Boðskapur páskanna!

Líkklæði KristsPáskar - framhjáganga!

Ég hef tekið eftir því að undanfarin ár hafa nokkrir ritstjórar og blaðamenn notað hátíðirnar jól og páska til að fylla blöð þeirra af efni vantrúar og niðurrifs á sögum og tilefni þessara kristnu hátíða. Frelsið til að spyrja og efast hefur verið fullnýtt til tjáninga og svo bætt um betur til að hræpa þá sem trúa þessum gömlu sögum.

En þessar sögur eða upplýsigar eru þó staðfestar bæði af fornleifafræðignum sem og sagnfræði. Ég vona að þú hafir einhverja ánægju af lestri þessarar færslu:

Orðið "páskar" er komið úr hebresku og þýðir framhjáganga. Sagan bak við orðið er að Ísrelsmönnum var skipað að slátra páskalambinu og taka blóð lambsins og rjóða á dyrastafi og dyratré. Þá færi engill dauðans framhjá hverju því húsi sem hefði blóðið á hús dyrum. Þeir sem ekki höfðu blóði á dyrum hússins misstu frumgetning (fyrsta barn sem opnaði móðurlíf).

Fyrir fáeinum árum (1936 ) fundu fornleifafræðingar áletraða rósrauða granít steinhellu við uppgröft milli framfóta Sfinxins. Þar var sagt frá óvæntri valdatöku Tutmósis IV, hann ætti að bera kórónu Suður- og Norður Egyptalands. En þessi Tútmósis IV komst til valda þó svo að móðir hans hafi ekki verið konungborin og að hann var yngsti sonur. Elsti sonurinn átti að verða erfingi krúnunnar. En hvar var hann? Hann hafði dáið óvænt eina nóttina. Faðir Þessara drengja, Amenhotep II hafði einnig dáið óvænt. Af múmíunni má ráða að hann hafi drukknað.

Þessi Amenhotep II átti móður er var ein valdamesta drottning í allri sögu Faraóanna og hét hún Hatsepsut; sú giftist bróður sínum Tutmósis III en hann reyndi að afmá öll merki um þessa drottningu. Eitt af því merkilega við hana var að hún lét reisa hof, eða fórnarstað á Sínaískaga þar sem mátti fórna nautum, kvígum, kindum og geitum. Egyptar höfðu nautin í guðatölu og hvergi var nautum fórnað nema í þriggja dagleiða fjarlægð úr Egyptalandi á stað sem heitir Serabit. Þessi Drottning átti kjörbarn, sá var talið bróðir Amenhoteps II.(Archaelogy 2. e. Dr Victor Pearce, eagle, guildford, surrey)

Þessar upplýsingar tengjast óneitanlega sögu Biblíunnar af Móse sem var talinn dóttursonur Faraós og fór fram á að ísraelar fengju fararleyfi til þriggjadaga ferðar út í eyðimörkina til að dýrka Guð Ísraelsmanna. Við erum að tala um um fólk sem var uppi á sama tíma, árabilið 1400 - 1300 f.kr.

Svo er vert að taka annað atriði inní þetta blogg. Það átti sér stað árið 52 e.kr. Þá gerði þrætumaðurinn Þallus hverjum sem vildi tilboð um aðrökræða af hvaða völdum sólin hafði myrkvast í þrjár stundir fáeinum árum áður. Hann bjó í Róm og sú borg varð einnig vitni að myrkrinu mikla. Þar var kristinn maður Júlíus sem benti á að þegar fullt tungl er þá er útilokað að sólmyrkvi eigi sér stað og það á páskum. Aldrei snérist þrætan um það hvort sólin hafi myrkvast, það höfðu allir séð_ aðeins var leitað skýringa á því af hvaða völdum myrkrið varð!

Flegon nokkur ritaði að á dögum Tíberíusar keisara hafi sólmyrkvi orðið undir fullu tungli.

Vert er að minna á bréfið hans Serapion sem geymt er í British Museum. Það er dagsett um árið 73 e.Kr. Hann er þar að fjalla um hefnd Guðs vegna dauða Sókratesar, Pyþagórasar og Jesú frá Nasaret. Um Krist segir hann:" Hvaða ávinning höfðu gyðingar af því að aflífa þeirra vitra konung? Það var stuttu eftir það að ríki þeirra var eytt. Guð hefnir réttvíslega."

Hér væri vert að skjóta inní sögu Gyðingaráðsins sem missti völdin fljótlega uppúr árinu 30, þurfti að fara að Zippoury í Galíleu (nálægt Nazaret), og þaðan til borgarinnar Tíberías. Ráið var rekið frá Jerúsalem vegna þess að þeir er í því voru urðu uppvísir að því að hafa logið sök uppá saklausa (bæði Jesú og Stefán píslarvott t.d.). Rómverjar gátu því ekki treyst ráðinu.

Við sem höldum heilaga páska vegna krossdauða og upprisu Jesú Krists höfum ærið tilefni til að fagna og horfa á hátíðina sem örugga sönnun þess að Guð keypti okkur undan dómi og valdi syndarinnar. Jesús opnaði þér nýja veröld í gegnum eyðimörk og táradal ævinnar, til hins eilífa lífs- þeirrar veraldar sem aldrei mun hrörna né farast. Þessi boðskapur var á dögum Páls postula studdur af 500 sjónarvottum sem flestir voru á lífi fram til ársins 63 e.kr.

Biblían segir okkur meiri sannleika en þú trúir.

Gleðilega páska!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband