Verður er verkamaðurinn launa....

Nú er ekki lengur vinstristjórn. Við það hafa verkalýðsfélög vaknað upp til lífsins og krefja launaleiðréttinga sem sannarlega þurfa að verða ef okkur finnst að heimilin eigi að standa undir kröfum lánadrottna og samfélags. En sorgarsagan er auðvita sú að Vinstristjórn, launþega og verkalýðs, sinnti ekki launaleiðréttingum hinna vinnandi stétta heldur slógu skaldborg í kringum peningakerfi, banka og vogunarsjóði. Við áttum að borga "Æ-Seif" sama hvað!

Hægt er að nefna atburði eins og bankahrunið, gírugir vogunarsjóðir, láglaunastefna og ný hjúskaparlög séu dæmi um fráhvarf frá gömlu kristnu gildunum. Færri telja sig eiga samleið með þjóðkirkjunni og frjáls kristin trúfélög vaxa hægt eða ekki.

Í ljósi þessa er vert að athuga hvort ekki vanti kristin gildi hjá þeim sem ráða för, ríkja yfir fjármálakerfinu eða semja um kaup og kjör almennings? Hin kristnu gildi koma t.d. fram í bréfi sem bróðir Jesú frá Nazaret reit og heitir Jakobsbréfið. Í fimmta kafla segir hann:

"Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum."

Við heyrum um yfirgegnilegan vöxt lífeyrissjóða og vildarkjör þeirra sem stjórna þeim í "okkar þágu". En þeir sem eiga að fá að njóta þeirra búa við sífellt skert leifeyriskjör og nú skal hækka aldur þeirra sem taka út lífeyrinn. Best væri að þetta fólk tæki uppá því að deyja því þá minnka útgöld Lífeyrissjóðanna. En þessum upphæðum má líkja við að hver Íslendingur eigi 8 milljónir í sjóðunum. Það eru tveggja ára laun kennara t.d.

En Jakob heldur áfram og fylgjum því næsta versi: "Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum sem slógu lönd yðar og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi". (etið gull, keypt ykkur jeppa að þarflausu, hækkað laun og sporslur o.s.frv.) Þetta virðist yfirbragðið hjá þeim sem gera launþegunum tilboð um 2,7% launahækkun.

Þessi peninga- og launastefna verður ekki landinu til framdráttar eða merki um framfarasinnað álit. Kvótaeigendurnir hafa fengið frían aðgang að fiskimiðum en segja hiklaust upp áhöfnum og selja útgerð vegna þess að hagnaðurinn reynist ekki nægilegur?

Er samhengi í því að lækka laun og geta ekki nýtt auðlindirnar; missa togara úr rekstri í "besta kvótakerfi heimsins"?

Ég tel að vegna ókristilegs gildismats þá hafi allt kerfið brenglast og því erum við enganveginn komin útúr hruninu. Ef  laun yrðu hækkuð í sanngjarna tölu þá stæðu skólar ekki frammi fyrir því að á næstu 5 árum sækja ungir kennarar ekki um störf. Sjómönnum hent í land og atgervisflótti verði í launþegastéttinni svo við þurfum útlendinga, eins og Pólverja, til að lepja dauðann úr skel á meðan Íslendingarnir flýja land!

Við borgum ekki af því að kristnu gildin hafa verið fjarlægð úr skólum, vinnustöðum og þjóðarsál. Hinn kristni hefur eftir orð Meistarans frá Nazaret og tekur sanngjarna afstöðu til náungans og segir: "Verður er verkamaðurinn launa sinna". Lúk. 10:7

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband