Hverjum ber að hlýða?

Pétur postuli var ekki í minnsta vafa um stöðu boðberans á sínum tíma. Hann var leiddur fram fyrir ráð gyðinga og gerð var krafa um að hann lyti lögum landsins. Ekki er langur vegur milli drottnunarvalds gyðinga og þess sem Alfreð Ingi, Vinstri grænn leggur fyrir IRR. Hafa prestar samviskufrelsi? Þeir eru eiðssvarnir og bera skyldur til að halda fram kristnum sjónarmiðum. Nasistar kröfðust þess að kirkjan í Þýskalandi boðaði nazíska guðfræði og félli frá Biblíulegum gildum kristinnar trúar. Þá stóð Dietrick Bonhofer einn síns liðs og lét ekki undan nazistum. Hann valdi sömu stöðu og Pétur! Hver var staðan sem Pétur valdi? 

"Framar ber að hlýða Guði en mönnum"!

Mannréttindin eru einnig þau að hafa frelsi til að varðveita trúnna og standa við þá eiða sem boðberi kristninnar hefur lofað að halda. Strangt til tekið þá getur prestur ekki blessað sem í augum Guðs er viðurstyggð!

k.kv

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það ætti þá ekki að ríkja mikið andstaða gegn aðskilnaði ríkis og kirkju.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.7.2015 kl. 14:44

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Snorri!

Okkur vantar biskup með sannfæringarkraft sem berst stöðugt gegn kynvillu og múslimum; þó að það væri ekki nema í orði.

=Hvar er Móses nútímans?

Jón Þórhallsson, 3.7.2015 kl. 19:54

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ingibjörg,

Ég er ekki í þjóðkirkjunni. Ég hef valið kirkju sem er ekki undir "ríkisvaldinu" þó setja þeir lög yfir mig og ætlast til að ég hlýði þeim. En hvar stendur þú? Varst þú ekki skírð og fermd? Ef þú styður aðskilnað ríkis og kirkju af hverju er það?

Aðskilnaður ríkis og kirkju skiptir engu um að hin sanna kirkja stendur á grunninum sem er klettur og þolir atgang samtaka hvort sem þau kenna sig við 78 eða vinstri grænan lit.

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.7.2015 kl. 21:37

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jú, það er rétt hjá þér. Ég var skírð. Því miður var ég ekki spurð álits.
En ég fermdist hinsvegar ekki.

Þér að segja er ég ekki hlynnt því að trúfélög sem standa fyrir utan verndarvængi ríkisins séu tilneydd til þess að blessa hjónabönd sem eru ekki þeim að skapi.
Þjóðkirkjan er hinsvegar annað mál, enda væri það frekar undarleg að þjóðkirkja skuli ekki þjónusta alla þjóðina.
Ef ríki og kirkja væru hinsvegar aðskilin myndi ég kæra mig kollótta um hverja þeir velja að þjónusta.

Ég styð aðskilnað ríkis og kirkju vegna þess að mér þykir það þversagnakennt að hampa einu trúfélagi umfram önnur þegar stjórnarskrá okkar á að tryggja okkur trúfrelsi á Íslandi.
Trúfrelsi sem m.a. ætti að veita þér rétt til þess að velja hvaða hjónabönd þú vilt blessa.
Skilnaður ríkis og kirkju myndi tryggja að ríkisvaldið geti ekki haft afskipti af þínu trúfélagi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.7.2015 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242250

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband