Fordómarnir?

Í grunnskólalögum frá 12.júní 2008 er sagt í 2.gr.

Markmið: .. "Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi." 

Þessi "kristna arfleifð íslenskrar menningar" nær frá árinu 1000 (999) e.kr  og hefur að geyma Nýjatestamenti Odds frá 1540, Guðbrandsbiblíu 1584 og fleiri Guðsorðaritum sem varla verða öll talin upp hér.

Nú er það skylda kennarans og skólastjóra að starfa samkvæmt lögum. Hin  "kristna arfleifð"hefur frá alda öðli flokkað kynvillu/samkynhneigð til syndar, samkvæmt Guðs Orðinu!

Nú bregður svo við að ég er flokkaður "fordómafullur" þegar ég reyni að haga orðum mínum utan grunnskólans samkvæmt hinni kristnu arfleifð íslenskrar menningar. 

Af hverju ætli skólastjóra, fræðslustjóra, bæjarlögmanni og bæjarráði á Akureyri sjálfsagt og nauðsynlegt að víkja mér frá störfum þegar lög landsins styðja kristin viðhorf mín? Á ég ekki rétt á því að þessir aðilar skjóti skjaldborg um mig í stað þess að ráðast að mínum sjónarmiðum, trú og tjáningu með oforsi?

Vita menn ekki hvað lögin segja eða eru fordómar og hatur á kristnum ástæða þess hvernig mál mitt er vaxið?

Munum eitt að "Guð stendur í gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð!"

1.Kor. 6:9 tilheyrir hinni kristnu arfleifð en ekki fordómum

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég lít svo á að þú sérst HVÍTU MEGIN á skákborði lífsins.

Þú stendur í raun nær "GUÐI" en biskup íslands.

Jón Þórhallsson, 11.4.2014 kl. 08:16

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég lít svo á að þú standir nær "GUÐI" en biskup íslands.

Jón Þórhallsson, 11.4.2014 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband