24.7.2014 | 10:02
Þriðja heimstryrjöldin ?
Menn standa á öndinni, bæði reiðir og hneikslaðir yfir þróun mála á Gaza og í Úkraínu. Allir hafa skoðun á málinu og í flestum tilfellum er eitt sjónarmið yfirgnæfandi og það er að stöðva manndrápin.
Það er all merkilegt hve sterkur vilji er meðal Íslendinga að stöðva vopnaskakið og mannvígin. Þetta er einmitt hið kristna viðhorf. Sumum stjórnmálamönnum hefur yfirsést þetta sterka viðhorf hjá Íslendingum og hvernig því var sáð inní þjóðarsálina.
Auðvita eru til fleirri sjónarmið og öfgakenndar skoðanir sem jafnvel hafa verið leidd í lög á Íslandi. Hér má nefna að í nafni kvenréttinda er löglegt og ókeypis að eyða fóstrum hér á landi. Er ekki verið að eyða mannslífi þar?
Við sjáum líka að sumir aðilar hljóta meiri náð í augum landans en aðrir. Arabarnir á Gaza eru í sérstakri náð meðal okkar, bæði í stjórnkerfinu og fréttatímum fjölmiðlanna. Er líf Arabans dýrmætara en líf gyðingsins?
Hið kristna sjónarmið er einmitt það að allir menn eiga rétt til lífsins og framfærslu. En þetta virðist ekki vega þungt hjá þeim sem kjósa heldur að fjarlægja kristin trúargildi frá börnum og unglingum á skólaaldri á Íslandi. Öll svona viðhorfsbreyting þarf "jarðveg" og "næringu" til að dafna og bera ávöxt. Sömu aðilar tilla sér upp með stéttarfélögunum og hræpa gyðinga og styðja Hamash en ná ekki burðugum kjarasamningum fyrir sína félagsmenn. Þau stéttarfélög eru ekki tilbúinn að leggja út í lögfræðikostnað hjá félagsmönnum þegar að þeim er sótt; en Hamas fær opinberan stuðning!
Eftir því sem Jón Hnefill Aðalsteinsson greinir frá í bók sinni "Kristnitakan" þá tengir hann saman mjög athyglisvert sjónarmið sem má lesa úr atburðum kristnitökunnar. Sjónarmiðið er einmitt það að hinn kristni goði Síðu-Hallur hafi verið talsmaður kristna armsins sem sótti á að gera landið kristið. Andstæðingar kristninnar hafi einnig haft sína höfðingja og þar mættust stálin stinn milli kristinna og heiðingja. "Við sj´álft lá að þingheimur berðist"! En Síðu-Hallur þekkti Þorgeir Ljósvetningagoða ásamt öðrum og átti með honum sömu hugsunina að leiða landið til friðar og sátta. Þessum mönnum tókst að leiða til lykta þá deilu sem gat leitt til þess að skylmingar og manndráp lituðu Ísland með blóði fórnarlamba átaka og stríðs.
Trú og siðferðileg viðhorf eru nefnilega engin "léttavara" heldur þungamiðja í löggjöf og menningu þjóða. Sumir hafa það sjónarmið að mannsllíf ber að vernda og stuðla að viðgangi þess með öllum kostnaði og ráðum. Aðrir flokka mannslífið mis verðmætt eftir trú, menningu auði o.s.frv. Þegar þessi sjónarmið mætast þá verður mönnum ljóst að þau geta ekki "búið saman" í sátt og samlyndi! Annað verður að víkja fyrir hinu.
Þriðja hópinn má nefna og vil ég kalla hann "þokuhausa". Það eru einmitt þeir sem taka öllu því sem snýst gegn staðreyndum mála en láta tilfinningar stjórna viðhorfum sínum. Sá hópur tók á sínum tíma afstöðu með Hitlersnazismanum þangað til hann gerði innrás í Sovétríkin. Við það breyttust skoðanir "þokuhausanna"! Þeir gerðu allt tortryggið sem tengdist NATO eða USA og voru alveg klárir á "Moggalyginni"- allt sem Mbl. sagði um kommúnismann var lygi. Sannleikur málsins var ævinlega flokkaður eftir flokksskírteininu ekki málavöxtum.
Nú hafa vesturlönd staðið frammi fyrir samviskuspurningunni um Ísrael, Palestínu og Hamas. Reynt hefur verið að semja og hvert sinn sem samið hefur verið hafa loforðin um frið fylgt samningunum. "Land fyrir frið" - land var afhent en enginn friður! Burt frá Líbanon - en enginn friður. Sleppið Gaza - og enn, enginn friður! Stríðin 1948, 1967, 1973, 1982,.....interfata... 2007, 2014 og enn enginn friður!
Það er vegna þess að þarna mætast ósættanleg viðhorf og sjónarmið. Þau keppast að því að ná stuðningi og eyrum almennings. Þar kemur ábyrgð fjölmiðla og fréttaflutningur þeirra.
Í dag situr Íslensk þjóð uppi með áróðurstæki sem afflytja fréttir um gyðinga eins og glöggt má sjá. Það eru nokkrar þúsundir sem auglýsa sitt skerta siðferðisviðmið þegar hópast er niður á torg og þess krafist að börnin deyji ekki á Gaza- þeim er fórnað í stríðinu af því að með dauða þeirra sýna fjölmiðlar "grimmd gyðinga" - og fréttir berast án þess að skoða viðhorf gyðinganna.
Fyrir skömmu birtist frétt í tímariti frá Ísrael um unga konu sem var flutt dauðvona frá Gaza á sjúkrahús í Ísrael. Meðferðin tókst vel, hún fór heim og þurfti að koma í eftirskoðun nokkrum dögum seinna. Dagurinn rann upp og hún mætti við landamærahliðið á leið til Jerúsalem. Hún var send í gegnum leitarhliðin og þá fannst sprengibelti um hana miðja sem hún ætlaði að tendra þegar á sjúkrahúsið var komið.
Hvernig er hægt að semja frið við menn með svona viðhorf? Væri ekki best að hjálpa Gazabúum að breyta viðhorfum sínum til að velja lífið, byggja börnum bjarta framtíð í friði og öryggi? Þau viðhorf ættum við að leggja áherslu á að Hamasliðar tileinkuðu sér og Gazabúar fengju að njóta. Slík viðhorf hleypa ekki af stað þriðju heimsstyrjöldinni!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tel að það sé of djúpt í árina tekið að hér sé um að ræða heimstyrjöld
=þá væru stórveldin að gera allt vitlaust.
Í þessu tilviki er stríðið að mestu takmarkað við landamæradeilu á þröngu svæði.
Jón Þórhallsson, 24.7.2014 kl. 10:16
Satt segiður Jón, en þá má líka spyrja hvernær hófst fyrri eða seinni heimstyrjöldin? Var það með smá landamæradeilum? Já, og svo......!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 24.7.2014 kl. 11:28
Viðhorf Gyðinga? Að sprengja börn og saklaut fólk í tætlur er glæpur og snýst ekki um viðhorf eins né neins. Hvað ætli kristur hefði sagt við þessa barnamorðingja? Hann var ekkert feiminn við að láta sitt fólk heyra það og ég hef ekki trú á að hann hafi skipt um skoðun.
Víðir Benediktsson, 31.7.2014 kl. 12:57
Víðir
Þetta er viðhorf Araba og snýst einmitt um viðhorf, skoðun, trú og verðmæti mannlífisins.
Nokkrum sinnum hafa Hamas liðar kennt Ísraelum um að hafa kastað sprengjum á skóla og sjúkrahús en svo hefur komið í ljós að þeir gerðu það sjálfir til að koma óorði á Ísrael. fréttamenn fluttu okkur tíðindin en ekki hvað kom úr þeirri rannsókn sem gerð var að fréttaflutningi loknum. Nægir hér að benda á 2007 og þar síðustu sprengingu á skóla sem var skjól fyrir konur, gamalmenni og börn.
Hamas telja það fórnarkostnað að setja þessa aðila í eldlínuna, þá reiðast allir gyðingum og bölva þeim í sand og ösku. Því bragði féllst þú fyrir Viðar ásamt öðrum hrekklausum sálum.
k.kv.
Snorri
Snorri Óskarsson, 31.7.2014 kl. 15:27
Hver sá sem reynir af minnsta tilefni að réttlæta barnamorð, sama hver fremur þau, hefur fallið fyrir bragði Djöfulsins. Ísraelmenn hafa framið hvern stórglæpinn af fætur öðrum undanfarna daga. Ég er ekki kjáni þó svo þú trúir því Snorri.
Víðir Benediktsson, 31.7.2014 kl. 17:32
Viðar
Hver réttlætir barnamorð? Hvorki þú né ég! Ég vil ekki flytja sökina yfir á Ísrael því það er ljóst að Hamas notar börnin og dauða þeirra til framdráttar málstaðnum. Ég skal gefa þér bókina "Sonur Hamas" sem rituð var af einum sona úr foringjahópi svo þú megir lesa þig betur til um hugarfar Hamasliða. vestrænir fjölmiðlar - ég tala nú ekki um þá íslensku- afflytja fréttirnar og afskræma. Þú ert ekki undanþeginn áhrifum þessara áróðursfrétta, sama hversu lítill "kjáni" þú ert. Við öll verðum fyrir áhrifum fréttamanna!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 31.7.2014 kl. 20:42
Fínn pistill hjá þér Snorri en því miður þá afbaka flestir allt og snúa öllu á hvolf samanber ágætan vin minn Víðir.
Þórólfur Ingvarsson, 9.8.2014 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.