Menningarslys fræðslumála!

Greinargerð fyrir ályktun aðalfundar Hvítasunnuhreyfingarinnarsem samþykkt var samhljóða þann 29. Mars 2014

 

Á undanförnum árum hefur vaxandi andúðar gætt bæði hjá  stjórnmálamönnum og skólastjórnendum gagnvart því að Gídeon menn fái að koma í skólana og gefa Nýja-Testamenti. Þá hafa Kristin trúfélög komið að lokuðum dyrum þegar kemur að kynningu á starfsemi þeirra bæði varðandi barna og unglingastarf í hverfi barnanna.

Einnig hafa umræður verið um það hvort prestart eða fulltrúar trúfélaga mættu koma í heimsókn í bekki og tala um trú, fermingu eða til bænahalds þegar svo stendur á. Þekkt er að við skólaheimsóknir í kirkjur hafi fylgt þeim skilyrðum frá fræðsluyfirvöldum að prestart fari ekki með bænir eða það sem kalla mætti trúboð. Svo rammt hefur kveðið við í sumum tilfellum að við andlát bekkjarfélaga hafi prestur komið að lokuðum dyrum þó það sé sjaldgæft.

Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi er sjálfstætt krisinn söfnuður og trúir því að hið besta veganesti í lífinu sé einmitt Kristin trú. Hún er trú friðar, jöfnuðar og sanngirni með þá reglu að leiðarljósi að allt það sem þú vilt að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Kjarninn í boðskap okkar er sagan um Jesú frá Nazaret og það frelsisverk sem hann vann okkur til heilla og eilífs lífs. 

Vegna þeirra  orða þar sem hann segir: “Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi” þá skorum við á yfirvöld skólamála á Íslandi að leggja engar hindranir í veg þeirra sem flytja börnunum boðskapinn um Jesú, hvort sem það er að gefa Nýja-Testamenntið eða segja börnunm frá kristnu safnaðarstarfi í umhverfi þeirra.

Við vitum einnig að  boðskapur um Jesú hefur haft góð áhrif t.d. eins og rannsóknir hafa sýnt að “unglingar sem taka þátt í kristnu unglingastarfi eru síður líklegri til að tileinka sér ýkta áhættuhegðun á borð við fíkniefnaneyslu eða óábyrgu kynlífi”! 

Þá er og vitað að skv. Grunnskólalögum er gert ráð fyrir að skólinn standi vörð um Kristin lífsgildi og menningararf sem er og undirstaða laga og reglna í samfélaginu. 

Þekktir lögfræðingar hafa einnig haft orð á því í opinberri umræðu að hindranir sem skólar hafi sýnt kristnum séu klárt lögbrot af hálfu stjórnvalda þar sem bæði stjórnarskrá og grunnskólalög gera ráð fyrir að sú lífsspeki móti samfélagið.

Ekki má heldur gleyma því að samfélagið hefur allan hag af því að börn og unglingar fái að styrkja þau sjónarmið að vera varkár með kynlíf sitt vegna þeirra alvarlegu sjúkdóma sem eru farnir að herja á þá sem eiga marga rekkjunauta. Þegar læknar eru farnir að vara við þessu vaxandi heilbrigðisvandamáli þá er hagur okkar allra að neyta allra bragða til að íslenskt mannlíf fái að vera betra, fegurra og nær fullkomnleikanum en það yfirbragð sem nú er.

Að síðustu. Vitað er að skólar hafa ekki lokað á allt sem tengist trúmálum í skólum því Jóga og “Mindfullness” eru trúarathafnir sem er víða boðið uppá án þess að neinar hindranir séu hafðar uppi og þó eru þetta hindúskar trúariðkanir en ekki kristnar.

Til áréttingar málinu birtis eftirfarandi á Eyjunni:

"22. mar. 2014 - 20:00

Nýir faraldrar illviðráðanlegra kynsjúkdóma áhyggjuefni:

„Sumt minnir óþægilega á mannkynssöguna, frásagnir af Sódómu hinni forboðnu og aðdraganda að hruni Rómaveldis til forna þegar sukkið og lauslætið náði hámarki. Í dag eru hins vegar ískaldar staðreyndir nútímans á norðurhjara veraldar aðal áhyggjuefnið, ný tár og nýir faraldrar kynsjúkdóma sem eru villtari og illviðráðanlegri en Freyjukettirnir áður“.

Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir á Eyjunni. "

 

kær kveðja með von um Miklu betri framtíð!

Snorri í Betel 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband