16.8.2014 | 23:10
Sannleikurinn sveigjanlegi.
Er sannleikurinn afstæður?
Þessu er nokkuð oft haldið fram og bent gjarnan á það að sigurvegararnir segja aðra sögu en þeir sem urðu undir eða töpuðu og sjónarhorn þessara eru því mismunandi. Mönnum ber þó saman um það að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan. Þeir sem töpuðu stríðinu, Japanir, segja það sama og þeir sem unnu stríðið, kjarnorkusprengjum var varpað á Japan. Þetta er dæmi um það sem er ekki "afstæður" sannleikur hvort sem sigurvegarinn eða taparinn segir frá.
Samtími okkar hefur orðið vitni að mjög merkilegum "fréttaflutningi". Fréttir hafa verið sagðar um stríð á Gaza. Viðbrögð við þeim fréttum hafa verið Gazabúum til styrktar og stuðnings. Gjarnan hafa fréttirnar verið um það hve mörg börn létust í sprengjuregni Ísraelsmanna á þétta íbúabyggð á Gaza. Síðan fylgja myndir af fólki hlaupandi með lítil börn í fanginu og svo þar sem börn vafin líkklæðum. Enginn sættir sig við að slíkt sé gert gagnvart litlum saklausum börnum og menn mótmæla. Bæði hér og í Ísrael.
En börnin okkar á Íslandi? Stöndum við upp og mótmælum fyrir utan ráðuneyti, sjúkrahús og á torgum þeim til varnar? Við eyðum 900 börnum á ári. Næstum því 3 á dag. Það er meira "mannfall" í barnaskaranum á Íslandi, hjá 330.000 manna þjóð en á Gaza með 1,8 milljónir búa og í stríði. Af mótmælum okkar að ráða erum við meira friðelskandi en Ísraelar. En hver er sannleikurinn?
Fréttir eru farnar að berast okkur um "fjölmiðlafrelsið" á Gaza. Satt er að sumar myndir af barnslíkum séu frá Sýrlandi og allt að tveggja ára gamlar. Fjölmiðlamenn hafa verið reknir frá Gaza af því að þeir "skildu ekki stöðuma" og fluttu "óhagstæðar" fréttir. Hafa þær sést í íslenskum fjölmiðlum? Fjölmiðlarnir okkar á Íslandi eru ekki þeir einu sem við hlustum á því hægt er að sjá ABC; CNN,BBC, CBN, Fox, Sky, þýskar sem franskar svo eitthvað sé nefnt. Við neytendur frétta höfum meiri samanburð á flutningi þeirra en áður var og því heyrum við og sjáum að "sannleikurinn" í fréttum er litaður af pólitískri afstöðu flytjandans.
Swartskopf hersöfðingi Bandaríkjamanna í Persaflóastíðinu 1991 viðurkenndi fúslega að fyrsta fórnarlamb striðsátaka er sannleikurinn. Hann er lagfærður fyrir almenning til að skapa velvilja við stríð og andstöðu við andstæðinginn. Það sama gerist hér á okkar landi þó friðsamt sé kallað!
Í Biblíunni er Heilagur Andi kallaður Andi Sannleikans. Hann breytist ekki, förlast ekki, varir og er ævinlega hinn sami. Sá sannleikur er ekki afstæður! En sá Andi getur komið eða farið.
Vita menn ekki að áður en til útrýmingaherferðar Nazista á gyðingum hófst var mikið áróðursstríð gegn þeim? Þeir voru útmálaðir sem pestarberar, rottur og ómennskir aurapúkar. Þessi áróður er enn til staðar og sérstaklega í Arabaríkjunum.
Hitler sá sína sæng útbreydda að breyta Biblíunni til að komast upp með allt það sem hann ætlaði að gera. Hann útrýmdi ekki Biblíunni heldur lét þýða hana skv. "tíðarandanum". Hann lét fjarlægja orðin gyðingur, Jehova, Hosianna, Zion og Jerúsalem. Boðorðin:"Þú skalt ekki morð fremja" og "Þú skalt ekki stela" voru fjarlægð ásamt því að tveim var bætt við "Heiðra skaltu foringjann" og "Haltu kynstofninum hreinum"! Hann setti á laggirnar "prestaskóla" árið 1939 til að koma hinni nazisku guðfræði inní kirkjuna og lét 50 manns umrita Biblíuna honum að skapi. Þannig réttlætti hann gjörðir Nazista og Þýsku þjóðarinnar gagnvart gyðingum(Alt om Historie, nr 11/2006). En samt fóru verk þeirra í þann farveg að skapa "veraldlegt" eða heiðið þjóðskipulag!
Ástæðan fyrir því að gyðingar fengu þessar ofsóknir áttu nokkuð djúpar rætur í evrópskum samfélögum. Þessi mynd með gyðinginn og réttleysið kemur fram í söngleiknum "Kaupmaðurinn í Feneyjum" sem er miðaldarsaga. Rússneskum viðbrögðum þar sem miklar ofsóknir hafa verið eins og "Fiðlarinn á þakinu" svo eitthvað sé nefnt. Þá má minna á að mörg Evrópsk ríki höfðu í lögum að bannað væri að selja gyðingum jarðnæði en þeir máttu lána fé og taka vexti svo reyndist verslun og listmunaframleiðsla eins og demantavinnsla þeim hagstæð. Þess vegna örvuðust þessi viðskipti meðal gyðinga. En réttleysið var fylgifiskur þeirra. Muna menn ekki eftir "Kristalsnótt" þegar ráðist var á verslanir gyðinga og þær merktar. Skömmu áður var að hver sem fór þar inn til að versla var kallaður fyrir lögreglu og látinn "gera grein fyrir athæfi sínu" fyrir það eitt að versla við þá en ekki þýska kaupmanninn á horninu. Það var opinbert viðskiptabann hvatt til af nazistum.
Dreyfus málið svokallaða ( fyrir 120 árum í Frakklandi) reyndist sumum gyðingum opinberun um það að þeir fengju aldrei notið sanngirni meðal annarra þjóðfélaga. Reyndist þetta rétt því bæði Evrópa sem og Arabaríki hafa ofsótt gyðinga í gegnum þeirra sögu. Meira að segja í Postulasögunni er greint frá því að Kládíus keisari hafi gert þá útlæga frá Róm (Post.18). En af hvaða ástæðu?
Það blasir við að hinn trúarlegi þáttur á sterk tök í þessari sögu. Gyðingar voru "sértrúar" og því minnihlutahópur. Kirkjan taldi sig vera hinn sanna fulltrúa Guðs og að gyðingum hafi verið hafnað af Guði vegna þess að þeir höfnuðu Jesú Kristi, þeim Messíasi sem var gefinn inn í samfélag gyðinga á fyrstu öld. Svo kemur hitt að samfélögin sem þeir bjugu í reyndust mjög fjandsamleg gyðingunum vegna afkristnunar sem fólst í því að Biblían missti vægi og myndugleika meðal nafnkristinna sem tilheyrðu að vísu kirkjunni en trúðu samt engu af því sem kirkjan stóð fyrir. Þeir stofnuðu t.d. nazismann og börðust í nafni Guðs með krossinn í fánanum.
Erum við ekki sjálf nokkuð nálægt þessum atriðum?
1. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar neitaði að veita gyðingum skjól hér á landi, fyrir ofsóknum og útrýmingarherferð nazismans. Jafnvel þó að krossinn sé í fánanum og við teljum okkur kristin, umburðarlynd og miskunnöm.
2. Við álítum engin rök gilda um landareign gyðinga í Ísrael þó svo Biblían styðji þá kröfu því hún sé of gömul bók og trúarleg rök eiga ekki við í veraldlegri pólitík eða utanríkisstefnu.
3. Við kærum okkur kollótt um hæfileika gyðinga eða orð þeirra. Fréttir frá þeim eru aðeins áróður og þeir eru þjófar, landaræningjar, aðskilnaðarsinnar og barnamorðingjar. Félagið Ísland-Palestína er ávallt kallað til viðtals ef eitthvað gerist tengt átökum við Ísraela. Þeir sendu frá sér stuðningyfirlýsingu 20. maí 2009 þar sem farið var fram að Ísland styddi Hamas, hryðjuverkasamtökin á Gaza af því að þau hafi verið lýðræðislega kosin af þjóðinni. Gazabúar hafa ekki aftur fengið að kjósa.
4. Yfir eittþúsund manns hafa ritað sig inná "Fésbókarsíðu" sem stuðlar að viðskiptabanni á Ísrael. Ættu vörur þaðan að vera merktar "Jude"?
5. Þegar þeir eru bornir sökum í fréttum og mótmælt er við Ameríska sendiráðið þá eru þeir í nákvæmlega sömu stöðu og "Dreyfus" fyrir 120 árum! En munurinn er sá að Ísland vantar okkar "Emil Sola"!
6. Siðferðisreglur úr gyðingdómi og kristni hafa verið á undanhaldi í okkar samfélagi og veraldarhyggjan hefur verið leidd fram til vegs og virðingar bæði hjá Reykjavíkurborg, Skólum og Ríkisútvarpinu. Meira að segja nýjasta þýðing Biblíunnar, Biblía 21.aldar átti að vera "gerilsneydd" af hatursáróðri gegn samkynhneigð. Fjölbreytni okkar yfirbragð, nema gagnvart gyðingum og Biblíu-kristnum. Þeir skulu burt úr skólum.
Þetta er okkar samfélag í dag og hvað verður um þá sannleikann?
Fáum við að heyra núna fréttirnar um það hvers vegna börnin dóu á Gaza? Af hverju voru engin loftvarnarbyrgi fyrir þau? Hvers vegna eitthundraðmilljónir frá Íslandi til Gazabúa fóru í að smíða jarðgöng en ekki skjól fyrir börnin? Af hverju krefjast menn viðskiptabanns við þjóð sem hefur alla tíð þurft að berjast fyrir lífi sínu og hvað eftir annað staðið frammi fyrir útrýmingu og við styðjum þá kröfu enn einu sinni líkt og ríkisstjórnin gerði fyrir seinni heimstyrjöld?
Má vera að grunnurinn að "Fjölbreytninni" sé einmitt sú trú að "Sannleikurinn sé afstæður"? Þá verða viðhorf, gerðir og skoðanir okkar rétt i samanburði við "tíðaranann"! Mannréttindin verða þeirra sem eiga ekki hlutdeild eða tengingu viðboðskap Biblíunnar?
Og Pílatus stóð frammi fyrir Sannleikanum og spurði, "Hvað er sannleikur"! Pílatus sá hann en var blindaður af blekkingunni. Hann var eins og fréttastjóri "PalestínuPésa". Var honum mannréttindi einhver helgidómur?
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.