28.3.2007 | 23:03
Búum til betri heim!
Næstu daga færi ég inn hugrenningar og skoðanir tengdar minni trú. Ég trúi því að Biblían sé innblásin af Guðsanda, nytsöm til fræðslu og uppbyggingar. Menn hafa yfirleitt tvennskonar álit á Biblíunni. Annað er að hún sé samansafn fornrar þröngsýni og afsprengi ómenntaðra gyðinga; þess vegna hefur hún ekkert vægi í dag. Hitt er að hún sé svo óskeikul að engu megi við hrófla því hún flytur okkur von og styrk á verstu augnablikum lífsins. En það er sama hvaða skoðanir við höfum þær virðast sínkt og heilagt vera á flakki ýmist svona eða öðruvísi. Hvernig vita menn hvort þeir hafi á réttu að standa? Jú reynslan sannar það.
Ég tók eftir því í Passíusálmalestrinum í kvöld að Hallgrímur færði fram álit sitt og trú að Orð Guðs færi mönnum orð sem kalli fram ákveðna hegðun. Kristið hegðunarmynstur hefur í gegnum aldirnar verið eftirsóknanvert og sannar að manninum er hægt að breyta. Menn eru líka sammála því að unglingum er hægt að breyta með "áróðri" eins og t.d. gert er við 8.bekki grunnskólans en þá er "áróðurstækninni" beitt til að halda unglingunum frá reykingum. Enn er þetta talið sjálfsagt því ávöxtur reykinganna réttlætir árðóðurinn - þjóðin tekur þessu vel.
Biblían segir líka og spyr: "Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? " Þá eins og nú er það eftirsóknkarvert að ungir menn hleypi sér ekki út í hvað sem er. En hvað hélt ungum manni á hreina veginum? Það er einnig eftirsóknarverð þekking fyrir nútímamanninn. Svarið er klárt í Biblíunni: "Með því að gefa gaum að Orði Drottins".
Hvað segir samtíminn við þessari skoðun Biblíunnar? Hallgrímur Pétursson sá það sama á 17.öld að Orð Drottins mótar hegðun, skoðanir og viðmið manna. Það alla vega breytti honum. Í dag stendur þjóðin frammi fyrir sömu spurningu :Með hverju geta unglingar valið rétt?
En gefum við þeim sama svarið: Gefið gaum að Orði Drottins - Biblían er öll heilög ritning - hún verður fyrst hjálp þegar þú lest hana á góðu dögunum svo þú verðir tilbúinn að nýta þér hana á þeim vondu.
Búðu sjálfum þér betri heim. Leyfðu Orði Guðs skapa þig!
Kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 242250
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Biblían er eins og símaskráin. Þú getur fundið allt sem þú þarft og líka símanúmer fjandans. Reyndar hef ég nú ekki nennt að lesa símaskránna en ég veit um nokkra sem hafa lært hana utanbókar. Þessir einstaklingar er varla viðræðuhæfir sökum gáfna og andlegra yfirburða. Einn er svo gáfaður að reima þarf skóna fyrir hann.
Er ekki alveg frábært að forseti Íslands sé giftur gyðingi. Hvað segir Biblían okkur um það? Ætlar GUÐ Íslendingum hlutverk?
Björn Heiðdal, 29.3.2007 kl. 00:17
Heill og sæll, Snorri, og velkominn á Moggabloggið! Alltaf þörf á fleiri góðum mönnum hingað, og vel hugnast mér hann fyrsti pistillinn þinn. Þú hugar þar að undirstöðunni, grunninum að farsælu lífi. Sjálfur hef ég fundið hann í Kristi frelsara mínum, get borið honum vitni, að ekki hefur hann brugðizt mér. Saman skulum við standa um sannindi og trúverðugleik Heilagrar Ritningar Guðs. Arngrím þennan ættum við að senda á snöggt námskeið hjá Gunnari í Krossinum, hann hefur gert þann samanburð á þessum tveimur ritum, sem fengið getur ýmsa til að undrast. Björn Heiðdal viðrar hér gamansemi sína, en er nógu andlega fjörugur til að eiga eftir að reynast kristindóminum betri en enginn. -- Já, Guð blessi þig, kristni bróðir, héðan liggur brautin til fleiri sigurvinninga trúarinnar.
Jón Valur Jensson, 29.3.2007 kl. 01:04
Það er margt sem bendir til þess að Biblían er merkilegri en Kóraninn nægir þar að nefna þá kafla Biblíunnar sem teljast til spádóma. Þeir eru svo glöggir að höfundar Guðspjallanna vísa stöðugt til þeirra og sérstaklega í tengslum við krossfestingu Jesú frá Nasaret. Kóraninn hefur engum slíkum atriðum að dreifa en gerir þá kröfu hins vegar að þú játir ægivald Islam yfir þig og viðurkennir Múhammeð sem spámann Guðs. Aldrei bar hann fram neinn spádóm og þess vegna hefur enginn spádómur Múhameðs ræst. Ég tel þetta nægja í bili.
kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 30.3.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.