2.6.2015 | 23:59
Tákn tímanna?
Stundum furðum við okkur á stöðu málanna því fréttin kemur á skjön við skoðanir eða heimsmynd okkar. Við syngjum kokhraust: "Konungsstólar steypast, stendur kirkjan föst...!". Menn hafa kirkjur og tala um þær sem hús. Það eru jafnvel fáir sem mæta nokkuð reglulega í messur þannig að félagstengslin hjá trúuðum hafa laskast og eru jafnvel engin. Það eyðileggur kirkjuna sem "samfélag" trúaðra. Þetta viðhorf sem eyðileggur samkenndina fær stuðning og menn telja "frelsi" til aðgerðarleysis grunnþátt trúfrelsis því trúin er svo "persónuleg"!
Næst má nefna að "sértrú" og/eða "ofsatrú" er reynt að klína á trúfasta kirkjugesti. Jafnvel er ekki ætlast til að unglingarnir mæti í samkomuna því hún er "ætluð" eldra fólki. Þarna kemur inn þörfin á trúboðinu. Trúboð er miðlun hugmynda. Unglingarnir okkar hafa alist upp við vísindahyggju þar sem engin skapari er til og við ekki sköpuð heldur þróuð. Unglingurinn er þannig "menntaður" til trúleysis. Hvaðan kemur lífið og hvernig varð það til? Veit það nokkur? Kirkjan segir eða á að segja: "Í upphafi skapaði Guð.." Lífið er Guðs gjöf. Stendur hún undir nafni sem trúboðsstofnun eða sinnir hún aðeins sorgar- og sálgæslu?
Þá er einnig athyglisvert hvað kirkjan stendur fyrir. Grunnur hennar er Biblían og hún á að grundvalla kenningu sína á Postulunum og spámönnunum en hafa Jesú sem hyrningarsteininn. Í dag er einhver "óræð guðfræði" komin í stað Biblíunnar. Meira að segja er samviskufrelsi prestanna kallað "leyfi til fordóma"!
Siðfræðin hefur verið á reiki og kristin viðmið hafa verið á undanhaldi eða hrakin út úr boðskap kirkjunnar þó svo að bæði postularnir og spámennirnir tali um að siðleysi og fjölbreytileiki kynlífsins erfi ekki "Guðs ríkið"! Slíkur lífsmáti var undanfari hruns fornra menningarsamfélaga t.d. Rómaveldis og Hins Ungverska- og Austurríska keisaradæmis svo við minnumst einnig á hrun stórveldis fyrir einni öld, í samtíma.
Þegar "kirkjan" er farin að fjarlægja hinn lifandi Guð frá fólkinu þá færist dauðinn yfir hana og áhangendur hennar. Var það nokkuð tilviljun að Solchinitzin ritaði skýringu á tilurð heimstyrjaldanna og grimmd kommúnismans. Hann sagði að "gamla fólkið" í Rússlandi sagði að þegar Guð er ekki til þá er allt hægt. I nafni kommúnismann hefur 100 milljónum manna verið fargað, 15 milljónir dóu í fyrri heimstyrjöldinni en rúmlega 50 milljónir í síðari heimstyrjöld. Hvar var Guð þá?
Nú þegar milljónir Breta yfirgefa kirkjuna og svipað ástand er um alla Evrópu má líka spyrja: Er spádómur Jesú að koma fram un þann tíma sem við köllum Endurkomu Krists? Jesús sagði: "En mun Mannssonurinn finna trúnna á jörðinni þegar hann kemur"? (Lúk 18:8)
Hafa menn þetta nokkuð í huga þegar frétt sem þessi birtist hjá fjölmiðlum? Þekkja menn ekki tíma endurkomu Jesú?
Vakið, svo að þér fallið ekki í freistni!
kær kveðja
Kirkjan á barmi útrýmingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem að Þjóðkirkjuna vantar er HEIMSPEKILEGAR UMRÆÐUR um lífsgátuna /umræðan / samtalið frekar en of langar einstefnu-ræður eða söngviðburðir; þó að það sé allt saman jákvætt.
Hérna er LAUSNIN á vanda Þjóðkirkjunnar:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1484453/
Jón Þórhallsson, 3.6.2015 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.