Gömlu gildin á ný!

Það eru kynlegir tímar í okkar landi. Menn stíga fram og vilja kosningar, fylla Austurvöll til að kalla menn ofan úr ráðherrastólunum og heimta uppreisn gamalla og góðra gilda. Greinilegt er að eftirspurn góðra gamalla siðferðisviðmiða er orðin töluverð. En á Alþingi er fullyrt að siðrof hafi átt sér í samfélaginu.

Alþingi hefur sett lög þeim til varnar mannréttindum án þess að auka á siðferði þjóðarinnar. Það er fleirra siðlaust en að telja ekki fram til skatts. Alþingi setti ný hjúskaparlög sem ríkiskirkjan tók upp þó svo að í kristnum sið sé hjónaband aðeins milli karls og konu! Kallast hér á siðrof og endurreisn gömlu góðu gildanna?

Mönnum finnst sjálfsagt að landinn hafi ekki peningana sína í felum erlendis. En hvað með nótulausu viðskiptin? Mættu þeir á Austurvöll sem eru ámælislausir undan skattaundirskotum? Hafa þeir gert sig seka um að hrópa SDG út af vellinum en fela eigin undanskot í nótulausum viðskiptum? Kallast hér á siðrof almennings og gömlu góðu gildin?

Á Austurvelli var nokkur hópur kvenna sem berjast fyrir auknum kvenréttindum til að ráða yfir sínum eigin líkama jafnvel á kostnað barnsins sem er að vaxa undir belti og verður fyrir ,,þungunarrofi" af því nýja siðferðið veitir mömmunni rétt til eyðingar lífs barnsins. Kallast hér á siðrof þessa kvennahóps og gömlu gildin
Fyrrum borgarstjóri sér að ,,pólitíkin er gengin af göflunum" og honum finnst eðlilegt að endurvekja ,,gömlu góðu gildin"! Í hans tíð var Nýja-Testamenntinu, Gídeonmönnum vísað burt úr grunnskólum borgarinnar og kennurum meinaðar kirkjuheimsóknir í kringum jól og páska! Togast hér á siðrof og endurreisn gömlu gildanna?

Fulltrúi ,,Vantrúar" svaraði fréttamanni RÚV þess efnis að hann væri að kalla á kosningar og bætti siðferði alþingismanna. greinilegt var að hann óskaði eftir gömlu gildunum sem kristin kirkja og kristna siðferðið hafði boðið fyrri kynslóðunum og bjó til einstaklinga sem tókust í hendur, gerðu með sér munnlega samninga og stóðu við sín orð! Kallast hér á siðrof og endurreisn gömlu gildanna?

Umhverfið á Íslandi og hrópin frá almenningi kalla á siðbót. Bestu reglur sem mannkynið hefur lifað við er í bókinni sem fær ekki inngöngu til grunnskólanema. Þar segir: ,,gjaldið keisaranum það sem keisarans er og guði það sem Guðs er"!

Mér finnst all undarlegt að ástand stjórnmálanna í dag kalli þjóð og þingmenn til sameiginlegs átaks í að endurvekja gömlu siðferðisviðmiðin. Þau viðmið sem við vitum að eru reglur Guðs, heiðarlegar, gegnsæjar og sigildar. Þær snerta hjónabandið, eignarréttinn, afstöðuna til stjórnvalda og þátttöku manna í sköttum samfélagsins. Okkar hlutverk er að  ala kynslóðirnar upp í kristnum viðhorfum í okkar samfélagi.

Snorri í Betel


mbl.is Pólitík á Íslandi gengin af göflunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Já, ef aðeins kristin trú hefði haft þúsund ár til að koma skilaboðum sínum á framfæri hér heima, þá væri staðan nú allt önnur. Kannski þarf bara önnur þúsund til að fólk nái þessu.

Óli Jón, 7.4.2016 kl. 14:39

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli, ein kynslóð í einu! Ekki þurfti nema eina kynslóð sem braut niður hin kristnu gildi svo að næsta kynslóð hóf bænahaldið! Hverfum aftur til gömlu gildanna. Táknrænt!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 7.4.2016 kl. 16:16

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Ertu nokkuð að meina að hjónin Sigmundur og Anna hefðu átt að hljóta svipuð örlög og getið er um í eftirfarandi sögu í Postulasögunni 5. kafla, Snorri?

Ananías og Saffíra

1En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru, konu sinni, eign 2og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna. 3En Pétur mælti: „Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? 4Var landið ekki þitt meðan þú áttir það og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum heldur Guði.“ 5Þegar Ananías heyrði þetta féll hann niður, gaf upp öndina og miklum ótta sló á alla þá sem heyrðu. 6En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu.
7Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki hvað við hafði borið. 8Þá spurði Pétur hana: „Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?“
En hún svaraði: „Já, fyrir þetta verð.“
9Pétur mælti þá við hana: „Hvernig gátuð þið komið ykkur saman um að storka anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra sem greftruðu mann þinn. Þeir munu bera þig út.“ 10Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina. Ungu mennirnir komu inn, fundu hana andaða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar. 11Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla sem heyrðu þetta.

 

Sigurður Rósant, 7.4.2016 kl. 18:01

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk vil ekki að það fari fyrir okkar samfélagi eins og fór fyrir Sódómu á sínum tíma að þá verður fólk að mæla með stjórnmálaflokkum sem að vilja standa vörð um hjónabönd karls og konu.

-------------------------------------------------------------------------

En varðandi fóstureyðingar að þá vantar alltaf inn í umræðuna hvenær SÁLIN tekur sér bólferstu í holdinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/11/

Jón Þórhallsson, 7.4.2016 kl. 18:15

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Nei, félagi Sigurður!

Biðjum þeim lífs og hagsældar en ekki dauða. Þú veist að: ,,Guð vill ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi"

Snorri Óskarsson, 7.4.2016 kl. 18:43

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hvenær sálin kemur inn í tilveruna? Þegar María heilsaði Eísabetu frænku sinni og báðar voru þr barnshafandi, þá tók barnið viðbragð í kviði Elísabetar við kveðjuna. Heilagur andi hafði þá áhrif á barnið. Var Jóhannes þá þegar lifandi sál?

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 7.4.2016 kl. 18:47

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Slóðin sem að ég skildi eftir handa þér segir allt sem segja þarf.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/11/

Jón Þórhallsson, 7.4.2016 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband