeir kalla "burthrifninguna".
Orðað svona fyrir nútímanninn:
Hvergi er t.d. minnst á að einkenni hinna síðustu daga muni verða svona:
Af ofangreindu má sjá að ég hef fært allmörg rök fyrir því að heimsendaspár eru út í hött, Snorri og Kristinn.
Gleðileg jól.
Sigurður Rósant, 23.12.2012 kl. 18:20
það að taka orð Biblíunnar úr samhengi, snúa út úr þeim, endurtúlka þau og breyta þeim þannig að þau henti þér getur ekki talist vera að "færa allmörg rök" fyrir máli þínu.
Orðið "heimur", í þessu samhengi, getur þýtt a.m.k. tvennt:
Þegar talað er um heimsendi, eiga flestir sennilega ekki við endalok jarðarinnar eða alheimsins, heldur við endalok þess heimsskipulags sem við búum við í dag. Hvort sem menn telja að breytingin verði vegna endurkomu Krists, endaloka dagatals Maya (sem verður reyndar ekki fyrr en eftir nokkur þúsund ár í viðbót), áreksturs við loftstein eða halastjörnu eða vegna einhverra annarra atriða, þá eru allir sammála um að það skipulag sem við búum við í dag getur ekki haldið áfram óbreytt endalaust. Eins og pýramídi sem stendur á hvolfi, þá kemur að því að það hrynur. Meiri að segja margir vísindamenn telja að miklar breytingar séu framundan, jafnvel innan fárra áratuga. Rök fyrir því eru mörg, svo sem:
- Hnattræn hlýnun (e. "global warming")
- Fæðuskortur hjá stórum hluta mannkyns
- Skortur á hreinu vatni víða um heim
- Loftmengun
- Vatnsmengun
- Yfirvofandi skortur á:
- Olíu
- Járni
- Kopar
- Áli
- Og mörgu öðru sem unnið er úr jörðu
- Hrakandi heilsa fólks vegna nútímalifnaðarhátta
- Hækkandi meðalaldur fólks og kostnaður sem því fylgir
Það þarf ekki að íhuga þessi mál mjög lengi til að sjá að heimsendir er óumflýjanlegur. Það er bara tímaspursmál hvenær hann verður. Sjálfur trúi ég því að Guð grípi inn í áður en okkur tekst að útrýma okkur sjálfum.Kristinn Eysteinsson, 24.12.2012 kl. 16:43
Ég er ekki alveg viss um hvers konar endalok "heimsins" þú býst við, aðhyllist eða trúir að verði, Kristinn, en mér virðist þau þó eitthvað frábrugðin þeim endalokum sem Snorri gerir ráð fyrir.
En ef þú býst við endi "þessa heimsskipulags" líkt og Vottar Jehóva kalla það, þá fellur sú hugmynd einnig undir þau "kennimerki" sem um er getið í Matt. 24. kafla og ég hef fær samhangandi rök fyrir að geti aldrei orðið.
Þú hoppar síðan ofan í aðra skotgröf og reynir að verja þína sýn út frá sjónarhóli misviturra "vísindamanna", sem bendi á að hnattræn hlýnun, fæðuskortur, skortur á hreinu vatni, loftmengun, skortur á olíu, járni, kopar, áli og ýmsu öðru sem unnið er úr jörðu, hrakandi heilsu og svo allt í einu hækkandi meðalaldur í öllum ósköpunum.
Svo fullyrðir þú að ekki þurfi að íhuga þessi mál lengi til að sjá að heimsendir sé óumflýjanlegur, en telur að guð þinn muni grípa inn í til að koma í veg fyrir útrýmingu homo sapiens, eins og þú hugsir bara ekkert um fiskana í sjónum, skordýrin, skriðdýrin, hin spendýrin og alla fuglana.
En ég þori alveg að fullyrða það, Kristinn, að þessir "vísindamenn" þínir, hafa ekki reynt að gera sér í hugarlund vilja mannsins til að útrýma manninum fyrst á undan öllum öðrum dýrategundum. Menn gætu aldrei orðið svo sammála um að eyða okkur öllum og sjálfum sér í leiðinni. Og jafnvel þó að 99,99% manna yrði sammála um að eyða öllu mannkyni og tækist það, þá yrðu samt eftir um 700 þúsund manns eftir víðs vegar um veröldina, sem gjarnan vildu halda áfram að lifa. Þar á meðal trúleysingjar eins og ég.
Svo nú máttu byrja að íhuga upp á nýtt, Kristinn. Ég myndi líka í þínum sporum íhuga að taka upp nýtt nafn og nefna mig Heiðinn, sem þýðir heiðskýr sem sér allt í léttara ljósi uppi á heiðinni.
Sigurður Rósant, 25.12.2012 kl. 21:09
Sigurður
Helstu vísindamenn okkar tíma sér veröldina í sjálfseyðingarferli eins og Kristinn bendir þér á. Endalokin sem ég geri ráð fyrir er aleyðing lífs og menja um líf - en það verður ekki fyrr en rúmlega þúsund árum eftir endurkomu Jesú svo þetta er ekki alveg í bráð. Við endurkomu Jesú verður stöðvuð þetta sjálfseyðingarferli mannsins.
Sigurður, skoðanir þínar eru einmitt hluti þessa sjálfseyðingar sem hrjáir mannin en það er veikleikinn að trúa sannleikanum og treysta meira á sitt eigið hyggjuvit. Trúa því að guð búi í hausaskelinni þinni!
Snorri Óskarsson, 26.12.2012 kl. 12:34
Ég reyndi nú að "googla" t.d. "verdens undergang" en fann ekki neitt frá þessum helstu vísindamönnum sem þið nefnið en þó ekki með nafni, Snorri og Kristinn. En fann þó þennan lista um nokkrar heimsendaspár sem rættust ekki:
Liste over de gange dommedag skulle indtræffe
Kommende dommedage (dem vi venter på):
- 27. maj 2012 af Ronald Weinland i bogen "2008. God's Final Witness" fra 2006. The Church of God (kristne)
- December 2012 spået af Nancy Lieder - død via Planet X aka Nibiru støder sammen med Jorden
- 21. december 2012 baseret på Maya-kalender og gammelt egyptisk samt Planet X/Nibiru
Þú segir líka Snorri í þessari færslu þinni að "endir allra hluta er í nánd" og sá endir verði þó ekki fyrr en "...rúmlega þúsund árum eftir endurkomu Jesú...".
Nú hef ég einnig sýnt fram á með all nokkrum upptalningum/rökum að hvorki endurkoma Jesú Krists né endir "þessa heimsskipulags", né endir lífs á jörðu, né endir plánetu okkar er í augsýn, hvorki frá sjónarhóli fræðimanna, né frá rökum/upptalningum Matt. 24.
En það má kannski með því að tengja saman texta sem ekki er í samhengi við textann í Matt 24, að þúsund árum eftir endurkomu Jesú verði endir veraldar að veruleika. En mig minnir að líka sé talað um "þegar eftir þrengingu þessara daga" muni endirinn verða. Og að "þrengingardagarnir" séu í skilningi sumra kristinna 3 og hálft ár. Svo kristnir eru orðnir all nokkuð ósammála um hvernig beri að túlka tilvitnanir um heimsendi og einfaldlega búnir að missa alla möguleika á bísness í þessum efnum sýnist mér.
Sigurður Rósant, 26.12.2012 kl. 15:09
Sigurður
Takk fyrir þessa töflu, hún er læsileg og upplýsir vel "heimsenda ruglið" sem hefur hrjáð samtímann. Þó vantar nokkuð inní þessa töflu eins og það að um 1950 hafi íshellan á Norðurhveli verið orðin svo stór að yfirþyngd ógnaði jörðinni og hún gæti hæglega umpólast vegna yfirvigtarinnar. Vandinn er bara sá hvers vegna ætti jörðin að hvolfast? Snýr hún "rétt" í geimnum?
Gleymum heldur ekki áhrifum vísindanna. Fyrir örfáum árum (2007) var gefin út myndin "The 11th Hour" með Leonardo DeCaprio, Gorbachev, Stephen Hawking og William Mc Donough. Þeir voru allir með þá skoðun að jörðin og hið náttúrulega umhverfi væri komið að þolmörkum og ekkert væri eftir en hrun eða tortíming á lífinu. Það er líka heimsendir!
Ég hnykki enn á þessu atriði að endurkoma Jesú er ekki heimsendir heldur trygging á áframhaldi lífsins á jörðunni og ætti þess vegna að vera gleðiefni öllum þeim sem elska lífið, réttlæti og Guð!
Snorri Óskarsson, 27.12.2012 kl. 11:36
Mér virðist sem þú sért hættur að trúa á heimsendi, Snorri, og er það gott. Fyrirsögnin Endir allra hluta er í nánd, þýðir þá í raun Endurkoma Jesú er í nánd. Sem er svolítið annað, en bara illa orðað í Matteusi 24. kafla og hjá kristnum mönnum.
Þá eru bara eftir 3 hálmstrá sem kristnir geta hangið í, en ef menn íhuga svolítið, sjá flestir að endurkoma Jesú verður heldur aldrei, því þessi 3 atriði rætast að því er virðist aldrei. Eins konar "kaldhæðni" í lok hræðsluáróðursins sem gerir það að verkum að ekki er hægt að taka "spámenn" alvarlega, yfirleitt.
Hverjir verða þeir sem framseldir verða á næstunni vegna "nafns míns", Snorri? Vottar Jehóva og S.D.Aðventistar vilja eigna sér þetta hatur. Ertu sammála því?
Ekki er nein þrenging fyrirsjáanleg, Snorri. Miklu fremur að fleiri deyja nú úr ofáti en hungri. Hvað sérðu fyrir þér í þessum efnum?
Sérðu fyrir þér að "fagnaðarerindið" verði boðað í löndum múslima t.d. í náinni framtíð?
Með myndinni "The 11th Hour" ýkja menn fyrir sér áhrif mengunar og hlýnunar á veðurkerfi jarðar. Kvikmyndaframleiðendur hafa mestan hagnað af því að framleiða "áhrifamiklar" myndir og "hræða" almenning. Okkur finnst svo gott að láta einhvern hræða okkur, kitla okkur, eða gera eitthvað spennandi. Á þessa eðlisþætti okkar spila þeir sem vilja komast í vasann okkar. Forkólfar trúarbragðanna notfæra sér þessa "trúgirni" okkar, æsifréttamenn og stjórnmálamenn sem vilja ná völdum með því að bjóðast til að koma í veg fyrir einhver stórslys af völdum subbuskapar okkar.
En varðandi umpólun, Snorri, þá telja vísindamenn skv. Vísindavefnum að umpólun gerist á 8 - 10 þúsund árum, en ekki snögglega eins og þú gefur í skyn. Auk þess verðum við varla vör við það, frekar en þegar við sitjum í þægilem bíl sem tekur langa beygju á hraðri ferð.
Svo þá er bara einn möguleiki á einhvers konar endi, Snorri. Árið er senn á enda. Þakka fyrir ánægjulegar bloggstundir á liðnu ári.
Gleðilegt nýtt ár.
Sigurður Rósant, 27.12.2012 kl. 13:42
Ef við byrjum að ríkja með Kristi í 1000 ár og endir veraldar er við endinn á þessum 1000 árum, er þá ekki bara glæpur að fjölga sér?
Aron Arnórsson, 27.12.2012 kl. 15:35
Sigurður
Pétur postuli segir:"Endir allra hluta er í nánd" . Prédikarinn segir :"Allt hefur sinn tíma". Ekkert í kringum okkur er eilíft ekki einu sinni þú eða ég. Af hverju ætti veröldin ekki líka að hafa sinn tíma, og eiga sinn endi? Heimsendirinn kemur það er næsta víst en áður þurfa ákveðnir atburðir að gerast eins og þú nefnir. Þrengingar eru þar á meðal. Eru engar þrengingar fyrirsjáanlegar? Hefur þú heyrt fréttirnar frá Sýrlandi, Egyptalandi, Nígeríu og héðan frá Íslandi? Heldur þú að það geti ekki verið þáttur í þrengingu þegar mönnum er sagt upp vegna "trúar" , skoðana og tjáningar? Það hefur ávallt verið hluti þrenginga að missa bjargráð vegna trúarinnar á Jesú!
Fagnaðarerindið ER boðað í löndum múslima. Arabar voru búnir að fá Biblíuna á arabísku um 200 frá þýðandanum Diatressaron frá Tatían (The Book, history of the Bible, bls 307, Christopher De Hamel, Phaidon) enda tók Múhammeð hluta úr Biblíunni sjálfum sér til handagagns svo hann hefur haft aðgang að Bókinni. Vitað er að frumsöfnuðir voru í Egyptalandi, Sýrlandi, Indlandi og víðar. Þó að land gangi af trúnni þá þýðir það ekki að spádómurinn um að Fagnaðareindið verði boðað öllum standist ekki.
Það breytir engu hvort sagt er að vísindamenn ýkji áhrif mengunar og hlýnunar. Ýkjur er mat þess sem heyrir upplýsingarnar. T.d Sandy var ýktur stormur en er samt engar ýkjur heldur blákaldur veruleiki, óhuggulegur þar að auki. Þannig sé ég Biblíuna hún segir okkur engar ýkjusögur en margir þeirra sem ekki trúa kalla sögurnar ýkjur af því að þeir nota sina smásálarlegu mælikvarða sem segja okkur aðeins það að þeir hafa ekki reynt krafta Guðs, ægivald hans eða mikilfengleik.
Árið endar áreiðanlega og nýtt kemur í staðinn. Bæða það gamla og nýja benda á eina stórkostlega stærð tilverunnar Jesú Krist. Verður þú líka án hans næsta ár? Láttu trúrýni þína tilheyra fortíðinni á næsta ári, gakktu inní endurnýjun trúar, sálar og hugarfars með því að hertaka hverja hugsun til hlýðni við Krist, þá færðu gleðilegt ár!
Aron
Það er enginn glæpur að fjölga sér. Þegar Jesús kemur mun hann koma til þeirra sem bíða hans og það eru þá allavega einhverjir!
Snorri Óskarsson, 27.12.2012 kl. 22:46
Snorri
Og nú nærri 2000 árum seinna leggur þú þér þessi orð Péturs þér í munn: "Endir allra hluta er í nánd".
"Nánd" í okkar móðurmáli þýðir ekki það sama og "einhvern tímann eftir 3000 ár eða meira", Snorri.
"Allra hluta" þýðir ekki það sama og "sumra hluta" eða "örfárra hluta", Snorri.
Ég ætla nú ekki að gera lítið úr þeim þrengingum sem íbúar múslimalanda ganga í gegnum þessa dagana, en þær eru litlar miðað við þær þrengingar sem hópar fólks hafa gengið í gegnum hér áður fyrr, t.d. þegar Svarti dauði lagði að velli 75 milljónir jarðarbúa og þar af 25 - 30 milljónir Evrópubúa eða um þriðjungur þeirra á 14. öld. Þá hafa menn kannski verið reiðubúnir að trúa heimsendaspám sem kristnir eru svo gjarnir að nota þessa dagana.
En eftir því sem ég hef næst komist, með því að spjalla við múslimi, þá hafa þeir svo til enga þekkingu á hvað felst í boðskap kristinna, varðandi "fagnaðarerindið um ríkið". Þeir skella skollaeyrum við öllu því sem kemur frá kristnum.
En stígðu nú á stokk um áramótin, Snorri, og lofaðu sjálfum þér að rýna svolítið í trú annarra, svo þú sjáir nú á hve veikum forsendum hún er byggð á. Þá er möguleiki á að þú getir byrjað á 21 spora kerfinu, farið svo á dáleiðslunámskeið og hjálpað öðrum út úr trúarhelsi sínu, sem þú hefur nú ævilanga reynslu af.
Og að lokum, smá skilaboð til Arons míns. Gerðu bara það sem þér þykir best, til að þér líði vel í framtíðinni. Þá verðum við Snorri jafn glaðir.
Sigurður Rósant, 28.12.2012 kl. 11:32
Takk :)
Aron Arnórsson, 29.12.2012 kl. 00:04
Sæll Sigurður,
Þótt ég hafi aldrei fengið tækifæri til að ræða þessi mál við hann, þá held ég að skoðanir okkar Snorra séu ekki svo frábrugðnar hvað heimsendi varðar. Við trúum því báðir að Kristur muni koma aftur, og að þá verða miklar breytingar á heiminum. Engin stríð verða framar, engin fátækt, sjúkdómar eða aðrar þjáningar. Þetta ástand mun ríkja hér á jörðinni í 1.000 ár og að þeim tíma loknum verður jörðinni, sem slíkri, eytt. Plánetan sem við erum allir staddir á verður þá ekki lengur til. Munurinn sem þú vísar í er bara áherslumunur.
Það þarf ekki allt mannkynið að vera sammála. Það þarf bara einn brjálæðing með aðgang að kjarnorkuvopnum tili að koma kjarnorkustyrjöld í gang, sem gæti eytt, ekki bara mannkyninu, heldur öllu lífi á jörðinni. En, eins og bæði ég og Snorri hafa sagt áður, þá mun Guð koma í veg fyrir að það gerist.
Leyfðu mér að leiðrétta smámisskilning hjá þér. Orðið "heiðinn" hefur ekkert með heiðskýra hugsun að gera. Heiðingi var upphaflega maður sem bjó upp á heiði. Fjölgyðistrú hélt velli þar lengur en í borgum. Þar að auki töldu borgarbúar heiðingjanna vera ósiðaða villimenn. Þannig varð orðið "heiðingi" niðrandi orð um þá sem ekki eru Kristnir. Svipað má segja um enska orðið "pagan", en það er komið úr Latínu og þýðir "sá sem býr út í sveit".
Þú getur fræðst um uppruna þessara og margra annara orða á etymonline.com.
Heathen á etymonline.com
Pagan á etymonline.com
Kristinn Eysteinsson, 29.12.2012 kl. 14:42
Eins og tilvitnanir þínar sýna, Kristinn, þá er mjög óljóst um uppruna og merkingu orðanna "heathen" og "pagan", en þar er m.a. leitt að því getum að orðið "pagan" hafi fyrst sést á prenti þegar biblían var þýdd yfir á þýsku. "heathen woman," used by Ulfilas in the first translation of the Bible into a Germanic language (cf. Mark vii:26, for "Greek")"Að orðið "grísk" hafi verið þýtt sem "heiðin" í Mark. 7:26.
En um merkingu þessara orða hjá þeim er rituðu G.T. á hebresku og N.T. á grísku, vitum við í raun lítið sem ekkert. En orðin "heathen" og "pagan" koma fyrst fram löngu eftir að G.T. og N.T. voru fyrst færð í letur.
En þú segist halda að trú þín á endurkomu Jesú Krists sé áþekk trú Snorra. Sérðu fyrir þér að endurkoma hans sé "í nánd"? Og hvaða merkingu leggur þú í orðið "nánd", þegar það var lagt fram í Matt. 24. kafla fyrir tæpum 2 þúsund árum og svo aftur í dag?
Áttu við að jörðinni verði breytt í eins konar "aldingarð", þar sem menn geta bara slakað á undir ávaxtatrjánum og beðið þess að ávextir þeirra verði fullþroskuð til neyslu. Ljónin munu bíta gras, refir éta krækiber og bláber, menn og spendýr fjölga sér en ekki deyja, næstu 1000 árin eftir komu Jesú Krists?
Sigurður Rósant, 29.12.2012 kl. 22:45
12Þar eð vér nú höfum slíka von, þá komum vér fram með mikilli djörfung 13og gjörum ekki eins og Móse, sem setti skýlu fyrir andlit sér, til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á endalok ljóma þess, sem var að hverfa. 14En hugur þeirra varð forhertur. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt, því að aðeins í Kristi hverfur hún. 15Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra, hvenær sem Móse er lesinn. 16En "þegar einhver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin." 17Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. 18En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.
Aron Arnórsson, 30.12.2012 kl. 16:12
Ok Snorri.
Þegar Páll talar um þrengingar, t.d einsog þegar hann segir að þær veita þolgæði. Gætiru lýst fyrir mér þegar þú upplifir þrengingar?
Og "vor Guð er eyðandi eldur" og "óttalegt er að falla í hendur lifanda Guðs"
Ég er stundum alveg að bugast undan hirtingu og ögun. Hvað verður um mig?
Og hver er munurinn á forgengilegum sigursveig og óforgengilegum? Ég er búinn að leggja mig fram við að skilja muninn.
Líka "Kristur dó fyrir oss meðan vér enn vorum í syndum vorum. Hvað þýðir þetta? Enn vorum? hvað meinar hann?
Svo segir Páll líka að "lögmálið vekur reiði". Hefur lestur úr ritiningunni gert þig snar brjálaðan í skapinu? Hefur gerst fyrir mig, oftar en einusinni og tvisvar.
Ég er hræddur um að ég muni blygðast mín ef og þegar ég sé þig næst og við erum ekki einsog hinn vonar að við séum.
Aron Arnórsson, 2.1.2013 kl. 01:51
http://www.youtube.com/watch?v=BMHuUIYCA0o
séð þetta Snorri?
Gyðingur að bera saman kristindóm og júdisma
Aron Arnórsson, 2.1.2013 kl. 13:21
Hann virðist gleyma því samt að Jesús er Andi núna og býr í hjörtum vorum. Heilagur andi talaði þegar NT var skrifað.
Aron Arnórsson, 2.1.2013 kl. 13:32
1En að því er snertir komu Drottins vors Jesú Krists og það, að vér söfnumst til hans, biðjum vér yður, bræður, 2að þér séuð ekki fljótir til að komast í uppnám eða láta hræða yður, hvorki af nokkrum anda né við orð eða bréf, sem væri það frá oss, eins og dagur Drottins væri þegar fyrir höndum. 3Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, 4sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði.
Það er aðeins einn maður sem hefur gjört sjáflan sig að Guði og það er Jesús frá Nasaret. Svo gastu ekki svarað mér þegar ég spurði þig afhverju bæði Djöflinum og Jesú væru líkt við ljón og höggorm.
Aron Arnórsson, 2.1.2013 kl. 14:42
1Þá sá ég dýr stíga upp af hafinu. Það hafði tíu horn og sjö höfuð, og á hornum þess voru tíu ennisdjásn og á höfðum þess voru guðlöstunar nöfn. 2Dýrið, sem ég sá, var líkt pardusdýri, fætur þess voru sem bjarnarfætur og munnur þess eins og ljónsmunnur. Drekinn gaf því mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið. 3Eitt af höfðum þess virtist sært til ólífis, en banasár þess varð heilt. Öll jörðin fylgdi dýrinu með undrun, 4og þeir tilbáðu drekann, af því að hann hafði gefið dýrinu vald sitt. Og þeir tilbáðu dýrið og sögðu: "Hver jafnast við dýrið og hver getur barist við það?"
Aron Arnórsson, 2.1.2013 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.