Dýrt er Drottins orðið!

Þetta orðatiltæki er oft notað í daglegu máli og þá aðallega hjá eldri kynslóðunum. Þær yngri temja sér frekar myndlíkingar sem koma úr tölvum, leikjum eða tónlist.

En þetta orðtak er eldra en elstu menn muna. Vera má að hjá okkur eldri hefur orðtakið ekki einu sinni þá mögnuðu merkingu sem stendur þar að baki. 

Dýrt táknar verðmætt og/eða innihaldsríkt. Drottinn þýðir Guð eða konungur og gæti átt við um stjórnvöld eða yfirboðara í mannlegri skipan. Svo innihaldið þarf að vera skírt og klárt hjá þeim sem fara með völdin. Hanna Birna er í dag toguð og teygð í fjölmiðlum vegna þess að orð hennar teljast ekki "dýr" orð eða merkingarbær. Það telst vera stjórnanda til hnjóðs ef hann grípur til innihaldslausra orða þ.e. lyginnar. Það eiga allir menn að varast, auðvita!

Í Biblíunni talar Jesaja spámaður til sinnar kynslóðar og setur fram þessa setningu: " Ég gef Egyptaland í lausnargjald fyrir þig, læt Bláland og Seba í stað þín." (Jes.43:3) Skýringin á þessari setningu kemur fram í næsta versi: "Sökum þess að þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn og af því að ég elska þig þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt"!

Þessi orð geta því verið í algerri andstöðu við þá hugsun að allir menn séu jafnir frammi fyrir Guði. Sumir menn eru kallaðir Guðs eignarlýður og Guðs börn eða börn ljóssins. Aðrir menn eru kallaðir börn Djöfulsins eða börn myrkursins. Ekki eru fleirri hópar nefndir og við getum hæglega verið tengd við annan hvorn hópinn. Þegar Qumran handritin voru opnuð reyndist þessi framsetning augljós hjá skrifurum handritanna að þeir tilheyrðu "börnum ljóssins", fjarri glaumi og glysi hinnar spilltu valdastéttar.

Þessi regla var sett á endurfyrir löngu í hinni fyrri sköpun. Þeim kafla lauk með kynnum á hinum vammlausa manni sem stóð uppúr hvað mannkosti varðar í veröld sem þýddist ekki skapara sinn og urðu börn myrkursins með glæpaverkum alla daga sína.  Veröld Nóa var eytt og hinum grandvara og hreinlynda Nóa gefið framhaldslíf ásamt fjölskyldu sinni. Nýj veröld sem mundi ekki farast í flóði. Svo kom hinn dýrmæti Abraham stóð frammi fyrir ógn syndar og spillingar dauðans, tortímingu er stóð í gegn anda hins trúaða og vildi fara sína eigin leið. Henni var rutt í burt, Sódómu og Gómorru eytt og Lot, hinum réttláta manni og frændi hins dýrmæta Abrahams, bjargað. Svo kom saga Jósefs sem endaði með því að Ísraelarnir voru þrælar í 400 ár. Dómurinn kom, Egyptaland var lagt í rúst og gyðingum bjargað.Sama með Babylóníu eftir að þar ríki var búið að gegna refsihlutverki sínu þá var því fórnað, til að gyðingarnir fengju að halda lífi og hverfa aftur heim í land sitt. Hlutverk þeirra skyldi koma fram að ala mannkyninu frelsara;  þess vegna voru þeir djásn í augum Guðs. Eftir að þeir höfnuðu Jesú og báðu um Barabbas voru þeir sendir í útlegð, heimshorna á milli unz þann tíma bæri að að Frelsarinn birtist á ný í Skýjum himins til að dæma lifendur og dauða. Þá fá gyðingarnir forskot á að koma heim í öðul sín.

Land þeirra var lagt í rúst 70 e.kr. Önnur heimsveldi hafa tekið landið eignarnámi. En eftir að hafa legið undir valdi Islam um aldir og stjórn Tyrkja því frá 1517 til 1917 . Þá var Tyrkjaveldi  brotið á bak aftur og Gyðingaland leyst og gefið gyðingum sbr. Balfour yfirlýsinguna. En gyðingarnir hlupu samt ekki til heldur voru þeir tregir til að mæta á sína fósturjörð.

Seinni heimstyrjöldin kom og lagði Evrópu í rúst, Gyðingarnir - landlaus lýðurinn, skyldi nú hraða för á Ísraelsfjöll. Þangað eru þeir komnir. Hversu dýrmætir eru þeir ekki í augum Guðs! Allt er þetta svo að við megum trúa og bera virðingu fyrir hinum almáttka.

Öll þessi saga hefur kostað ógrynni fjár, menningarríki og konungshásæta. En Orð Drottins varir að eilífu. Hann hefur allt vald á himni og jörðu. Hann lagði líka Tyrkjaveldi og Evrópu á fórnaraltarið til að láta Orð sitt rætast. Kirkjan er hans eignarlýður og á að vera "stólpi og grundvöllur sannleikans" með "postulana og spámennina sem grunn en Jesú sem hyrningarstein"! Þessi viðhorf á hver prestur og kennimaður kristninnar að hafa og boða kristnum lýð!

Sumar svokallaðar kirkjur og prelátar þeirra hafa nú ekki lengur þann grunn að bera Ritningunum vitni. Tal þeirra er í hróplegri andstöðu við "Drottins Orðið" ; þær hafa afvegaleiðst og tala með barka undirdjúpanna og myrkva sálarsýn fylgjenda sinna. Þannig eru meðlimirnir orðnir Gómorru lýður og börn hinna spilltu gilda. Má þar nefna að meiri þungi er í að berjast fyrir "mannréttindum" en síður lagt til okkar að "Elska Guð" sem er æðsta og fremsta boðorð Biblíunnar. Bara þetta atriði er grunnurinn að lækningu á hugmyndaheimi mannsins. Að vita um Guð sem er okkur æðri setur okkur menn á þann stall að við ráðum ekki ein og stjórnum því ekki hvað er rétt og rangt, hollt og gott, til lífs eða dauða. Guð skapaði okkur til að lúta þeim lögmálum tilverunnar.

Hann gaf afkomendum Abrahams þetta hlutverk að vera fyrirmynd annarra þjóða og menninga í hegðun og manngildum sem fæddu af sér líf og varðveittu líf. Boðorðin 10 voru gefin til að við fengjum að lifa.

Svo kom Jesús, frumglæði ljóssins sem allt er skapað til og fyrir. Honum var fórnað og Barabbas gefið frelsi. Enn ríkir andi Barabbasar yfir mannheimi með morðum, ránum og illum gjörðum - en tíma hans er brátt lokið.

Í dag er náðardagur og við fáum að leiðrétta okkar eigin lífsviðhorf og ganga í lið Jesús frá Nazaret sem er þar allt í öllu, með orði og kenningum er að gagni koma og veita heill og hamingju með eilífu lífi héðan í frá! Orð hans eru líf enda er hann upphaf tilverunnar og allt á tilveru sína í honum.

Ríki Barabbasar verður eytt alveg eins og veröld Nóa, Sódómu, Egyptalandi, Babylon, Tyrkjaveldi o.fl,o.fl. en þú færð að bjargast því hver sem á Jesú, trúir mun ekki glatast heldur eignast eilíft líf! 

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband