kynfrelsi? Hver borgar?

Af hverju er frelsi kvenna yfir eigin líkama og kynfrelsi kvenna, á kostnað barnanna? Mér hefir alltaf fundist það skjóta skökku við þegar frelsi eins er á kostnað annars. Nazistarnir höfðu þann háttinn að gyðingar, slavar og önnur þjóðabrot þurftu að gjalda fyrir "lebensraum" þýskra. Evrópuþjóðir létu það ekki viðgangast heldur brutu hugmyndafræðina á bak aftur með vopnum og mikilli festu.

Kommúnisminn -alræði öreiganna- kostaði yfir eitthundraðmilljónir mannslífa. Hvar sem kommúnisminn ruddist til valda var það með blóðúthellingum og svíðingsskap. En þetta var samt yfirbragðið í 70 ára sögu þeirra og menn þekkja þessa myrku hugmyndafræði.

Af hverju vilja konur berjast fyrir réttindum sínum með svipaðri hugmyndafræði? Barnið borgar með lífi sínu. Færeyingar kölluðu barnavagninn "ástarinnar afleiðingar vognur" af því að þeir vissu að "kynfrelsinu" fylgdi afleiðing sem þarf að axla ábyrgð á.

Þess vegna finnst mér fóstureyðingarbarátta kvenna fyrir eigin líkama og sínu kynfrelsi vera í ætt við "lebensraum" Nazistanna og kostnað barnanna. Börnin eiga að vera velkomin í réttlátt þjóðfélag sem virðir lífrétt þeirra og býður velkomin með opinn og kærleiksríkan faðm, jafnvel þó eitthvað sé að.

Veljum kvenfrelsi sem virðir líf og limi ófæddra kvenna.

Snorri í Betel


mbl.is Auðmýkjandi og ekki hlutlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvenær kviknar líf í móðurkviði?/Í framhaldi af umræðum um fóstureyðingar?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1271151/ 

Jón Þórhallsson, 2.5.2015 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband