Fæddir til illverka?

Er ekki athyglisvert þegar frambjóðandi til eins valdamesta embættis Evrópu telur börn fæðast sem verðandi "barnaníðinga". Ummælin eru gagnrýnd og bæði aðrir frambjóðendur, heimspekingar og kirkjan kaþólska eru annarar skoðunar en Sarkozy. Ætti frambjóðandi ekki að vita að ungir drengir eru þjálfaðir í hernaði. Þeim er breytt í vígamenn svo franskur forseti geti setið kjurr á valdastóli. Það þarf þjálfun bæði hugar og handa.

Er ekki vitað að kynhneigð er líka sterk hvöt sem hægt er að tengja við margt. T.d "er vitað að öllum meiriháttar  framförum í samskiptatækni hefur fylgt aukin klámvæðing" (Time, april 14,2003). Ekki þarf að nefna tölvur né farsíma því hverjum þeim sem notar þessi tæki er augljós blygðunarlaus tilboðin í kynlíf. Þessi þáttur hins óhefta aðgangs að kynlífi og klámi hefur vissulega breytt almenningsáliti og siðferðisviðmiðum manna.  Kirkjan, frambjóðendur og heimspekingar segja fátt hér á landi. En kynlífsráðstefnunni var þó stökkt frá Íslandsströndum, góðu heilli! 

En önnur samtök, íslensk, eru sömu skoðunar og Sarkozy að menn fæðist með ákv. kynhvöt og henni verði ekki breytt. Þeirra orð eru eftirfarandi: "Kynhneigð er eitthvað sem enginn ræður eða getur stjórnað. Hún er ekki tíska, ekki lífsstíll, ekki sjúkdómur. Kynhneigð er einfaldlega meðfædd."(Undir regnboganum,Sverrir Páll Erlendsson, 2006) Þessum fullyðingum hefur ekki verið mótmælt af kirkju, heimspekingum eða frambjóðendum á Íslandi. Þurfum við "frönsk áhrif" til að andmæla vitlausum upplýsingum um kynhvötina svo afvegaleiddir í kynlífinu geti séð ljósið og horfið til heilbrigðra hátta og hollra viðhorfa í kynlífsskoðunum?

Skyldum við ekki vera í betri málum varðandi þetta efni ef við værum enn undir kaþólsku páfavaldi?

Ekki má Biblían leiða okkur því þá köllumst við þröngsýn og óumburðarlynd. En við ætlumst til að barnaníðingar breyti kynhvöt sinni eða bæli hana ef ekki með góðu þá illu. Hvað með aðrar kynhvatir sem biblían  fer hörðum orðum um. Eða bara aðrar hneigðir eins og ágirnd, hatur, þjófnað, ofbeldishneigð og fl.?

Vert að skoða hvað viðgengst á Íslandi en ekki jafn sjálfsagt annarsstaðar? 

kær kveðja

Snorri í Betel 


mbl.is Ummæli Sarkozys um barnaníðinga valda uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Snorri ég held(ég er ekki sérfræðingur) að Sverrir Páll og Sarkozy hafi rétt fyrir sér. Þetta eru alveg voðalegar staðreyndir. Það sem ég hef lesið um þessa menn segir að það sé engin lifandi leið að snúa þessum mönnum frá þessum óhugnaði .Það væri verðugt verkefni fyrir þig að að laga eitt eintak og afsanna kenninguna. 

Snorri Hansson, 11.4.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Snorri Hansson

Snorri. Þeir sem ég skrifaði um hérna fyrir ofan eru svokallaðir pedophile sem er svo sannarlega úrkasst manna.
Svo eru það aðrir. Prestar,feður,afar,bræður,frændur og önnur skítseiði, sem misnota börn og og meiða sálarlega ævilöngum sárum. Þeir eru flestir bara yfirdrotnarar, óþokkar ,Jafnvel hrein illmenni.

Snorri Hansson, 11.4.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Maðurinn á alltaf val og þar er hvernig við stundum kynlíf og beinum kynhvöt okkar engin undantekning. Kynhvötinn er jú stjórnað frá heilanum að stórum hluta, eins er farið með boðefni líkamans. Heilinn er okkar stóra verkfæri.

Þú ert það sem þú hugsar, hefur hljómað víðsvegar, en Ritningin segir okkur að hertaka hugsun okkar til hlíðni við Krist. Jógafræðin segja okkur að ná valdi yfir huga okkar, því að með hugsun okkar höfum við áhrif út fyrir okkur sjálf.

Er það ekki á mannsins ábyrgð að reyna að stjórna sjálfum sér, allavega velja um hverju hann vill lúta. Vilji maðurinn lúta hvötum sem að Drottinn segir að ekki sé til góðs, þá er það ekki til farsældar fyrir manninn, trúi ég.

Menn hafa haft hátt um að það séu sjálfsögð mannréttindin að næra þessar hvatir og ef að einhver mótbára heyrist, þá er það vegna mannvosku, fordóma og eineltis. Ekkert annað búi að baki þeim mótbárum. En ég spyr, hvernig er maðurinn skapaður af Guði, er ekki þannig farið að það þarf bæði kynin til að mannkynið deyji ekki út?

G.Helga Ingadóttir, 12.4.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Arngrímur og nafni!

Það er ekki allir fræðingar sammála ykkur og alls ekki þeir frönsku. Margir eru auðvitað ekki sammála mér og alls ekki þeir "íslensku"!

En ef menn eru fæddir með svona illt eðli og ekki hægt að laga þá verðum við að halda þeim uppi á stofnunum? Eða kjósum við öruggt þjóðfélag og útrýmum fólki sem er "fætt til að skemma börn" ?

Ég er sannfærður um að menn geta breyst til hins betra og hef séð til manna sem hafa stórskánað. Ég vil ekki gleyma því að Páll postuli var illmenni og morðingi, ofsækjandi. En hann gjörbreyttist - varð nýr maður- endurfæddist!

Þurfa þeir sem fæðast með illt eðli eða brenglaðar hvatir ekki að endurfæðast?

kær kveðja 

Snorri 

Snorri Óskarsson, 12.4.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hversvegna í veröldinni getur þú og aðrir sömu skoðunar og þú endalaust haldið því fram að samkynhneigð snúist um kynlíf? Hvað er að ykkur? Samkynhneigð snýst um ást og tilfinningar til mannesku af sama kyni. Alveg eins og hjá gagnkynhneigðum. Það er nú meira hvað þið eruð upptekin af kynlífi samkynhneigðra.  Samkynhneigð hefur alltaf verið til. Hún finnst meira að segja í dýraríkinu.  Þið ættuð að læra að taka tillit til tilfinninga fólks sem er samkynhneigt og aðstandenda þeirra. Ekkert kristilegt við ykkar málflutning. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 03:17

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

G.Helga!  Þú heldur því fram að við eigum val varðandi það hvernig við beinun kynhvötum okkar og þar af leiðandi ákveðum hvort við verðum samkynhneigð eða ekki. Stóðst þú einhvern tímann frammi fyrir þessu vali? Hvort þú yrðir gagnkynhneigð eða samkynhneigð? Gast þú semsagt valið um það að verða samkynhneigð?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 14:47

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Helga St.

Orðið Sam-kynhneigð á við kynlíf. Kristnum manni er deginum ljósara að þetta er ekki um elskuna. Slíkt vefst ekki fyrir okkur því "ég á að elska"  það eru skýr boð Biblíunnar, jafnvel óvini mína. Sú elska snýst um annað en "kynhneigð".

Val varðandi kynhneigðina er vissulega til. Ég veit ekki hvort "allir" hafi þetta val en okkur er enganvegin sama hvort "kynhneigð" sé ósjálfráð. Alla vega sættum við okkur ekki við "kynhneigð" til barna.  Er ekki eðlilegt að við skoðum manneskjuna í því ljósi að hún er mótuð af skoðunum, tíðaranda og neyslumynstri t.d? Við viljum allavega ala börnin okkar upp - koma þeim til betra lífs. Í þess liggur val, annaðhvort barnsins eða uppalendanna.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 13.4.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Högni Hilmisson

Hér hafa farið margskonar vangaveltur, og kanski ekkert af þessum æðri öðrum. en við skulum umbera hver annan í kærleika. ekki í vanþekkingu. Ég vil benda á atriði, eins og það að kynlíf er hvorki ljótt orð eða ljótt hugtak, sé það ekki þegar afskæmt. þetta byrjar jafnvel með likt og augnasambandi. ást og góðleiki er svo annað og meira. En þetta er alveg rétt, að annað hvort eru allir með rétt til að hafa sínar kendir eða hneigðir, eftir sínum vilja, eða að allir eiga að geta lagað og bætt sig.  eða meiga allir á Jörð, taka þá afstöðu að vilja bara maka af sama kyni, til ásta og kynlífs. gengur svoleiðis upp. En umfram allt eigum við að elska manneskjuna hver sem hún er. En því getur fylgt mikil áhætta, að stunda samneiti, sé hún í ofdrykkju ,reykingum, þjófur, stundi illt umtal eða er morðingi, níðingur nú eða kynhvötin brengluð. það eru einfaldlega, ekki allir menn bara góðir og heilbryggðir. En flengingar duga ekki, né heldur fyrirlitning til að bæta samfélagið. ekki eru mannréttindi, heldur æðri Guðs kærleika og ögun. það er fjærri því.  kveðja.

Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband