Moska, menning og mannréttindi!

Það er mjög merkilegt að taka eftir og fylgjast með umræðum í fjölmiðlum. Nú er hitamál í gangi um það hvort leyfa eigi moskubyggingu í Reykjavík. Helstu rökin eru "mannréttindi," "trúfrelsi", "kvenhatur" og "rasismi"! Svo ræður fimi hvers og eins því í hvaða farvegi umræðan þróast.

Það er engu líkara en að sá sem lýsir yfir andstöðu við moskubyggingu megi kallast  illum nöfnum. Flokksforystan er innt álits og skoðanafrelsi þess sem er í andstöðu við bygginguna á að kosta hann atkvæði eða sætið á listanum. Við á Íslandi drögum ekkert af.

Nú er það svo að trúmálin hafa verið sett í ákveðinn farveg allt frá því er Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp úrskurð sinn árið 1000. Hann sá að ein trú skyldi ráða og ríkja því það myndi tengja saman lögin og friðinn. Þetta hefur ræst hjá okkur í þessi 1000 ár sem kristin gildi hafa verið höfð að leiðarljósi í íslensku samfélagi. Hinir sem voru ekki sammála máttu alveg vera ósammála og dýrka sína guði á laun. Þannig voru þeir ekki "samviskufangar" vegna eigin sannfæringar heldur skyldu þeir búa við frið hinna kristnu gilda án þess að fá að gera sig megandi.

Islam hefur svipaða ásýnd í þeim löndum þar sem hún hefur komist á að þar gilda sharía lög og önnur trúar- eða siðferðisgildi þurfa að halda sig til hlés. Á stundum hefur tekist alveg ágæt sambúð milli ýmissa trúarhópa í ýmsum löndum en svo hefur friðurinn orðið úti og þá skerst í odda og menn fá að standa og falla fyrir trú sína.

Það má segja að undanfarin ár hafa kristnir hópar í Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon og jafnvel á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu fengið að finna á hinu vaxandi valdi Islam því helst hefur það ráðist að þessum kristnu íbúum landanna, kúgað þá og þeir drepnir fyrir það eitt að vera ekki sömu trúar og Islam. Þeir fá að borga hærri skatta skv. Sharia lögum og búa við mun lakari mannréttindi skv. Sharia lögum. Ekkert Arabaland finnst þar sem gyðingum var ekki varpað úr landi  eða þeir drepnir vegna trúarskoðana. Enginn þurfti að svara til saka vegna Sharía-laganna!

Jórdanía leyfir t.d. ekki gyðingum að vera þegnar í ríkinu. Svo mismunun þessara trúarhópa er regla en ekki undantekning í Islömskum ríkjum.

Fyrir örfáum árum var til þess tekið hve mikill fjöldi íbúa í Betlehem væri kristinn. Í dag er hending að mæta þar kristnum manni. Islam ræður og kristnir eru svældir út. Saga kristinna manna í Líbanon er mjög svipuð. Eftir að Yassir Arafat flúði frá Jórdaníu og settist að í Líbanon 1973 settu þeir vegatálma upp um jólin 1974 og stoppuðu alla umferð. Krafist var að menn sýndu vegabréfin sín. Þeir sem voru sagðir kristnir í þeim plöggum voru umsvifalaust skotnir vegna trúarinnar á Jesú. Þá kom fram að Allah á engan son og því var það trúvilla að halda því fram að Jesús væri "Sonur Guðs"!

Trú og pólitík eru ekki svo ólíkar systur. Í stjórnmálum Vesturlanda er ekkert mál að stofna stjórnmálaflokk. Hann þarf aðeins að taka þátt í lýðræði og haga störfum sínum samkvæmt lýðræðislegum reglum. Nazsmi og kommúnismi eru líka stjórnmálastefnur og heilmikil reynsla komin af þeim. Nazismi er óleyfilegur í öllum lýðræðisríkjum Vesturlanda af því að hann gerir ekki ráð fyrir því að leyfa öðrum flokkum að starfa á jafnréttisgrundvelli. Býr Ísland þá við skert mannréttindi? 

Nazisminn kostaði yfir 50 milljónir manna lífið og við segjum hiklaust svona stjórnmálaskoðun má ekki fá að starfa í landi okkar.

Kommúnisminn er ekki ennþá bannaður þó hann hafi kostað 100 milljónir manna lífið eða tvöfalt á við Nazismann og um allan heim stofnað til byltinga og innanríkisátaka. Þeir rændu þjóðirnar friði og brutu í sundur lögin.  Einhverra hluta vegna telst kommúnisminn ásættanlegri lífsstefna og ýmsir framámenn í íslenskri sögu hafa verið formenn í kommúnistisku stjórnmálaafli stóran hluta ævi sinnar. Við teljum þá ekki til morðingja eða misyndismanna. En stefnan er samt hættuleg lífi og limum manna.

Má ekki einnig flokka trúarbrögð á svipaðan hátt?  Stór hluti þeirra sem aðhyllast Islam eru engir glæpamenn, gestrisnir, þægilegir glaðværir og góðir heim að sækja. Sama má segja líka um kristnu löndin. Þar býr fólk sem má ekki vamm sitt vita og þú getur farið um byggð ból öruggur á nóttu sem degi. En Kristnu ríkin leyfa ekki mismunun í skattheimtu vegna trúarinnar. Þú þarft að borga jafn mikinn skatt trúaður sem trúlaus. Kristnu ríkin leyfa ekki að þú drepir náungann fyrir það eitt að hann er ekki sömu trúar og þú. Lífið er heilagur réttur og þú mátt búa þar sem þú vilt, kvænast og giftast þeim sem þú vilt án þess að fjölskyldan hafi rétt til að farga þér eða maka þínum.

Þar komum við að kjarnaatriðum mannlífsins. Höfum við efni á að leyfa trúarskoðunum og stjórnmálaskoðunum að hasla sér völl í okkar samfélagi sem hafa ofsóknir og manndráp í gildum sínum?

Vð meinum nazistum að hreiðra um sig og er það vel. En þurfum við ekki líka að huga að hinum þættinum einmitt þeim sem er að gerast í allri Evrópu? Hvað er að valda ófriði og sundrungu þar?  

Nú er eins og alsiða að "mannréttindin" hljómi sem "lokasvar" allrar umræðu. En sumt í mannlegri hegðun er synd og löstur. Það er jafnvel kallað mannréttindi.

Reglan "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" er tekin úr Biblíunni og sumum finnst það hið sama og sagt er í Sharía lögum að "ef þú stelur skaltu handarhögginn"! En Biblían segir aðeins að þú skulir skila því sem þú hefur stolið en ekki missa hönd, fót eða líf! Þannig er Guð Biblíunnar mildari og "hagstæðari" en Alla.

Biblían segir: "fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum"! En í Islam er ekki til fyrirgefning! Sama trú? jafn meingallaðar?

Páll postuli segir:" þeir vita að ég er settur fagnaðarerindinu til varnar." Fil. 1:16

 og þessi varnarstaða postulans snýst um það að Gera Fagnaðarerindinu um Jesú þannig að það er öllum mannréttindum meira. Það hefur fyrirheit um þetta líf og hið tilkomanda.  Þetta er staða hins kristna manns, presta, biskupa og prédikara kristninnar.

Ég sá nýjan himin og nýja jörð þar sem réttlætið býr. Þar er Jesús Kristur dómari, konungur og eigandi alls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Snorri.  Það er dapurlegt að fylgjast með þeirri útreið sem oddviti lista Framsóknar- og flugvallarvina hefur hlotið í fjölmiðlum og á netmiðlum.  Síðan hún lýsti því yfir að hún hyggist afturkalla byggingarleifi fyrir mosku í Sogamýrinni, hafa stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjöldi fólks komið með ljót ummæli í hennar garð.  Hefur þar verið skammt stórra högga á milli, hefur hún verið úthrópuð sem rasisti og útlendingahatari.  Allt vegna þess að hún dirfðist að leggja til að byggingarleyfi yrði afturkallað og málinu yrði látið í dóm íbúa í Reykjavík með atkvæðagreiðslu þar að lútandi.  Það er skrítin mannréttindastefnan hjá fráfarandi borgarstjórn, fyrst var kristinni trú og innræting bönnuð eða takmörkuð mjög í grunnskólum í Reykjavík vegna mannréttindasjónarmiða þar sem vísað var til réttar þeirra foreldra sem andsnúnir eru kristinni trú eða eru annarra trúarbragða.  Síðan var ákveðið nær einhliða að veita múhameðstrúarfólki ókeypis lóð undir mosku og ekki var tekið tillit til gagnrýnisradda þeirra sem komu fram eða að mótmæli voru þögguð niður.  Var þar á ferðinni sama mannréttindastefnan og í fyrra skiptið.  Ég vil taka undir með þér að við Íslendingar erum og eigum að vera kristin þjóð.  Menningararf þann sem Íslendingar hafa borið með sér síðan þjóðin tók upp kristna trú árið 1000 má ekki með neinu móti kasta á glæ með því að ýta undir eða að auðvelda trúarbrögðum sem andsnúnar eru kristinni trú að festa rætur.  Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti múhameðstrúarfólki sem slíku, stór hluti þeirra er aðeins venjulegt friðsamt fólk.

Steindór Sigursteinsson, 3.6.2014 kl. 21:54

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Halelúja !

Christus Rex - Gloria in excelsis Deo !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.6.2014 kl. 21:00

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Djöfullinn hefur tekið sér bólfestu á DV og Fréttablaðinu,ruvvinu og stöð 2.Jafnvel biskub Þjóðkirkjunnar hefur,að því er virðist lent í klóm Djöfulssins.Ef ekkert verður að gert mun landið allt lenda í klóm Satans.Mál er komið til að spryna við fótum.Amen.

Sigurgeir Jónsson, 9.7.2014 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband