Sekta kirkjugesti?

Það er kaldhæðni að þeir sem á föstudeginum langa hafa boðið í Bingóspil á Austurvelli og brotið með því landslög hafa sloppið við dómsmál og sektir. 

Þeir sem leggja bílum sínum við Austurvöll til að sækja helgar tíðir, brúðkaup eða jarðarfarir í kirkjunni sleppa ekki. Þeir eru sektaðir og jafnvel brúðarbíll fær rukkun frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar.

Hvor hópurinn nýtur fríðinda þeir sem sækja kirkju eða hinir sem spila Bingó? Ætli það sé talin meiri mannréttindi að taka þátt í Bingóspili á Austurvelli föstudaginn langa?

Væri ekki rétt að við færum fram á sanngirni og réttlæti í svona máli og benda á að menn gjarnan vilja láta landslög gilda. Allavega er verið að fjarlægja samviskufrjálsa presta úr þjónustustörfum kirkjunnar til að landslög séu virt. 

Hvernig ætli Guð, hinn almáttugi dómari dæmi í svona máli? Halda menn að ef kirkjan byði til ,,Bingómessu" þá fengju kirkjugestir engar sektir? Það væri bingóvinningur dagsins!
k.kv

Snorri í Betel


mbl.is Sektir bíða kirkjugesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru bara einhver smá-atriði.

Aðal-áhersla allra þeirra sem að játa KRISTNA-TRÚ hér í heimi;

ætti að vera að kveða niður allar gay-pride-göngur sem að er stórt skref afturábak í allri mannlegri þróun bæði líffræðilega og fagurfræðilega séð.

Jón Þórhallsson, 14.4.2016 kl. 13:06

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Snorri, það er snilldarleg tillaga að halda bingó í kirkjunni við Auravöll og  sjá hvernig sektarmálið færi fyrir rétti. Verð að tala við prestinn!.

Eyjólfur Jónsson, 14.4.2016 kl. 13:58

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er það ólöglegt að leggja ólöglega Snorri? Hvernig geturðu verið svona siðblindur að líkja saman þeim ólöglega gjörningi og spila bingó?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.4.2016 kl. 20:11

4 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Þetta er sannarlega skelfilegt. Þó er rétt að skoða þetta aðeins og tengja við veruleikann:

Ekki þarf að greiða í stöðumæla á föstudaginn langa og á það jafnt við um trúaða jafnt sem trúlausa. Þú getur því lagt bílnum þínum við Austurvöll allan daginn þann dag án þess að borga krónu í stöðumæli og án þess að eiga það á hættu að fá sekt. Hins vegar var bingóspilið sjálft kolólöglegt og því leitt að lögreglan gerði ekki rassíu á Austurvelli til að handtaka alla lögbrjótana. Líklega er það vegna þess að yfirvöld telja helgidagalöggjöfina ekki eins mikilvæga og löggjöfina um stöðugjöld og stöðusektir.

Stöðumælar eru við öll stæði í kringum Dómkirkjuna og þegar lögboðin skylda er til að greiða í mælana á það við um trúaða jafnt sem trúlausa. Enn hefur ekki verið útbúin merking fyrir kristna, í líkingu við bláu spjöld fatlaðra, sem þeir geta haft við framrúðu bifreiða sinna og veitir þeim undanþágu frá þessari skyldu. Á meðan ein lög eru í landinu hljóta þau að ná jafnt yfir alla, trúaða jafnt sem trúlausa.

Hugmynd þín um Bingómessu er áhugaverð, en á sér enga stoð í raunveruleikanum. Eins og búið er að rekja er skylda til að greiða stundum í stöðumæla ekki bundin við bingóspil heldur tímasetningar. Mér nægir því ekki að hafa bingóhjól í bílnum mínum alla daga til að sleppa við stöðusektir, jafnvel þótt ég sé trúlaus.

Trúaðir, vantrúaður, trúlausir, kirkjugestir, brúðgumar og brúðir verða því að greiða í stöðumæla þegar gjaldskylda er. Gjalda verður keisaranum það sem keisarans er, svo einfalt er málið. Kristnir njóta ekki neinna fríðinda þegar kemur að þessu, en sem verðandi minnihlutahópur er máské bara sanngjarnt að hann geri það. Kannski gæti það stöðvað landflóttann úr kristnum söfnuðum?

Hver veit?

Óli Jón, 15.4.2016 kl. 10:36

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvernig væri bara að borga í stöðumælinn?

Svo er annað mál, að á föstudaginn langa eru stöðumælaverðir ekki á vakt og þ.a.l. eru bílarnir ekki sektaðir þann dag.

Og reyndar ekki á sunnudögum heldur, þannig að allir sem koma í venjulega sunnudagsmessu í Dómkirkjunni, þeir sleppa líka.

Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2016 kl. 10:48

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Strákar, af hverju er brúðarbíll sektaður fyrir að leggja ólöglega? Af hverju eru kirkjugestir sektaðir fyrir það eitt að leggja sunnanmeginn kirkjunnar þegar athafnir eru þar á helgidögum? 

Af hverju er ekki verið að sekta þá sem rjúfa helgidagafrið og brjóta vísvitandi lög með einbeittum brotavilja? 

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 15.4.2016 kl. 13:13

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

He,he .Snorri minn. Varstu ekkert að lesa kommentin hjá strákunum?smile

Jósef Smári Ásmundsson, 15.4.2016 kl. 18:40

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekki stöðugjald á sunnudögum. En af hverju ættu kirkjugestir annars ekki að borga í stöðumæli?

Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2016 kl. 23:30

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Viðbót: Undir suðurvegg kirkjunnar eru ekki bílastæði. Þess vegna má ekki leggja þar.

Og um okkur sem rjúfum helgidagafrið og erum svo bíræfnir að gera það fyrir opnum tjöldum: Það hefur verið hringt í lögregluna flest skiptin á föstudaginn langa. Ég hef persónulega gert það fjórum eða fimm sinnum. Tilkynnt um brot á lögum um helgidagafrið. Lögreglan hefur ekki aðhafst og var henni þó málið kunnugt. Hvers vegna? Þú þarft að spyrja þá að því. Ég persónulega giska á að þeim þyki það ólíklegt til sakfellingar eða vilji ekki vera að gera píslarvotta úr okkur.

Vésteinn Valgarðsson, 18.4.2016 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband