Á hvora sveifina á maður að hallast?

Þessi frétt er auðvitað í samræmi við fréttaflutning íslenskra fjölmiðla um að Ísraelsmenn drýgðu stríðsglæpi á Gaza. Tölurnar tala sínu máli og þar í er að finna fjölda barna. Blaðamenn hafa hiklaust látið þær tölur ráða orðavali og skilið mig eftir sem lesanda, með þá hugmynd að Ísraelar séu sekir um stríðsglæpi.

Svo kemur þessi breski hershöfðingi Ríkharður Kemp með allt aðra sögu. Kemp þessi hélt fyrirlestra við Háskólann í Sydney í Ástralíu og setti fram mál sitt í ljósi þess sem hann upplifði sem hermaður á Norður Írlandi og foringi breskra hersveita í Afganistan. Svo hann er reynslubolti í styrjaldar átökum og ófriði. 

Fyrirlestur hans í Háskólanum í Sydney tafðist um einar 20 mínútur vegna þess hóps sem andmælti niðurstöðum hans um meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna. Greinilega átti að þagga niður í þessum fyrrum hermanni.

En niðurstaða hans var einföld: "Enginn her í veraldarsögunni hefur reynt jafn mikið til að forðast fall óbreyttra borgara og IDF (varnarher Ísraels)." Þessu til staðfestingar hafði hann lagt fram sannanir til "mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna" máli sínu til stuðnings. Sjálfur sagði hann: "Ég var stórhrifinn af mati Ísraela á atburðarrás ef óbreyttur borgari féll, þeir fóru yfir löglegu hliðina hvort hermanninn mætti lögsækja og eins hvað þeir gætu lært af því þegar óbreyttur borgari féll. Við gerum það sama í Breska hernum."

Enn fremur sagði hann: Þó svo að Ísraelar berjist vel á vígvelli og í lok átaka þá er "hið raunverulega stríð háð í fjölmiðlum Vesturlanda en ekki á Gaza!"

Hann heldur því fram að Hamas sömtökin eru ekki gerð ábyrg fyrir gerðum sínum í átökum við Ísrael þar sem Hamas nýtir sér barnahópa til skjóls vígamanna, yfirlýst öryggissvæði (skólar/ sjúkrahús) til vopnageymslu og árása. Þeir blandast hópi vegfarenda til að skýla sér og tryggja að árásir á þá líti illa út í augum fréttamannsins sem segir okkur frá átökunum.

Kemp ásakar yfirstjórn Palestínumanna einnig um að koma ekki að málum til að bjarga óbreyttum borgurum eins og með því að fjármagna ekki skóla rekna af SÞ þar sem gyðingar eru gerðir að Púkum. Láta ekki fjármuni renna til jarðganga sem eiga að styrkja árásir á Ísrael og ekki styrkja fjárhagslega vopnasmyglara sem flytja drápstól til Gaza og í Palestínskar byggðir.

Hann segir ennfremur að alþjóðastofnanir ættu að beita sér fyrir breyttu háttarlagi Hamas samtakanna.

Þetta allt hljómar ekki eins og Ísraelsmenn séu stríðsglæpamenn eða hvað? En af hverju segir Richard Kemp frá þessari hlið en ekki Íslenskir fjölmiðlar? Er virkilega verið að slá ryki í augu okkar hér á landi.Vinna blaðamenn sem áróðursmeistarar fyrir Hamas og er Sveinn Rúnar útsendari til að mata auðtrúa vinstrimenn á blekkingum Palestínumanna?  Hafa ekki t.d. runnið 300 milljónir frá Íslandi til Gaza? Hvert fóru þeir peningar? Kannski í að byggja upp jarðgöng eða skóla sem elur börnin á Gaza á gyðingahatri?
Mér finnst kominn tími til að blaða- og fréttamenn hér á þessu landi fari að hysja upp um sig brækurnar og segi okkur satt um málavöxtu átakanna milli Ísraels og Palestínumanna. Við hljótum að eiga rétt á því að Íslensk stjórnvöld geri okkur skattgreiðendum grein fyrir því í hvað 300 milljónir fóru á Gaza á meðan ekki var hægt að styrkja innviði Landsspítalans með nýjum tækjum til lækninga hér?  Slík upphæð, 300 milljónir dugir fyrir t.d. tvennum jarðgöngum sem Hamasliðar grafa inní Ísrael til árása á óbreytta borgara, á bændur sem tóku ekki land frá Palestínumönnum heldur ræktuðu eyðimörkina og gerðu sér þar bústað og bændabýli. Þar hafði enginn Arabi búið öldum saman.

Ég hallast á sveif með Rikharði Kemp sem þorir að segja annað en fjölmiðlar á íslandi um styrjaldarátökin á Gaza og í algerri andstöðu við norska lækninn sem kom í haust og laug liðugt um stríðsglæpina á Gaza. Hann var ekki traustsis verður og enginn blaðamaður lagði í að spyrja hann beittra spurninga. Sveinn Rúnar og hann fengu frjálsan aðgang að fjölmiðlum til að segja okkur allt annað en Rikharður Kemp komst að þegar átökin á Gaza stóðu yfir. Barnadauðinn var metinn hjá Hamas sem "réttlætanlegur herkostnaður!"

Sannleikurinn mun gera okkur frjáls, líka í þessu máli!

Snorri í Betel


mbl.is Hafna ásökunum um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er spurning hvort að SAMEINUÐUÞJÓÐIRNAR  gætu ekki tekið við stjórn Ísraels hers (svo að öllum aðgerðum væri stjórnað hlutlaust og raunsætt) og reynt að afvopa Hamaz í eitt skiptið fyrir öll; því að það er í raun Hamaz sem er alltaf að skvetta olíu á eldinn og skemma fyrir friðarviðræðum á milli Ísraels og palestínumanna.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1414371/

Jón Þórhallsson, 22.6.2015 kl. 23:29

2 Smámynd: Odie

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/10971306/Israeli-naval-ship-bombs-Palestinian-children-on-Gaza-beach-killing-four.html

http://www.mirror.co.uk/news/world-news/chilling-images-show-how-israeli-3929158

og nátturulega best að skoða hvað hermennirnir sjálfir segja

http://www.breakingthesilence.org.il/

Odie, 23.6.2015 kl. 10:24

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Odie

Eins og sjá má þá er þetta myndskeið "telegraph.co.uk" ekki um stríðsglæp enda litu Ísraelar á málið og rannsökuðu. Það er algerlega í samræmi við það sem Ríkharður Kemp greinir frá um starfsaðferðir Ísraela. Takk fyrir að minna okkur á og endilega skoðið hitt myndbandið frá Mirror. Þar kemur fram snöggsoðin skýring sem undirstrikar enn frekar að "hið raunverulega stríð var háð í fjölmiðlum Vesturlanda!"

Snorri 

Snorri Óskarsson, 23.6.2015 kl. 11:02

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Það er spurning hvort að SAMEINUÐUÞJÓÐIRNAR  gætu ekki tekið við stjórn Ísraels hers (svo að öllum aðgerðum væri stjórnað hlutlaust og raunsætt)"

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja, eða benda og hlæja.

Fyrst menn eru að pósta linkum, þá er hér einn: https://pando.com/2014/07/12/lessons-from-gaza-the-combat-power-of-any-high-tech-military-is-way-less-than-it-seems-on-paper/

Ég mæli með Brecher.  Hann er ekkert að láta tilfinningar stjórna skoðunum sínum.  Ég get ekki annað en virt hann fyrir það. 

Ásgrímur Hartmannsson, 23.6.2015 kl. 12:08

5 Smámynd: Odie

Snorri

það er gott að vita afstöðu svona Kristins manns sem þér eruð.  Það að þér þyki það í lagi að spregja börn í loft up sem eru við leik við sjáfvarsíðuna er áhugavert.  Það er enginn áróður þarna aðeins einn aðili að skjóta fyrst og þykjast ekkert vita síðan. 

Smá lesning fyrir þig í fréttablaðinu í dag: http://www.visir.is/um-stridsglaepi/article/2015706249991

Ásgrímur : Já það er til skammar að sameinuðu þjóðirnar hafi ekki fyrir löngu farið þarna inn og stoppað þetta ástand. 

En Jón.  Sameinuðu þjóðirnar myndu afvopna báða aðila ekki vinna fyrir annan aðilan.

Odie, 24.6.2015 kl. 08:06

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ódi

"Drepinn var 2.251 Palestínumaður, þar af 1.462 óbreyttir borgarar, 299 konur og 551 barn. 64,9 prósent drepinna voru almennir borgarar. Slasaðir voru svo 11.231, þar af 3.540 konur og 3.436 börn."

Þú vísar til þessara talna og telur mig hlyntan barnamorðum vegna þess að ég treysti orðum Ríkharðs Kemps.  Hann er ekki hlyntur barnamorðum og ég tel þig ekki heldur hlyntan slíkri bardagatækni. En sá ber mikla ef ekki alla ábyrgð á dauða þessara kvenna og barna sem smalar saman börnum á skotstað eða kemur sér fyrir á sjúkrahúsum, skólum og yfirlýstum öryggissvæðum fyrir konur og börn.

Til er fréttamynd af Hamasliðum gangandi um með "skjólhlíf" sem 4 bera, undir henni er sprengjuvarpa sem aðrir bera. Þeir voru að koma sér fyrir hjá hóteli þar sem fréttamenn gistu og átti að vera öruggt svæði.  Þegar búið er að koma henni fyrir þá er skjólhlífin tekin niður, sprengjunni skotið og Hamasliðarnir hlaupast burt. Fólkið á gististaðnum var skyndilega komið á hættusvæði þaðan sem eldflaug hafði verið skotið. Hvað með öll rörin sem höfðu verið grafin niður hjá húsum SÞ og þar sem bæði skólar, sjúkrahús og skjól fyrir börnin voru? Rörin voru sérstaklega grafin þarna til að skjóta eldflaugum á Israel.

Nei ég er ekki að réttlæta barnadauðann á Gaza, ég er sammála Rikharði Kemp sem vísar ábyrgðinni á stjórnendur og gerendur á Gaza. Þess vegna dóu börnin. Er þetta ekki líkt því sem kemur fram í myndinni "Sniper" þar sem barn er sent með sprengju og á að koma sér fyrir hjá bandarískum hermönnum til að granda þeim. Hvaða heilbrigður aðili kemur börnum fyrir í fremstu víglínu?

Það er líka glæpur að sakfella saklausan! Biblían segir: "Sá sem sekan sýknar og sá sem saklausan sakfellir , þeir eru báðir Drottni andstyggð." Orðskv. 17: 15. Ekki trúi ég því á þig Ódi að þú sakfellir hinn saklausa, Ísrael. Þeir hafa ekki verið að kynda undir stríði árum saman.

Svo er það þáttur SÞ, í gegnum árin hafa þeir tekið svari Araba og ekki getað stutt við gyðingana til að tryggja eðlilegt friðarferli. Í skjóli SÞ hafa börnin á Gaza fengið fræðslu um að gyðingarnir hafi svínablóð og séu apar en ekki menn. Sagan þarna fyrir botni Miðjarðarhafs er ekki falleg.

Snorri Óskarsson, 24.6.2015 kl. 17:45

7 Smámynd: Odie

Maður verður að skoða hver er að kynda undir ófriðin á svæðinu.  Og hvernig er komið fram við fólkið sem býr í þessu stærsta útifangelsi heims.  Þeir sem beita fyrir sér börnum eru engu skárri en þeir sem skjóta fyrst og athuga svo.  En það er áhugavert að bera sama getu þessara tveggja þjóða.  Önnur kastar steinum (og einstaka raketu sem geta lítin sem engan skaða) og þeirra sem eru með einn að fullkomnustu herjum heims.

Skoðaðu hvernig þau virka https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Palestinian_rocket_attacks_on_Israel,_2014 

en taktu eftir á árinu 2014 deyja 8 vegna þeirra og Ísrael drepur 1663 af þeim sökum !

Ég mun aðdrei segja að það sem Palestinu menn eru að gera með sínu framferði sé í lagi, en viðbrögðin eru út í hött.  það eru viðbröðin sem drepa börnin og það er viðbröðin sem gera það að verkum að Ísrael er ekki saklaus í gerðum sínum.  Og það eru viðbrögðin sem lögðu ~10.000 heimili í rúst og 30.000 að hluta. (http://www.maannews.com/Content.aspx?id=718079)

P.s. Þeir drápu börnin í fjörunni við það að spila fótbolta.

Þú ættir að hlusta á Noam Chomsky https://www.youtube.com/watch?v=x0kgG1_6Qn0 Það er áhugavert að hlusta á hvað hann hefur að segja um þetta.

Borðorðin segja þú skalt ekki drepa.  Þannig að með þeim rökum eru Ísrael sek !

Odie, 25.6.2015 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband