Gefðu að móðurmálið mitt...?

Í dag tefla menn mannréttindunum sem gildri ástæðu fyrir losun á reglum, skyldum, og hefðum ýmissa mála. Þessi tillaga um nafnalöggjöf eða enga nafnalöggjöf mun ekki verða gæfuspor. Sérstaklega vegna þess að nú tefla menn ,,mannréttindum" fyrir tillögunni. Auðvita eru það engin mannréttindi að varðveita íslenska mannanafnahefð. Vissulega má segja að hún hafi breyst svosem undanfarið árþúsund. Enginn Ketill Flatnefur, Þrándur mjóbeinn, Ljúfvina, Kjallakur, Hrafsi eða Hálfur prýða nafnaflóru samtímans en tilheyra samt okkar sögu.

Árið 2000 lá víkingaskipið Íslendingur við bryggju í Vestmannaeyjum. Ég spurði Gunnar Marel hvort við gætum ekki farið í siglingu á þessu fagra skipi. Hann sagði að ef við gætum safnað einhverjum hóp þá myndi hann fara með okkur gegn vægu gjaldi. Við létum fólkið á bryggjunni vita og flestir vildu sigla á víkingaskipi. Þarna um borð var Gunnar, skipstjórinn svo kom Snorri, Gísli, Þorsteinn, Hjálmar, Sigurður, Bergþóra, Guðrún og Einar svo eitthvað af nöfnunum séu nefnd.

Ég hafði á orði við Gunnar að áhafnarmeðlimir og farþegar víkingaskipsins árið 2000 eru með sömu nöfnum og var eittþúsund árum fyrr á slíkum farkostum. Þá hafði hann á orði að þetta væri all miklu öðruvísi en í Noregi þar sem Jan, Kjell og Roger eru algeng nöfn og víkinganafnaflóran sjaldgæf, helst varðveitt í afdölum eða millinöfnum.

Mér finnst ekkert betri mannréttindi að leyfa fólki að kalla drenginn Roger eða Roj en sniðganga Hróðólf og Hróa. Ég sé ekki að sum nöfn sem börn hafa verið nefnd eftir vinsælum sönglögum bæta nafnaflóruna. Ég þekki dæmi þar sem stúlkubarnið fékk nafnið Ærín og móðirin kallaði á barnið: ,,ærin mín"! Það þótti jafnvel jaðra við móðgun þegar sagt var við barnið:,,lambið mitt"!

Með þessari tillögu að breyta íslenskum nafnalögum til nútíma viðhorfa er tillaga til að breyta Íslenskri tungu. Íslendingum væri hollast að endurskoða þann grundvöll sem þeir ætla að varðveita eða standa á í framtíðinni. Þegar er búið að vega að Helgidagalöggjöfinni og guðlastsákvæðinu, allt í nafni mannréttinda og nú er það mannanafnalöggjöfin. Með þessu áframhaldi má spyrja hvort Íslenskan verði töluð að liðinni öld. Bókin sem varðveitti Íslenskuna er á bannlista yfir gjafir til skólabarna í Grunnskólum Reykjavíkur.

Guðrún Kvaran hefur teflt fram þungum rökum og sögulegum gegn þessari aðför að Íslenskunni og enn fleira bendir til þess að okkat þjóðarvitund, menning og tunga gæti horfið af sjónarsviðinu á 70 árum og það í nafni ,,Mannrétindanna"!

Nýlega sá ég á Vísi að lögmaður fékk ákúrur fyrir að gagnrýna orðnotkunina Kynleiðrétting þar sem kynbreyting segði allt sem segja þarf. Mótrökin voru einmitt að transfólkið vill sjálft ráða hvaða orð þau nota og þá um leið hvernig okkar tungu verði beitt í því samhengi. Við eigum svo sem öll Íslenskuna og ættum því öll að hafa þann rétt að beita þessuáskæra ylhýra til að opinbera hug okkar og varðveita sagnagrunn þjóðarinnar og viðurkennda orðnotkun.

Við erum því komin á ný í spor Fjölnismanna að berjast fyrir sögu og þjóðararfi Íslenskrar þjóðar svo hún megi lifa frjáls í samfélagi þjóðanna. Er sú tilvera okkar ekki líka mannréttindi?

Snorri í Betel


mbl.is Snýst um frelsi og réttindi fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já þessi mengun útlendra nafna í íslenskunni er hvimleið. Byrjaði auðvitað fyrir margt löngu, með nöfnum eins og Pétur, Elísabet, Jakob, Ísak, Metúsalem og fleiri nöfnum frá miðausturlöndum.

Skeggi Skaftason, 16.6.2016 kl. 22:27

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Satt segirðu, Skeggi en þessi nöfn eru auðvita búin að afla þeirrar stöðu sem æskilegt er að hafa fylgt íslenskum nöfnum í 1000 ár, taka fallbeygingum og hljóma vel við tungumálið! Þau nöfn hafa bætt þess vegna nafnahefðina.

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 16.6.2016 kl. 23:59

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að eiga móðurmál, með sínum hefðum og stöðugleika, er greinilega orðinn þyrnir í augum sumra, aumkunnarverðra, sem hvegi virðast finna sig, nema í stjórnleysi og sundrungu. Eftir þeirra forskrift má skíra barn Skít Í Fötu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.6.2016 kl. 01:44

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Halldór Egill Guðnason þarf lög og reglur til að segja sér hvað hann megi nefna börnin sín. Ef ekki væru í gildi mannanafnalög héti sonur hans Skítur í Fötu Halldórsson.

Skeggi Skaftason, 17.6.2016 kl. 14:35

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gunnar Marel hefði nú ekki fengið að heita Gunnar Marel ef Mannanefnanefnd hefði ráðið því.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.6.2016 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband