Guð minn, Guð minn...!

Saga okkar er vörðuð stórum atburðum. Frá landnámi hafa menn búið við veðurham, eldgos, drepsóttir og styrjaldir. Þrátt fyrir tækniframfarir og auðsæld til lands og sjávar er skuggi fátæktar aldei langt undan. Frá því fyrst er sögur hófust voru til fátæklingar og niðursetningar sem sviftir vorur allri reysn til lífs og búsetu. Menn sáu ranglætið og spurðu hvar er Guð?

Nýlega kom fram að við undirbúning laga um ICESAVE hafi þeir sem sömdu lög og reglur um lyktir þess máls höfðu fyrst og fremst sína eigin hagsmuni í huga og samið lögin sér til varnar.

Það þarf ekki að vera undarlegt heldur mikið fremur opinberun á það hve skammt maðurinn er á veg kominn frá eigingirni og sjálfselsku. Þeir eiginleikar sjást ekki nema á viðbrögðum og hegðun. Það vill einkenna manninn að hann göfgast lítið þrátt fyrir miklar heitstrengingar og hugsjónabaráttu. Hallgrímur Pétursson sá samskonar veikleika í samtíma sínum og segir: 

,,Undirrót allra lasta

Ágirndin kölluð er.

Frómleika frá sér kasta

fjárplógsmenn ágjarnir

sem freklega elska féð

auði með okri safna

andlegri blessun hafna 

en setja sál í veð."

Þessi miðalda heimssýn og útlistun ætti að vera okkur umhugsun þar sem við í okkar tíma á 21.öld höfum sniðgengið þá iðju að temja okkur nægjusemi og þakklæti. Enn telst þjóðkirkjan íslenska vera kristin kirkja þó svo að þar á bæ hafi kennimenn leyft sér að sneiða hjá og fella úr gildi ýmis kenniatriði Kristninnar sem falla illa að viðhorfum samtímans. Hallgrímur fær sjaldan hljómgrunn nema helst á föstudeginum langa en áður var hann hljómandi rödd kirkjunnar. Hverjir óma í dag af sama boðskap?

Fyrir nokkrum árum varð nafn færeyska þingmannsins Jenis af Rana þjóðkunnugt af þvi að hann vildi ekki þekkjast boð forsætisráðherra og ,,eiginkonu" hennar. Vísaði Jenis til orða Páls postula í 1.Kor. 6:9. Þessi kristna afstaða þótti öfgakennd og biskupsstofa sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Jenisar. Í þeirri yfirlýsingu sagði að orðið sem Jenis vísaði til ,,tilheyrði fornum átrúnaði og ætti ekki við í dag"! með öðrum orðum að pistill postulans fær ekki að hljóma í messum líðandi stundar; er það svo?

Bæði Kirkjan og Alþingi lögðust á eitt um það að breyta siðferðisviðmiðum Kristninnar í samræmi við tíðarandann. Má í þessu sambandi benda á enn eitt gullkornið sem Hallgrímur brýndi samtíma sinn með er hann segir:

Sjá hér, hvað illan enda

ótryggð og svikin fá

Júdasar líkar lenda

leikbróður sínum hjá.

Andskotinn illsku flár

enn hefur snöru snúna

snögglega þeim til búna

sem fara með fals og dár!

 

Í ljósi samtímans og viðvarana Hallgríms er ekki úr vegi að færa málið til Bessastaða. Fáheyrt er að fráfarandi forseti þjóðarinnar kalli á blaðamannafund til að bjóða sig aftur fram. Forsetinn er orðinn löggilt gamalmenni en ógnir samtímans kalla á viðbrögð sem ekki hafa áður þekkst hjá forseta. Honum stendur ógn að þeim þúsundum sem hafa hvað eftir annað mætt á Austurvöll til að mótmæla. Mótmæla stjórnvöldum, peningakerfinu, ráðherrum og þverrandi sátt í samfélaginu. Hvað veldur að frá því 2008 hefur myndast gjá milli þings og þjóðar. Þverrandi fjöldi sóknarbarna í þjóðkirkju og aukin flóra í lífsskoðunum landsmanna sem örvar mannhyggjuna og guðleysi en ekki traust á Guði, skaparanum og Jesú Kristi Frelsaranum.

Þjóðkirkjan studdi þá ráðstöfun að hjónabandið yrði ekki lengur stofnun milli eiginmanns og eiginkonu. Sú ákvörðun var grunnurinn að nýjum hjónabandslögum sem samþykkt voru við þinglok 2008. Sama dag og þinglok voru kom einn sterkasti jarðskjálfti sem orðið hefur á Suðurlandi svo það glumdi í þingsölum. Selfoss færðist frá Reykjavík um 14 cm (hálft fet). Guðni Ágústsson var í ræðustól Alþingis og hafði á orði ,,Hann var sterkur þessi"!

Ný hjúskaparlög voru samþykkt, Alþingi lauk störfum og kom ekki saman aftur fyrr en um haustið. Þá var peningakerfi landsins hrunið og bankarnir ornir óstarfhæfir hver eftir annan. Er þetta tilviljun? Óguðleg lagasetning, náttúran skelfur og hrun í þjóðfélaginu? Svona atriði er víða að finna í hinni merku bók Biblíunni sem e.t.v. tilheyrir aðeins ,,fornum átrúnaði" en ekki nútíma kristni og víðsýni.

Nægir hér að nefna viðvaranir spámannanna Biblíunnar. Jeremía segir:

En lýður þessi er þverúðarfullur og þrjóskur í hjarta.

Þeir hafa vikið af leið og horfið burt en sögðu ekki í hjarta sínu:

,,Óttumst drottin, Guð vorn, sem gefur regnið, haustregnið og vorregnið

í réttan tíma og viðheldur handa oss ákveðnum uppskeruvikum."

Misgjörðir yðar hafa fært allt þetta úr skorðum og syndir yðar hafa hrundið 

blessuninni burt frá yður." Jer. 5: 23- 25

 

Jesaja er á sömu skoðun er hann segir:

,,Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður

og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.

Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins,

í híbýlum öruggleikans og í rósömum bústöðum." Jes.32: 17 - 18

Hér er komin þversögn við það sem forsetinn og hrópendurnir á Austurvelli hafa séð sem yfirbragð þings og þjóðar. Af hverju misstum við friðsældina úr heimilum og samfélaginu?  Forsetinn vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að endurvekja friðsöm stjórnmál jafnvel þó svo að hann hafi um árabil verið formaður þess stjórnmálaafls sem var stöðulega að nefna byltingar sem raunhæfa lausn á ranglátu samfélagi. Nú líst honum ekki á blikuna og er vel.

Þorgeir Ljósvetningagoði sá þessa ógn fyrir og skildi hver lausnin væri fyrir friðsælt samfélag manna á meðal. Hann sagði: ,,ef vér brjótum í sundur lögin þá brjótum vér og í sundur friðinn"! Jónsbók tók upp þráðinn og hefst með þessum orðum:,,Það skal vera upphaf laga vorra að trúa á einn Guð, Son hans og Helgan Anda"!

Miðaldamönnum þótti einsýnt að trúin, siðferðið og lögin þyrftu að fara saman og mynda heildstætt ssamfélag, trúar, réttlætis og velferðar.

Löggjafinn okkar rauf lögin sem Guð hafði sett og Jesús Kristur flutti okkur hrein og tær:

,,Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni

og þau tvö skulu verða einn maður." Þannig eru þau ekki framar

tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman

má maður eigi sundur skilja."  Matt. 19: 5- 6

Að taka ekki tillit til þess sem Jesús sagði gerir okkur auðvita að andstæðingum og óvinum Jesú Krists. Þegar kirkja, Alþingi og þjóðfélag fer svona opinberlega á móti ,,Guði vors lands" kallar það einmitt á straff og óheill sem bæði Hallgrímur, Jeremía og Jesaja hafa bent á að fylgi þverúðinni og að storka almættinu. Forsetinn sér sitt óvænna en við hin? Tengjum við ófriðinn í þjóðfélaginu við vaxandi Guðleysi?

Ég gæti tekið fleiri atriði fyrir því þau eru nokkur enn. Látum samt þetta nægja til að vara ekki endilega um víðan völl. Þá má nefna börnin og unglingana sem standa í alvarlegri sálarkreppu vegna þess að þau vita ekki um tilgang lífsins eða hvað er til bætts mannlífs. Það eru ekki bara vinsældir og íþróttir heldur friður hjartans og réttlátt hugarfar sem Guð elskar.  Hafa börnin okkar ekki fengið mjög frjálslega og opna fræðslu um kynlíf og hættur þar að lútandi? Samt er aukning á kynsjúkdómum eins og Lekanda og Klamidíu. Fyrst svo er vantar ekki eitthvað í fræðsluna? Það þætti vond ökukennsla sem útskrifaði nemendur og slysum fjölgaði í samræmi við fjölda nýrra ökumanna. Vitum við ekki öll þessi gömlu sannindi? Mega börn og unglingar ekki læra kristna iðju. 

Við heyrum einnig um aflandsfélögin sem fylla erlend bankahólf af fjámunum landanna en geta ekk greitt sanngjörn laun, verkamanninum sem býr til verðmætin. Við glímum við verktaka sem koma úr gömlu kommúnistaríkjunum þar sem kristna siðferðinu var útrýmt og löndin voru ,,aflúsuð" af kristninni á faglegan hátt. Í þeim löndum voru hvorki jólafrí eða páskafrí né tekið tillit til kristinna helgidaga. Sjáum við ekki félaga Júdasar í landinu okkar? Samt eru menn í dag að leggja fram frumvarp sem afnemur helgi frídaganna og vilja eingöngu taka mið af vinnulöggjöfinni. Þar skal miða við hag vinnuveitenda eins og þeirra sem koma hingað sem verktakar með annarleg siðferðileg viðhorf til launþega og ábyrgðar í þátttöku til samfélagsins. Og Prestafélagið sagði:,,Amen"!

Það var sárgrætileg uppákoma hér um daginn þegar fulltrúar Skólaskrifstofu Akureyrar ásamt formanni skólanefndar komu á fund í Hvítasunnukirkjunni til að tilkynna um uppsögn á samstarfssamningi við Leikskólann Hlíðaból. Ástæðan var sú að ,,börn vantaði í bæinn"! Það var gott að heyra að börn væru mikilvæg inní samfélag bæjarins. En bæjarstjórn Akureyrar hefur leyft sér að fara herför gegn mér í nafni mannréttinda og lífsmáta sem ekki skaffar börn til samfélagsins. Ég, sem legg til að hjón eignist mörg börn og mæli gegn fóstureyðingum var sagðu af þessum yfirvöldum hafa ,,mannfjandsamleg sjónarmið"!

Fjórum árum síðar, eftir för til ráðuneyta og dómsstóla er niðurstaðan þessi að börn vantar í bæinn. Þá er framtíð bæjarins í uppnámi. Farið er að fjara undan og á næsta ári sígur húsnæðsverð, þjónusta minnkar, vinnandi hendur fara annað og hver vill vera í sveit þar sem stærsti vinnuveitandinn er elliheimilið?

Er ekki hér eitthvað að læra af og snúa frá þegar ávöxturinn er færri börn, meiri ófriður, minni sátt og aukið Guðleysi? Heyrum við þessi viðvörunarorð frá Guði almáttugum?

Biblían segir: ,,Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana svo að ÞÉR FINNIÐ SÁLUM YÐAR HVÍLD". Jer.6: 16

Heill sé forseta vorum og fósturjörð. Húrra, húrra, húrra. Afnemum Guðlaus lög og sjónarmið

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband