30.4.2014 | 13:29
Hættulegar skoðanir?
Í umræðunni undanfarið hef ég tekið eftir að ýmsum sjónarmiðum er velt upp, varðandi það hvort ég hafi haft rétt á að segja það sem ég sagði, blogga á prívatsíðu eða hvort mér sé treystandi fyrir að kenna ungum og viðkvæmum börnum vegna skoðana minna. Þá hefur einnig verið fullyrt að ég sýni af mér fjandsamlega skoðun, bókstafstrú, þröngsýni og kærleiksleysi.
Ein spurði um það: "ef ég hefði ritað og sneitt að fötluðum eða svörtum"? Þessi tenging við bloggfærslur mínar og fatlaða eða svarta fannst mér afar merkileg og varð tilefni þessarar færslu. Hvað með fatlaða?
Í barnæsku minni voru tveir blindir í mínum árgangi og þeir voru "gaurar" eins og við peyjarnir ennþá hluti af árganginum. Fötluð börn hafa verið hjá mér í skóla og setið í bekk sem ég hef kennt. Þau hafa verið börn og sýnt samskonar hegðun og hinir, fallið inní hópinn og verið hluti af skólastarfinu, "gaurar" eins og verkast vill. En vita menn ekki að "þjóðfélagið" hefur samþykkt að slíkum börnum má eyða? Ég hef ekki þá skoðun. Ég hef þakkað fyrir að hafa kynnst blindum og fötluðum. Hvar eru hættulegu skoðanirnar?
Ég hef engum dverg kennt. Af hverju? Öllum dvergum hefur verið eytt í móðurlífi undanfarin 20 ár- allavega! Ekki vegna minna orða heldur í nafni "kvenréttinda"! Vita menn það ekki að fóstureyðingalögin 1976 var eini "árangur" kvennalistans? Kvenréttindi sem hættulegar skoðanir? Þær vilja ráða yfir eigin líkama. Engri konu né manni með slíkar skoðanir er haldið frá börnum eða kennslu. Hættulegar skoðanir sem virða ekki lífsrétt barnsins? Þetta eru bara "eðlileg sjónarmið og frjálslynd" ekki satt?
Ég er sagður hafa "hættulegar skoðanir" og ósamrýmanlegar fyrir viðkvæm börn í skóla. Ég hef ekki hvatt til eða mælt með að börnum/fóstrum verði eytt.
Ég hef ekki komið nálægt því að krefjast þess að sumir hópar fái ekki málfrelsi eða atvinnu, sviftir rétti til lífsafkomu vegna skoðana eða trúar?
Ýmsum kannski finnst vera að bera i bakkafullan lækinn að blogga enn eina ferðina um siðferði, skoðanir og trú!
En ég trúi því að Biblían sé Guðs Orð. Enginn sem kynnir sér Biblíuna verður "bókstaftrúarmaður" í þeirri merkingu að hann heimti dauða og útskúfun fyrir andstæðinga sína. Ég get hins vegar bent öllum á söguna af Jesú og bersyndugu konunni. Hún var sek, Kristur efaðist ekkert um það en hann sagði "sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum á hana"! Hún var lánsöm að Jesús tók ser ekki grjót í hönd og hinir voru ekki syndlausir. Þá spurði Jesú þegar grjótkastararnir höfðu losað sig við steinana: "Sakfelldi þig enginn"? Nei, herra! Ég sakfelli þig ekki heldur, far þú og syndga ekki framar!
Ég hef átt því láni að fagna að í söfnuði Hvítasunnumanna hér á Akureyri og Vestmannaeyjum hef ég haft fólk frá Afríku, Suður Ameríku, Asíu og ýmsum löndum öðrum. Þetta fólk hefur verið með mismunandi húðlit og gefið hæfileika sína og gáfur inní safnaðarstarfið. Ég hef líka verið með konur sem hafa látið eyða fóstrum og með ótrúlegt sár á sálinni. Ekkert af þessu fólki hefur þurft að "flýja mínar skoðanir" heldur sínar "hættulegu skoðanir" sem urðu til þess að þau tóku þátt í hinu sjálfsögðu réttindum en komu sködduð á sál og anda vegna samviskubits og eftirsjár. Þau leituðu lausnar og fundu hana í trúnni á Jesú Krist einmitt þeirri trú sem leitar sátta við höfund lífsins. Fá fyrirgefningu og breytt lífsviðhorf - viðhorf sem varðveita líf, viðurkenna aðra menn sem bræður og hvetja til heilbrigðs lífernis.
Gjarnan vilja menn fara sína eigin leið. Sumt af því sem við gerum og tökum þátt í er synd; ekki af því að "mér finnst það" heldur af því að Guð (Guðs Orð-Biblían) segir það. Flokkunin kemur þaðan. Í dag er það sem Biblían kallar synd úthrópað sem fordómar. Það viðhorf er ó-Biblíulegt og hættulegt því það eflir andstöðuna við Guð almáttugan, Soninn Jesú og Heilagan Anda.
Viðhorf mitt er þetta: "Látið sættast við Guð"!(2.Kor.5:20)
Kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Félagi Snorri
Þeir eru fáir sem þora að skrifa athugasemdir hjá þér þessa dagana. Fáir sem vilja bendla sig við einhvern sem stendur fastur á lögbundnum rétti sínum til tjáningar - þrátt fyrir mótlæti. Þrátt fyrir að steinahríðin dynji yfir. Enda þótt hún sé að mörgu leiti skárri en loðmullan og þögnin rétttrúnaðarsinna.
Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim, sem segja sjálfa sig vera Gyðinga … ;-)
Kveðjur að sunnan,
þinn vinur Ragnar
Ragnar Kristján Gestsson, 3.5.2014 kl. 21:28
Kæri Snorri.
Mér finnst skelfilegt hve troðið hefur verið á rétti þínum. Mesta fordóma sýnir Akursyrarstjórnin sem neitaði að horfast í augu við einu niðurstöðu dómstólsins sem gat komið til greina.
Við sem erum búin að fylgjast með þér og þínum um áratugi erum vissulega ekki ávallt sammála þér í öllu sem þú predikar, en þú ert sannur í því að vilja kynna fagnaðarerindið og koma fólki til trúar og vonar.
En eftir að hafa fygst með eins og ég sagði þá hefur maður séð og heyrt að þú ert mikils metinn af söfnuði þínum og elju þinni. Þá vita allir sem það vilja vita að þú hefur ekki verið á neinn hátt að innræta nokkurt barn í skólastofu auk þess sem þeir sem hafa tjáð sig af nemendum þínum fyrr og síðar hafa allir borið þér vel söguna sem góðan og skemmtilegan kennara sem nærð vel til nemendanna með námsefnið.
Guð blessi þig Snorri og þitt starf.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.5.2014 kl. 05:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.