Hvað verður um færslur?

Ég hef ekki verið lengi á þessari síðu en skrifað þó nokkuð margt. Hið undarlega er að ég hef misst einar 4 greinar án þess að þær hafi birst. Margt finnst mér undarlegt en ekki síður það að þegar búið er að innsenda þá hafa greinarnar ekki birst og horfið. E.t.v eru þær einhversstaðar svífandi um í rafheimum án þess að birtast fyrir augum manna. Orðið varð ósýnilegt öllum mönnum. Vonandi verður Jesús Kristur ekki þannig því hann var Orðið sem birtist í holdi og mun koma aftur. Þá mun hvert auga sjá hann! Skyldu horfnar greinar mínar geta birst lesendum?

kær kveðja

Snorri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Hilmisson

Já við bíðum bara öll eftir að þetta undur fái einhverja skýringu,  því oss físir í fróðlegann lestur, og hvatningar orð. kæri Snorri , þú átt allann minn stuðning í þessu. farnist þér vel. ljúfasta kveðja.

Högni Hilmisson, 21.4.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er búinn að vera með sama vandamál, stjórnkerfið sem heldur utan um bloggfærslurnar okkar virðist ekki ráða við álagið eða eitthvað, ég er búinn að vera stökustu vandræðum með að koma hlutum inn. Ég vona bara að kerfisstjórar blogsins lagi þetta sem fyrst. Eina ráðið er að skrifa greinina fyrst í Word eða Notepad til þess að missa hana ekki alveg út. 

En Guð blessi þig Snorri, ég segi eins og Högni, það væri athyglisvert að sjá pistla frá Guðsmanni eins og þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Linda

Ég var einmitt að hugsa til þín pæla í því hvað væri eiginlega að ske, maður býður bara spenntur.  Farðu aftur í stjórnborðið, veldur færslur og athugaðu hvort þær séu þar, opnaðu færslurnar og veldu svo Vista og Birta og sjá hvað skeður.

Vinarkveðja.

Ps. Hvar er Gunnar, það væri frábært að fá hann til að blogga hér líka.

Linda, 21.4.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir góð orð hinna, en bendi þér til bráðabirgða á að vista skrif þín sem fyrst, eftir fyrstu orðin eða svo, bæta síðan við og vista oft. Það eru einhver vandræði (núna eftir breytingarnar) að flytja texta úr öðru skjali, líkl. bezt að vera þá ekki með línu-, feitleturs- og aðrar skipanir inni í því skjali, heldur bæta þeim skipunum við, eftir þú ert búin að visa (en ekki birta) greinina alla. Svo geturðu líka til öryggis cóperað allan textann, sem þú ert búinn að slá inn, áður en hann vistast. Að smella á "html"-stillinguna virðist líka gott, annars er ég rati í þessum tæknimálum eins og kannski fleiri.

Jón Valur Jensson, 21.4.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Örugglega er gott að skrifa fyrst á Word, en ég hef ekki lent í þessu vandamáli, en allt getur gerst.

G.Helga Ingadóttir, 23.4.2007 kl. 10:52

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Þessu ku valda breyting á einhverju i öryggiskerfinu. Hægt að laga þetta. Fá leiðbeingar hjá bloggstjóra, ef þú ert ekki búinn að laga þetta. Sum Javaforrit valda þessu. Ég er nú eitt ???? yfir þessu!

Auðun Gíslason, 23.4.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242250

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband