Ekki lengur Páskafrí?

Íslenskt samfélag hefur notið ákveðinna fríðinda þar sem öll helstu störf voru lögð til hliðar þegar ákveðnar hátíðir kristninnar gengu í garð. Jólin voru bæði kærkomin nemendum sem kennurum vegna helginnar sem yfir hvíldi. Sama á við um páskafríin, uppstigningardag, hvítasunnu og auðvitað 52 helgarnar. Í dag vitum við hvað við eigum í helgidögunum en með píratalöggjöfinni vitum við ekki hvað við fáum annað en kristnar hátíðir út! 

Allar þessar hátíðir eru gullið tækifæri til að minna okkur á hina kristnu sögu með gildum og viðhorfum sem stuðluðu bæði að kirkjusókn og góðu fjölskyldusamfélagi. Þessi skipan hefur fengið að vera við lýði öldum saman og sannað sig í góðri sátt og samfélagshefðum.

Ég tel Pírata og prestafélagið vaða reyk og leggja til samfélagslega eyðingarstefnu þegar allir dagar eru gerðir að ,,vinnudögum"! Yfirbragð samfélagsins verðu innan skamms þannig að menn vinni alla daga og skólar sem verslanir bjóði uppá þjónustu þannig að fjölskyldur eigi ekki eftir að eignast örugga samfélagslega hátíðisdaga heldur verði alltaf einhver í fjölskyldunni upptekinn við vinnu. Það er miður.

Þegar breyta má 40 stunda vinnuvikunni í lengri vinnuviku bara með því að greiða aukalega vinnuálag þá leiðir það til þess að þrældómur eykst og dagvinnulaunin munu lækka. Þannig var skipulag þrælaþjóðfélaganna bæði í Rómarríkinu sem og hjá öðrum þjóðum með slíkt skipulag.

Kristnin hefur verið bæði til verndar helgidögum sem og fjölskylduhátíðum með afstöðu sinni til vinnulöggjafar og helgihalds. Ef þeim finnst ekki ástæða til að varðveita helgidagalöggjöfina og vilja Helgapírata löggjöf af því að Helgi vill taka tillit til annarra trúarbragða þá má alveg spyrja hvers vegna eigum við að breyta okkar skipulagi? Er það vegna útlendinganna? Mega útlendingarnir ekki taka þátt í íslenskri helgidagalöggjöf sem hefur verið okkur til gagns? Ég tel því einsýnt að undirrót að lagabreytingu hjá Helga pírata sé undirlægjuháttur sem öll vestræn samfélög hafa lent í vegna fjölmenningar hugmynda. Þannig komast að öfl sem eyðileggja karakter kristinna samfélaga og ekkert betra kemur í staðinn.

Það ætti að vera kjörið tækifæri prestastéttarinnar að andmæla hugmyndum Helga og taka upp virka baráttu fyrir kristnu helgihaldi sem og vaxandi kirkjusókn í landinu. En er þessi afstaða pírata og presta ekki enn ein atlagan að tilvist ríkiskirkjunnar? Prestarnir fara að eins og Biedermann. Afhenda brennuvarginum eldspýturnar.

Snorri í Betel


mbl.is Prestar vilja ekki helgidagafrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Snorri

Ég velti fyrir mér. Þegar búið verður að leggja af alla helgidaga og allar helgar, hvað ætli verði þú um Helga Pírata??? embarassed

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.4.2016 kl. 11:45

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Honum verður komið í helgan stein?

Snorri Óskarsson, 11.4.2016 kl. 17:08

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef að þjóðkirkjufólkið vill frí um páska og aðra hátíðisdaga þjóðkirkjunnar þá tekur það sér þá bara frí. en það kemur ekkert við okkur hin.Við hinum er að sjálfsögðu frjálst hvenær við tökum frí eða hvort. Persónulega finnst mér kominn tími á að leggja eitthvað af þessum frídögum niður. Það er nóg að vinnandi fólk taki sér tvo frídaga í viku og svo sumarfrí. Margir sleppa bara sumarfríinu, t.d. ég sjálfur. Það getur enginn þröngvað öðrum að leggja niður athafnir á þeirra frídögum. Fyrir mörgum er það þvílík kvöð að þeir vildu miklu fremur vera í vinnu en " eiga" frí. Okkur sem standa utan þetta trúarrugl finnst helgidagar kirkjunna vera leiðinlegust dagar ársins og viljum bara láta leggja þá niður ef helgislepjan þarf að gilda fyrir alla.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.4.2016 kl. 17:44

4 Smámynd: Óli Jón

Við getum ákveðið að breyta páskafríinu í þriggja daga frí sem hefst þriðja mánudag í febrúar og er ekki tengt neinum sérstökum trúarbrögðum. Þá geta allir notið og gert svo sérstakar ráðstafanir ef viðkomandi vill gera eitthvað sérstakt um páska. Ef eitthvað er þá þurfum við að fjölga frídögum, en þeir eiga ekki að tengjast kristilegum trúarhátíðum. Íslendingar eru löngu byrjaðir að þróast í átt frá trú og því verðum við að gera frídagana okkar veraldlega. Þannig verður föstudagurinn langi bara venjulegur föstudagur fyrir langflesta, en þeir sem vilja leggja aðra merkingu í hann taka sér frí í vinnu og gera það þá bara.

Þá eru eftir frídagarnir tengdir hvítasunnunni sem auðvelt væri að færa þangað hvar þeir nýtast betur. Líklega þyrfti ekki að eiga neitt við jólin því þau eru hvort eð er bara verslunar- og matarhátíð í dag.

Þetta er þjóðráð og eitthvað sem hentar vel í fjölmenningarsamfélaginu Íslandi.

Óli Jón, 13.4.2016 kl. 16:42

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli Jón.

,,Við getum"...auðvita er það möguleiki sem ekki verður horft framhjá. Frakkar reyndu að breyta 7 daga vikunni í 8 daga viku. Það gekk í smá tíma en svo var horfið aftur til gamla skipulagsins. Spurningin er nefnilega ekki um hvað ,,við getum" heldur hvað fríin og hátíðirnar varðveita. Sagan er rifjuð upp og við vitum um stóra þætti kristninnar. Þess vegna minni ég á að Guð hafi gefið okkur sitt orð og helgidaga. Innihaldið er kjarninn í tilverunni við erum skapaðir til samfélags við Guð, skaparann! Er betra að láta vinnuveitendur ráða dögum, hátíðum og fríum? 

Ég segi NEI!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 13.4.2016 kl. 21:03

6 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Auðvitað segir þú NEI. Þó breytir það ekki því að kjánalegt er að skella helstu frídagaknippum á trúarlegar hátíðir kristinna þegar á sá siður er á hröðu undanhaldi hér heima. Staðsetning þessara á dagatali á að vera óháð hvers konar trúarlegum hátíðum því aðeins þannig getur þjóðin í heild sinni notið þeirra saman.

Óli Jón, 15.4.2016 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242250

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband