30.3.2007 | 23:12
Friður í Ísrael!
Ég hef átt því láni að fagna að vera fararstjóri til Ísraels. Þangað er frábært að koma og alltaf hef ég fundið mig aufúsugest hvort sem gyðingar eða Arabar (Bedúinar) hafa verið að þjóna mér. Það hefur verið létt yfir ferðunum til Jórdaníu og þegar ég keypti mér Bedúínaklút og setti á skallann þá var umsvifalaust kallað á mig af innlendum og ég kallaður "Lorens". Sagan er þeim hugleikin því það var einmitt Arabíu-Lórens sem árið 1915 "umbreytti landamerkjum" á svæðinu er við köllum í dag Miðausturlönd. Sýrland var stofnað 1924 og Líbanon 1943. Trans-Jórdania leit dagsins ljós um líkt leyti. Ísrael, ríki gyðinga var svo stofnað með stuðningi SÞ. 1947. En þá var allt í einu ekkert pláss fyrir það ríki og hefur styrr staðið um það æ síðan.
En svo berast okkur fréttir frá Ryad að Arabar bjóða Ísrael friðarsamning og viðurkenningu á ríkinu gegn því að gyðingar hverfi aftur til landamæranna frá 1947. Sagt er að gyðingarnir hafi stolið landi og úthýst fyrri íbúum. Þá er alveg eins hægt að segja að löndum hafi verið stolið undan Tyrkjum þar sem þeir réðu svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs frá árinu 1517 og fram til 1915 .
En friður! Það er frábær framsækni að bjóða frið og efna til friðar. Fyrir mig að koma með hóp frá Íslandi og kynnast gestrisni Araba, gleði Bedúina og viðmóti gyðinga er alveg einstök lífsreynsla. Ferðirnar eru svo gefandi og allir þessir aðilar sjá til þess að allt heppnist sem best. En af hverju geta þeir ekki lifað saman? Jú það nefnilega geta þeir. Hvergi hafa Arabar og Bedúínar það betra en einmitt í Ísrael. Sjálfsagt geta þeir haft það jafngott annarsstaðar en ég fullyrði samt hvergi betra. Málefni Araba er í höndum manna sem hafa kynt ófrið og kallað erfiðleika yfir hinn óbreytta borgara. Hann er eftirskilinn í atvinnuleysi og kreppu.
Olmert fagnaði friðartillögunni en reynslan af friðarsamningum við Egypta og Jórdani hefur samt ekki gefið gyðingum tækifæri til að ferðast á bílum sínum til þessara landa. En Jórdanir skreppa hiklaust yfir til Ísraels því bíll á arabísku númeri er ekki eyðilagður í Ísrael.
En hvað geta gyðingar grætt á friðarsamningum? Auðvitað er allt að græða við frið. Það breytir nefnilega litlu hvar landamæri liggja þegar friður er ríkjandi. En ég trúi að fleirra hangi á spýtunni. vitað er að 70% gyðinga trúa á tilvist Guðs og spádómsrit Biblíunnar hafa gefið gyðingum stefnu og sýn varðandi yfirráð í landinu. Menn vita að þegar "grafir þeirra opnuðust" ( útrýmingabúðirnar) þá var kalfi 37 í spádómsbók Esekíels að ganga í uppfyllingu. Þeir voru fluttir úr gröfum sínum og "inní Ísraelsland."
En Esekíel talar um fleirri þætti í þessu sambandi og það er endurreisn á Musteri Guðs - íbúð almættisins- á Móríafjalli (Musterishæðinni) . Það verða stórtíðindi ef friðarsamningar takast og enn stærri tíðindi sem þeim munu fylgja. Þá fá gyðingarir óskoraðan rétt til að byggja Musterið. Omanmoskan verður fjarlægð og trúlega komið annarsstaðar fyrir eða hún hljóti sömu örlög og moskan í Samarra í Iraq þar sem Imman Madí hefur dvalið frá því laust eftir 1200 í hinum hulda heimi Allah.
Nú eiga gyðingar og múslimar eitt sameiginlegt trúaratriði og það er að frelsari þeirra Messías gyðinga og Imman Madí múslima á eftir að rætast. Ahamenijad trúir því að nú sé tíminn inni til að koma atburðarrásinni af stað sem lýkur með birtingu Immans Madí og það verður stórstyrjöld fyrir botni Miðjarðarhafs. Svo áhrif Irana liggja þarna að baki að Arabar sjá sína einu von í því að stilla til friðar því annars verður allt lagt í rúst í ríki múslima og gyðinga. Ógnin frá Teheran er miklu alvarlegri en við á Íslandi álítum..
Þegar Messías gyðinganna birtist verður hann hinn snjalli stjórnvitringur sem mun sætta forna fjendur, gerast keisari Rómar og koma því til leiðar að peningakerfi okkar breytist frá debet- og krítarkortum yfir í kísilflögur sem verða látnar undir húð ennis og/eða hægri handar. En hvað kemur þetta við friðarmálefni Mið-Austurlanda. Jú bara því að skv. spádómsbók gyðinga þá hangir þetta saman sem atburðarrás er leiðir fram efnahagskerfi, stjórnmálakerfi og trúarkerfi sem móta nýja skipan mála.
Við erum svo sannarlega á tímamótum!
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 2.4.2007 kl. 14:11 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Snorri!
"Þegar Messías gyðinganna birtist...." Er þetta einhver húmor hjá þér eða var Jesú ekki Messías (þó gyðingar höfnuðu honum)? Ég veit svo sem að þeir bíða enn, en bíður þú með þeim?
Auðun Gíslason, 3.4.2007 kl. 18:14
Messías gyðinganna á eftir að koma fram. Þeir völdu Bar-Abbas (sonur pabba) sem var morðingi og illgjörðarmaður. Þeir hafa ekki enn snúið sér til Krists (Jesú frá Nasaret) því verður Messías gyðinganna blekkingameistari og Anti-Kristur. Ég bíð ekki með þeim en ég bíð samt að hann birtist. En ég vonast eftir endurkomu Jesú Krists.
Ég óska gyðingum þess að þeir taki frekar við Kristi frá Nasaret (heilaga stað) en að veðja á flóknar pólitískar lausnir.
kær kveðja
snorri
Snorri Óskarsson, 4.4.2007 kl. 15:29
Verður Anti-Kristur að vera gyðingur eða má hann vera kristinn eða múslimi?
Björn Heiðdal, 4.4.2007 kl. 17:35
Meðal gyðinga, hinna guðsútvöldu, mun þá koma fram maður, sem verður andkristur eða andmessías, og mun hann leiða mennina í stríði þeirra við Guð! Það er eins og maðurinn sagði, gyðingar verða alltaf til vandræða! Og hvað erum við svo að púkka uppá það lið. Nema þetta sé söguleg nauðsyn, a la Marx, til að leiða söguna til lykta, til að uppfylla spádómana um komu Guðsríkisins. Hvað varð af hinum frjálsa vilja sem Guð gaf okkur? Og "guðsríki er innra með yður." "Þeir hafa ekki enn snúið sér til krists...", segir þú. Ég spyr, er þeim það ekki alveg fyrirmunað? Ef Messías þeirra verður andmessías/andkristur, þá verða þeir ofurseldir hinu illa/Satan og eru það jafnvel nú þegar?
Auðun Gíslason, 5.4.2007 kl. 11:02
Hver skyldi þessi andkristur vera? Forseti USA, Ísraels, ESB, Ísland, Grænland?
Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 21:28
Björn
Anti-kristur er einnig kallaður "lögleysinginn" í bréfi Páls til Þessalónikumanna. En skv. Daníel þá segir : "og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs sem koma á , en hann mun farast í refsidómsflóðinu og allt til enda mun ófriður haldast." (kafli 9, vers 26). Eftir þessum orðum má ætla að Antikristur verði Ítali (rómverskur) og siðleysingi - nýti tækifærin sér til framdráttar og sniðgangi réttlætið.
Hann mun einnig koma því til leiðar að enginn geti keypt eða selt nema hafa merki á enni og hönd. Það er kallað "merki dýrsins" . Enginn veit svo sem hvað það er en aðeins fáeinir möguleikar koma til greina varðandi það.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 11.4.2007 kl. 00:27
Ég bíð spennt eftir fleir útlistingum á spádómsbókum Biblíunar.
Satt er það, að tákna tímana verða æ fleiri, en Kristur taldi upp tákn síðustu tíma í 24.kafla Matteusar Guðsspjalls.
G.Helga Ingadóttir, 12.4.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.