Voðaverk og trúgirni.

Mikið geta menn tekið skakkar ákvarðanir! Að einn frá Suður Kóreu skuli skilja eftir sig 32 lík, farga sjálfum sér og hrekja fjölskyldu sína í felur. Mátti hann ekki vita að voðaverkin kæmu niður á ættingjunum og föðurlandi?

Þegar ég las og heyrði um þennan óhamingjusama mann þá flaug í huga mér að í Þýskalandi er nafnið Hitler ekki til. Ættarnafnið Quisling er horfið í Noregi. Það er nefnilega ekki alveg sama hvað við gerum. 

Fjölmiðlar á Íslandi hafa varið nokkrum dálksentrimetrum  í Cho og fórnarlömbin.Sumt hef ég undrast t.d. það að Dr Phil og Jack Thompson lýstu því yfir að tölvuleikjum væri um að kenna þar sem Cho hafði nært drápslöngunina í slíkum leikjum. En Dóri DNA kallar þessa menn "siðfræðipostula" áður en hann greinir frá hvaða álit þeir hafi á forleik morðanna. En að hefja greinarskrif á þessum orðum :"..álitsgjafar og siðferðispostular Bandaríkjanna hafa verið snöggir að kenna ofbeldisfullum tölvuleikjum um fjöldamorðin í Virginíu" segir mér að viðhorfið til ummælanna er neikvætt og ég sem lesandi á ekki að taka mark á þeim sem er flokkaður sem "Siðferðispostuli" - burt, burt með slíka menn!

En má ekki færa rök fyrir því að meintur Cho hafi horft á slíka leiki. Hann sendi myndir af sér til fjölmiðla og var klæddur eins og þeir sem eru vígamenn í tölvuleikjum og kvikmyndum frá Hollywood. Þannig má sjá að drápseðli okkar getur verið nært og örvað af svona leikjum og kvikmyndum. Það erum við sem virðumst oft ólæs á þau atriði sem eru kveikjur að voðaverkum. T.d  teljum við að menn séu fæddir "góðmenni eða illmenni". Þess vegna geta menn lítið breyst.

Biblían kennir okkur að frá hjarta mannsins koma illar hugsanir. Þá erum við öll frekar fædd illmenni. Hvað finnst þar meira: "Vondar hugsanir, morð, hórdómur , frillulífi, þjófnaður, ljúgvitni, lastmæli" Við eru samkvæmt þessu ekki vel innréttuð!

Svo erum við að mennta fólk til æðra náms sem á að hafa færni til að hjálpa okkur út úr þessum kenndum sem búa í hjarta okkar. Þeim er kennt að Biblían sé bók sem ekkert mark er takandi á. Meira að segja ríkiskirkjan sem á allt undir því að bókin góða, Biblían sé sannleikurinn gengur í takt með Vantrúnni að draga úr sannleiksgildi bókarinnar með nýju áliti á lastalista Korintubréfs Páls. Hann er gerður ótrúverðugur og nú á að blessa það sambúðarform sem Páll segir að muni ekki erfa Guðs ríkið. Næst verður örugglega blessað yfir græðgina og þeir sem hafa fallið fyrir henni verða kallaðir helgaði menn, jafnvel postular fríkirkjunnar sem er laus við þrúgandi boðskap Biblíunnar. Svo má halda áfram og segja að morðingjar séu sannkristnir menn því þeir láti hjartað leiða sig og eru því heiðarlegir - betri en þú og ég!

En Cho stökk fram fullskapaður til illra verka án nokkurrar þjálfunar. Geðlæknar voru búnir að meðhöndla drenginn og hann tók sín þunglyndislyf. Hvað aftraði honum því að fara að eðli sínu?

Er ekki kominn tími til að við nútímamenn förum að taka mark á því hvað Biblían segir okkur um hina innri rödd sem hljómar í okkur. Hún nefnilega hefur mótandi áhrif á klæðaburð, orðaval, áhugamál og lífsmáta.

Þetta sáu menn Biblíunnar fyrir 3000 árum: "Rödd syndarinnar talar til hins óguðlega í fylgsnum hjarta hans, enginn guðsótti býr í huga hans; því að hún smjaðrar fyrir honum í augum hans, til þess að misgjörð hans verði uppvís og hann verði fyrir hatri. Orðin af munni hans eru tál og svik, hann er hættur að vera hygginn og breyta vel; í hvílu sinni hyggur hann á tál; hann fetar vonda vegu, forðast eigi hið illa. (Davíðssálmur 36: 1-5) 

Þessi 3000 ára gömlu sannindi hefðu getað hjálpað í meðferðinni á Cho því hann þurfti að vita hvaða álit Guð hefur á þessari illu rödd sem á svo greiðan aðgang til okkar. Það þarf ekki annað en að útiloka Guð, gera Biblíuna óæskilega og óáreiðanlega, setja sjálfan sig í Guða sæti, taka frumkvæðið og verða engu betri en Hitler. 

Við á Vesturlöndum erum farin að uppskera illa ávexti Guðleysisins því vantrúin er dauðans alvara. Lif okkar allra liggur við! 

Jesús kom til þess að við ættum líf í fullri gnægð. Veldu því lífið!

kær kveðja

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Guð ræður öllu stóru sem smáu.  Frjáls vilji er bara blekking og er raunverulega ekki til.  Guð ræður hvenær ævi okkar er öll.  Cho var því verkfæri Guðs rétt eins og þú Snorri.  

Björn Heiðdal, 23.4.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Linda

Sagði jesú ekki " það er ekki það sem við nærumst á sem saurgar manninn, heldur það sem kemur frá manninum sem saurgar mannin" 

Linda, 23.4.2007 kl. 02:22

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, Jesús sagði; " Ef auga þitt hneykslar þig, þá skerðu það úr, því að betra er að koma eineygur í himnaríki, en með tvö augu í helvíti" - einhvern vegin svona hljómar þetta. Allvarleg og hörð orð, en bein vísbending um það að ekki er sama hvað við tökum inn um skilningarvitin. Hvernig við nærum okkur og með hverju.

Baráttan er, en sigurinn er þó unninn, veljum rétt.

G.Helga Ingadóttir, 23.4.2007 kl. 10:49

4 Smámynd: Högni Hilmisson

Þetta er frábær focus, á annars mjög alvarlega þætti, í lifum okkar mannana.  Og ég vil benda á þetta hér: Ef ekki er hægt að breyta, sjálfum sér og eða öðru fólki, til ills eða góðs.  þá gengur ekki upp formúlan um uppeldi, siðfræði, þjálfun o.s.f.  hvernig má það nú vera.  Eigum við þá að leggja niður, það sem getur flokkast undir þjálfun. Nei takk. Við erum alltaf að mótast, og umfram allt þurfum við öll, frá getnaði helst, að vera mótuð eftir mælistiku Biblíjunar, samkvæmt kærleika, ögun, og ástarböndum. Svo verðum við öll, að fá að læra að hertaka, þær hugranir, sem þjóta allt í kringum okkur, til hlíðni við Krist Jesú. Og  og  . .  Ef eitt alvöru TRYGGINGARFÉLAG , næði til okkar allra, um alla jörð,  sem er ekki að brölta í að tryggja eftir á,  heldur fyrst og fremst    FYRIRFRAM.    það væri það fullkomlega ódýrast, fyrir alla .    Öryggi okkar er fólgið í Drottni Jesú.             takk Snorri í Betel.     þinn vinur og bróðir

Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 12:53

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Björn Heiðdal

Ég vil minna þig á athugasemd Guðs þegar hann vildi stjórna Kain en tókst ekki. En Guð sagði: "Syndin liggur við dyrnar og hefur hug á þér. en þú átt að drottna yfir henni."

Við megum ekki gleyma því að annaðhvort erum við samstarfsmenn Guðs eða andstæðingar eins og Kain, Kóra, Kaifas og Júdas. En það er svo sem sama hvað við gerum þá nær Guðs áætlun ávallt fram að ganga s.br. tilraunirnar til að hefta fæðingu Jesú Krists úr ættlegg Abrahams - vert væri að rita hugleiðingu um það.

gangi þér allt í haginn.

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 23.4.2007 kl. 18:05

6 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er líka dálítið spurning um föðurmyndina. Af myndumum sem hann sendi þá má greina strák sem tekur sína ímyndir frá Hollywood. það er þessi karlmannlega vald staða með byssu. Ógnandi verndari. Ég er ekki feimin við að segja það að þetta fjöldamorð á rætur í okkar umhverfi sem og miklum veikindum.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 24.4.2007 kl. 20:17

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Erlingur

Ég trúi því að prestar og ég líka eigi að líta samkynhneigða jákvæðum augum. Þetta er fólk sama "eðlis" og allir hinir. Ég lít á það sem samborgara, sumir eru vinir aðra þekki ég ekki neitt. Ég hef unnið með samkynhneigðum og hafði alltaf frið við þá. Ég tel að þeir eigi að njóta friðar og öryggis og enginn eigi að veitast að þeim með illindum eða órökstuddum aðfinnslum. Mér finnst samt nauðsynlegt að menn fái að vita hvers vegna lífsmátinn skiptir máli því af honum vex ávöxtur

Prestar og prédikarar verða að tala rétt um afstöðu Guðs í þessum málaflokki og hann segir að "þeir erfi ekki Guðs ríkið". Það er því mikil alvara í þessu máli og við höfum engan rétt til að blessa þann lífsmáta sem erfir ekki Guðs-ríkið. Það er sama og að segja: "Farðu í friði til Fjandans"!  Ég get ekki hugsað mér að taka þátt í því og enginn prestur á að gera slíkt.

kveðja

snorri 

Snorri Óskarsson, 26.4.2007 kl. 23:00

8 Smámynd: halkatla

samsærismaðurinn Clyde Lewis var að halda því fram að þessi Cho hefði búið í bæ sem var rétt hjá CIA þjálfunarstöð þarsem unglingar eru geymdir og látnir spila ofbeldisfyllstu tölvuleiki í heimi daginn út og inn. Honum grunar að Cho hafi verið einn af þessum unglingum og að það sé skýringin á því afhverju honum tókst að myrða svona mikið af fólki á jafn skömmum tíma. Hann var einsog hernaðarvél frá því að hann byrjaði að drepa. Þessir tölvuleikir snúast sko bara um stríð og eru notaðir til þess að búa hermenn undir stríð. En já, vanalega hefur Clyde rétt fyrir sér en þú ræður hvort að þú trúir þessu eða ekki. Ég hef mjög gaman af greinunum þínum og hlýt því að teljast ofsatrúarmanneskja

halkatla, 1.5.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband