7.5.2007 | 23:12
Enn ein staðfestingin!
Biblían og fornleifafræðin hafa átt afskaplega vel saman. Þessi gamla bók sem mönnum finnst ekki eigi að hafa hlutverk í kristninni í dag hefur hvað eftir annað verið dregin fram þegar fornleifafundir hafa átt sér stað í Landinu Helga. Nægir að innsigli konunga Júðanna (Jeróbóams), svarta Móabíta- steininn áletrun Pontíusar Pílatusar o.fl.
Þessi umræddi Heródes fékk heimsókn vitringanna. Þegar hann lá banaleguna hafði hann gefið Salóme systur sinni fyrirmæli að eftir hans dag ætti hún að sjá til þess að öll börn í Jeríkó yrðu drepin svo allt landið væri í sorg meðan útför hans færi fram. Hún neitaði, sem betur fer.
En þetta er enn ein áminningin til okkar að Biblían er bók sannleikans.
Ég ætla með hóp til Ísraels í júni og hlakka til að koma að þessum merkilega stað; það er mánuðurinn sem Ísraelsmenn fagna 40 ára yfirráðum í Jerúsalem þegar þeir náðu henni eftir 6-daga-stríðið!
En merkilegast af þessu öllu er að Ísraelsmenn séu komnir heim í land fyrirheitanna. Vera þeirra þar sannar að Guð hefur áætlun. Rétt áður en Jesús Kristur birtist á Olíufjallinu verða gyðingarnir komnir heim.
kær kveðja
Snorri í Betel
Gröf Heródesar fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 242250
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta kemur kristni ekkert við.
Vantrú, 8.5.2007 kl. 00:26
Vantrú þverskallast af því að nöfn sögunnar staðfesta tíma þann sem atburðirnir gerðust. Hér er ekki að finna gröf Alexanders mikla, hann dó annarsstaðar og heldur ekki gröf Napóleons af sömu ástæðu heldurnafn Heródesar sem var sá fyrsti er fékk að heyra um hinn nýfædda gyðingakonung og kallaði saman prestastefnu til að spyrja hvar hinn nýfæddi gyðingakonungur eigi að fæðast.Þá flett þeir uppá staðnum hjá Míka spámanni (samtímamaður Jesaja, spámanns um 600 f.kr) og lásu "þú Betlehem Efrata.".
Kemur þetta ekki kristni við að einn fyrsti áheyrandi að fæðingu Jesú Krists skuli vera í gröf sinni, fundinn; en gröf Jesú Krists tóm?
Þvílík vantrú og fásinna!
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 8.5.2007 kl. 15:35
Snorri, ekki gera þér upp þessa fáfræði.
"Vissulega voru Ágústus keisari, Pontíus Pílatus, Heródes mikli og Heródes Antípas sem minnst er á í Nýja testamentinu allir sögulegar persónur. En það segir okkur bara ekkert um Jesús frá Nasaret. Í Indiana Jones and the Last Crusade kemur Hitler fram. Hitler var til í alvörunni og þar af leiðir að sögurnar af Indiana Jones eru sannar. Vonandi sjá lesendur galla í rökfærslunni."
Úr grein dagsins: Merkur fundur og ómerkileg viðbrögð
Matti Á.
Vantrú, 8.5.2007 kl. 17:27
Matthías!
Frægð Heródesar er einmitt vegna Biblíunnar. Hún gerði manninn frægan þó svo að menn hafi komist að ýmsu um manninn á síðustu árum. Þessi fornleifafundur er merkilegur og gott að geta sýnt merkileg/ómerkileg viðbrögð!
Snorri Óskarsson, 8.5.2007 kl. 18:47
Að halda því fram að fundur grafarinnar staðfesti eitthvað er svolítið sem Púkinn á erfitt með að skilja. Tilvist heródesar og valdatími hans er ekki umdeilt á neinn hátt, enda staðfest af fjölda áreiðanlegra samtímaheimilda.
Þessi gröf breytir engu til eða frá um sanleiksgildi þess sem í Biblíunni stendur - hvaða álit menn svo sem hafa á því.
Púkinn, 8.5.2007 kl. 21:03
"...hvar hinn nýfæddi gyðingakonungur eigi að fæðast.Þá flett þeir uppá staðnum hjá Míka spámanni (samtímamaður Jesaja, spámanns um 600 f.kr) og lásu "þú Betlehem Efrata."."
Eins og ég hef áður bent þér á, þá fjallar sá spádómur ekki um hvar messías eigi að fæðast, heldur um ætterni hans.
"Kemur þetta ekki kristni við að einn fyrsti áheyrandi að fæðingu Jesú Krists skuli vera í gröf sinni, fundinn; en gröf Jesú Krists tóm?"
Er gröf Jesú tóm? Ég sem hélt að enginn vissi hvar hún væri. Væri Snorri kannski til í að upplýsa heimsbyggðina um staðsetningu hennar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.5.2007 kl. 00:45
Hjalti
Ég verð með ferð til Ísraels dagana 13. - 26. júní og ef þú kemur með þá get ég leitt þig að gröfinni, inní hana og út aftur. Þá verður þú í sömu sporum og Jesús "að koma út úr gröfinni", það er ólýsanleg lífsreynsla.
Hafiðru áhuga þá eru 2 sæti enn laus en ég er að loka skráningu.
kær kveja
Snorri
Pétur
Þessir kumpánar hafa gert sig heimakomna á fyrri síðu minni og ég veit um öll þeirra rök sem grundvallast á því að neita staðreyndum eða segja þær seinni tíma tilbúning- rétt eins og þeirra rökhyggja er, að ekkert er til "nema ég sjái og geti þreifað á"
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 9.5.2007 kl. 14:10
"ég veit um öll þeirra rök sem grundvallast á því að neita staðreyndum eða segja þær seinni tíma tilbúning-"
Gætir þú komið með dæmi um svona rök okkar? Hvaða staðreyndum neitum við? Nei, þetta eru bara dylgjur Snorri.
"rétt eins og þeirra rökhyggja er, að ekkert er til "nema ég sjái og geti þreifað á" "
Aftur dylgjur. Snorri, hvað segir áttunda boðorðið aftur? Ekki brjóta það ítrekað.
Matti Á.
Vantrú, 9.5.2007 kl. 16:00
Snorri, ég kemst því miður ekki í þessa ferð, en það væri miklu gagnlegra og einfaldara ef þú gætir bara bent mér á einhverjar greinar um þennan merka fund. Til dæmis einhverja grein í Biblical Archaeology Review eða einhverri svipuðu fræðatímariti. Fyrst þetta er sjálf gröf Jesú, þá hljóta þeir að hafa frétt af þessu, er það ekki?
En ef þú ert þarna á svæðinu ættirðu endilega að kíkja á borginu Týrus, en þú sagðir á gamla blogginu þínu, ef ég man rétt, að hún væri ekki lengur til!
"...sem grundvallast á því að neita staðreyndum..."
Og hvaða staðreyndum afneitum við?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.5.2007 kl. 23:46
Dylgjur?
Ég á athugasemd frá "Vantrú" þar sem orð Jósefusar sagnaritara gyðinga um Jesú eru sögð :"seinnitíma viðbót og fölsuð".
Ég efast ekkert um það að þið kannist við þessi orð. Þetta er dæmi um afneitun fornra upplýsinga sem tengjast öðrum sagnfræðilegum samtíma atburðum.
Hjalti
Ef landamæri Ísraels og Líbanons væru ekki lokuð vegna Hisbollah þá væri ég sko aldeilis til í að skoða Týrus og sögulegar staðreyndir þar. En varðandi gröf Jesú þá skal ég koma fræðum til þín er varpa ljósi á þá staðreynd að gröfin er sú rétta.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 11.5.2007 kl. 22:29
"Ég á athugasemd frá "Vantrú" þar sem orð Jósefusar sagnaritara gyðinga um Jesú eru sögð :"seinnitíma viðbót og fölsuð".
Ég efast ekkert um það að þið kannist við þessi orð. Þetta er dæmi um afneitun fornra upplýsinga sem tengjast öðrum sagnfræðilegum samtíma atburðum."
Þetta er ekki afneitun. Það er almennt viðurkennt að orð Jósefusar eru fölsuð. Það er deilt um hvort þau séu öll fölsuð eða bara hluti þeirra. Eða heldur þú því fram að Jósefus hafi sagt
að Jesús væri messías?
"Ef landamæri Ísraels og Líbanons væru ekki lokuð vegna Hisbollah þá væri ég sko aldeilis til í að skoða Týrus og sögulegar staðreyndir þar. "
Það er gleðilegt að þú skulir hafa fallist á það
að Týrus sé til, þvert á spádóma biblíunnar.
"En varðandi gröf Jesú þá skal ég koma fræðum til þín er varpa ljósi á þá staðreynd að gröfin er sú rétta."
Endilega. Hvar eru þessi "fræði" þín?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.5.2007 kl. 20:56
Sæll Hjalti Rúnar.
Þessi fræði um gröfina liggja í nokkrum þáttum.
1. Ummerki eru í grjótinu eftir kirkjubyggingu frá því um 100 - 200, gjarnan nefnt Býsantískum tíma. Þar var stunduð niðurdýfing og á útvegg grafarinnar sést höggið tákn kross og akkeris. Kirkjunni var valinn staður vegna sögunnar að gröfin væri Krists.
2. Sagan vitnar með staðnum og ummerki dýrkunar frá frumkristni eru þarna til staðar.
3. kletturinn Golgara (hauskúpa) ber enn hauskúpumyndina.
4. Svæðið við gröfina hefur einnig stóra vatnsþró, tilhöggna af mannahöndum sem getur tekið eina milljón lítra af vatni. Bendir til þess að staðurinn hafi verið í eigu ríkra. Það segir Biblían einnig.
Þessir þættir samanlagðir gerir staðinn eina mögulega stað í Ísrael þar sem gröf Jesú Krists er að finna. Sagan vitnar, ummerki Guðsdýrkunar eru greinileg, hauskúpukletturinn á sínum stað og hanbragð ríkidæmisins staðfestir það sem Biblían og fornar heimildir tilgreina í sögunni um Jesú frá Nasaret.
kær kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 19.5.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.