Mbl er áminnt um sannsögli!

Svona opinbera fyrirsagnir gleymskuna hjá mönnum. Þetta er nú of sagt að 116 ára maður sé elsti karl allra tíma. Móse var 120 ára þegar hann dó. Jósúa eftirmaður hans sömu leiðis 120 ára. Ef farið er enn framar í mannkynssöguna þá er sagt að Adam, sá fyrsti hafi verið 930 ára þegar hann dó en sá sem hefur hæstan dánaraldur var Metúsala 969 ára.

Þessir menn voru uppi þegar lífaldur gat verið gríðarlega hár og á þeim tíma voru eðlurnar uppi sem við gjarnan köllum risaeðlur. Af því að þær tilheyra "raptile" eins og skjaldbökur þá stækka þær allan sinn aldur og því eru þær kallaðar risaeðlur vegna hins langa líftíma. Sama er að segja um risaskjaldbökurnar þær eru orðnar gamlar og þess vegna stórar enda stækka þær allan sinn aldur og búnar að ná risastærðinni í lokin.

Svo við þetta má bæta að eitt af loforðum kristninnar er einmitt það að "hver sem á Jesú trúir mun lifa þótt hann deyi" og taka hlut í hinni nýju jörð sem verður endursköpuð innan skamms. Við mennirnir erum víst algerir snillingar að fara illa með okkar tilveru og okkur sjálf svo það er ekki löng framtíð með okkar inngripi. Um öll Arabalöndin er komin sú upplausn sem mun fæða af sér enn stærri átök sem færast á Ísraelsfjöll. Þar sem þetta er allt þegar byrjað hvað eigum við þá langan tíma eftir til að ganga fram fyrir Guð og gera upp málin við hann

Í dag er náðardagur, nú er hjálpræðistíð! Láttu ekki þennan dag líða án þess að gera upp við skapara þinn!

Snorri í Betel 


mbl.is Elsti karl allra tíma látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Hvað þá um Tom Bombadil... nei, hann er ekki beinlínis mennskur, úps.

Tómas, 12.6.2013 kl. 15:58

2 Smámynd: Óli Jón

Hvað um skipasmiðinn gamla, hann Nóa?

Óli Jón, 12.6.2013 kl. 16:29

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hans er getið vegna "ofurmannlera" eiginleika? Tom og Tómas eru nöfn notuð á menska aðila enda þýðingin "tvíburi"!

Svo má minnast á Nóa, hann var 500 ára þegar hann lagði kjölinn á örkinni og 600 ára þegar hann og fjölskyldan fóru inní Örkina. Abraham var 134 ára þegar hann dó. Svona má lengi telja svo Mbl fer ekki með rétt mál að segja að 116 áfa öldungur sé elsti maður allra tíma.

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.6.2013 kl. 16:47

4 Smámynd: Tómas

Tom sagðist muna eftir "fyrsta regndropanum" og "fyrsta korninu", svo ég ímynda mér að hann sé þannig eldri en flest annað á jörðinni :p

Þá er hann eldri en mannkyn sjálft, ef eitthvað er að marka sköpunarsögu Tolkien.

Tómas, 12.6.2013 kl. 17:15

5 Smámynd: Tómas

...svo geta aðrar dýrategundir reyndar líka getið sér tvíbura. Held það sé ekki stranglega bundið við Homo Sapiens Sapiens.

Tómas, 12.6.2013 kl. 17:16

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Svo má ekki gleyma hobbitanum Bilbó, hann varð mjög gamall. Líka seiðkarlinn Gandálfur. Og Connor Macleod, skotinn sverðfimi sem sagt er frá í kvikmyndinni "the Highlander", hann var tæplega 500 ára þegar sú saga var sögð.

Skeggi Skaftason, 12.6.2013 kl. 20:25

7 Smámynd: Pétur Harðarson

Snorri, ef þú lest aðra málsgrein í fréttinni þá sérðu af hverju mbl.is getur ekki tekið persónur úr Biblíunni með í reikninginn.

Pétur Harðarson, 12.6.2013 kl. 20:33

8 identicon

Sæll Snorri, hvað ætli að árið hafi verið margir dagar þegar að Adam var uppi, kannski 365?   Eða bara einn tunglmánuður? Ja ég spyr bara!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 21:07

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Líklega var árið mælt skv. gangi tunglsins. Gyðingar gera þetta enn og ekki eru þeir neitt ruglaðir í tíma eða hátíðum t.d. hefur Hannúkka ekki færst fram á sumarið. Þeir fylgja nokkuð vel okkar tímatali of ríma vel við jólin. Við t.d fáum páskana á mismunandi dögum því þeir fylgja fyrsta fulla tungli eftir vorjafndægur - sama og hjá gyðingum - ennþá eftir 2000 ár eru þeir vorhátíð! Svo af þessu má sjá að fylgja gangi tunglsins eyðileggur ekki mælingu Móse og löngum lífaldri Adams til Nóa.

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.6.2013 kl. 21:36

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er hneyksli! Svo gleyma þeir líka konungum Súmera, en þeir urðu miklu eldri en persónur biblíunnar. Til dæmis var Dumuzid 36.000 ára gamall.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2013 kl. 06:13

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti

Mjög hár aldur- ekki vafamál, allavega hærri en 116 ár! Það sem er vissulega athyglisvert er að 1.Mósebók er rituð áður en Ísraelar voru sendir til Babylonar og á báðum stöðum er hár aldur og mjög langur líftími reglan!

Snorri Óskarsson, 13.6.2013 kl. 08:04

12 Smámynd: Mofi

Fyrir forvitna, sjá: Did People Like Adam and Noah Really Live Over 900 Years of Age?  Margt áhugavert þarna eins og t.d. við höfum fleiri fornar sögur þar sem fólk lifði lengi; auðvitað sannar ekkert en það er það sem við myndum búast við ef að sögurnar í Biblíunnu séu sannar.

Mofi, 13.6.2013 kl. 10:38

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Mofi

Þetta er frábært!

Strákar, takk fyrir að standa með mér í því að leiðrétta Mbl. til að gera það áreiðanlegra blað, traustvekjandi og upplýsandi fréttaveitu!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 13.6.2013 kl. 12:02

14 Smámynd: Bjartur Thorlacius

Athugaðu að goðsögur Súmera voru skrifaðar á undan Biblíunni og á svipuðum slóðum. Vísaðu frekar í ævilengd kínverskra fornsagnahetja.

Skemmtilegt að í Biblíunni hafi einmitt verið farið að draga úr ævilengdum.

Bjartur Thorlacius, 13.6.2013 kl. 19:43

15 Smámynd: Snorri Óskarsson

Bjartur

þú segir allt sem segja þarf :"goðsögur Súmera"! Við þekkjum muninn á Biblíunni og "goðsögum"! Biblían hefur gríðarlega nákvæma og merkilega sagnfræði sem við megum styðjast við!

Íslenskur arfur er að hluta til "goðsögur" eins og Völsungasaga en við vísum sjaldnast til þeirra af því að þær eru einmitt "goðsögur" og því verður ekki breytt!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 13.6.2013 kl. 22:14

16 Smámynd: Tómas

Snorri. Prófaðu að lesa sköpunarsögu Tolkien, Silmarillion. Hún er góð heimild um fortíðina. Getum treyst henni :)

Tómas, 14.6.2013 kl. 01:39

17 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tómas

Af hverju getur þú treyst sköpunarsögu Silmarillos og Tolkiens? Þær eru eins og þróunarsagan, bútasaumur draumspakra vísindamanna! Ég get treyst sköpðunarsögu þeirra sem komu inní nýja veröld, nýskapaða og með höfundinn til frásagnar. Gulltryggt enda ber allt að sama brunni. Þeir sem rannsaka náttúruna sjá undantekningarlaust fingrafar og handbragð mikils skipulags og frábærrar reglu, allt frá Guði.

Þú ættir að lesa eftir Alister McGrath, "Ranghugmynd Richard Dawkins"! Hún er mjög fróðleg!

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 14.6.2013 kl. 15:17

18 Smámynd: Mofi

Tómas, Tolkien var kristinn og eitthvað segir mér að hann hefði engan veginn verið hrifinn af því að einhver væri að bera saman Biblíuna og Silmarillion í þeim skilningi að báðar væru bara skáldskapur.

Mofi, 14.6.2013 kl. 15:35

19 Smámynd: Tómas

Hahaha, þið eruð skondnir.

be

Ég er vitanlega að trolla (http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_(Internet)) ykkur, bara svo það sé á hreinu, ég trúi ekki á það sem stendur í Silmarillion.

Snorri: Biblían er rituð af mönnum, full af bulli (t.d. talandi dýr) og vitleysu (t.d. sköpunarsagan), þó innan um leynist sannleikskorn, og fæst í henni er staðfestanlegt, eða vísindalegt - eða þetta sýnist mér, eftir því sem ég kemst næst.

Af hverju ætti ég að sjá fingrafar Yaweh, en ekki fingrafar Allah? Eða fingrafar Þórs? Þú virðist ansi viss um að hafa veðjað á réttan guð. Jæja, ég ætla svosem ekki að fara að ræða þetta til þaula. Mín afstaða er altjént: Náttúran er falleg, og ber merki um fínustu reglu - ekki ætla ég að þykjast vita hvers vegna það er.

Kannski kíki ég á bókina hennar McGrath. Efast ekki um að það verði áhugaverð lesning..

Mofi: Eitthvað segir mér að Tolkien væri alveg slétt sama ef einhver gerði þetta. Ég ætla honum að vera meiri maður en svo að móðgast þegar ég bendi á að ég telji biblíuna vera skáldskap, vegna þess að ég hef ekki nægilega ástæðu, eftir mikla íhugun, til að telja annað.

Eitthvað segir mér að þú teljir guði hindúa vera skáldskap, á svipaðan hátt og ég biblíuna. Ertu ekki að móðga alveg helling af fólki - sem er enn lifandi í dag..? :)

Tómas, 18.6.2013 kl. 22:49

20 Smámynd: Aron Arnórsson

12Þér skuluð ekki kalla allt það ,samsæri', sem þetta fólk kallar ,samsæri', og ekki óttast það, sem það óttast, og eigi skelfast. 13Drottinn allsherjar, hann skuluð þér telja heilagan, hann sé yður ótti, hann sé yður skelfing. 14Og hann skal verða helgidómur og ásteytingarsteinn og hrösunarhella fyrir báðar ættþjóðir Ísraels og snara og gildra fyrir Jerúsalembúa. 15Og margir af þeim munu hrasa, falla og meiðast, festast í snörunni og verða veiddir.

Jesaja 8

Aron Arnórsson, 19.6.2013 kl. 03:25

21 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hann heitir: Alister McGrath og Joanna Collicut McGrath (eiginkona). Bókin er gefin út af Uglu. Mæli með henni.

Skáldskapurinn þarf ekki að krefjast þess að vera sannleikur, en hann gerir það samt og vill jafnvel vera settur ofar sannleikanum. Pétur Postuli segir að hann fylgi ekki skáldlega uppspunnum skröksögum og þá er um sjónarvott að ræða að öllum flestum táknum, kraftaverkum og undrum Fagnaðarerindisins um Jesú Krists. Hann var í veislunni góðu þegar vatni var breytt í vín, hann fékk að ganga á vatninu að boði Jesú, hann sá Jesú umbreytast á Ummyndunarfjallinu og verða skínandi flottan með Elía og Móse. Þessi sjónarvottur er annaðhvort að ljúga eða segja satt - Ég trúi að hann segi satt og því bendi ég á hans upplifun og frásögn sem sanna. Þetta er álíka og að halda því fram að Guðlaugur hafi getað synt í land 1984 þó svo að allir hinir hafi ekki getað það! Einn til frásagnar þarf ekki að vera lygi.

k.kv.

Snorri

Snorri Óskarsson, 19.6.2013 kl. 12:14

22 Smámynd: Mofi

Tómas, aðallega að benda á að hann myndi líklegast hrista hausinn yfir vitleysunni. Biblían er skrifuð sem áreiðanlegur vitnisburður, á þann hátt að það að ljúga er svo rangt að þú átt von á eilífri glötun ef þú lýgur. Þú getur auðvitað ályktað sem svo að Biblían sé ein stór lygi en ekki láta eins og það er svipað því og trúa að Silmarillion sé aðeins skáldskapur.  Ég held að fólk almennt er ekkert móðgað við að hitta fólk sem telur að þeirra trúarrit sé skáldskapur, fullkomlega eðlileg afstaða þeirra sem tilheyra ekki viðkomandi trú.

Mofi, 19.6.2013 kl. 14:04

23 Smámynd: Aron Arnórsson

1Styrkst þú þá, sonur minn, í náðinni, sem fæst fyrir Krist Jesú. 2Og það sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hendur trúum mönnum, sem líka munu færir um að kenna öðrum.

3Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú. 4Enginn hermaður bendlar sig við atvinnustörf. Þá þóknast hann ekki þeim, sem hefur tekið hann á mála. 5Og sá sem keppir í íþróttum fær ekki sigursveiginn, nema hann keppi löglega.

6Bóndinn, sem erfiðar, á fyrstur að fá sinn hlut af ávöxtunum.

7Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu.

8Minnst þú Jesú Krists, hans sem risinn er upp frá dauðum, af kyni Davíðs, eins og boðað er í fagnaðarerindi mínu. 9Fyrir það líð ég illt og það jafnvel að vera í fjötrum eins og illvirki. En orð Guðs verður ekki fjötrað.

Aron Arnórsson, 26.6.2013 kl. 04:52

24 Smámynd: Aron Arnórsson

10Fyrir því þoli ég allt sakir hinna útvöldu, til þess að þeir einnig hljóti hjálpræðið, í Kristi Jesú með eilífri dýrð. 11Það orð er satt:

Ef vér höfum dáið með honum,
þá munum vér og lifa með honum.
12 Ef vér stöndum stöðugir,
þá munum vér og með honum ríkja.
Ef vér afneitum honum,
þá mun hann og afneita oss.
13 Þótt vér séum ótrúir,
þá verður hann samt trúr,
því að ekki getur hann afneitað sjálfum sér.

Aron Arnórsson, 26.6.2013 kl. 04:53

25 Smámynd: Aron Arnórsson

26Slíks æðsta prests höfðum vér þörf, sem er heilagur, svikalaus, óflekkaður, greindur frá syndurum og orðinn himnunum hærri. 27Hann þarf ekki daglega, eins og hinir æðstu prestarnir, fyrst að bera fram fórnir fyrir eigin syndir, síðan fyrir syndir lýðsins. Það gjörði hann í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnfærði sjálfum sér. 28Lögmálið skipar menn æðstu presta, sem eru veikleika háðir, en eiðurinn, er kom á eftir lögmálinu, skipar son, fullkominn gjörðan að eilífu.

Aron Arnórsson, 26.6.2013 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband