26.4.2007 | 00:08
Enn ein atlagan að samkynhneigðum?
Prestastefnan komst að niðurstöðu og Samtökin 78 eru sár. Þeir sem þar eru félagsmenn fengu ekki allt sitt fram. En er eitthvað sanngjarnt við þá kröfu að kirkjan blessi og/eða vígi samkynhneigða?
Kirkjan grundallast á þeirri trú að Jesús frá Nasaret sé Guð, Sonurinn í þrenningu Föður, Sonar og Heilags anda.
Vegna þeirrar stöðu þá eru Orð hans "lög". Þegar hann því talar um hjónaband þá gefur hann aðeins eina tegund " einn karl og ein kona, saman út lífið" Þau tvö hafi frá upphafi verið gerð til að lifa saman.
Kirkjan hefur einnig postula og spámenn sem kennimenn og handhafa "laga" Guðs.
En nútíma þjóðkirkja stendur á miklum brauðfótum af tveim ástæðum. 1. Hún hefur hjárit sem ævinlega vísar til "Lútersks" skilnings og 2. Biblían er ekki lengur kenningargrunnur heldur hafa þeir "hinn guðfræðlega skilning. Þess vegna eru þeir ævinlega með málamiðlanir í álitamálum en ekki það sem "heilögum anda og oss" hefur litist. Þannig var talað skv. lögmálinu og spámönnunum. Vonandi var þessi Prestastefna á Húsavík afturhvarf til þess að setja Biblíuna aftur á altarið sem hið sanna úrslitavald í kenningu kristinnar boðunar á Íslandi.
Samtími okkar er kominn í svo slæm mál að þegar rödd sannleikans ómar í eyrunum þá hrökkva allir í vörn því þeir heyra "sértrúartóna" ofsafengna og hættulega menn sem geta æst unga æsku til að girðast sprengjubelti. Og þegar "þessir menn" tala gegn samkynhneigð þá teljast þeir fordómafullir af þeim sem ekki þekkja hvað postularnir, spámennirnir og kirkjan standa fyrir.
Það er víðs fjarri að boðskapur kristninnar gegn kynvillunni byggist á hatri eða gegn mannréttindum. Kristnir menn eiga að elska óvini sína svo engum kristnum manni er uppálagt að hata mann sem er þjakaður af synd.
Kristnir hafa talað gegn spíritisma án þess að hata andartrúarfólk. Kristnir menn hafa talað gegn framhjáhaldi án þess að vilja grýta hórkonur. Kristnir menn hafa talað gegn þjófnaði án þess að hata þjófinn. Hann hefur samt verið dæmdur og fengið að taka út refsingu sína.
Menn verða að opna augu sín fyrir því að kirkjan stendur fyrir varðveislu lífsins. Uppspretta lífsins er hjá föðurnum og móðurinni það er því eðlilegt og rökrétt að hjónabandið verði blessað, heilagt og varðveitt.
En svo er eitt annað í málinu sem mér hefur þótt merkilegt. Það er að því meiri réttindi sem samkynhneigðir fá því minni réttindi hafa kristnir einstaklingar. Í dag t.d. er búið að fjarlægja orðið "Kynvilla" úr Biblíunni og enginn prédikari eða prestur notar það orð. Allir hafa breytt orðavali sínu vegna kröfu Morgunblaðsins, almenningsálitinu og trúarviðhorfum. Það er athyglisvert. Ég hef fengið mjög skír skilaboð að það sé afar hættulegt að hafa mig við kennslustörf vegna trúarviðhorfa minna á samkynhneigð. Mér er því hótað mismunun, atvinnumissi, vegna trúar. Þó telst réttur minn stjórnarskrárvarinn.
En ætli Guð hafi breytt skoðun sinni á kynvillunni?
En græðginni eða þjófnaðinum? Ætli hann sjái framhjáhaldið núna sem litróf í mannlegu atferli? Eða sér hann þessi atriði ennþá sem synd? Laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú.
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér, Snorri, þína góðu og athyglisverðu grein. Nú er ekki tími til langs spjalls, en blessaður sértu, bróðir, að bera fram þinn Biblíutrúa vitnisburð.
Jón Valur Jensson, 26.4.2007 kl. 01:32
Ég vil Þakka , innilega fyrir málflutninginn og festuna í boðskapnum. þetta er ekki einleikið Snorri. þú kant að standa vörð. Ég er endalaust þakklátur fyrir þjónustu þína, og allt sem þú hefur erfiðað, öll árin, bæði í bæn og í að verja hina sönnu trú. Guð friðarins varðveiti þig og allt þitt fólk. kær kveðja.
Högni Hilmisson, 26.4.2007 kl. 02:32
Þess vegna megum við ekki gefast um og styðja hvort annað og aðra í með Jesú að leiðarvísi kærleikans og visku.
Linda, 26.4.2007 kl. 03:51
Glæsileg grein Snorri. Ég er nú gamall safnaðarmeðlimur hvító á Agureyri Eins og sunnlendingar segja. Og það er frábært að fá þinn liðsstyrk í þessari barráttu ! Guð blessi þig Snorri !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 21:39
Þú vilt þá meina að brenglað kynlíf sé sambærilegt og græðgi. Eru öll göt og stellingar leyfð í Bíblíunni? Græðgi er hjól framfara en varla verður það sama sagt um samkynhneigð!
Björn Heiðdal, 28.4.2007 kl. 10:13
Græðgi er líka hjól tortímingar- eyðing fiskimiða, óstjórnleg krafa um arðsemi. Við getum krafið bóndann um 20-30% vexti en hann ræður ekki því hvað afrakstur hjarðarinnar er nema að litlu leyti.
græðgin étur hinn gráðuga að innan og sálarfriðurinn hverfur fyrir ímynduðum hagnaði. Ríki bóndinn átti auðævi til margra ára en aðeins eina nótt eftir og engan dag. Við mennirnir eigum svo auðvelt með að verða taumlausir, með tilfinningar án landamæra!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 29.4.2007 kl. 00:33
Ég tek undir með þér Snorri og boð Biblíunnar eru skýr.
G.Helga Ingadóttir, 29.4.2007 kl. 23:03
Það er auðvitað í hæsta máta óeðlilegt að tala um kynvillu í dag, alveg eins og það er útí hött að tala um fáráðlinga, vanvita, eða annað í svipuðum dúr. Orðið kynvilla er einfaldlega ekki notað af meginþorra Þjókirkjufólks af því það gerir lítið úr öðrum, og það er ekki kristnu fólki samboðið. Að öðru leyti vísa ég í biblíurannsóknir fræðimanna um málefni samkynhneigðra, þar sem fram kemur að samkynhneigð var ekki til á ritunartíma biblíunnar, þ.e. sá skilningur sem við þekkjum í dag var ekki til staðar. Þess vegna talar Jesús ekki um samband samkynhneigðra, alveg á sama hátt og hann talar ekki um glasafrjóvgun, af því hún var ekki til á þeim tíma. Með þessum rökum mætti segja að allt það sem Jesús talar ekki um, fordæmi hann. Þarna passa ekki saman hljóð og mynd.
Guðmundur Örn Jónsson, 29.4.2007 kl. 23:40
Ekki hef ég tíma í rökræðu við þann ágæta prest í Vestmannaeyjum, sem hér skrifar, en um orðið "kynvilla" get ég þó sagt, að það er ekki gagnsæ þýðing þess gríska hugtaks (arsenokoites), sem það stendur fyrir í 1981-útgáfunni af I. Kor. 6.9, og ekkert orð í gríska NT ber að þýða með orðinu "kynvilla". Vera má og, að það orð geri lítið úr öðrum í margra huga, en merkingarlega séð fer það hins vegar nálægt hugsuninni í hugtakinu "contra naturam" (lat.) eða á grísku: "para fýsin" (gegn náttúrunni), sem eru einmitt orðin sem Páll postuli grípur til í Róm. 1.26. Orðið arsenokoites í I. Kor. 6.9 og I. Tím. 1.10 merkir hins vegar karlmann sem hefur samræði (kynmök) við karlmann, og slíkt bannar Biblían bæði þar og annars staðar með ströngum viðvörunarorðum. Þetta gjaldfellir vissulega tal Vestmannaeyjaprests um miðbik innleggs hans, eða má ég orða það öðruvísi: Biblían er sannarlega að tala um mök milli tveggja karla og eins mök milli tveggja kvenna, fram hjá því verður ekki komizt, þótt hún ræði ekki um hneigðina sem einhverja undirliggjandi grunnhneigð og passífa sem slíka (eða: meðan hún enn er ekki virk í athöfn). -- Forðumst undanfærslur!
Jón Valur Jensson, 30.4.2007 kl. 23:09
Elsku Snorri minn.
Þú ert einn af kennurum mínum sem ég lærði að virða. Ekki út af ógnandi tilburðum eða því að þú værir svo yfirþyrmandi langklárastur. Ég hef aldrei verið sammála þér ef því er að skipta. En skoðanir þínar og trú ber manni að virða. Á sama hátt fer ég fram á að þú metir og skiljir mínar skoðanir. Við unnum saman í uppskipun á síldartunnum. Þig vantaði á laugardag. Eða sunnudag. Það var allavega hvíldardagurinn haldinn heilagur. Ég verandi fyrrverandi nemandi þinn, núna næstum 45 ára gamall með mín eigin vandamál á dóttir sem segir mér að hún sé samkynhneigð. Á ég þá að fara eftir þinni vitund un guð og tilveruna og hafna henni? Mín svör til hennar voru að ef þetta er málið þá óska ég henni alls hins besta. Vitandi það að með því að vera samkynhneigð minnkar hún valmöguleika sína um 95%. Hvað segir maður við barnið sitt sem segist vera samkynhneigt? Hvernig tekur maður á því?
Og til að dreifa þessu máli þá tel ég að Jesú kristur og John Lennon hafi verið sami maðurinn eða allavega náskyldir
Ævar Rafn Kjartansson, 1.5.2007 kl. 04:02
"... and no religion too"? -- Nei, Ævar Rafn, ég held þeir hafi ekki verið mjög skyldir.
Sárt var að lesa þetta hjá þér, en vitaskuld hlýturðu og áttu að elska áfram dóttur þína og hafna henni ekki. Ég hygg, að enginn okkar hinna trúuðu, sem höfum verið að skrifa um þessi samkynhneigðramál að undanförnu, séum þannig hugsandi, að við viljum hafna samkynhneigðum sem slíkum. Okkur ber fremur að hjálpa þeim, enda hefur Kristur dáið fyrir þá eins og alla aðra. En engin hjálp er í því fyrir samkynhneigða, að við snúum við sannindum trúarinnar. Og nú ætla ég að láta Snorra um að svara þér betur, spurningum þínum undir lokin. Þetta verður fróðleg umræða, sem ég mun fylgjast með. Vonandi fáið þið góða hjálp, sem verður henni til góðs. - Með kveðju,
Jón Valur Jensson, 1.5.2007 kl. 08:16
'Eg vil benda Ævari á þessa heimasíðu, sem haldið úti af foreldrum að fást við sömu mál og hann. http://www.pfox.org/ og einnig www.exodus.to
Kv. Kristinn
Kristinn Ásgrímsson, 1.5.2007 kl. 10:00
Þetta hlítur að vera grín hjá Kristni Ásgrímssyni, og það reyndar af lélegri gerðinni. Ég trúi því bara ekki að nokkur maður taki það alvarlega sem finna má á þessum heimasíðum. Nógu erfitt getur nú verið fyrir samkynhneigða að koma útúr skápnum, þó ekki sé reynt að troða þeim þangað aftur. Ég varð bara að koma þessu aðeins að, en að öðru leyti þá vona ég að umræðan fari ekki út í þessa fúamýri.
Með kærleikskveðjum úr Eyjum.
Guðmundur Örn Jónsson, 1.5.2007 kl. 22:44
Guðmundur Örn, þú hefur fengið góð svör við athugasemd þinni um kynvilluna, en veist ekki að Jesús þekkti söguna um Sódómu og Gómorru og dró lærdóm af henni við Kórasín og Betsaídu. Hann vísaði til afleiðingarinnar sem Sódóma fékk og í borginni var fólk sem vildi fá að "kenna" mannanna sem gengir voru undir þak Lots og voru þekktir í borginni af þvi þeir voru stöðugt að "siða" íbúana. Ætli hafi mátt nefna synd Sódómu réttu nafni þá?
Kristin trú tekur ákveðið á þessum lífsmáta og "arsenokeitis" (gríska orðið yfir kynvillu) sá er serðir karlmann, mun ekki Guðs ríki erfa.
Hjörtur Magni sagði sláandi orð að þegar menn væru farnir að "verja stofnunina og gera hana ofar öllu" þá væri það djöfullegt. Kristin trú er æðri fríkirkju eða þjóðkirkju ef við látum trúna á Krist og boðskap postula og spámanna til hliðar svo hægt verði að varðveita kenndir manna þá er annar orðinn höfðingi okkar en Jesús kristur.
Ævar, sama hvað þér líst og hvað við höfum gengið í gegnum síldartunnur eða gúanómjöl, þá er eitt öruggt að hafi Guðsorð breytt samkynhneigðum á dögum Páls postula og einnig á okkar dögum eins og Kristinn Ásgrímsson bendir á þá á dóttir þín von. Elskaðu hana með föðurlegum kærleika og treystu Guði því hann mun vel fyrir sjá. Reiddu þig ekki á hyggjuvit presta sem verða að breyta Biblíunni til að hún falli þeim í geð. Guðs hjálp er ekki lengra frá þér en nemur einni bæn. Því sá sem hefur "komið út úr skápnum" getur einnig komist útúr samkynhneigðarskápnum. Það tekur viðhorfsbreytingu og er læknanlegt.
Sumir segja að kynhvöt sé meðfædd og óumbreytanleg en sú staðreynd er ekki viðurkennd gagnvart barnaníðingum. Þeir eru settir í meðferð og þeim er ekki komið aftur inní skápinn heldur fangaklefann.
Leið kynvillunnar er ekki einstefna og ekki hægt að komast útúr henni það er hægt að snúa við og hverfa til baka.
kær kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 1.5.2007 kl. 23:30
Nei, Guðmundur Örn það átti ekki að vera grín. En hvað hefur þú lesið marga vitnisburði af þessum síðum ? Ég þekki Alan Chambers persónulega, og mér finnst hans líf ekkert grín. Hann vildi ekki vera samkynhneigður og sigraðist á þeirri hvöt. Ég á erfitt með að skilja af hverju þið prestar virðist ekki vilja kynna ykkur báðar hliðar. Fordómar kannski ?
bestu kveðjur
Kristinn
Kristinn Ásgrímsson, 2.5.2007 kl. 06:56
Snorri ég vísa í Esekíel 16.49-51 varðandi skilning á þeim atburðum sem áttu sér stað í Sódómu og Gómorru. Þar er klárlega að finna lang elstu túlkun á þeim atburðum. "Sjá synd Sódómu systur þinnar var ofdramb. Hún og dætur hennar höfðu gnótt matar og lifðu góðu lífi í makindum, en réttu þó ekki hinum voluðu hjálparhönd....." Ég á bágt með að sjá að Jesú sé að vísa til samkynhneigðar í orðum sínum við Korasín og Betsaídu, miklu fremur vísar hann til ofdrambs og vanþækklætis í garða mannsonarins. Mig langar síðan að benda ykkur á að kíkja á vef um samkynhneigð og kirkju og sérstaklega fyrirlestra Kristins Ólasonar og Clarence Glad sem fjalla um biblíuna og samkynhneigð, það er líka hægt að hlusta á fyrirlestrana á þessari slóð.
Ég held að það sé nokkuð ljóst kæri Snorri að við verðum seint sammála í þessum efnum, og það er auðvitað í góðu lagi, þannig er heimurinn. Fólk hefur svo misjafna aðkomu að málum og skilning, ef svo væri ekki þá væri heimurinn ákaflega fátæklegur og einsleitur.
Kristinn. Ég reikna með að þú sért að tala um fordóma í neikvæðri merkingu, en í raun og réttu þá erum við byggð upp að stærstum hluta á fordómum. Í þessu samhengi vísa ég á ágætan pistil sr. Svavars, prest í Akureyrarkirkju.
Kærleikskveðjur úr Eyjum.
Guðmundur Örn Jónsson, 2.5.2007 kl. 11:18
Guðmundur Örn
Mér er vel kunnugt um "túlkun" Esekíels, Kristins Óla og Clarens Glads. Ég undrast ekki túlkun Esekíels því hún er í beinu framhaldi af efnisþáttum frásögunnar þar sem hann talar um í framhaldinu þar sem þú sleppir tilvísuninni v.50 "þær uður drambsfullar og frömdu svívirðing fyrir augum mér, þá svipti ég þeim burt." orðið svívirðing er "towebhva" = viðbjóð, skömm. Það orð er mikið notað yfir skurðgoðadýrkun og gjörspillt kynlíf og nákvæmlega þetta hebreska orð, skömm "towebhva" er notað í 3.Mós.18:22 :"Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð." ; bara að Doktorarnir í guðfræði hefðu kennt þér þetta ; íbúarnir þoldu ekki aðfinnslur þar sem gestirnir voru stöðuglega að siða þá. Hrokinn er auðvitað þannig að hann tekur ekki tilsögn. En túlkanir Kristins og Clarens keyra út yfir allan þjófabálk þar sem þeir sniðganga algerlega kynlífsþáttinn. Það auðvitað nær ekki nokkurri átt t.d. vegna þess að sá þáttur er settur inní söguna með sögninni að "kenna þeirra". Sama sögnin er notuð þegar Adam kenndi konu sinnar! Ekki var hann bara gestrisinn við hana? Ég er talsmaður gestrisni en ekki þeirrar að konur verði þungaðar eftir mig vegna gestrisni minnar! Svo sést greinilega að lögmálið og boðorðin 10 fjalla mjög ákveðið um þessa þætti. Hérna klikkuðu "Doktorarnir í Guðfræðinni"!
Ég veit ekki hvort við verðum seint sammála í þessum efnum og ef svo er þá hvers vegna? Lesum við ekki sömu Biblíuna?
Er það ekk rétt að Guð dæmdi synd Sódómu, þar sem var bæði hroki, ógestrisni og kynvilla?
Er það ekki rétt að lögmálið setti mönnum ramma um hegðun í kynlífi, gestrisni og auðmýkt?
Er það ekki rétt að á "lastalista" postulanna er fjallað um ósiðlegt kynlíf, ógestrisni og hroka? Við þurfum ekki að vera mjög ósammála það er aftur á móti skortur á djörfung hjá þér að viðurkenna hvað Biblían segir um kynvilluna og þú sem vígður kennimaður og á launum hjá ríkinu til að segja satt þarft að hætta þjónkun við almenningsálitið og tala það sem við á um kristin gildi.
Er eitthvert réttlæti í því að karlmaður megi ekki girnast konu náunga síns en hann má brenna af girnd til karlmanns (Róm.1:27) "karlmenn frömdu skömm..."!
Fyndist þér ekki alveg sjálfsagt að Samtökin 78 fengju einn reit í íslenska þjóðfánanum þar sem regnbogalitrófið fengi að koma í stað krossins eða þá að einn af bláu reitunum fengi að skarta regnboganum, á þeirri forsendu að þeir væru hluti af heildinni?
Varla er þjóðfáninn heilagri en kenning kristninnar? Ef henni má breyta þá má líka breyta þjóðsöngnum og þjóðfánanum. Þó þér finnist þessi samlíking ekki viðeigandi þá passar hún við þar sem við erum að tala um tungumál þjóðar og menningar. Þjóðkirkjan hefur viljað setja sig í þá stöðu að vera hin kristna tunga þjóðarinnar en þá þarf hún að virða hinn kristna boðskap.
Snorri Óskarsson, 2.5.2007 kl. 21:47
Ég óska ykkur ofurkrissum til hamingju, það eru einmitt svona bókstafstrúarmenn með enga sjálfstæða hugsun eða tilfinningu fyrir tilfinningum annara sem er að jarða ykkar "trú"
Þið setjist í dómarasæti yfir öllum og byggið allt ykkar bull á eldgömlum sögum úr eldgamalli bók í stað þess að reyna að labba í fótsporum Jesú og breyta eins og hann hefði breytt.
Til hamingju drengir.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:23
Doctor E.
Við "ofurkrissar" þorum þó að tjá okkur undir fullu nafni svo allir megi vita hvað hver segir og skömmumst okkar ekki fyrir trú eða trúarviðhorf. Það lærði ég af göngu minni með Jesú Kristi hann er kynntur þannig hjá Markúsi (12:14) "Vér vitum að þú ert sannorður og hirðir ekki um álit neins enda gjörir þú þér engan mannamun, heldur kennir Guðs veg í sannleika."
Ég sé ekki betur en að umræða og almenningsálit hneigist að því að þagga niður í kenningu Jesú, skrumskjæla kirkju hans og gera boðbera sannleikans óæskilega þegna eða hornrekur íslensks þjóðfélags t.d með því að segja að við byggjum allt okkar "bull á eldgömlum sögum úr eldgamalli bók" . En þú leggur samt til að ég reyni að labba í fótspor Jesú og breyta eins og hann breytti og greint er frá í "eldgömlum sögum og eldgamalli bók."
kær kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 3.5.2007 kl. 14:28
Sko ef við gerum ráð fyrir því að Jesú hafi raunverulega verið til, sem er ekkert ólíklegt þá er næsta víst að hann hefði ekki verið fullur fordóma eins og svo margir kristnir eru.
Ég get alveg sæst á að Jesú hafi verið til og lýsingar á honum séu nokkuð réttar en flest annað sem er skrifað í bókina góðu er ekkert nema mannaskrif sem að mínu mati eru ekkert annað en viðleitni til þess að viðhalda valdi kirkunnar og hennar manna og náttúrulega var þetta eina vopnið sem menn höfðu í gamla daga til þess að hafa hömlur á lýðnum.
Það var tilgangslaust að segja venjulega veraldarlög á þetta fólk því það lifði í örbyrgð og hafði engu að tapa og því var rökrétt fyrir kirkju að koma með loforð um paradís ef menn hlýddu því sem í bókinni stóð en verra víti ef menn hlýddu ekki.
Eins og ég segi þá var Jesú hinn besti gaur og talaði ætíð um kærleika og ást manna á milli sem hinir kristnu virðast alveg búnir að gleyma og vaða bara um í dómarahempu dæmandi til hægri og vinstri.
Fyrir mig þá boðaði Jesú ekkert nema kærleika og aftur kærleika en eins sorglegt og það nú er þá virðast svo mjög margir kristnir menn algerlega gleyma þessu og segja fólk sem bendir á þetta vera að þagga niður boðskap hans.
Við höfum bara ekkert með að dæma fólk út og suður eða halda því frá kirkju vegna þess að það stendur í bók sem er alveg á hreinu með að hún er ekki komin frá guði.
Eins og einhver sagði: Það versta við kristni eru kristnir menn (Mjög margir)
DoctorE (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:12
Svona til stuðnings orðum mínum þá vil ég benda ykkur á þessa könnun http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1267650
Þarna segjast aðeins 11% treysta trúfélögum.
Hvers vegna haldið þið að það sé.
Það er vegna þess að þið sem látið hæst í þessum málum öllum spúið eldi og fordómum þvers og kruss, þið segist elska og trúa á Jesú en þið talið aldrei nema þið séuð að útdeila hatri og fordómum.
Þið veljið allt það versta eða túlkið það besta á versta veg.
Eins og ég segi þá munu svona aðferðir ganga af kristni dauðri.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:26
Má vera,DoctorE, að ég beri höfuðábyrgð á slöku gengi trúfélaga og því fáum við ekki nema 11% traust. Framsókn hafði minna traust en það samt hafa þeir ráðið í ríkisstjórn í 16 ár. Prósentur segja ekki allt en raddir þeirra "kristnu" sem eiga að tala sama sannleika og boða sama krist eru fullar þversagna, það sáir vantrausti og elur á fordómum gagnvart okkur.
Við stödnum nú í mikilli orrahríð um samkynhneigðina og hvort eigi að blessa hana - Kristin trú, kenning Páls og sannfæring Heilags anda segja nei. Sumir sem kalla sig kristna en snúa fimlega útúr kristinni kenningu segja já og þeir eru vinsælli í fjölmiðlum - glíman er við þessa andstæðinga og svona eyðileggingaröfl. Við eru aldrei að sneiða að samkynhneigðum eða kalla þá illum nöfnum. Ég fjalla aðeins um málið frá sjónarmiði kristinnar trúar sem segir þetta synd og muni ekki erfa Guðs ríkið.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 3.5.2007 kl. 23:53
Kæri Snorri. Það er sorglegur seinni hluti færslunnar hjá þér þegar þú svarar mér. Eins og fyrri hlutinn lofaði góðu. Ég nenni hreinlega ekki að eltar ólar við þig um þetta mál við þig finnst þú kýst að nálgast málið og umræðuna á jafn ómálefnalegan hátt. Takk fyrir mig.
Guðmundur Örn Jónsson, 3.5.2007 kl. 23:57
Sæll Snorri
Ég ætla ekki að fara mikið út í álitt mitt á málefninu, ætla að láta aðra um það. Ég held þó að hvað samkynhneigða sé jafnréttinu náð hvað varðar "hjónabandið", eða hvað það nú heitir, gangvart lögunum. Að sjálfsögðu má ekki þvinga kirkjuna til athafna sem stríða gegn grunni hennar, held að það sé ósköp enfallt. Vandamálið finnst mér hinnsvegar vera þetta: "Er þjóðkirkjan Kirkja?" Fyrir mér er þetta nú bara ríkisstofnun, íhaldsöm svo um munar. Menn í kjólum, "tónandi" við oft misjafnan orgel leik. Þetta er peningastofnun og valdastofnun, gegn sýrð miðstýringu og svartstökkum.
Vandamálið fellst einmitt í þessari RÍKISstofnun. Þetta er ríkisrekin félagsstarfsemi og VERÐUR þar að leiðandi að fylgja í einu og öllu því sem ríkið ákveður hverju sinni. Bjóði ríkið syndinni í kaffi og heimili trúlögum heimild til þess að gifta samkynhneigða, verður þjóðkirkjan að nýta sér þá lagaheimild, það er mín skoðun, annars verður hún bara að hypja sig undan ríkisvængnum.
Ég vona hinsvegar að hin sanna Kirkja Guðs á Íslandi, sem felst í hinum frjálsu og óháðu söfnuðum þessa lands nálgist málið þannig að menn liggi ekki sárir. Ég vona líka að fulltrúar samtakana '78 nálgist málið á sama hátt og sýni virðingu og skilning á orði Guðs.
"Kjósi fólk að ganga gegn því sem orð Guðs segir, sama hversju old fashion því finnst það vera, afhverju leggur fólk þá líf sitt við að öðlast blessun þess?"
Með Kærri kveðju
Birkir Egilsson
Hommalega Kvennagullið, 4.5.2007 kl. 20:00
Ef ég má vera svo frökk, Birkir, ég þakka þér fyrir málefnalega og réttlát skrif. Það fer allt of lítið fyrir því að virða skulu afstöðu trúaðra í þessu fári.
Linda, 4.5.2007 kl. 23:08
Það er mikilvægt að átta sig á því að samtökin 78 eru ofsækjandinn og ekki ber að láta undan þar. Menn nefna mannréttindi. Menn hafa full mannréttindi með að standa utan við kirkjunna. Guð sendir engan frá sér nema einstaklingurinn ákveður annað.
það sem ég skil ekki er hvers vegna erum við föst í þessari umræðu. Þetta er ekki umræða sem ég sem kristin einstæklingur vill standa í. þetta er svo klipt og skorið og hafið yfir deilur. Getum við talað um Fórnargjöf Krists... Eílífðina...
Látum ekki plata okkur út í unnar umræður með miklum sóðaskap.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 4.5.2007 kl. 23:53
Ekki ætla ég að rengja orð Bíblíunnar í sambandi við samkynhneigð þau eru alveg ljós öllum sem vilja skilja.
En við höfum samt ekki rétt á að dæma þetta fólk og loka öllum hurðum á það, nei svoleiðis gerum við ekki þó svo þau hafi syndgað gegn Guði. Þetta eru bræður okkar og systur ekki rétt.
Í Posulasögunni stendur: "Guð fer ekki í manngreiningarálit."
Og munum það sem Páll segir í Róm 12:10 "Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing."
Bestu kveðjur.
Jens Sigurjónsson, 6.5.2007 kl. 00:19
Þetta eru umhugsunar- og athyglisverð skoðanaskipti. Fróðlegt innlegg hjá Jóni Val en ég vil sérstaklega taka undir orð þín Snorri um græðgina. Illu heilli virðist hún vera dýrkuð af mörgum, jafnvel pólitískum öflum, sem einhverskonar hjáguð.
Sigurður Þórðarson, 6.5.2007 kl. 06:48
Skoðanaskiptin snúast um rökin.
Kristin kenning er heilsteyptur boðskapur og miðast að því að varðveita lífið. Biblían leggur okkur línuna um að það sem postularnir, spámennirnir og Jesús Kristur boðuðu er "Guðs vilji". Þegar Ísraelsmenn voru undir "gæslu lögmálsins" þá voru mjög ströng refsi-ákvæði ef ekki var haldið lögmálið.
Við líflátum engan í dag fyrir að halda ekki hvíldardaginn en nýlega kom í ljós að þeir sem halda ekki hvíldardag stytta æfi sína af því þeir ofbjóða líkamanum. Refsingin liggur þá í yfirgangi okkar. Hinn vantrúaði sér um refsingu sína sjálfur!
Varðandi "sorgleg rök" mín um íslanska fánann þá er tví til að dreifa að þjóðkirkjan vill kenna sig við kristna trú en tekur grunnstærðina/ helgidóm trúarinnar, kristna kenningu og breytir henni í takt við "almenningsálitið". Ef krafan væri að breyta öðrum "helgidóm" vegna almenningsálitsins þá held ég að margur yrði móðgaður. Fáninn er allavega ekki heilagri en kristin kenning og hann hefur ekki leiðbeinandi áhrif á jafn margar milljónir manna og kristin kenning!
Daníel rök mín ganga því upp af því að kenning Biblíunnar segir að kynvillan var dæmd á dögum Sódómu - þegar ekkert lögmál var til; hún var bönnuð og sögð andstyggileg undir lögmálinu (3.Mós. 18:22) og svo er kristaltært að fólk í Korintu lagði af kynvillu og breyttist við það að taka kristna trú. Þannig sést að rök okkar sem tölum gegn því að þessi lífsmáti verði samþykktur og blessaður halda og við erum samkvæmir kristinni trú, kenningu Biblíunnar og okkur sjálfum.
Kristin kirkja má ekki blessa samkynhneigð sambönd !
Biblían segir: "Tak eigi heldur þátt í annarra syndum, varðveit sjálfan þig hreinan." 1.Tím.5: 22
Meira væri hægt að segja en látum þetta duga að sinni.
Snorri Óskarsson, 7.5.2007 kl. 10:13
Endilega ekki láta þessari umræðu strax lokið, Snorri. Þú hefur reyndar staðið þig afar vel, en ég þarf að koma að athugasemdum við ýmislegt sem ekki stenzt í málflutningi sr. Guðmundar Arnar Jónssonar og þessa "DoctorsE". Eitt má nefna hér stuttlega: Það er t.d. fráleit sagnfræði hjá sr. Guðm. að segja, "samkynhneigð var ekki til á ritunartíma biblíunnar". Það eru margar heimildir frá Miðjarðarhafslöndum í fornöldinni og á ritunarárunum Biblíunnar þess efnis, að þá hafi verið til sambönd samkynhneigðra, fullveðja karlmanna, eins og við þekkjum þau í dag. Nero keisari (d. 68 e.Kr.) "giftist" meira að segja tvisvar karlmönnum og það opinberlega. Þar að auki er Páll ekki að tala um drengjagirnd í I.Kor. 6.9-10 og í I.Tím.1.10, heldur að karlmaður leggist með karlmanni (arsen, sem er orð sem merkir fullorðinn karlmann, ekki dreng eða piltung). Nútíma-líberalistar í hópi guðfræðinga leggjast ýmist lágt við að snúa út úr Biblíunni eða vinna ekki heimavinnuna sína að kanna málið sjálfstætt, heldur taka einfaldlega aðra trúanlega um það, sem þeir halda fram -- og nota síðan þessi óvissu "fræði" sín til að ganga til liðs við óvini kirkjunnar og ráðast á aðra kristna menn með niðrandi skammarorðum! Þeir ættu fremur að temja sér varkárni við mótun skoðana sinna, sannleiksást og virðingu.
Jón Valur Jensson, 8.5.2007 kl. 02:16
Þarna féllu orð út úr innlegginu: í I.Kor. 6.9-10 og í I.Tím. 1.10, heldur að karlmenn leggist með karlmanni ... etc. (Og "leggist" merkir þar samræði, samfarir.)
Jón Valur Jensson, 8.5.2007 kl. 02:20
Ég er sammála þér, Jón Valur að kynvillan var til og hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda.
Vita menn það t.d. að ástæðan fyrir því að kynvilla var svo útbreidd meðal Grikkja að "Aristóteles taldi karlmenn konum fremri í öllu" og því væri ást milli karlmanna æðri en ást milli karls og konu. Konan hafði sömu réttarstöðu og húsdýrin.(Alexander mikli, bls. 23, Hólar 2004,Alan Fildes, Johann Fletcher)
En ég skil engvanvegin í háskólamenntuðu liði, útskrifuðu úr Guðfræði , með embættispróf uppá vasann og auk þess hefur fengið innsýn í bæði grísku og hebresku að láta rugla sig svona í ríminu.
Ég nefndi við prestinn eitt sameiningartákn Íslands sem er svo heilagt að það má ekki láta það hanga við hún framyfir miðnætti. Hann nýtur meiri friðhelgi en Biblían og kenning kristninnar. Það er rosalega alvarleg staða, því Jesús kristur er höfundur og fullkomnari trúarinnar. Sá sem því endurgerir trúarboðskapinn er kominn í sömu stöðu og Múhammeð eða Bahála! Gætum hvar við stöndum!
kær kverðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 8.5.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.